Morgunblaðið - 22.06.1983, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983
53
»1 9Jf -
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
„Lýsing á hesti
tii að velja eftir“
Baldur Steingrímsson skrifar:
„Velvakandi.
í þætti Gísla Jónssonar, ís-
lenskt mál í Morgunblaðinu 11.
þ.m., er birt vísa sem Gísli segir
að Hulda Pálsdóttir hafi kennt
sér:
Stutt er bak, en breitt að hjá,
brýrnar svakalfgar,
augun vakin, eyrun smá,
einatt hrakin til og frá.
I Velvakanda miðvikudaginn 15.
þ.m. birtist sama vísa með nokkr-
um orðamun. Kveðst gamall
Skagfirðingur hafa lært hana
svona:
Stutt með bak, en breitt ad sjá,
brúnir svakalegar,
augun vakin, eyrun smá,
einatt blaka til og frá.
Þá getur Velvakandi þess í dag,
17. júní, að Þorkell Björnsson frá
Hnefilsdal hafi hringt til sín út af
vísunni, sem hann lærði þannig:
Stutt meö bak, en breitt aö sjá,
brúnir svakalegar,
augun vakin, eyrun smá,
eyrun hrakin til og frá.
Og Þorkell lætur aðra vísu
fylgja:
Leggjanettur, liöasver,
lag sé rétt á hófum,
harður, sléttur, kúptur hver,
kjóstu þetta handa mér.
EndUch In Dmitscher Sprach*
Gunnar Bjarnason
Hengstbuch
und Goschichte des
Islandpferdes
im 20. Jahrhundert
............. X
X
Segja má, að Þorkell fari nærri
hinu rétta í tilgátum sínum um
vísur þessar, og vel komast þær til
skila, þótt örlítill orðamunur sé á
fyrri vísunni og frumgerð hennar.
Frá höfundarins hendi er hún svo:
Fyrir tólf árum
Halldór I. Jónsson skrifar:
Ég les þáttinn að staðaldri og
þau vandamál, sem þar eru tekin
til umræðu.
En það væri ef til vill forvitnilegt
fyrir lesendur að lesa um það, sem
efst var á baugi í þjóðmálum fyrir
12 árum.
Ég læt fylgja með úrklippu úr
New York Times, sem ber titilinn
„The Talk of Reykjavík".
Það var ekki laust við, að sum
þeirra vandamála, sem ber á góma
í grein þessari, séu með okkur enn í
dag og það jafnvel í enn ríkari
mæli en áður var.
Það kemur í ljós við lestur grein-
arinnar, að einn viðmælenda höf-
undarins setur sig upp á móti stór-
iðju. Þróun síðustu ára bendir þó
eindregið til þess, að nauðsynlegt
er að auka á fjölbreytni í atvinnu-
málum."
Stutt meó bak og breitt ad sjá,
brúnir svakalegar,
augun vakin, eyru smá
einatt hrakin til og frá.
Annars eru vísur þessar úr
kvæði eftir Sigurbjörn Jóhanns-
son frá Fótaskinni í Aðaldal í
Suður-Þingeyjarsýslu. Kvæðið
heitir „Lýsing á hesti til að velja
eftir“. Það er prentað í Ljóðmæl-
um Sigurbjarnar, bls. 192—193,
sem út komu í Winnipeg árið 1902.
Kvæðið er alls sjö vísur og fjalla
allar, nema sú fyrsta, um þá kosti,
sem gæðing eiga að prýða. Vísurn-
ar hér að framan eru 3. og 7. vísa
kvæðisins.
Sigurbjörn Jóhannsson, skáld
frá Fótaskinni, var fæddur 20.
desember 1839. Hann fluttist til
Vesturheims 1889 og dó þar árið
1903. Sigurbjörn var faðir Jakob-
ínu skáldkonu Johnson.
Með vinsemd og kveðju."
að furða okkur á því kunningja-
konurnar, hvað útvarpsleikritin
hafa verið eitthvað ömurleg und-
anfarið og lítið uppörvandi, og eru
þá ekki undanþegin leikritin sem
flutt voru kvöldið fyrir þjóðhátíð-
ardaginn. En yfirleitt þykir mér
útvarpið gott og um það vorum við
sammála, vinkonurnar. Sérstak-
lega erum við þakklátar Her-
manni Ragnari Stefánssyni fyrir
það hvað hann er hlýr og nota-
legur og kemur vel fyrir í þáttum
sínum.
Lúxusíbúðir
og draumakjör
Sigurjón Þórisson skrifar.
„Velvakandi.
Ég sem þessar línur rita er einn
af þeim lánsömu sem eru að
byggja með Byggung Reykjavík.
íbúð mín er 5 herbergja, 137,6 m2
og eru þá sameign og svalir ekki
reiknaðar með, en svalirnar eru 41
m2. Íbúðinni er skilað fullfrágeng-
inni ásamt sameign. Þó fylgja ekki
teppi á íbúðina.
Heildarverð íbúðarinnar hjá
Byggung er kr. 1.203.000,00(Verð
apríl 83). Við samning greiðast kr.
280.000,00. Síðan greiðast kr.
16.600,00 pr. mánuð í 36 mánuði og
húsnæðismálalán (kr. 322.000,00)
er Byggung bíður eftir.
Þegar íbúðirnar eru tilbúnar
undir tréverk er yfirleitt reiknað
með að 75% kostnaðar séu búin.
íbúðirnar í Garðabæ og Kringlu-
mýri eru því tæpum 100% dýrari
sé miðað við að þeim sé skilað full-
frágengnum. Með öðrum orðum,
það liggur nærri að hægt sé að fá
tvær íbúðir hjá Byggung fyrir
eina í Garðabæ eða Kringlumýri.
Eðliiegt væri að hlutaðeigandi
aðilar gerðu grein fyrir þessum
mikla mun.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hann átti ekki annars úrkosta en að fara.
Rétt væri:... ekki annars úrkosti...
(Ath.: Það voru hans úrkostir; hann átti ekki úrkosti
neins annars.)
Einnig væri rétt: Hann átti ekki annað úrkosta.
DRAuHRkjÍIr uixusíbúdir í Kringlumýri
j, M/tlrlrrar l'KúAir an, mi', .a
EFTIRSTOÐVAR TIL 20 ÁRA
Nokkrar íbúóir eru nú óseldar aö Miöleiti
2—6. Ibúöirnar veröa afhentar tilbúnar
undir tréverk.
Tcrfcnirtgar og mHmr trmkmri
upplýaingw A afcrifalofunni.
PtSSSfeigrwágpanf
4
»u fcl. 13—1« J •»
Armannsíeil... vJLÁ
KAUPPING GEFUR ÞfR OOO RAÐ
KAUPMNG HF Siml 86988
Sími 44566
RAFLAGNIR
BRIDGESTONE
1100x20 vörubíladekk
Eigum til
á lager 1100x20 vörubíladekk.
Hagstætt verð og
góð greiðslukjör
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 812 99
LMNJ
Handunnar Olíukolur
í steinleir.
VERÐ AÐEINS
KR. 148,-& 245.-
Höfðabakka 9,
Reykjavík. S. 85411