Morgunblaðið - 22.06.1983, Page 11
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983
„Stundarfriöur“
erlendis
Stundarfriður, leikrit Guð-
mundar Steinssonar, sem sýnt var
við metaðsókn í Þjóðleikhúsinu á
sínum tíma, hefur vakið mikla at-
hygli í sýningum erlendra leik-
húsa.
Á liðnu hausti var Stundarfrið-
ur kynntur í Bandaríkjunum með
leiklestri á Intiman Theater í
Seattle í tengslum við Scandinavia
Today. Intiman kynnti þannig
fimm leikrit frá Norðurlöndunum,
eitt frá hverju landi, og voru
verkin valin úr u.þ.b. 200 leikrit-
um. Þau verk önnur sem þannig
voru kynnt í Seattle voru Ástar-
saga aldarinnar, eftir Márta Tikk-
anen, frá Finnlandi, Úr lífi ána-
maðkanna eftir Per Olof Enquist,
frá Svíþjóð, Ballerina, eftir Arne
Skouen, frá Noregi, og Og fuglarn-
ir syngja aftur, eftir Ulla Ryum,
frá Danmörku.
Þann 27. janúar sl. var Stundar-
friður frumsýndur í Borgar-
leikhúsinu í Braunschweig í
V-Þýskalandi, í þýskri þýðingu
Jóns Laxdal leikara. 6. maí frum-
sýndi Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn verkið og þann 7.
maí frumsýndi þjóðleikhús Svía,
Dramaten, Stundarfrið. Allar
þessar sýningar hafa hlotið lof-
samlega dóma og mikið verið fjall-
að um þær í fjölmiðlum bæði með
viðtölum við höfundinn og öðru
efni. Ekkert íslenskt leikrit hefur
farið jafn víða síðan Jóhann Sig-
urjónsson var uppi og Fjalla-Ey-
vindur var sýndur í mörgum Evr-
ópulöndum.
Hér á eftir fara nokkrar glefsur
úr leikdómum, sem Mbl. hafa bor-
izt frá Þjóðleikhúsinu.
Braunschweiger Zeitung 29.1. 1983.
Guðmundur Steinsson opinber-
ar okkur sambandsleysi nútíma-
fjölskyldunnar ...
Verk hans er örlagaþrungin við-
vörun við takmarkaleysi hinna
mismunandi fjölmiðla. Hér er
gengið hreint til verks gegn þeim
fjötrum sem nútímamaðurinn er
búinn að festa sig í.
... ímyndaður hvunndagur hjá
7 manna fjölskyldu sem líður und-
ir stöðugu álagi síma, segul-
bandstækja, útvarps og sjónvarps
án þess að veita því nokkra sér-
staka eftirtekt. Sálrænum trufl-
unum er bægt frá, þvi ímynd
tækninnar krefst að ekki skuli
aðra guði hafa.
... Með óvenjulegum aðferðum
tekst Guðmundi að stinga á fjölda
kýla í nútímasamfélagi, eins og
t.d. misnotkun lyfja og fjölmiðla
og hvað eigi að gera við gamla
fólkið.
... Kuldaleg sviðsmynd verks-
ins undirstrikar enn frekar heim-
ilisleysi fjölskyldunnar.
... ógnvekjandi leikrit, krefj-
andi spegilmynd af samfélagi
okkar.
Ilamburgische Zeitung 10.2. 1983.
... Velheppnuð skopmynd af
nútímafjölskyldu og jafnframt
viðvörun til okkar allra.
Die Welt 1.2. 1983.
... Eftir að síminn hefur hringt
60 sinnum, sjónvarpið, segul-
bandstækið, plötuspilarinn og út-
varpið hafa gengið án afláts í tvo
tíma, eftir að sonurinn á heimil-
inu hefur öskrað á steik um leið og
faðir hans tilkynnir honum andlát
ömmu hans, þegar taugastrekkt
hjónin um síðir og of seint finna
tóm til að ræða saman, þó aðeins
vegna þess að hvortveggja sjón-
varpið og síminn eru óvirk, eigin-
maðurinn fær hjartaáfall og
yngsta dóttirin, sem fram til þessa
hefur ekki sýnt foreldrunum neina
sérstaka hlýju, kallar „mamma"
eins og lífi hennar væri nú einnig
að ljúka — að öllu þessu loknu
verður maður að viðurkenna að
höfundi verksins hefur tekist að
skapa leikverk sem ekki hlítir
venjulegum viðmiðunum varðandi
persónusköpun, texta og leikræna
uppbyggingu.
... Guðmundur hefur skrifað
leikrit um firringu manneskjunn-
ar sem gefur sig á vald tækninni
og eyðir þannig sjálfri sér.
... Útsmoginn, grimmdarlegur
ærslaleikur um sálræna uppþorn-
un.
