Morgunblaðið - 22.06.1983, Side 21
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983
„ Mflmmíl sendi okfcrur 5iti iniJOrt kortih
\ tilefni a-f bn!iSlíaupso,fmselmu!/
Ást er...
að leiðast
hönd í hönd
ru fltg U.S. Pat Ott.—all rlghts reserved
1382 Los Angdee Tlmee SynUlcate
fyrst?
HÖGNI HREKKVÍSI
„RlSTAOAZ SÍLPAR."
Gæsluvöllurinn Norðurberg:
Hver var ástæðan fyr-
ir breytingunni?
Þ.M.G. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég er móðir búsett í Hafnarfirði
og hef undanfarin ár notið góðs af
þeirri þjónustu sem gæsluvöllur-
inn Norðurberg hefur veitt.
Á þessum gæsluvelli hefur mál-
um verið skipað þannig, að for-
eldrar hafa borgað fyrir börnin í
hvert skipti, en í staðinn fengið þá
þjónustu að þau væru tekin inn ef
eitthvað væri að veðri og eins hafa
þau haft með sér nesti og borðað
það inni. Þannig hefur þessi
gæsluvöllur verið eins konar milli-
stig á milli venjulegs gæsluvallar
og leikskóla og komið sér mjög vel,
þar sem a.m.k. tveggja ára bið er
eftir leikskólaplássi hér í Hafnar-
firði.
Þarna hefur ýmislegt verið gert
fyrir krakkana, t.d. fyrir jól og
páska hafa starfsstúlkurnar
föndrað með þeim og eins hafa
þau fengið gesti í heimsókn. Á
þessum gæsluvelli hafa börn á
mínum vegum unað sér undanfar-
in ár, hálfan daginn og helst
aldrei mátt missa dag úr hvort
sem var á sumri eða vetri.
Fyrir stuttu var gefinn út bækl-
ingur á vegum Æskulýðs- og
tómstundaráðs Hafnarfjarðar til
þess að kynna hvað börnum og
unglingum í bænum væri boðið
upp á í sumar og var þessi bækl-
ingur borinn í hvert hús í bænum.
Þar segir í kaflanum um gæslu-
velli: „Auk þess er starfræktur
gæsluvöllur með inniaðstöðu,
„Norðurberg" við Norðurvang, og
er sá völlur opinn kl. 8—12 og
13—17. Á þessum velli geta börnin
verið við ýmiss konar föndur þeg-
ar ekki viðrar til útivistar."
Varla er þessi bæklingur fyrr
kominn inn á heimilin þegar
ákveðið er í bæjarstjórn að gæslu-
völlurinn skuli vera eins og aðrir
gæsluvellir: opinn frá 9—12 og
13.30—16.30 og að vísu þurfi ekki
að borga fyrir börnin, en ekki sé
heldur séð til þess að þau geti ver-
ið inni ef veður er slæmt, eða fái
að hafa með sér nesti.
Þessi ákvörðun kom mjög á
óvart, bæði foreldrum og starfs-
fólki vallarins, og kemur mörgum
afar illa, þar sem fyrirvari var
mjög skammur og það sem meira
er: enginn veit hvort aðeins sé um
breytingu í skamman tlma að
ræða eða hvort starfsemin eigi að
vera með þessum hætti áfram.
Mér þætti vert að vita hvaða
ástæða var fyrir þessari breyt-
ingu, ef einhver var, eða hvort
þetta sé enn eitt dæmið um það að
mál sem varða foreldra og börn
séu bara afgreidd sem minnihátt-
ar smámál, vegna þess að þau
þykja of ómerkileg til þess að vert
sé að skoða þau nokkuð, hvað þá
að kynna sér vilja þeirra sem mál-
ið snertir."
Þessir hringdu . . .
Flestir sjálf-
stæðismenn
sammála
um nauð-
syn stutts
sumarþings
Sjálfstæðismaóur hringdi og
hafði eftirfarandi að segja. — Mig
langar til að koma á framfæri af-
skaplega miklu þakklæti til þess
sem skrifaði Reykjavíkurbréfið,
sem birtist í Morgunblaðinu í gær
(sunnud. 19. júní). Ég tel, að hann
hafi túlkað sjónarmið langstærsta
hluta kjósenda Sjálfstæðisflokks-
ins varðandi það, hvort halda ætti
stutt sumarþing eða geyma til
hausts að kalla þing saman. Og
það hefur vafalaust valdið þessum
sama kjósendafjölda vonbrigðum,
að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
skyldu heykjast á kröfunni um
sumarþing, eingöngu vegna þrýst-
ings frá ráðherrum Framsóknar-
flokksins. Bæði ég og aðrir sjálf-
stæðismenn vorum sammála for-
manni þingflokksins, ólafi G. Ein-
arssyni, um að ekkert vit væri í
öðru en kaila þingið saman. Þegar
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens
kom fram með ný bráðabirgðalög,
heimtaði þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins, að þing yrði kallað sam-
an til þess að fjalla um lögin.
Þingflokkurinn stóð að ákvörðun
um, að það ætti hispurslaust að
fella þessi lög, úr því að möguleiki
væri á að gera það, en heyktist
síðan á því. Þannig var slegið úr
og í með ákvarðanir og fram-
kvæmd þeirra. Eins var þetta nú.
Þingmenn flokksins og flestir
ráðherranna voru sammála um að
rétt væri að þing kæmi saman
strax eftir kosningar. Það var
a.m.k. skoðun þeirra fyrir kosn-
ingar og krafa þeirra eftir kosn-
ingar og stjórnarmyndun. En nú
hafa þeir heykst á að fylgja þessu
eftir, enda þótt ég hafi ekki heyrt
þess getið, að formaður þing-
flokksins hafi skipt um skoðun í
þessu efni. Og ekki dreg ég í efa,
að það hefur verið vilji yfirgnæf-
andi meirihluta flokksmanna, að
þingið kæmi saman og tækist á við
þessi verkefni. Þarna held ég að
birtist í hnotskurn munurinn á
Sjálfstæðisflokknum og bræðra-
flokkum hans í nágrannalöndum
okkar. Þeir vinna alls staðar á, af
því að þeir kunna að koma hug-
myndum sínum á framfæri við al-
menning, á máli sem fólk skilur.
Mér finnst ekki rétt að taka svo til
orða, að við sjálfstæðismenn eig-
um ekki nógu góða sölumenn í
pólitíkinni. Það sem vantar hins
vegar er að þeir kunni rétta „takt-
ík“, þ.e.a.s. hafi auga og tilfinn-
ingu fyrir þvi, hvenær láta á til
skarar skríða. Það er sama, hvort
barist er í stjórnmálum, íþróttum
eða öðru; hafi menn ekki „taktík-
ina“ á valdi sínu, sitja þeir eftir og
aðrir fara fram úr þeim.
Ömurleg leik-
ritin undanfarið
Soffía hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Við höfum verið