Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 3

Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 35 „ViA leigðum okkur mótorhjól og fórum um oyjuna Aiganu.** anlega dýrgripi, málverk, íkona, handrit og kirkjumuni. í Skala og Patmos eru engin skilti, sem vísa á diskótek, en í staðinn eru fallega skrifuö skilti meö áletruninni „Velkomin til Patmos, njótiö feg- urðar eyjarinnar, viröiö siöi okkar“. 24. apríl. Síöasti áfangi okkar á sjó var Bodrum í Tyrklandi, fram- tíöarhöfn „Methönu", skútunnar, sem haföi borið okkur á milli nokk- urra fegurstu staöa og eyja Miö- jaröarhafsins. Bodrum var ekki síðri en aðrir staöir, sem við höfö- um siglt til. Það er óhætt aö kalla þennan bæ eins konar „portofine" Tyrklands. Bodrum er gamall bær, en meö tilkomu nýrrar og fullkom- innar lystibátahafnar hefur mikill uppgangur oröiö í bænum. Hvar sem litiö er standa yfir fram- kvæmdir við nýbyggingar, gatna- gerö og blómarækt. Gamli kross- farakastalinn gefur bænum nokk- uö sérstakt útlit og eyjarnar fyrir utan skýla fyrir „meltemi“-vindin- um, sem er ríkjandi. í Bodrum sem annars staöar í Tyrklandi eru her- menn þó leiöinlega áberandi meö alvæpni hvar sem maöur fer og kom þaö fram í viötölum viö fólkið aö því mislíkar þessi hliö herstjórn- arinnar. Samferöabátarnir komu nú inn hver af öörum nema „lsmira“. Henni stjórnaöi Walesbúi á átt- ræöisaldri og var ekki laust viö aö óttast væri um afdrif þess gamla. Síöar kom í Ijós að hann haföi taf- ist á eyjunni Naxos vegna kvenna- fars tveggja félaga sinna, sem höföu boöiö grískum stúlkum um borö meöan skútan lá í höfninni. En þetta mislíkaði eyjarskeggjum bersýnilega, því um nóttina var skoriö á landfestar bátsins svo hann rak stjórnlaust um höfnina í Naxos. Það varö þeim gamla og áhöfn hans til happs og jafnvel lífs, aö hann hafði rýmt koju sína og sofið í sjógallanum ofanþilja um nóttina til þess aö spilla ekki róm- antík félaganna. Um nóttina vakn- aöi svo gamli maöurinn viö lúðra- þyt stórrar ferju, sem stefndi beint á skip hans. Eftirmáli varö einhver, en allt fór vel aö lokum og „Isrnira" náöi til Tyrklands í tæka tíö. Viö höföum lofað að afhenda „Yachttours“-bátaleigunni „Meth- önu“ hinn 24. apríl, okkur auönaö- ist aö standast áætlun. Við höföum siglt 1250 sjómílur á 23 dögum, stundum í stormi og stórsjó og oft í logni, en regndropa fengum viö ekki á okkur í feröinni. Því er ekki aö neita, aö viö heföum gjarnan viljaö dvelja lengur á sumum viö- komustööunum, en allt hefur sín takmörk. Framundan var nú heim- ferðin um Smyrnu (Izmir), Mikla- garö (Istambul) og London. í Njáls sögu segir af feröum Kolskeggs til Miklagarös: „Spurðist þat til hans, at hann kvángaöist þar og var höföingi fyrir Væringjaliði ok var þar til dauðadags.“ Þaö veröur aö játa, aö heimferöin var okkur mun auðveldari en Kolskeggi foröum.“ Safnast saman í höfninni á Kaprf. „Stöðvió í nafni laganna." Hér aaumar Olla I i fénann. ■Siíímuh iétr' ii-r'*. Komiö inn á höfnina í Aigenu. legur bær á noröurströnd Elbu. Viö lögöum aö bryggju, sem er hluti af aöalgötunni. Eyjarskeggjar eru bersýnilega stoltir af nokkurra mánaöa útlegö Napóleons á eyjunni, en hann dvaldi á Elbu fyrir 100 daga stríöiö, eins og þeir vita sem lesið hafa mannkynssöguna. Þaö eru því margir hlutir nefndir eftir þessari þjóöhetju Frakka. Besta drykkjar- vatniö á Elbu heitir t.d. Napóleons- vatn og sérréttir veitingahúsanna heita fiestir Napóleon eitthvaö. Áfram var haldið yfir Tyrrneska hafiö eftir strandlengju Italíu og komiö viö á fallegum og markverð- um stöðum, m.a. skroppiö til Róm- ar frá fiskimannabænum Anzio. Síöan var fariö til eyjanna í Napó- leonflóanum og eyjarinnar Kaprí, sem er ákaflega heillandi. En þaö veröur að fara hratt yfir sögu. Viö kvöddum Kapri með sökn- uöi þann 10. apríl og héldum ferö- inni áfram suður á bóginn. Stefnan var á Líparísku eyjarnar, sem svo eru nefndar eftir stærstu eyjunni, Líparí. Byr gaf ekki, en þaö geröi siglinguna aö þessu sinni enn