Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983
Jodie Foster lék í kvikmyndinni Taxi Driver
(Leigubílstjórinn). Þar leggur geósjúklingur, sem
ætlar að fremja pólitískt moró, ást á hana. Fjór-
um árum síðar lenti hún í hliðstæðri aðstöðu í
raun og veru, er Bandaríkjaforseta var sýnt
banatilræði. Þegar hún var að Ijúka námi við
Yale-háskóla lýsti hún þessari hræðilegu raun.
________Þessi grein birtist upphaflega í tímaritinu
,.Esquíre“.
Systkini mín kölluöu mig
hlassiö vegna þess hve
mikiö komst í bleyjurn-
ar minar. Aö því frá-
töldu og fáeinum öörum
sérkennum fannst mér ég sjálf
ósköþ venjuleg. Því sþyr ég stund-
um sjálfa mig hvers vegna? Hvers
vegna ég? Hvers vegna völdu ör-
lögin mig? Hvers vegna fann ég
alltaf súkkulaöikörfuna á páska-
dagsmorgun? Yfirleitt fannst mér
lofiö gott, meira aö segja alveg
dásamlegt.
Enn í dag roöna ég og mér hlýn-
ar um hjartaraeturnar þegar ég fæ
hrós fyrir vinnu mína eöa ég er
beðin um stefnumót. Öll þörfn-
umst viö mikillar ástar, sumir meiri
en aörir. En þær stundir koma að
lítiö barn bærir á sér innra meö
mér og þaö muldrar í örvæntingu
„hvers vegna?“ Þetta er spurning
rómantíska hugsjónamannsins,
hins viökvæma og saklausa. Þetta
er spurning Ijóösins þegar ein
setning nær til hjartans og brýtur
niður varnir mínar. Þetta er spurn-
ingin sem aðrir sáu ekki, sem þeir
sjá aldrei og munu aldrei sjá. Þetta
er mín spurning, mitt endanlega
lokaóp. Ég verö aö svara henni
sjálf.
Sumariö 1980 var ég upptekin
af því sem ég „ætlaöi aö veröa",
hvernig ég ætlaöi aö semja mig aö
siöum gamals háskóla. Ég keypti
mér fullt af Lacoste-fötum, og
geröi æfingar meö þriggja punda
handlóðum á hverjum morgni og
lék tennis eftir hádegi. Mig langaði
aö veröa elskuleg, vel liöin, félags-
lynd stúlka. Kannske var ég aö
blekkja sjálfa mig. Ég geröi mér
bara enga grein fyrir hvernig væri
aö vera alveg varnarlaus, alveg
vegvillt, hafa enga reynslu aö
byggja á.
í Yale langaði mig til aö fólk væri
ánægt meö mig. Ég fór á allar
nýstúdentasamkomur og hverja
íþróttakeppni til aö því fyndist ég
eins og ég ætti aö vera, venjuleg,
alveg eins og hinir. En þegar vik-
urnar liöu þá sá ég aö ég var alls
ekki eins og þau. Ég haföi starf
sem beiö mín, ég þurfti aö ráögast
viö lögfræöinga, sitja fyrir á mynd-
um. Þaö var ekki fyrr en a.m.k.
tveim árum síðar aö ég geröi mér
grein fyrir aö þaö væri allt í lagi að
skera sig úr, það væri jafnvel
betra. Þaö er ekki aðalatriðiö í líf-
inu aö aörir skilji mann.
Ég breyttist smám saman þegar
ég hætti aö óttast aö takast á viö
nýja reynslu. Ég tamdi mér þá lífs-
reglu aö gefa fjandann í umheim-
inn. Ég var meö fólki sem ég taldi
aö væri einstætt, færi ekki troönar
slóöir, væri margþætt aö eöli. Ég
fór á tequila-fyllerí í fyrsta og eina
skiptiö á æfinni, dansaöi á götun-
um, ræddi heimspeki og klæmdist
til klukkan fimm á morgnana. Áöur
haföi ég haft sterkt taumhald á
mér og þaö hafði haldið fólki frá
mér.
Þaö var um þetta leyti sem ég
fór aö efast um lífsstarf mitt. Mér
fannst stórkostlegt í skólanum.
Mig langaði til aö eyða æfinni í
Yale, viö aö skrifa niöur bók-
menntalegar opinberanir, lesa
sögur um löngu látna menn og
finna aö bros mín komu aö innan.
Mér fannst sú hugsun fjarlæg og
óraunveruleg aö snúa aftur til bún-
ingsklefanna og láta kalla mig miss
Foster. Mig langaöi ekki til aö
svara símhringingum aö heiman,
frá umboösmönnum og kurteisum
vinnuveitendum. Öll þessi skilaboö
á pappírsmiöum þýddu þaö eitt aö
ég var enn háö þeim, þeir máttu
enn rýna í mig, dást aö mér. Ef til
Nú eru allir vitlausir í fisk
Fiskbúöirnar bjóöa margar hverjar upp i gott úrval af fiaki. Liósm. Emiiía.
Aíslandi var lengi aöeins til
eitt orö yfir fisk og þaö var
ýsa en nú er öldin önnur og
viö erum farin aö boröa ólíklegustu
tegundir af fiski, matreiddan á
ýmsa vegu. Ennþá eru þó ýsan og
þorskurinn vinsælust til manneldis
en þaö hefur aukist mjög aö menn
neyti til dæmis karfa, lúöu, þá ekki
síst smálúöu, sólkola, rauösprettu
og svo tískufisksins skötusels.
Sem dæmi um þá miklu fjölbreytni,
sem matreiösla á fiski býöur upp á
má geta þess aö eitt veitingahús-
anna í Reykjavík býöur upp á milli
30—40 tegundir fiskrétta, bæöi
kalda og heita á sérstöku hlað-
boröi. Þar á meöal eru lúöa í
búttudeigi, reyksoöin lúöa, paella
meö skötusel og rækju, langa,
smokkfiskur, ýsa og karfi meö ým-
iss konar kryddlegi, saltbakaöur
karfi, fiskikæfa og svo mætti lengi
telja.
Ég var um daginn í hópi fólks,
sem ræddi um neyslufisk á mark-
aði í Reykjavík og þar var líka rætt
um á hvaöa árstíma hinar ýmsu
fisktegundir væru bestar, þaö er
ekki úr vegi aö rifja þetta örlítiö
upp hér. Almenna reglan er sú, aö
rétt eftir hrygningu er fiskurinn rýr-
ari á hold og stundum hragövond-
ur. Þetta á þó síöur viö um þorsk-
inn og ýsuna, þó hefur ýsan veriö
kölluö graöýsa í óviröingarskyni ,
þegar hún er á hrygningartímabil-
inu, vegna þess aö hún þykir þá
ekki eins góö. En reglan er sú aö
flestur íslenskur fiskur hrygnir
seinni hluta vetrar og á vorin og er
því aö öllu jöfnu ekki orðin veru-
lega góöur fyrr en á sumrin og
haustin. Þaö eru þó nokkrar teg-
undir, sem þykja ekki góöar nema
á ákveönu tímabili. Þar má nefna
Á veitingahúsinu Torfunni er
boöiö upp é fiskiréttahlaöborö
þar sem hægt er aö velja i milli
30—40 fiskrétta.
rauösprettuna, sem er mögur á
veturna og vorin og þykir best í júlí
og fram eftir hausti. Steinbíturinn
hrygnir á veturna og á vorin og
sumrin þykir hann bestur. Kol-
munni hrygnir seint á vetri og er
því bestur síöla sumars og á
haustin. Karfi þykir einna sístur
snemma á vorin, þó má segja að
hann sé nokkuö góöur allt áriö.
Grálúöa þykir léleg vara , þegar
best er aö veiöa hana, sem er
snemma á vorin, en lúöan er best
á sumrin.
Á undanförnum árum hefur ým-
islegt veriö gert til aö kynna nýjar
fisktegundir til manneldis. Veit-
ingahúsin hafa verið sérstaklega
ötul í þessu starfi. Á síðari árum
hafa komiö upp fiskbúöir, sem
hafa boðiö upp á nýja fiskrétti, til-
búna til matreiöslu. Einnig hafa
fiskbúöirnar komiö til móts viö
auknar kröfur um fjölbreytni fisk-
tegunda. Þá eru kjörbúöirnar, ekki
síst þær stærstu, farnar aö bjóöa
upp á mun fjölbreyttari fisktegund-
ir bæöi frystar og ófrystar. Útgerö-
arfélögin hafa ekki látið sitt eftir
liggja og má í því sambandi nefna
aö fyrir tveimur árum setti BÚR
upp fiskmarkaö á Lækjartorgi, til
aö færa nýtt líf í söluna. Þeir hjá
Bæjarútgeröinni ætla aö endur-
taka þetta dagana 15—20 ágúst
nk. En þá munu þeir hafa eingöngu
til sölu karfa, bæöi flakaöan og
óflakaöan. Þar munu þeir kynna
uppskriftir aö karfaréttum og gefa
fólki aö bragöa á slíkum réttum,
auk þess, sem þeir munu veita al-
mennan fróöleik um karfann. Því
eins og þeir segja hjá BÚR, þá er
karfinn miklu betri en ýsan, sem
viö erum alltaf aö boröa.
En þaö er ekki bara bragðið