Morgunblaðið - 12.08.1983, Side 32

Morgunblaðið - 12.08.1983, Side 32
BÍLLINN BILASAIA SlMI 79944 SMIDJUVEGI 4 KÓRAVOT' FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 y\uglýsinga- síminn er 2 24 80 SÍS-styrkur til FRÍ gegn þjónustu og viðskiptum „íþróttahreyfingin verður að selja * sig,“ segir fyrrv. formaður HSI „ÉG TEL mjög eðlilegt að gera svona viðskiptasamninga. íþróttahreyfingin á ekki annarra kosta völ en selja sig,“ sagði Júlíus Hafstcin fv. formaður Handknattleikssambands íslands (HSÍ) er hann var spurður út í samn- ing, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, um íþróttastyrk, sem SÍS veitti Frjálsíþróttasambandinu, en HSÍ er handhafi hluta íþróttastyrks SÍS 1983. í samningi FRÍ og SÍS, sem birtur er á miðopnu, segir m.a. að FRÍ skuli nota styrkinn, sem er upp á 75 þúsund krónur, til kaupa á þjónustu og vörum hjá SÍS, kaupfélögunum og samstarfsfyrirtækjum þessara aðila. Einnig að Frjálsíþróttasambandið heimili SÍS að nota starfsemi og að- stöðu FRÍ og umsvif frjálsfþrótta- landsliðanna, bæði heima og erlendis, til auglýsinga og fræðslu um sam- vinnuhreyfinguna. Morgunblaðið gerði árangurslausar tilraunir til að ná í Örn Eiðsson formann Frjáls- íþróttasambandsins, sem staddur er á heimsmeistaramótinu í Helsinki, til að fá hans álit á samningnum. Eins og kunnugt er hefur SlS veitt íþróttasamböndum árlegan íþróttastyrk í nokkur ár. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrkinn og jafnan mörg sambönd sótt um. Fyrstu tvö árin hlaut Körfuknattleikssambandið (KKÍ) styrkinn, síðan Handknattleikssam- bandið (HSl), og á þessu ári var styrknum skipt milli HSÍ, sem fékk tvo þriðju hluta, og FRÍ, sem fékk þriðjung styrkupphæðarinnar. Sam- kvæmt heimildum Mbl. er samning- ur FRÍ mjög svipaður samningi HSÍ og þeim samningum, sem gerðir voru við KKÍ. í samningnum kemur fram að FRI skuli sem kostur er vekja at- hygli á styrkveitingunni, sem er upp á 75 þúsund krónur, og sjá til þess eftir öllum tiltækum leiðum að styrkveitingin „veki þá athygli í fjölmiðlum sem verðugt er“. Þá skal fulltrúi SÍS eiga þess kost að sitja alla fréttamannafundi FRÍ á árinu og honum skal jafnramt boðið á ársþing FRÍ. Og í áætlun um samstarf FRl og SÍS á árinu 1983, sem áföst er samningnum, kemur fram að samvinnufáninn eða merki SÍS verði við hún á Laugardalsvelli eftir nánara samkomulagi. Einnig að landsliðsbúningar verði merktir SlS, og að prentað verði á umslög og bréfsefni að FRÍ sé handhafi íþróttastyrks SÍS 1983. Og þá skal fræðslu- og kynningarbæklingum um samvinnuhreyfinguna dreift í möppum þátttakenda á námskeið- um FRÍ, ársþingi þess og stærri fundum. Ennfremur er ákvæði um að sér- stökum hópum verði boðið á frjáls- íþróttamót, t.d. ákveðnum hópum samvinnustarfsmanna, viðskipta- vinum ákveðinna samvinnuversl- ana, sem fái afhenta miða við inn- kaup, o.s.frv., auk þess sem forystu- menn samvinnuhreyfingarinnai verði heiðursgestir FRÍ á ákveðnum stórmótum, hérlendis og erlendis. Að því er fram kemur í viðtali við Svein Björnsson forseta Iþrótta- sambands