Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 23

Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 55 svo af öllu saman í heimalandi sínu, sem er kannski ekki nein furða, þar sem löggjafarvaldið, með öllu sínu liði, sér og skilur minna en ekki neitt, hvað er að gerast. Þó að einhverjum verði það á að kvarta, þora þeir sem völdin hafa, ekki að gera neitt af óstöðvandi snobbhætti við þá er flagga dýrum vindlum, þó að þeir séu kannski lítið annað en ókrýndir mafíumeð- limir, sem í rettu lagi ætti án um- hugsunar að senda til síns heima með næstu ferð. Fátt af því er hér hefur verið minnst á, til verndar okkur fjöl- skrúðuga lífríki hefðum við þorað að framkvæma, af þeim undir- lægjuhætti sem er svo ríkjandi hjá okkur við þá er mæla á er- lenda tungu. Það er eitt enn, sennilega al- stærsti þátturinn, það er allar þær matar- og bensínbirgðir sem út- lendingarnir koma með í bílum sínum hingað, sem duga að öðru jöfnu allan túrinn, hversu langur sem hann er, eða í 4 til 6 vikur. Fyrir vikið er lítið sem ekki neitt keypt af matvörum og bensíni hér í verslunum, og tapast því drjúgur skildingur í gjaldeyri. Það er verð- ugt umhugsunarefni hvers vegna erlendir ferðamenn mega koma með inn í landið ómælt magn af matvörum í alls konar umbúðum, án þess að nokkuð sé amast við því, en samlöndum okkar er verð- ur það á að koma með lítið eitt af niðursoðnum matvörum með sér heim frá útlöndum, vegna þess að slíkt er billegra, sé meinað að gera það og dæmdir fyrir; sagt að þeir séu að koma með til landsins ósækilega sníkjusjúkdóma. Þá gilda lögin. Til áréttingar á því, er hér á undan er drepið á, má minna á að bílaleigur eru til hér, þar sem út- lendingar geta tekið bíl á leigu sem landsmenn. Þannig fengist gjaldeyrir, sem okkur veitir svo sannarlega ekki af. Þá má ekki gleyma BSÍ. Þar verður landinn að vera við stjórn, og það í tvennum skilningi, það er bílstjóri og farar- stjóri. Það er með öllu ótækt að erlendir fararstjórar séu að lýsa staðháttum á landi hér, og jafnvel rangtúlka alit svo að skaði sé að. Það er hægt að halda miklu lengur áfram, en hér læt ég staðar numið að sinni." J.Á.G. skrifar: „Velvakandi. Við síðasta biskupskjör reynd- ust nokkrir prestar vanhæfir að greiða atkvæði svo að gilt mætti teljast. Eiga þeir þó manna mest undir atkvæði að sækja. Dr. Sigur- björn Einarsson, biskup, telur prestum ofraun að beygja nafnið Jesús rétt, sérstaklega nýgræðing- um. Ýmsir prestar hafa yfir hend- ingar úr Sólarljóðum við greftran- ir, en brengla þeim svo að sker í eyru, segja: Drottinn minn gef þú dánum ró í stað Drottinn minn gefi dauðum ró ... Von er að minni spámönnum verði hér „fótaskort- ur á tungunni" þegar sjálfur bisk- upinn yfir ísiandi tekur sér þetta í munn. ráðherra, ætti að setja þrjú skil- yrði fyrir auknu fjármagni til Há- skóla íslands: 1) Guðfræðingum yrði kennt að útfylla kjörseðla og ganga frá þeim á lögformlegan hátt. 2) Þeim yrði gert að skyldu að beygja nafnið Jesús. Þá þyrft- um við ekki að iáta fyrir róða orðmyndir þær sem ömmur okkar kenndu okkur fyrr meir, né yrði þörf á að yrkja upp sálma Hallgríms. Uppyrkingar sálma hafa ekki ætíð orðið til bóta. 3) Þeim yrði gert að skyldu að hafa rétt yfir hinar dýrlegu ljóðlínur Sólarljóða, annars hlytu þeir kárínur þessa heims og annars." Albert Guðmundsson, fjármála- Þessir hringdu . . . Virðist ekkert þurfa að spara milliliðakostnað H.SJ. