Morgunblaðið - 22.06.1983, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.1983, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 37 Þessar tegundir eru taldar skara langt fram úr samhannaðri mark- aðsvöru sama fisks frá öðrum löndum, og hefir sölusamtökunum tekist að fá verulega hærra verð fyrir þær. Við framleiðum einnig vörur, sem seljast á miklu lægra verði en samhönnuð vara frá löndum eins og Kanada. Hér má nefna hörpu- diskinn, sem seldur er um 25% undir verði kanadísku vörunnar. í fyrsta lagi er okkar hörpudiskur ekki af sömu tegund og sá kanad- íski, og svo er hann líka smærri. Þar við bætist, að við höfum ekki eins langa reynslu í framleiðslu og sölu hans eins og Kanadamenn. Með bættum gæðum og ötulli markaðsstarfsemi má minnka bil- ið og fá hærra verð. Sýnist mér, að íslenzku framleiðendurnir séu á réttri leið. Yfirleitt er ísienzkur fiskur í af- bragðsgóðu áliti í Ameríku. Kan- adamenn hafa lengi öfundast yfir því, og gera þei? ítrekaðar tilraun- ir til að brúa það gæða- og verðbil, sem skiiur okkar fisk frá þeirra. Ef litið er á stærstu tegundina, þorsflök 10/5 lbs., þá er eftir miklu að sækjast, því landinn er að selja sinn fisk fyrir $1.80 á pundið á sama tima og Kanadamaðurinn færi $1.35. Einhverjum frystihúsum í Kanada og Nýja Englandi hefir tekist að ráða íslenzka verkstjóra, sem eru að hjálpa til að framleiða þorsk upp á íslenzkan máta og eft- ir leiðbeiningum, sem sölusamtök- in láta okkar frystihúsum í té. Það er full ástæða til þess að standa vörð um tæknikunnáttu og fram- leiðsluaðferðir okkar, og hjálpa a.m.k. ekki keppinautunum til að ná okkur í gæðum og pökkun. Það, sem helzt gæti orðið okkur að gagni i samkeppninni við Kanada, er það, að fjöldi frysti- húsanna er mikill og heyja þau grimmilega samkeppni hvert við annað. Við getum prísað okkur sæla yfir því, að ekki skuli vera til þar Samband eða Sölumiðstöð! íslendingar stjórna sjálfir Allt frá upphafi hafa íslend- ingar sjálfir stýrt sölumálum sín- um í Ameríku. Þeir hafa lært af reynslunni, að þessi mál eru of mikilvæg til að fá stjórn þeirra ( hendur útlendingum, sem hafa persónulegan peningagróða einan að leiðarljósi. Svo eiga útlend- ingarnir líka afar erfitt með að skilja gang mála á okkar ástkæra íslandi. Við skulum lika viður- kenna, að við erum kannske ekki eins og þjóðfólk flest. Þannig hafa landar vorir staðið við stýrið, en stuðst við fjölda am- erískra sérhæfðra manna bæði í framleiðslu- og sölumálum. Nokkrir Islendingar eru í lykil- aðstöðu í báðum fyrirtækjunum. Fyrst ber að nefna Þorstein Gísla- son, forstjóra Coldwater, en hann hefir nú farsællega stýrt þar mál- um í 20 ár. Undir stjórn hans hefir fyrirtækið vaxið og dafnað, reist tvær nýjar verksmiðjur og höfuð- stöðvar. Aðrir frammámenn hjá Coldwater eru Othar Hanson, hægri hönd Þorsteins um margra ára skeið, sem áður var fram- með 50 þúsund króna framlagi, en einnig er sveitin að hefja fjár- öflun um þessar mundir. Strengjasveitin býður fram þjón- ustu sína við öll möguleg tæki- færi svo sem jarðarfarir, brúð- kaup og aðrar skemmtanir. Þá hefur sveitin upp á að bjóða létt kaffihúsaprógröm. Þeir sem ráða til sín strengjasveitina styrkja hana um leið til utanfararinnar. VJterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! kvæmdastjóri Iceland Seafood, og Guðni Kristinn Gunnarsson, sem verið hefir verksmiðjustóri i Maryland í meira en aldarfjórð- ung. Iceland Seafood Corporation er undir styrkri stjórn Guðjóns B. ólafssonar, sem unnið hefir öll sín fullorðinsár við fisksölumál hjá Sambandinu. Stjórnarár Guðjóns hafa séð stórfellda aukningu á framleiðslugetu verksmiðjunnar og mikla söluaukningu. Með Guð- jóni vinnur við stjórnina Geir Magnússon, sem áður var hjá Coldwater í fjöidamörg ár. Það er nauðsynlegt, að sölufyr- irtækin sjái um það, að á hverjum tíma séu efnilegir íslendingar látnir kynnast rekstri og sölu- starfseminni í Ameríku. Þar eru viðskiptin rekin á gjörólíkan hátt frá því, sem