Hannoversche Allgemeine.
Höfundur beitir öllum
brögðum jafnt sálfræði sem
skrumskælingu.
Theater Heute: 3. tbl. 1983.
... Guðmundur lýsir á fjöl-
breytilegan hátt ásigkomulagi
nútímamannsins, sem er yfir-
keyrður af andlegu álagi, en í lok-
in fær lýsingin á sig mynd fárán-
leikans þegar eina samskiptatæki
fjölskyldunnar, síminn, bilar og
sömuleiðis sjónvarpið. f áður
óþekktri þögn grípur óhugnaður
einmanaleikans foreldrana: þau
eru ekki lengur hæf til að standa
augliti til auglitis við raunveru-
legt líf.
Glefsur úr leikdómum
í dönskum blöðum
Berlingske Tidende, 8. maí 1983.
... Nútíma fjölskyldulíf
hrollvekjandi ærslaleikur.
lenska leikritið Stundarfriður er
myndaröð af okkar fögru nýju
veröld, sem vekur bæði hlátur og
hroll. Guðmundur Steinsson
kynnir dæmigerða fjölskyldu í vel-
ferðarþjóðfélaginu án þess að
setja fram eigin athugasemdir.
Leikritið er eins konar funktional-
ískt sótthreinsað villidýrabúr
handa manneskjum. Síðasta fólkið
á jörðinni? (Gagnrýnandi spyr.)
Við skulum vona að svo verði ekki
þótt Stundarfriður sé spaugileg
grýlumynd af ómanneskjulegum
heimi, sem við erum að hamast við
að búa til handa okkur sjálfum og
öðrum. Sú framtíð er löngu hafin.
Við getum grátið og hryllt okkur
yfir því. Og þá er afskaplega gott
að geta hlegið að því líka.
Politiken, 8. maí, 1983.
... Vængstýfð fjölskylda —
glæsilegur leikur í íslensku verki á
Grábræðrasenunni. Fyrst fundu
mennirnir upp vélarnar, síðan
breyttu vélarnar mönnunum í vél-
ar. Þannig verður maður að skilja
boðskapinn í verki íslenska leik-
skáldsins Guðmundar Steinsson-
ar. Þetta efni er ekki nýstárlegt.
Við höfum heyrt þetta áður. Við
vitum það vel. En við höfum sjálf-
sagt þörf fyrir að heyra það einu
sinni enn. Sérstaklega þegar það
er sett fram á fyndinn hátt. Verk
Steinssonar er víða fyndið, háðskt
og afhjúpandi, en það er líka svo-
lítið „banalt", til dæmis þegar
hann líkir ástinni við fornmenjar,
sem aðeins sé að finna hjá háöldr-
uðu fólki. Leikritið rifjaði upp hjá
mér minningar um verk franska
kvikmyndagerðarmannsins Jacq-
ues Tati, sem fjallaði um það
ís- sama. Steinsson notar leikrænt
séð stærri handahreyfingar, svo
maður ekki segi grófgerðari að-
ferðir. Dauðinn er með í spilinu og
kannski missa sum smærri atriðin
marks vegna þess að Steinsson
óttast að verða of alvarlegur og
nærgöngull.
Jydske Tidende 10.5. 1983.
... Hranalegur endir á kon-
unglegu leikári. Leikritið hefst
sem hárbeitt skop á okkar tíma og
lífsvenjur. Leikurinn er frábær,
enda í höndum framúrskarandi
leikara; miðlungsleikarar ættu
erfitt með að ráða við þetta verk.
Um tíma hvarflar að manni:
Hversu lengi getur skopið haldið
áfram? Það heldur ekki áfram og
það er heldur ekki ætlunin. Harm-
leikurinn leynist rétt undir yfir-
borðinu. Brátt ber að mannslát —
síðan sjálfsmorðstilraun og síðan
aftur mannslát. Stundarfriður er
hranaleg viðvörun. Svo yfirborðs-
lega lifir maður ekki án þess að
þurfa að gjalda fyrir það. Sem
sagt: Leiksýningin skildi mann
eítir skekinn og með hroll í sálu.
Glefsur úr leikdómum
í sænskum blöðum
Dagens Nyheter, 11. maí 1983.
I byrjun segir gagnrýnandinn
frá grein, sem hann er nýbúinn að
lesa um bók eftir Neil Postman:
The disappearance of a childhood
(hvernig bernskan hefur horfið).