Islands á miðopnu er stjórn ÍSÍ ekki kunnugt um mál- efnalegt innihald þeirra samninga, sem sérsamböndin gera. Sjá nánar á miöopnu. Þrjú íþróttasambönd: Viðskipti eingöngu við Samvinnuferðir ÞRJÚ íþróttasambönd a.m.k. gerðu í vetur sérstaka samstarfssamninga við ferðaskrifstofuna Samvinnu- ferðir-Landsýn, þar sem gert er rið fyrir því að alíir farseðlar vegna utanlandsferða íþróttamanna verði keyptir af ferðaskrifstofunni og að hún skipuleggi heimsóknir erlendra gesta sambandanna. íþróttasamböndin, sem hér um ræðir, eru Körfuknattleikssam- bandið, Handknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið. En einmitt þessi þrjú sambönd hafa hlotið íþróttastyrk SlS, en í samn- ingi um styrkinn, eins og fram kemur annars staðar á síðunni og í miðopnu blaðsins, segir að styrk- Þær eru sjaldséðar það sem af er sumri rófurnar af þessari stærð sem stúlkan er þarna að pakka, enda eru þær ræktaðar í hituðum jarðvegi. Myndina tók Guðjón Birgisson Ijósmyndari Mbl. í Garði í Hrunamannahreppi er blaðamenn Mbl. voru þará ferð fyrir skömmu. Sáralítið af grænmeti er komið á markaðinn „VIÐ HÖFUM sama og ekkert fengið af útiræktuðu grænmeti enn sem kom- ið er. Núna ætti að vera aðal blómkáls- tíminn og rófur ættu að vera komnar í miklum mæli, en það sem af er höfum við varla séð þetta grænmeti. Við höf- um bara fengið „túkallablómkál“ sem við köllum smáu blómkálshausana og sáralítið hefur sést af rófum," sagði Þorvaldur Þorsteinsson forstjóri Sölu- félags garðyrkjumanna í samtali við Mbl. en eins og komið hefur fram í Mbl. þá eru alvarlegar horfur með upp- skeru kartaflna og útiræktaðs græn- metis í haust. Baldur Magnússon sölumaður hjá Grænmetisverslun landbúnaöarins sagði að sáralítið af grænmeti hefði komið til sölumeðferðar í Grænmet- isversluninni í sumar, en venjulega væru komnar rófur, gulrætur og hvítkál á þessum tíma. Sagði hann að í síðustu viku hefði verið flutt inn seinasta hvítkálið á þessu sumri og sagði hann að það væri sjaldan flutt inn um þetta leyti. Vísitala fram- færslukostnaðar: 21—22% hækkun? SAMKVÆMT þeim upplýsing- um sem Morgunblaðið hefur aflað sér er útlit fyrir 21—22% hækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar á tímabilinu 1. maí til 1. ágúst. Það svarar til þess að verðbólguhraðinn miðað við heilt ár nemi 115—120%. Út- reikningur framfærsluvísitöl- unnar fer fram ársfjórðungslega og 1. maí síðastliöinn var hækk- unin 23,5% á tímabilinu frá 1. febrúar. Hagstofan sér um verðupp- tökur og útreikning vísitöl- unnar þótt að forminu til sé það Kauplagsnefnd, sem skip- uð er aðilum vinnumarkaðar- ins, sem hefur þennan út- reikning með höndum. Kaup- lagsnefnd mun koma saman til fundar í dag eða á morgun til að ljúka afgreiðslu þessara útreikninga og þeir verða væntanlega gefnir út í byrjun næstu viku. Þegar ráðist var í efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vor var ekki búist við því, að fram kæmu nein sérstök áhrif á útreikning framfærsluvísi- tölunnar nú í ágúst, vegna fyrirsjáanlegra verðhækkana á tímabilinu. Hefðu