Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
35
Morgunbladid/Rax.
og filmu í Ijósmyndavélina. Þá var
okkur fengin hetta til að setja yfir
hárið og aörar skóhlífar. Viö
þrömmuðum ásamt starfsfólki
skuröstofunnar inn í sótthreinsun-
arherbergiö, en þaöan er gengið
inn á eina skuröstofu spitalans.
Þar starfa sjúkraliðar viö sótt-
hreinsun áhalda og fatnaöar, en öll
áhöld eru dauöhreinsuö eftir
hverja aögerö.
Viö Rax settum andlitsgrímu
fyrir vitin og biöum átekta í sótt-
hreinsunarherberginu á meöan
veriö var aö breiða yfir sjúklinginn
og leggja síöustu hönd á svæflng-
una. Soffía brá klút vættum sótt-
hreinsandi efni yfir myndavélarnar
og segulbandstækið. Og senn kom
kalliö.
Það er undarleg tilfinning aö
koma i fyrsta sinn inn á skurö-
stofu. Maöur veit ekki viö hverju
maður á aö búast, en samt er eins
og maöur hafi gert sér ákveöna
hugmynd um hana. Skuröstofan
var stór salur, flísalögö að mestu
leyti. Gluggar voru á henni, en
dökk gluggatjöld byrgöu sýn.
Skuröarboröið var nokkurn veginn
í miöjunni. Geypistórt loftljós var
yfir því. Útskorin mynd af Kristi á
krossinum á einum vegg skurö-
stofunnar. Sjúklingurinn lá hulinn
grænum lökum, sem eru dauö-
hreinsuö. í þetta sinn var ekki önd-
unarvél, aðgeröin var ekki þaö
viöamikil. Vöövaslökun kraföist
þess ekki. Slanga haföi veriö leidd
ofan í sjúklinginn og andaði hann
um hana. Svæfingarhjúkrunar-
fræöingurinn fylgdist með því, aö
öndun væri eðlileg og ekkert rask-
aöi ró sjúklingsins.
Kjartan skurölæknir hafði veriö
færöur í grænan slopp inni á
skuröstofunni, en þar er aöstaöa
fyrir þá, sem koma nærri sjúkl-
ingnum, til aö þvo sér. Þá fer hin
fræga sena, þegar skurölæknirinn
er færöur í skuröhanskana, fram
þar.
Viö stilltum okkur upp viö einn
vegg stofunnar. Rax hóf strax aö
mynda. „Ég einbeiti mér aö
myndatökunni og þá gleymi ég öllu
ööru,“ haföi hann sagt viö mig. Ég
óskaöi þess, aö ég gæti einbeitt
mér aö einhverju slíku, en þaö eina
sem ég gat gert, var aö kveikja á
segulbandinu. Og fylgjast síöan
meö aögeröinni.
Mér haföi brugöiö viö þaö aö
koma inn á skuröstofuna. Um mig
fór sú hræöslutilfinning, aö ég gæti
ekki veriö viöstaddur skurðaö-
gerö. Ég væri aö færast of mikið í
fang. En þaö var of seint aö iörast.
Ég dró því djúpt andann og hugs-
aöi meö mér, aö ef þetta fólk gæti
unnið viö skuröaögeröir, þá gæti
ég fylgst meö starfi þeirra. Ég fór
aö gruna Rax um óstyrkar taugar,
er hann hóf strax aö mynda.
„Þiö megiö bara ekki koma ná-
lasgt því, sem grænt er,“ haföi
Soffta deildarstjóri sagt viö okkur.
„Þaö er allt dauöhreinsaö." Þaö
kom á daginn, aö allt í kringum
sjúklinginn var grænt. Hann var
sjálfur þakinn grænum klæöum,
þá var aflangt borö meö öllum
áhöldum klætt grænum dúk.
