Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 2
/ fylgd með Kjartani Magnússyni skurðlækni á Landakotsspítala í bók sinni Lækningar og saga skrifar Vilmundur Jónsson landlæknir svo um fyrsta læknaprófið á íslandi: „Á fyrsta læknaprófinu hór á landi (20. júlí 1763) vekur ein prófspurning Bjarna Pálssonar athygli... Var það ekki einmitt fyrir sullaaðgerðir sínar, að honum þykir hlýða að víkja sórstaklega að kviðristu (gasterotomia, þ.e. laparotomia), sem þá var annars svo lítið iðkuð, að hér gat varla komið til greina: Gasterotomia quid? (Hvað er kviðrista? innsk. Mbl.)“ Bjarni Pálsson landlækn- ir ritar í dagbók sína 20. desember 1755 útdrátt úr bréfi til Gríms bónda Eiríkssonar í Njarðvík, en hann átti stúlku „lited stalpada sem hafe nilega feinged fylle fyrer lifed med mikillre herdslu er geing- ur þvers yfir umm regionem umbil- icalem og tutnar so ut naflenn”. Stúlkan mun aö líkindum hafa þjáöst af sullaveiki og segir Bjarni einasta ráðiö vera „gasterotomia og eingenn innvortes medol". Þá segir bandartski sagnfræö- ingurinn Will Durant I bók sinni Grikkland hiö forna: „Skurölækn- ingar voru aö mestu leyti í höndum venjulegra lækna af skárra taginu, en ekki sérgrein. Þó höföu her- stjórar skurðlækna í liði sínu. f Hippókratsritum er lýst höfuö- skuröi, og liöhlaup á öxl eöa kjálka er lagaö meö „nútíma“ aöferöum, nema hvaö deyfinguna vantar. Helgitafla úr musteri Asklepíosar i Aþenu sýnir eski meö skuröarhníf- um af ýmsum geröum. Litla safniö í Epídáros sýnir oss fornar sára- tengur, kera, skuröarhnífa, þvag- pípur og iöraspegla (specula) sem eru nauöalík þeim áhöldum sem notuö eru á vorum dögum. Ritgerö ein í Hippókratssafni sem nefnist „Um lækninn" segir nákvæmlega fyrir um útbúnaö skuröstofunnar: hversu dagsbirta og Ijós skuli falla, hvernig þvo skuli hendur og hiröa áhöld og beita þeim, hversu leggja skuli sjúklinginn til hæfis og binda um sár hans o.s.frv." Myndir frá skuröstofu sjúkra- húss eru sjaldséöar í blööum á is- landi. Landsbúum er þó stundum boöiö upp á slíkt i sjónvarpi, auk frásagna í tímaritum eins og Læknablaðinu og Heilbrigöismál- um. Ef fjallaö er um aðgerðir í ís- lenskum dagblööum, þá kemur efniö venjulega erlendis frá. Þaö skal játaö, aö slíkt er talsvert þægilegra og e.t.v. hugnanlegra fyrir þann blaöamann, sem verkiö á aö vinna. En aö skrifa um eigin reynslu er þó einmitt þaö, sem flestir blaöamenn sækjast eftir. Til aö svipta hulunni af leynd- ardómum skuróstofunnar, ákváó- um viö Ragnar Axelsson Ijósmynd- ari Mbl., betur þekktur sem Rax, aö reyna aö fá leyfi til heimsóknar á skuröstofu Landakotsspítalans viö Túngötuna í Reykjavík. Viö ræddum viö Kjartan Magnússon skurölækni, en hann hefur almenn- ar skurölækningar sem sórgrein auk þess, sem hann er kvensjúk- dóma- og fæöingarlæknir. Jú, þaó kom nú aldeiiis til greina, aö viö fengjum aö vera viöstaddir uppskurö hjá Kjartani og starfsfólki skurödeildar. Hann ætlaöi aó fá leyfi hjá Ólafi Erni Arn- arsyni