Morgunblaðið - 22.06.1983, Qupperneq 5
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983
Fisksala íslend-
inga í Ameríku
— eftir Þóri S.
Gröndal
Þórir S. Gröndal flutti eft-
irfarandi erindi í Rotary-
klúbbi Reykjavíkur fyrir
skömmu.
Inngangsorð
Skömmu eftir komu mína til
Ameríku fyrir 20 árum, tók páfinn
í Róm upp á því að leysa alla kaþ-
ólikka heimsins undan því að éta
fisk á föstudögum. Við íslenzkir
fisksalar vorum felmtri slegnir og
héldum, að ekki einasta yrði þetta
endirinn á okkar eigin atvinnu,
heldur líka endalok fiskútflutn-
ings landsmanna og ef til vill hrun
efnahagslífs íslands.
Föstudags-fiskátið hafði fram
að þessu verið uppistaðan í fisk-
neyzlu bandarísku þjóðarinnar.
Þótt ekki væru allir landsmenn
kaþólskir, hafði föstudagurinn
orðið eini fiskdagur vikunnar. Það
var eini dagurinn, sem veitinga-
hús, mötuneyti og skólar höfðu
fisk uppá að bjóða. Fjölbreytnin í
framreiðslu var ekki allt of mikil
og feiknin af vondum fiski voru
seld. Kaþólikkar og aðrir píndu
trosinu í sig eða sultu og margir
þeirra urðu fiskhatarar upp á
lífstíð.
Þegar fiskiðnaðurinn jafnaði sig
eftir áfallið, kom í ljós, að þessi
ákvörðun páfa gæti átt eftir að
hafa mjög góð áhrif. Framsýnir
fisksalar sáu, að nú varð iðnaður-
inn að standa á eigin fótum og gat
ekki lengur haldið i pilsfaldinn
páfans. Hófst nú hægt og sígandi
herferð til þess að fá neytendur til
að kaupa fisk og snæða, ekki af því
að þeir yrðu að gera það, heldur af
því að þá langaði til þess.
Úrval jókst i smásöluverzlunum
og brátt byrjuðu veitingahús að
hafa nýja fiskrétti á boðstólum
alla daga vikunnar. Eftir nokkur
ár vorum við fisksalar farnir að
þakka páfa í hljóði og upphátt.
Boðskapur hans hafði gerbreytt
fiskiðnaði hins vestræna heims og
haft mikil og góð áhrif á afkomu
Islendinga.
Brautryðjendurnir
Skipuleg markaðsstarfsemi Is-
lendinga í Ameríku hófst í árs-
byrjun 1945, en þá opnaði Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna
skrifstofu í New York og var Jón
Gunnarsson, verkfræðingur, for-
stöðumaður hennar. Tveimur ár-
um seinna var stofnað dótturfyr-
irtækið Coldwater Seafood Cor-
poration og varð Jón fram-
kvæmdastjóri þess.
Samband íslenskra samvinnufé-
laga var með almenna skrifstofu i
New York á stríðsárunum, og mun
hún hafa annast einhverjar fisk-
sölur um svipað leyti og Sölumið-
stöðin hófst handa. Sambandið
stofnaði síðan sitt dótturfyrir-
tæki, Iceland Products Inc., sem
nú heitir Iceland Seafood Corpor-
ation, árið 1951. Fyrsti fram-
kvæmdastjóri þess var Leifur
Bjarnason.
Fyrstu árin voru það aðallega
karfa-, steinbíts- og þorskflök sem
seld voru til Bandaríkjanna og
hófst útflutningurinn í smáum
stíl. Af heildarútflutningi SH
1945, sem var 30.000 tonn, fóru að-
eins 1.350 smálestir til Ameríku.
Á næstu árum var síðan farið að
gera tilraunir með frystingu
beinlausra flaka í blokkarform.
