Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1983
37
Mikil örtröð myndaðist fyrir utan Höllina ar Catharina Denauve kom á
sýningu myndar sinnar, Tha Hunger.
Jarry Lewis kamur til Hallarinnar.
Allir sem einn lögöu IJósmyndararnir niöur
myndavélar aínar til aö mótmasla því aö Isabella
Adjani skyldi ekki mæta á blaöamannafund.
Hanna Schygulla tekur á móti viðurkenningu úr
hendi Jeromy Irons, sem besti kvenleikarinn, fyrir
leik sinn í kvikmyndinni L’histoire de Pierra.
Charlotte Rampling kom akandi ( þessari svaka
drossíu. LJósm. Ragnhelður Hanson.
troðningur fyrir utan og fólk mjög
óánægt. Varð aö koma Deneuve út
um bakdyrnar í sýningarlok, til að
stofna lífi hennar ekki í hættu.
Fimmti dagurinn varö sá allra
viöburöaríkasti á hátíöinni og þótt
litið væri mörg ár aftur í tímann.
Um kvöldiö átti aö sýna kvikmynd
Oshima „Furyo" (Merry Christmas
Mr. Lawrence) meö David Bowie í
aöalhlutverki. Koma hans til Cann-
es haföi veriö auglýst rækilega, því
sýna átti þrjár myndir meö honum
á hátíöinni („Hunger” og „Ziggy
Stardust"). Um hádegisbiliö hófu
franskir læknanemar óspektir, því
þeir voru aö mótmæla takmörkun-
um, sem settar höföu veriö fyrir
inngöngu í læknadeildina. Köstuöu
þeir málningu og smásprengjum á
Höllina. Var nú allt í óvissu um
hvort hátíöinni yröi haldiö áfram.
Átti aö aflýsa sýningu „Furyo", til
aö stofna engum í hættu. Kallaö
var á óeiröalögregluna, sem notaöi
táragas og vatn til að tvístra
mannfjöldanum og tókst þaö aö
lokum. Ákveöiö var aö halda
kvikmyndasýninguna en Bowie
mætti ekki fyrr en myndin var
hálfnuö, undir ströngu eftirliti líf-
varöa sinna. Þótt ekki kæmi til
fleiri átaka voru alltaf tugir lög-
regluþjóna á götum Cannes þang-
aö til hátíöinni lauk.
Daginn eftir var kvikmyndin „La
lune dans le carniveau" eöa tungl-
iö í ræsinu eins og hún gæti heitiö
á íslensku, sýnd, en hún er eftir
J.J. Beineix, en hann er sá sami og
geröi kvikmyndina „Diva“, sem
sýnd var á síöustu kvikmyndahá-
tíö. Miklar vonir voru bundnar viö
þessa mynd og þá ekki hvaö síst
leikendurna Gerard Depardu og
Nastassiu Kinski. Ekki fór allt eins
og ætlast var til, myndin fókk mjög
slæma dóma og Cannes-nefnd-
inni, sem valdi myndirnar á hátíö-
ina var áiásaö fyrir val sitt. Kinski
brást hin versta viö og neitaöi aö
veita viötöl og fór frá Cannes
næsta morgun. Aö sjálfsögöu var
þetta mikiö áfall fyrir Frakkana."
Margar góöar myndir voru
sýndar þaö sem eftir var af hátíö-
inni, til dæmis „L’histoire de
Pierra“, sem er ítölsk kvikmynd
meö Hönnu Schygulla í aöalhlut-
verki, en hún er aöallega þekkt úr
kvikmyndum Fassbinders. Þá gaf
aö líta áströlsku myndina „The
Year of Living Dangerously” meö
Sigourney Weaver (Alien) og Mel
Gibson (Mad Max) í aöalhlutverki
en leikstjóri er snillingurinn Peter
Weir(The Last Wave, Picknic at
Hanging Rock). Var þessari mynd
afar vel tekiö. Ensku myndinni
„Cross Creak“ var einnig fagnaö
en meö aöalhlutverk fer Mary
Steenburger.
Gullpálminn var svo afhentur
þann 19. maí viö mikla viöhöfn.
Þaö var Orson Welles sem afhenti
pálmann. Aö þessu sinni féllu
verölaunin í hlut kvikmyndar, sem
fáir höföu tekið eftir, „La balladede
de Narayama“ eftir Shohei Imam-
ura. Hanna Schygulla fékk gull-
pálmann fyrir besta kvenhlutverkiö
í „L’histoire de Pierra“ og Gian-
Maria Nolonte fyrir karlhlutverk í
„La mort de Mario Ricci“. Sérstaka
viöurkenningu fengu þeir Pythonar
fyrir „Meaning of Life". Þessar
ákvaröanir dómnefndarinnar
mæltust ekki vel fyrir hjá almenn-
ingi. Flestir álitu aö besta kvik-
myndin heföi veriö „Furyo” eftir
Oshima og aö Isabelle Adjani
(L’ete meurtier) og Robert de Niro
(King of Comedy) hefðu átt skiliö
verölaun fyrir leik sinn.