Áhöld öll voru aö sjálfsögöu
dauöhreinsuö. Grænn dúkur var
breiddur út frá brjósti sjúklingsins
og hengdur upp, þannig aö ekki
sást í höfuö sjúklingsins frá þeim,
er sáu um aögeröina sjálfa, en þeir
voru allir grænklæddir. Handan
tjaldsins var sjúklingurinn í umsjá
svæfingarhjúkrunarfræöingsins.
Sjúklingurinn haföi veriö þveginn,
en síðan var boriö á þaö svæöi,
þar sem skera átti, sterkt, sótt-
hreinsandi efni.
„Þiö megiö koma dáiítiö nær, ef
þiö viljiö," sagöi Kjartan undan
andlitsgrímunni. Viö hreyföum
okkur ekki. „Þiö megiö koma aö-
eins nær, ef ykkur finnst þaö
betra,“ ítrekaöi einn skuröhjúkrun-
arfræðingurinn. „Svo framarlega
sem þiö snertiö ekki þetta græna."
Loks voguöum viö okkur aöeins
nær.
„Þetta er kviöslitsaögerö," sagöi
Kjartan. Og skömmu síöar bætti
hann viö: „Þetta er stór og mikill
skuröur. Er annars ekki allt i lagi,
strákar?" „Ha? Jú, jú. Allt í fína
lagi,“ heyröist stuniö upp af full-
trúum Morgunblaðsins.
„Þetta er pokinn, Ingólfur. Þetta
er þaö sem gengur niöur frá kviö-
arholinu,” sagöi Kjartan litiu síöar
og vísaöi til þess, sem hann haföi
komiö töng undir og hélt nú upp út
úr kviöarholinu. „Hann gengur
niöur frá kviöarholinu og niöur aö
eista. Hann tökum viö, áöur en
saumað er saman. Siðan lokum
við kviöarholinu.”
Þaö vakti athygli mína, aö þær
grisjur, sem notaöar voru til aö
þurrka blóö úr skuröinum, voru
taldar upp úr lokuöum pökkum og
fjöldi þeirra skrifaöur á skerm á
einum vegg skuröstofunnar. Þegar
þær höföu veriö notaöar, fleygöi
sá skuröhjúkrunarfræöingur, sem
aöstoöaöi skurölækninn í þaö
skiptiö, þeim í körfu. Annar
skuröhjúkrunarfræöingur tók þær
upp meö töngum og hristi hugs-
anlegar tægjur úr þeim og hengdi
á grind. Þegar uppskuröinum var
lokið, voru þær taldar og átti fjöldi
þeirra að stemma viö fjöldann á
skerminum. Ég spuröi síöar hvers
vegna þessi háttur væri á haföur
og fékk þaö svar, að þetta væri
gert til þess, aö engin grisja
gleymdist inni í sjúklingi. „Þær eru
allar meö röntgenþræði og koma
því fram á röntgenmynd, ef út í
þaö fer.“ Mér varö hugsaö til allra
þeirra sagna um sjúklinga, sem
skuröáhöld höföu gleymst í. „Þetta
er einnig gert viö áhöldin," var þá
bætt viö.
Eftir um tólf mínútur frá upphafi
skuröaögeröarinnar, sagöi Kjart-
an: „Þá er bara húöin eftir.“ Þaö
tók lækninn stuttan tíma aö sauma
hana saman, en saumaö er i kant
húöbrúnanna. Þaö þýöir, aö ekki
eru saumaöir einstakir saumar
eins og gert væri, ef búist væri viö
miklum bólgum og ganga þyrfti frá
skurðinum þannig aö unnt væri aö
hleypa greftri úr honum (slíkan
saum nefndi einn hjúkrunarfræö-
ingurinn „rúllupylsusaum" til út-
skýringar). Skuröhjúkrunarfræö-
ingurinn baö um úöarann, en þá
var úöaö efni yfir skuröinn, sem
varö aö e.k. plástri. Þá voru settar
grisjur yfir og annar, stór plástur
þar yfir.
„Þetta var stutt og laggott hjá
okkur,“ sagöi Kjartan og sneri sér
aö okkur. „Þetta var óvenju stutt.“
SJÁ NÆSTU SÍÐU