Jón Gunnarsson er talinn einn
þeirra manna, sem ruddu brautina
og hófu vinnslu fiskblokka og úr-
vinnslu þeirra. Blokkarfram-
leiðsla hófst á íslandi 1953 og árið
eftir byrjaði Coldwater vinnslu á
fiskstautum og skömmtum í lítilli
verksmiðju í Nanticoke í Mary-
iand. Sex árum síðar keypti Ice-
land Seafood gamalt verksmiðju-
og frystihús í Steelton í Pennsylv-
aníu, og hóf þar úrvinnslu blokka í
smáum stíl. Bjarni V. Magnússon
var þá framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Fiskblokkin á þannig 30 ára af-
mæli í ár. Hún ruddi, með tíð og
tíma, saltfiskinum og síldinni úr
efsta sæti sem mikilvægustu
framleiðsluvöru þjóðarinnar. ís-
lendingar eru sífellt að minnast
afmæla og væri ekki óverðugt, að
fiskblokkarinnar væri lofsamlega
minnst á þessu merkisári hennar.
Fávizka landsmanna
um fískinn
Á þeim rúmlega 20 árum, sem
ég hefi stundað fisksölu í Amer-
íku, hefi ég oft undrað mig á því,
hve mikils þekkingarskorts gætir
hjá fjölda Islendinga á fiskfram-
leiðslu og sölu afurðanna. Fólk á
öllum aldri er furðulega fáfrótt
um frystiiðnað landsins og veit lít-
il deili á helztu framleiðsluvörun-
um. Um markaðsmálin veit það
lítið sem ekkert. Komi það í mat-
vörubúð í Ameríku og finni þar
ekki íslenzkan fisk, er það strax
talið merki þess, að markaðsmál
landsins séu í lamasessi.
Segja má eflaust, að það sé að
einhverju leyti skylda sölusam-
taka fiskframleiðenda að fræða
fólkið um þennan aðalatvinnuveg
landsins. Vafalaust er þó orsak-
anna að leita miklu dýpra. Síðustu
20—30 ár hafa séð bylgingu í
menntun landsmanna. Velmegun-
in, sem þakka má að mestu leyti
fiskiðnaðinum, hefir orðið til þess,
að foreldrar hafa keppst um að
afla börnum sínum aukinnar
menntunar, og að forða þeim frá
að Ienda í frystihúsum og öðrum
fiskverkunarstöðvum.
Að vinna í fiski þykir ekki nógu
fínt á íslandi. Þess vegna þarf að
flytja inn vinnuafl fyrir frystihús-
in á vertíð. Á sama tíma flytja úr
landi sprenglærð ungmenni, sem
þjóðin er búin að mennta með
fiskpeningum.
Það hefir verið lítið um kennslu
í atvinnusögu landsins í barna- og
unglingaskólum. Allir verða að
læra utanbókar ártöl um það,
hvenær þessi eða hinn landnáms-
maðurinn fleygði öndvegissúlum
sínum í sjóinn og hvenær hann
fann þær aftur. Enginn þarf aftur
á móti að vita, hvenær við byrjuð-
um að salta fisk eða frysta og
hvernig sú vinnsla fer fram. Ekki
þurfa þessir ungu íslendingar
heldur að vita neitt um það, hvar
markaðir okkar liggja og hvernig
sölustarfsemin fer fram.
Frétt hefi ég, að eitthvað sé ver-
ið að reyna að bæta úr skorti á
kennslu um fiskiðnarinn og sjáv-
arútveginn. Meðal annars er kom-
in út ný kennslubók fyrir barna-
skólana og heitir hún „Við sjávar-
síðuna — ísland“. Flett hefi ég
þessari bók, sem er 64 blaðsíður
með fjölda mynda. í allri bókinni
kemur orðið frystihús fyrir fjór-
um sinnum, í setningum eins og
„aflinn er lagður upp í frystihús-
ið“ og „mömmur og pabbar vinna í
frystihúsinu".
En söguþjóðin mikla er trú
nafngift sinni, því af þessum 64
blaðsíðum, er heilum 14 eytt í að
segja frá sögu Dalvíkur! Því má
einnig bæta hér við, að samkvæmt
upplýsingum frá Landsbókasafn-
inu, er engin saga fiskiðnaðar Is-
lendinga til.