„Þessa grein hefði sem hægast
mátt prenta í leikskrána fyrir
Stundarfrið. Hún fjallar um vel-
þekkt fyrirbæri, ógnarstjórn fjöl-
miðlanna og hvernig þeir, einkum
sjónvarpið, hindra okkur í að
þroskast og verða félagsverur með
Edda Erlendsdóttir
vekur athygli í Svíþjóð
Edda Erlendsdóttir, píanóleikari,
fékk mjög lofsamlega dóma í sænsk-
um blöðum, er hún hélt tónleika í
Svíþjóð fyrr á þessu ári. — Er gagn-
rýni tveggja blaða birt hér á eftir í
íslenskri þýðingu.
Minnisverðir
píanótónleikar
Gríinewaldsalen: Edda Erlendsdótt-
ir, píanókvöld. Verk eftir Schönberg,
Sveinsson, Hallgrímsson, Berg,
Schubert, Schumann.
Andrúmsloftið var ekkert frá-
brugðið því sem það hefur alltaf
verið á langri röð pianókvölda á
Grúnewaldsalen: lítill, hljóður
hópur, aðallega áheyrendur sem
hallast að vinstri væng stjórnmál-
anna, tilfinningaleg afstaða þeirra
klofin milli skyldurækni og mæðu,
órólegir yfir því að fá kannski ekki
að njóta tónlistarinnar fyrir
þreytu eftir erfiða vinnuviku —
það var nefnilega föstudagskvðld.
Edda Erlendsdóttir birtist, al-
varleg á svip, sest við flygilinn,
byrjar tónleikana og á tíu sekúnd-
um gerist undrið: Þreytan fokin
burt, tilfinningarnar opnast upp á
gátt og hugurinn glaðvaknar.
Þessi íslenski píanisti, sem
okkur var með öllu ókunnur, bauð
okkur á píanótónleika ársins. Nei,
jafnvel ársviðmiðun nægir ekki,
það verður að miða við enn lengri
tíma til að finna jafningja þessar-
ar ógleymanlegu tónlistarreynslu
Samkvæmt gefnum upplýsing-
um hefur hún stundað nám sitt í
París og er nú kennari við tónlist-
arskólann í Lyon. En þökk sé guði
að hún er ekki innstillt á miðevr-
ópsks viðhorf til nútímatónlistar.
íslendingar eru heilbrigðir að
þessu leyti, þeir hafa aldrei fest
rætur í öryggi nítjándu aldar.
Píanóleikarar frá öðrum löndum
mundu vera hikandi við pró-
gramm eins og þetta, þar sem all-
ur fyrri hlutinn var helgaður
Schönberg, Alban Berg og tveimur
íslenskum tónskáldum — og ein-
mitt vegna þessa hiks væri slagur-
inn tapaður til hálfs.
Hvílíkan ástaróð gerði hún ekki
úr píanósónötu Albans Bergs, svo
lausan við venjuleg krampakennd
átök og hrifningu sem kreist er
fram! Eða upphafsþættina þrjá
fyrir píanó opus 11 eftir Arnold
Schönberg, svo hógvært yfirveg-
aða í tjáningunni og svo hárfínt
hljómaða sem stafar af þeirri
„pedalamenningu“ (þeirri notkun
pedalanna) sem sagt er að sé að-
eins í Frakklandi núna, þó svo
barmafulla af dauðaþrá og lífs-
þorsta eins og „tersmelodiken"
(kvartett-músík?) sem dregur
nafn sitt af Mahler.
Edda Erlendsdóttir hefur náð
fram til einfaldleikans bak við
hugmynd annars Vínarskólans um
vandann að ná til áheyrandans.
En einnig í klassískum verkum
eins og „Drei Klavierstúcke" eftir
Schubert og áttundu „Novelette"
Schumanns nær hún fram til þess
sem máli skiptir. Hún er ekki svo
þrælbundin píanóinu við að vera
persónuleg í flutningi sínum, þess
vegna verður leikur hennar eðli-
lega hlaðinn persónuleika með
þessum ásláttarstíl sem stundum
er svo veikur að hann skapar sér-
stök leysandi ljósáhrif, eins konar
pastel-tón. En hún getur líka leik-
ið skarpt og þungt eins og til
dæmis í Schumanns-stykkinu.
Landi hennar, Atli Heimir
Sveinsson, leikur á þessa eigin-
leika hennar, að gefa tónlistinni
sjónræn áhrif í verki því sem hann
skrifaði handa henni, „Skugginn
og Ijósið", sem var frumflutt.
Þetta er eins konar skissa, form-
lega séð laustengt tónverk eins og
tilbrigði um yfirborð skyldra tón-
stíla, þar sem fyrirmyndirnir eru
sóttar í sumum tilfellum allt til
Vínarklassíkur. Píanóverkin fimm
eftir Hafliða Hallgrímsson, sem
nú er sellóisti í skoskri kamm-
erhljómsveit, eru náskyld
Darmstadt-skólanum en hafa þó
yfir að búa ljóðrænni fjarlægð frá
því einkenni skólans sem byggist á
hatri við lystisemdir. Allt þetta
gat Edda Erlendsdóttir túlkað.