tíðkast á íslandi. Það tekur langan tíma að komast inn í málin fyrir vestan. Framtíðin Það er erfitt að skyggnast inn i framtíðina því óvissan er mikil. Fyrir um 15 árum lýsti forstjóri annars íslenzku félaganna í Amer- íku yfir þvi í blaðaviðtali, að innan nokkurra ára myndu islenzk þorskflök vera orðin sunnudags- matur í Ameríku. Átti hann við, að aukin eftirspurn og minnkandi framboð myndi keyra upp verðið. Öll vitum við, að sú spá hefir ekki rætzt, þó verðið hafi reyndar hækkað verulega. En spámaður- inn vissi heldur ekki, að nýjar teg- undir myndu koma inn á markað- inn til að drýgja þorskinn. Má þar nefna Alaska-ufsa, lýsu og grá- lúðu. Ameríkumarkaðurinn á eftir að halda áfram að vaxa að miklilvægi fyrir íslendinga sem aðrar fisk- veiðiþjóðir. Við skulum minnast þess, hve áhrifa kreppu þeirrar, sem nú er að ganga yfir, hefir gætt tiltölulega lítið í fisksölumál- um okkar í Ameriku. Einnig má benda á það, að meðalverð á fisk- afurðum vestra hefir rúmlega þre- faldast á sl. 15 árum. Á sama tíma hefir verð á alifugli og kjöti rúm- lega tvöfaldast. Engin ástæða er til að ætla, að Coldwater og Iceland Seafood haldi ekki áfram að vaxa og blómgast á Ameríkumarkaði. Ár- angurinn, sem þegar hefir náðst, er af mörgum talinn einn af við- skiptaundrum eða afrekum í fisk- iðnsögu Bandaríkjanna. íslend- ingar hafa keppt við amerisk stór- fyrirtæki og erlend sölusamtök og borið sigur af hólmi. Lokaorð Fiskurinn er enn og verður, um ókomin ár, sú útflutningsvara, sem færir landinu mestan gjald- eyrinn. Án erlends gjaldeyris verður ekki haldið uppi byggð á íslandi. Það væri gott, ef þorri fólks gerði sér grein fyrir þeim staðreyndum. Ég minnist þess, að i æsku var oft farið í fiskbúðina fyrir mömmu. Fisksalinn gramsaði i fiskhrúgunni, skar, vigtaði og pakkaði síðan inn i dagblað, þegar búið var að velja fiskinn. Hann var því jafnan slorugur um lúk- urnar. Það brást þess vegna ekki, að það voru slorugir og hreistrugir peningaseðlar, sem gefnir voru til baka, þegar greitt var fyrir soðn- inguna. Seðlabankinn ætti ef til vill að ráða nokkra fiskkarla til að með- höndla birgðir þjóðarinnar af doll- urum og öðrum erlendum pening- um. Við myndum kannski finna af þeim lyktina og minnast þess, hvaðan þeir eru komnir! Þórir S. Gröndal er rædismaður ís- lands í Flórída og íramkræmda- stjóri bjá físksölufyrirtæki á Miami. ''J alltaf ‘ Ekki segja ítalir. Eins ogflestir vita kemur einn vinsælasti réttur vorra tíma, pizzan, frá Ítalíu. Þaðan hefur hróður hennar borist víða um lönd og hvarvetna sem rétt vinnubrögð og rétt hráefni eru notuð við gerð pizzunnar, nýtur hún gífurlegra vinsælda. Til þess að halda uppi merki pizzunnar, hinnar ósviknu pizzu, höfum við ekkert til sparað í Sæl- keranum: 1. Ósvikinn ítalskur pizzuofn, kyntur með viðar- spænum, ekki rafmagni. 2. Ósvikið pizzudeig samkvæmt ströngustu kröfum ítalskra matargerðar. 3. Þaulvanur pizzugerðarmaður frá Ítalíu sem sér um pizzugerðina. Komið — Reynið — Sannfærist Svangir rata m AUSTURSTR/ETI22, INNSTRÆTI, SÍM111633 Hollensk hágæðavara á sérstaklega hagstæðu verði Sértilboð: ACF 357 — Eldavél með grllli. Verö kr. 9.970.- RO 3837 — Kafflvél. Sjáltvirkir með glærum vatnstanki innbyggö I hitaplötu. lagar 12 bolla í einu. Verð 2.230.- Sértilboð: RO 3848 — Rafmagnsgrill með stálplötu. Hitastillir ákveður nákvæmlega réttan hita. Verð kr. 1.450.- RO 3642 — Ryksuga. Kröftug en hljóðlát. Auðveld í meðförum. Verð kr. 5.795.- ARC — Luxus barskápur meö teakáferö. 90 lítra. Sérstakt frysti- hólf fyrir ísmolagerö. Verð kr. 8.710.- ARC Sértilboð: ARC 268 — ísskápur 340 litra meö 33 litra frystihólfi. Verð kr. 14.460.- H. 144 cm B. 60 cm D. 64 cm Sértilboð: ARF 805 — Rúmgóöur 310 lítra ísskápur, 2ja dyra með 65 lítra frystihólfi. Auöveldur að þrifa Sjálfvirk afþyöing. Verð kr. 16.520.- H. 139 cm B. 55 cm D. 58 cm AKC 310 — Eldhúsvlfta með sogstilli. Verð kr. 8.400.- HLJÖMBÆR HUOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.