sér- stæöari. Vélardynurinn truflaöi reyndar, en viö gátum legiö í sól- baöi á dekkinu meöan báturinn leiö áfram yfir spegilsléttan sjóinn. Um nóttina var stjörnubjart, maur- ildi glitraöi á haffletinum og viö þurftum ekki einu sinni aö stýra eftir kompás, því eldfjalliö á Strombólí skaut rauöum eldtung- um til himins á tíu mínútna fresti og vísaöi okkur veginn. Nóttin var of falleg til þess aö maöur svæfi. Viö sigldum upp aö Strombólí, en héldum feröinni áfram til Líparí. Líparí er eftirsóttur staöur ríku hippanna, „jet set“, sem stinga óneitanlega nokkuö í stúf viö guö- hrædda eyjarskeggjana. Viö höfö- um þarna skamma viödvöl, en sigldum síöan vestur meö Sikiley í átt aö Messína-sundinu og ógn- völdum þess. Áöur en viö komum aö sundinu stöövuöum viö bátinn og stungum okkur til sunds í sjón- um. Eitthvað höfum viö litiö grun- samlega út svona rétt utan viö aö- albækistöðvar Sikileyjarmafíunn- ar, því í þessu kom „Carabinari" — strandgæslubátur á fullri ferö. Tveir menn miöuðu á okkur vél- byssum og kröföust skýringa á ferðum okkar. Eftir gildar skýr- ingar sluppum við meö skrekkinn eins og Ódysseifur undan Skyllu og Karybdis foröum á sömu slóö- um og komumst inn á sundiö. En viö vorum ekki alveg laus viö lögregluvaldiö, því þegar komiö var inn i höfnina í Reggio Calabria um kvöldiö voru tvær systurskútur fyrir, kyrrsettar af „Carabinari". Krafist var tryggingarskírteina bát- anna auk venjulegra skipskjala, sem þegar höföu veriö afhent. Tryggingarskírteinin voru í Lond- on, svo þaö lá ekki annaö fyrir en aö viö yrðum kyrrsett líka, en þá var það aö viö gátum notfært okkur enskukunnáttuleysi Italanna í fyrsta og eina skiptiö í feröinni. Viö höföum öll meöferöis vottorð upp á persónulega feröa- og slysa- tryggingu og með því aö framvísa einu slíku meö skráningarskírteini skipsins vorum viö frjáls allra okkar feröa. Daginn eftir, eöa 11. apríl, var haldið til hafs á ný, aö þessu sinni yfir Jónahafiö til Kefalleniu í Grikklandi. Þetta ver um 270 sjó- mílna leið og tók siglingin okkur um tvo sólarhringa í góöum norö- anvindi og stundum brælu, en Methana var sem fyrr eins og klett- ur í sjónum og til Argustolion kom- umst viö heilu og höldnu í fylgd nokkurra smáhvala. Argustolion er vinalegur bær á eyjunni Kefalleniu vestan viö mynni Korintusunds. Flotinn, 7 bátar, hafði safnast sam- an á ný og nú kepptust áhafnir bátanna um aö bjóöa til veislu í bátum sínum. Frá Argustolion lá beinast viö aö sigla gegnum Korintusundið og upp skipaskuröinn yfir í Eyjahafið. Nú var kominn 13. apríl. Upphaf- lega höföum viö ætlað aö fara til Pireus og Aþenu en eftir aö hafa fundiö sælureit í bænum Aigenu á samnefndri eyju gátum viö ekki fengiö okkur til aö fara til stór- borganna. í staöinn leigöum viö okkur mótorhjól, sóttum heim litla fiskibæi á eyjunni, boröuöum kal- amari (smokkfisk) og drukkum retsína. Retsinavínið á upphaflega aö hafa veriö geymt i geitahúöum og þess vegna fékk þaö mjög sérkennilegt bragö. Nú til dags þykir þessi gamla aöferö of flókin svo bragöiö er fengiö meö bæti- efnum meöal annars úr trjáberki. Þaö breytir því ekki aö retsína er ágætt viö þorsta. Næstu daga sigldu feröalang- arnir á milli eyja í Eyjahafinu sem eru margar hverjar ægifagrar og hafa að geyma fornminjar sem rekja má til nokkur hundruö ára fyrir Krist. Þaö var um sólsetur hinn 20. apríl aö við renndum inn á speg- ilslétta höfnina í Skala, en gamli bærinn, þ.e. Patmos, stendur á all- mikilli hæð skammt frá. Þar gnæfir yfir tilkomumikiö klaustur, sem er víggirt á alla vegu. Eyjan er t eigu munkanna sem þar eru og eiga sér langa sögu. Um þaö leyti sem ís- land var aö byggjast, voru nokkrir munkar geröir burtrækir frá fjalla- héraöi nærri Bodrum í Tyrklandi. Þeir leituöu áheyrnar yfirvalda í Konstantínópel (Istambul) og fengu samþykkt forréttindi fyrir sig og sína, ef þeir byggöu klaustur í Patmos, hvaö þeir og geröu. Þetta klaustur hefur nú aö geyma ólýs-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.