Frystihúsin
Skipulagning sölustarfseminnar
í Ameríku er fjöður í höttum sölu-
samtakanna, SH og SÍS, en samt
tel ég enn meira afrek, hvernig
frystiiðnaðurinn á Islandi hefir
verið byggður upp og framleiðsla
frystihúsanna samræmd. Feiki
mikið starf hefir verið unnið á síð-
ustu áratugum af því fólki, sem
byggt hefir þessi frystihús, sett í
þau vélar og tæki og skipulagt
starfsemina. Vegna þessa getur
sölumaðurinn vestur í Ameríku
selt 5 punda þorskflök frá Stykkis-
hólmi og Stöðvarfirði undir sama
vörumerki sem sömu gæðavöruna.
Ekki má gleyma að geta gæða-
eftirlits sölusamtakanna og ríkis-
fiskmatsins. Þessar stofnanir hafa
unnið mikið og óeigingjarnt starf,
sem oft hefir verið vanþakkað.
Gagnrýnendur sölusamtakanna
benda oft á, að samræmingar og
samhönnunarkerfi það, sem þau
nota, sé þungt í vöfum og taki frá
einstökum frystihúsum hvötina til
að fara nýjar leiðir í framleiðslu
og betrun vörunnar. Eflaust er
eitthvað til í þessu og vita sölu-
samtakamenn það sjálfir. Þannig
var haft eftir Jóni Gunnarssyni
fyrir mörgum árum, þegar rætt
var um að breyta hinni hefð-
bundnu 8x7 punda pergament-
pakkningu á flökum, sem seld
voru til Rússlands og Evrópu í
áratugi: „Einræðisherrar koma og
fara, stríð eru háð og friður sam-
inn, stjórnir eru myndaðar og svo
falla þær, kynslóðir fæðast og
deyja, efnahagur landanna blómg-
ast og hrynur, en 8x7 pergament-
pakkningin blífur!“
Skipulagning sölunnar
Eins og sagt var hér að framan,
stofnuðu sölusamtökin dótturfyr-
irtæki sín í Ameríku fyrir meira
en 30 árum. Bæði fyrirtækin byrj-
uðu smátt og áttu við rekstrar-
fjárskort og erfiðleika að stríða.
En hægt og sígandi hefir þeim
báðum vaxið fiskur um hrygg og
eru nú í fylkingarbroddi i harðri
samkeppni við bandarísk og er-
lend félög.
Coldwater Seafood, dótturfyr-
irtæki SH, rekur tvær fiskiðnað-
arstöðvar og Iceland Seafood,
fyrirtæki Sambandsins, eina.
Framleiðslu þessara stöðva ásamt
flökum og öðrum afurðum, sem
fullpakkaðar eru hér heima, er
síðan dreift um hið víðáttumikla
markaðssvæði. Byggt hefir verið
upp sölukerfi, sem fyrirmynd er
talin vera á þessu sviði.
Bæði fyrirtækin verzla beint við
stórar veitingahúsakeðjur eins og
Burger King og Long John Silver,
sem sumir kannast við úr nýlegum
blaðafréttum. En stór hluti fram-
leiðslunnar er seldur í gégnum
umboðsmenn, sem heita „food
brokers" á ensku. Þeir selja til
heildsala, „wholesale distribut-
ors“, sem síðan dreifa vörunni til
veitingahúsa, mötuneyta og ann-
arra stofnana. I Ameríku er skýrt
greint á milli umboðssala og
heildsala, og er í landi einka-
framtaksins ólöglegt að hirða um-
boðslaun af vöru, sem seld er síð-
an af sama aðila með álagningu.
Hver umboðsmaður selur á af-
mörkuðu svæði, en síðan fylgjast
svæðis-sölustjórar, sem launaðir
eru af sölufyrirtækjunum, með
hópi slíkra. Umboðsmönnum er
haldið vel við efnið, settir sölu-
kvótar og sendar tölvuskýrlur á
hverjum mánuði, og sýna þær
sölutölur með samanburði og
kvótatölum. Standi þeir ekki í
stykkinu, eru fundnir nýir um-
boðsmenn.