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að spyrja, hvort nokkurt fyrirtæki á landinu eyði öðru eins í auglýsingar og Mjólkur- samsalan. Svona einokunarfyrir- tæki virðast ekkert þurfa að spara milliliðakostnaðinn og geta þó ráðist í byggingar, sem sagt er að muni kosta allt að því eins mikið og nýja flugstöðin í Keflavík. Hvaðan koma allir þeir peningar, sem þetta fyrirtæki malar inn? Væri ekki nær að selja okkur heldur ódýrari mjólkurafurðir, meðan kreppan stendur yfir, svo að við neyð- umst ekki til að hætta að kaupa mjólk og smjör? Ég þekki hag- sýnar húsmæður, sem þegar eru hættar að kaupa smjör og nota smjörlíki í staðinn. Nokkurs konar framhaldssaga Guðrún Jacobsen rithöfundur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Sem íslenskur borgari vil ég beina þeirri fyrirspurn til borgaryfirvalda, hvort hundar sendiráðsfólks njóti sömu dipló- matréttinda og hinir gest- komandi húsbændur þeirra — að vera firrtir kvörtunum? Þannig er mál með vexti, að nú er loks- ins farin af landi brott bresk hundtík ein, sem mánuðum sam- an olli íslenskum nágrönnum sínum óþægindum með gelti frá sólarupprás til sólarlags, helg- arnar meðtaldar. En þá tekur ekki betra við. Franskur sendi- ráðshundur er orðinn nokkurs konar framhaldssaga af bresku hundtíkinni. Það er ógaman að geta ekki labbað fram hjá görð- um þessa fólks án þess að mæta einhverskonar heilaþvegnu hreinræktuðu kvikindi með níst- andi tennur, tryllt augu og gelt- andi brjálæðislega að heima- mönnum, þegar maður hefur sjálfur lagt sig fram um að kenna sínum innborna hundi að taka tillit til annarra, bæði manna og dýra. Annars hlytu þeir kárín- ur þessa heims og annars Ætli skútan steyti ekki á skeri áður en lýkur? Jóhann Þórólfsson skrifar: „Það er ekki von, að það sé mik- ill peningur í ríkiskassanum. Ráðherrar og þingmenn sjá um það með eyðslusemi sinni og dett- ur mér þá í hug, að ráðherrarnir eru allir með einkabílstjóra og þá alla á góðum launum, þótt sjálfir séu þeir með bílpróf. Svo eru 2—3 menn á fullum launum við að opna og loka hurðum fyrir þá. Allt þetta borgar ríkið. Hvernig skyldi þetta vera heima hjá þeim? Ætli þeirra ektakvinn- ur standi í því heima hjá þeim að lúka upp og loka hurðum fyrir þá? Svo eru 3 menn í því að bera inn bréf til þeirra. Já, allt þetta borg- ar ríkið. Já, þetta eru svo fínir menn, að þeir geta ekkert gert sjálfir. Svo mega sjómenn og verka- menn vinna að baki brotnu til þess að sjá fjölskyldum sinum farborða og ofan á það skerðir ríkisstjórnin kaup þeirra um 20 til 30%. Það ætti að láta þessa frammámenn þjóðarinnar í framleiðslustörfin og vita hvort þeir myndu ekki heimta mannsæmandi kaup. Nei, það er ekki von, að vel fari í okkar þjóðfélagi. Á meðan við eig- um ekki ábyrgari menn en raun ber vitni, er ekki von á góðu. Þó gekk alveg fram af mér, þeg- ar þeir gerðu Steingrím ábyrgan fyrir þjóðarskútunni. Hann sem hugsar bara um að komast í ráð- herrastól og snýst svo i pólitíkinni eins og skopparakringla, eftir því hvernig vindurinn blæs í það og það sinn. Svona óábyrgum mönnum trúi ég ekki fyrir þjóðar- skútunni. Þegar við fáum 1.000 króna hækkun, skammta þeir sér 8.000 krónur. Hvar endar þetta? Ætli skútan steyti ekki á skeri áð- ur en lýkur?" Slysavarnafélag íslands hvetur alla til að gæta sérstakrar varúðar við ár og vötn. Ofhlöðum ekki bátinn. Gætum þess að bátur og búnaður sé í fullkomnu lagi. Látum alltaf vita um ferðir okkar, fylgjumst með veðri og vindum og teflum ekki í tvísýnu. Klæðumst hlýjum fatnaði og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. Munum björgunarvesti fyrir alla bátsverja. Ferðakynning á morgun laugardaginn 23. júlí kl. 13.00—15.00 á Feröaskrifstofunni Atlantik, Hallveigarstíg 1, Rvík. Sérstök kynning veröur á fyrirhugaöri ferö eldri landsmanna til Mallorka 27. september. Fararstjóri verður Þórir S. Guðbergsson, félags- ráögjafi. Á Mallorka veröur farþegum m.a. boöið upp á stutt fræðslunámskeið um málefni aldraðra, heilsurækt og fl. Allir veru velkomnir að líta inn til okkar og fá nánari upplýsingar. Ferðaskrifstofan OTKMTIK Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg Símar 28388 — 28580 Gerðu Ellingsen að föstum viðkomustað fyrir helgarferðina Orill, grilláhöld, grillkol og grillvökvi. Oliulampar og luktir < miklu úrvali. Vaaaljóa, tjaldljóa og rafhlöður. Stil-Longa ullarnmrföt Ánanaustum Sími 28855

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.