yfirlækni og öörum yfir- mönnum sjúkrahússins fyrir okkur og ígrunda, hvaöa dagur væri hentugastur. Þetta var á fimmtu- degi. Strax næsta mánudag hringdi síminn á blaöinu. Kjartan haföi ekki veriö lengi aö útvega okkur nauðsynleg leyfi og baö okkur koma strax næsta morgun. Hann átti fyrst aö skera upp viö kviösliti, þá æxli í móöurlífi og loks leggjasári. Aðfaranótt þriðjudags varö ég vansvefta. Ég haföi aldrei þurft aö leggjast inn á sjúkrahús og þegar í æsku veriö hálfsmeykur viö þau, nokkuö sem farió er aö eldast af mór. Mig dreymdi hinn hroða- legasta draum, er fjallaöi í grófum dráttum um einhverja voöalega aðgerö. Til aö bæta gráu ofan á svart dreymir mig í lit, svo allt varö þetta snöggtum verra. Viö Rax hittumst í anddyri Landakots korter yfir átta þriöjudagsmorguninn og fórum upp á skurödeildina, sem er á fjóröu hæó Landakotsspítala. Þar tók deildarritarinn, Lllja Sigrún Jónsdóttir læknanemi, á móti okkur. Heldur var lágt á okkur ris- iö, er við sögöumst vera frá Morg- unblaöinu og Kjartan skurðlæknir ætti von á okkur. Þaö kom líka í Ijós síöar, aö Rax haföi verió hálf- skelkaöur um nóttina. Lilja vissi greinilega ekki hvernig hún átti aó bregöast viö þessum skringilegu gestum, sem komu hundvotir inn úr sumarrigningunni, brynjaöir myndavélum og segul- böndum, og geröu sig líklega til stórræðanna. Hún brá því á þaö ráö aö vísa okkur á deildarstjór- ann og láta skurölækninn vita af blaöamönnum, í meira lagi undar- legum. Soffía Níelsdóttir deildarstjóri vissi um hvaö máliö snerist og tók okkur strax tveim höndum. Hún sagöi okkur þurfa aö fá viöeigandi klæönaö og fór meö okkur upp á næstu hæö, þar sem búningsklefar starfsfólksins eru. Þar skildi hún sem snöggvast viö okkur á meöan hún reyndi aö útvega okkur mátu- leg föt. Á meöan leit stúlka frá þvottahúsinu inn til okkar og spuröi hvort viö værum búnir aö skrá okkur í bók, er lá á boröi í herberginu. Eitthvað fór okkur aö gruna, aö hór væri ruglingur á ferö og sögöumst því vera blaöamenn. Stúlkan brást brosmild viö og baö okkur ekki taka þaó illa upp þótt hún teldi okkur læknanema. „Þetta er oröiö svo margt fólk, aö maöur veit ekki lengur upp né niöur. Og svo rífa þeir allt og tæta hver frá öörum og býsnast síðan yfir því, aö ekkert skuli vera á réttum staö. Þiö sjáiö aö maöur veröur aö hafa auga meö því, hvort þeir skrifa í bókina." Soffía færöi okkur klæönaö og brátt vorum viö reiöubúnir, klædd- ir hvítum buxum, sokkum og grænum serkjum auk slopps og skóhlífa. Þaö var ekki laust viö, aö maöur geröi sór grein fyrir ýmsum staöreyndum lífsins, þegar maöur sá letrað oröiö „krufning" í háls- máliö á öörum serknum, sem okkur var fenginn. Á skurödeildinni hittum við Kjartan Magnússon. Bauö hann okkur velkomna og sagöi okkur koma rétt mátulega. Sjúklingurinn, ungur karlmaöur, hefði veriö svæföur og nú væri allt tilbúið. Viö Rax tókum af okkur sloppana, settum spólu í segulbandstæklö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.