En svo er líka stutt dyggilega
við bakið á þeim með ýmsu móti.
Þar er auglýsingastarfsemin mik-
ilvægust, en í hana hafa bæði
fyrirtækin eytt milljónum dollara.
Svo eru sölusýningar, kaupstefn-
ur, söluherferðir og alls konar
áróðursstarfsemi, sem hjálpar
mikið til við söluna.
Næstum allur íslenzki fiskurinn
er seldur á fjölfæðismarkaði en
ekki á smásölumarkaði. Ástæðan
er einfaldlega að þróunin hefir
orðið sú, að fjölfæðismarkaðurinn
leggur meira upp úr gæðum og
borgar hærra verð. Svo ber að
geta þess, að % af öllum fiski, sem
seldur er í Ameríku, er snæddur
utan heimilisins. Kjörbúðirnar
hafa að miklu leyti lagt áherzlu á
lágt verð og hefir íslenzki fiskur-
inn því orðið útundan. Þess vegna
finnst hann ekki í búðunum.
Samkeppnin
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla, segir máltækið.
Úr fjarlægð má líka oft sjá hluti,
eins og t.d. í þjóðlífinu á íslandi,
sem heimafólkið kemur ef til vill
ekki auga á. Þannig er oft hægt að
kíma, þegar lesnar eru í blöðunum
fréttir af því, þá verið er að selja
framleiðsluvörur á erlendan
markað í samkeppni við útlenzk
fyrirtæki.
Blöðin gera málin oft mjög ein-
föld, enda er ekki alltaf skrifað um
þau af þekkingu. Takist t.d. ís-
lendingum að selja stóran slatta
af saltfiski til Ítalíu, stafar það af
því, að okkar fiskur er betri og
okkar samningamenn slyngari en
hinir. En ef svo illa vill til, að t.d.
Norðmenn nái sölunni, stendur
ekki á stórum fyrirsögnum í blöð-
unum: Feikileg undirboð Norð-
manna á saltfiski á Ítalíu!
Sumar af okkar frystu sjávaraf-
urðum, eins og t.d. blokkirnar, er
svokölluð samhönnuð markaðs-
vara (commodities), en á þessum
vörum viðgengst markaðsverð,
sem skráð er í stærstu sölulöndun-
um. Karfa- og grálúðuflökin okkar
eru þannig í sama flokki og sömu
tegundir frá Kanada, og er næsta
ómögulegt að kreista fram hærra
verð en keppinautarnir fá fyrir
sinn fisk. Öðru máli skiptir með
þorskinn og ýsuna frá íslandi.
Strengjasveit Tón-
listarskólans á tón-
listarhátíð í Aberdeen
STRENGJASVEIT Tónlistarskól-
ans í Reykjavík hefur þegið boð um
að koma fram á fjórum konsertum
á alþjóðlegri listahátíð unglinga í
Aberdeen í ágúst næstkomandi.
Hátíð þessi hefur verið haldin
árlega í Aberdeen síðan 1973 og
er þetta þvi i tíunda sinn sem
hún er haldin. Þjóðir frá öllum
heimshlutum taka þátt í hátíð-
inni og eru t.d. listahópar frá
Kóreu, Tékkóslóvakíu, Ástralíu
og Japan. Þetta er í fyrsta sinn
sem íslenskum listamönnum er
boðið á þessa hátíð.
Strengjahljómsveitin mun
fara út 9. ágúst en hátíðin stend-
ur yfir frá 10. til 20. ágúst. Hóp-
urinn sem fer út telur 15 manns
með stjórnandanum og eru á
aldrinum 17—22 ára. Strengja-
sveitin var stofnuð árið 1980 og
hefur hún ferðast mikið innan-
lands. Þá fór sveitin til Júgó-
slavíu í fyrra og lenti hún þar í
fjórða sæti í keppni strengja-
sveita og fékk verðlaun fyrir
frammistöðu sína.
Reykjavíkurborg hefur styrkt
sveitina til Aberdeen fararinnar
Strengjasveit Tónlistarskólans með stjórnanda sínum, Mark Reedman.