Litli áheyrendahópurinn klappaði
fram tvö aukalög og þau hefðu
gjarnan mátt vera miklu fleiri.
Carl-Gunnar Áhlén
(Svenska Dagbladet 10/4 1983)
Píanósnillingur
frá íslandi
Vissulega var þetta vandfýsið
prógramm sem hinn ungi íslenski
píanóleikari lagði í að bjóða
áheyrendum á sunnudagstónleik-
um í Gamla ráðhúsinu. Maður fór
þangað fullur forvitni: fyrri hlut-
inn eintóm nútímatónlist og á eft-
ir Schubert og Schumann. Ekki
hefur neinn getað farið svikinn
heim af þessum tónleikum.
Arnold Schönbergs þrjú „Klavi-
erstúcke" op. 11 er það verk höf-
undar þar sem hann kannski í
fyrsta sinn losar sig úr öllum
tengslum við gömlu tónlistarskút-
una. Aforismer (spakmæli) eru
þessir þættir kallaðir og ekki er
höfundur margorður, það er satt.
Píanóleikarinn spilaði með hár-
næmum píanóhljómi (áslætti) sem
magnaði fram eðlilegt samhengi
án hins auðsýnilega ákafa eða æs-
ings sem maður á svo oft að venj-
ast hjá öðrum píanóleikurum sem
spila þessa tegund tónlistar: það
er áhersla, tónfall sem ögrar
manni og segir um leið að hér
Edda Erlendsdóttir
skuluð þið nú hafa það, gömlu
rómantíkusar.
Tvö íslensk tónskáld núlifandi,
mér alveg ókunn, áttu sinn stað í
dagskránni. Eitthvað sem heitir
Skugginn og ljósið eftir Atla
Heimi Sveinsson var frumflutt.
Því er verr að ég botnaði ekkert í
því, formið flögraði lausbeislað og
ég gat ekki fundið út tilganginn
með því. Á hinn bóginn fannst
mér 5 þættir fyrir píanó eftir Haf-
liða Hallgrímsson — sem skrifaðir
voru við texta, sem prentaður var
í prógrammblaðinu, hafa til að
bera tærleika sem greinilega tók á
sig sköpunarform.
Alban Bergs op. 1, Sónata, mun
ég aldrei nokkru sinni gleyma og
það er að miklu leyti að þakka
Eddu Erlendsdóttur. Við höfum
nýlega átt því láni að fagna að
heyra fiðlukonsert hans. I þessu
verki er til staðar sami sársauki,
sama hlaðna tiifinningaspil. Berg
hafði einmitt hafnað fyrri tón-
verkum sínum í hefðbundnum,
rómantískum anda, og þess vegna
er nýja verkið op. 1. Leikur pian-
istans var opinn og viðkvæmur.
Það var dásamleg upplifun.
Og maður hugsaði með sér:
Hvernig getur þessi skarpa, fal-
lega íslenska stúlka ráðið við róm-
antíkusa á borð við Schubert og
Schumann? Það útheimtir snilli
að hafa á hraðbergi allan skalann
frá upphafi 19. aldar til vorra
daga og ekki eldri en þetta. Hún
hefur hana.
„Drei Klavierstúcke" Schuberts,
sem bera í sér kraft frá Beethoven
og dramaríska marbreytni, fékk
framúrskarandi tæran flutning.
Yfirburðatækni Eddu Erlends-
dóttur og meðvitaður ásláttur
hennar og hófleg ögun gæddi túlk-
un hennar dásamlegum heildar-
áhrifum sem eru ógleymanleg.
Schumanns Novelette nr. 8 var
lokaverkið; það birtist í fullkomnu
jafnvægi án þess að rómantísku
drögin væru afrækt. Þvert á móti,
treginn öðlaðist sjónræna dýpt,
ekki síst vegna leikni píanistans i
að töfra fram ríka hljómfegurð
jafnvel úr ráðhúsflyglinum! Það er
ekki illa af sér vikið.
Aukalög voru spiluð, áheyrend-
ur voru heillaðir. Þeir hefðu getað
verið fleiri ef tónleikarnir hefðu
verið auglýstir. Nú voru það marg-
ir sem misstu af miklu.
En hvað mörg ár hefur nú
píanóstóll ráðhússins verið úr sér
genginn og ónothæfur? Píanistar
heimsins, sem voga sér til Upp-
sala, verða að sitja á pinnastól ef
þeir vilja ekki eiga það á hættu að
detta á rassinn. Þetta er ekki
hægt.
Ulla Godin
(Úr Uppsala Nya Tidning
12/4 1983)
oKV 3' anúii'e íarer 6T1 ít'lð 7
AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF