Morgunblaðið - 22.07.1983, Page 11
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLt 1983 43
Kjarvalsstaðir:
Sýning á nýjum verkum í
eigu Reykjavíkurborgar
Á morgun verður opnuö sýning að Kjarvalsstööum á listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar, sem
keypt hafa verið á árunum 1980—1983, samtals 80 verk.
Áriö 1980 var borgarfulltrúum í stjórn Kjarvalsstaða falið að annast innkaup listaverka fyrir
Reykjavíkurborg, og var samtímis farið aö veita ákveðna upphæö til listaverkakaupa.
Listráðunauti Kjarvalsstaöa var falin framkvæmdin, svo og skráning og umsjá listaverkanna. 80
verk hafa verið keypt á þessu tímabili. I stjórn Kjarvalsstaða 1980 voru Sjöfn Sigurbjörnsdóttir,
Guðrún Helgadóttir og Davíð Oddsson. Þau keyptu helming verkanna á sýningunni, þ.e. nr. 1—41 í
skrá. A miðju ári 1982 tóku viö stjórn Einar Hákonarson, Hulda Valtýsdóttir og Guörún Erla
Geirsdóttir. Þau keyptu verk nr. 42—80.
Á sýningunni eru málverk, teikningar, grafíkverk, vefnaður og skúlptúr. Guðmundur Benediktsson
og Stefán Halldórsson undirbjuggu og settu sýninguna upp í samráöi viö listráöunaut Kjarvalsstaöa.
Sýningin verður opnuð kl. 14.00 á laugardaginn kemur, 23. júlí, og verður síðan opin daglega kl.
14—22 fram til 21. ágúst.
LEIKLIST
„Skáld Rósa“ á Hornafirði
Leikfólag Hornafjarðar sýnir leikritiö >Skáld Rósa“ eftlr Birgi Sigurös-
son á Höfn í Hornafiröi kl. 15.00 á sunnudag.
Veröur þetta eina sýningin en hópurinn leggur brátt land undir fót og
fer meö sýninguna til Noregs.
gestaleikur í Félagsstofnun
Finnskur áhugamannaleikhópur sem nefnir sig „Amatorteatergruppen
frán Jonesuu" sýnir á morgun kl. 20.30 í Fólagsstofnun stúdenta leikinn
„Söngur Marjöttu" eftir Pirrko Jaakola, sem kemur meö hópnum. Leiö-
beinandi er Tuire Hindikka, en tónlist annast Esa Helasvuo og Kari
Mikkonen.
Leikritiö byggir á goösögninni um Don Juan en konan Marjatta kemur
í staö karlsins, Don Juan. Er hún eigi ósnortin af töfrum pilta, elskar þá
alla og dregur á tálar.
Söngurinn veröur aöeins sýndur í þetta eina sinn í Reykjavík, en
hópurinn er nú í leikför um landiö.
Anna Elísabet Borg og Kristín G. Magnúsdóttir í hlutverkum sínum.
Ný uppfærsla á Light
Nights í Tjarnarbíói
Sýningar á dagskrá Feröaleikhússins, ætlaöar erlendum feröamönn-
um, veröa í Tjarnarbíói í kvöld, laugardagskvöld, og sunnudagskvöld.
Hefjast sýningarnar kl. 21.00, en þær eru byggöar á íslensku efni og
fluttar á ensku. Undanskiliö er þó efni sem felur í sér þjóölagatexta og
lausavisur.
Allt talaö efni er flutt af Kristínu G. Magnúsdóttur, leikkonu.
MEÐ I FERÐALAGIÐ
D3
Hljómplata eða kassetta og bók með textum og myndui
BÓKIN FYLGIR ÓKEYPIS
Þetta er kassettan sem börnin hlusta á um leiö og þau skoöa
bókina og eru róleg í aftursætinu, svo aö allir njóti feröalagsins
FRÓÐLEGT FJÖRUGT OG SKEMMTILEGT BARNAEFNI