laun hækkað um 20—22% 1. júní síðastliðinn hefði þessi hækk- un þó að iíkum orðið öllu hærri. Þeim aðilum sem sent hafa frá sér spár um verðlags- þróun á næstu mánuðum, s.s. Þjóðhagsstofnun og fyrirtæk- inu Kaupþingi hf., ber saman um, að verðbólgan muni hjaðna verulega undir lok árs- ins. urinn skuli notaður eins og unnt sé til kaupa á þjónustu og vörum hjá SÍS, kaupfélögunum og sam- starfsfyrirtækjum þessara aðila. I fréttabréfi Samvinnuferða- Landsýnar um samstarfssamn- ingana segir að á móti leggi ferða- skrifstofan íþróttahreyfingunni lið á ýmsan hátt. Fyrst og fremst komi það þó í hlut skrifstofunnar að greiða fyrir alþjóðlegum sam- skiptum með hagstæðum samn- ingum og útsjónarsemi, eins og segir í fréttabréfinu. Suðurland: Minni mjólk- urframleiösla í rigningunni „MjólkurframleiAslan í síAustu viku var mun minni en 1 næstu viku þar á undan og í sömu viku í fyrra. Þetta er líklegast vegna rigninganna eftir verslunarmanna- helgina en viA höfum ekki áttaA okkur á því hvort þetta heldur áfram. Þetta er líkt því og var rign- ingasumariA 1955, þá datt nytin al- veg úr kúnum," sagAi Grétar Sím- onarson mjólkurbússtjóri Mjólk- urbús Flóamanna á Selfossi í sam- tali viA Mbl. Grétar sagði að það sem af er árinu væri mjólkurframleiðslan á Suðurlandi um 1% minni en í fyrra og væri útlitið ekki gott með framhaldið þó öll nótt væri ekki úti enn. Menn hefðu verið að vona að töluverð mjólk yrði í haust vegna þess að kýrnar báru seinna, en nú væri útlit fyrir töluvert minni mjólk en var í fyrrahaust, þó minni hefði hún varla mátt vera. Grétar taldi að vanta myndi beit handa kúnum í haust, fyrirsjáanlega yrði lítil háaspretta og grænfóðrið yxi af- ar illa. Grétar taldi að flytja þyrfti meiri mjólkurafurðir að norðan í haust og vetur en áður hefur þurft en sagði jafnframt að ver- ið væri að skoða þessi mál núna I samvinnu við Mjólkursamsöl- una í Reykjavík. Selshakkavélin reynd á Grenivík ÁKVEÐIÐ hefur verið að selhakkavél- in, sem Landsmiðjan hefur smíðað fyrir hringormanefnd, verði staðsetl á Grcnivík í tengslum við fóðureldhús loðdýrabúsins Grávöru. Verður sel- skrokkum safnað samar. í frysti- geymslur víða um land og þeir síðan sendir til Grenivíkur, þar sem vélin og framleiðslan verður reynd. Að sögn Björns Dagbjartssonar, formanns hringormanefndar, hefur veiði á fullorðnum sel verið talsvert meiri nú en í fyrra, en kópaveiði lítil. Sagði hann, að nefndinni hefðu bor- izt á annað þúsund sýnishorna af veiddum sel og taldi hann, að mikill meirihluti þess sels yrði nýttur, hundruð skrokka að minnsta kosti. Hér væri því hafin nýting selkjöts- ins, hvort sem hún væri sú æski- legasta, sem hugsanleg væri. Bezt væri ef markaður fyrir skinnin fynd- ist og síðan fyrir kjötið. Nú væri ver- ið að leita fyrir sér með skinnin og væri áformað að senda sýnishorn af þeim til Japan. Það væri vissulega skref í rétta átt, þegar farið væri að nýta selskrokkana og mjög lítið væri um það, að menn hefðu rekist á hræ á víðavangi á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.