Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 SJONVARP DAGANA 20/8-27 /8 mmm L4UG4R04GUR 20. ágúst 17.00 íþróttir Umsjónarmaður Ingólfur Hann- esson. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 í blíðu og stríðu Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. 21.00 í sviðsljósinu Sænskur skemmtiþáttur með Birgit Carlstén, Tommy Kör- berg, Dick Kaysö o.fl. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nord- vision — Sænska sjónvarpið.) 22.00 Áfram læknir (Carry on Doctor) Bresk gamanmynd frá árinu 1967. Aðalhlutverk Frankie Howerd, Kenneth Williams, Barbara Windsor og Charles Hawtrev. Leikstjóri Gerald Thomas. „Áfram“-gengið hefur búið um sig á sjúkrahúsi og eins og vænta raá lenda sjúklingar og læknar í margvíslegum ævintýr- um. Þýðandi Baldur Hólm- geirsson. 23.35 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 21. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Jakob Hjálmarsson flytur. 18.10 Amma og átta krakkar Nýr flokkur Norskur framhaldsmyndaflokk- ur fyrir börn og unglinga byggð- ur á sögu eftir Anne-Cath. Vest- ly. Þættirnir eru þrettán og segja frá stórri fjölskyldu sem býr við þröng kjör en unir þó hag sínum bærilega. Faðirinn er vörubflstjóri og í fyrsta þætti er bflnum hans stolið. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Norska sjón- varpið.) 18.30 Frumskógarævintýri 4. Fuglaparadfs Sænskur myndaflokkur í sex þáttum um dýralíf í frumskóg- um Indlands. Þessi mynd er tekin í Bharatpur en þar er stærsta griðland fugla í Asíu. Þýðandi og þulur Oskar Ingi- marsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið.) 19.20 Hlé 19.45 .Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.45 Hendur Ný íslensk brúðumvnd eftir Jón Axel Egilsson. 20.50 Lucia di Lammermoor Ópera í þremur þáttum eftir ítalska tónskáldið Caetano Donizetti byggð á sögu eftir Walter Scott. Textahöfundur Salvatore Cammarano. Leik- stjóri Beppe di Tomasi. Hljómsveitarstjóri Lamberto Gardelli. Aðalhlutverk Katia Ricciarelli, José Carreras og Leo Lucci. Sagan gerist í Skotlandi um aldamótin 1600 og fjallar um ástir heimasætunnar á Lammer- moor-setrinu og aðalmanns sem á í útistöðum við bróður hennar. Upptakan var gerð í Bregenz Festspielhaus. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Eurovision — Austurríska sjónvarpið.) 23.55 Dagskrárlok AihNUDdGUR 22. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 21.15 Lífæð Louisiana Bresk heimildamynd um Mis- sissippifljót fyrr og nú og þær breytingar sem orðið hafa á náttúru og lífríki við fljótið af mannavöldum. Þýðandi Ragna Ragnars. Laugardagur kl. 22.20 Breska bíómyndín 39 þrep (The 39 Steps) verður sýnd á laugardagínn í næstu viku. Myndin er gerð af Alfred Hitch- cock eftir sögu John Buchan. Með aöalhlutverk fara Robert Donat og Madeleine Carroll. Söguhetjan flækist á óvæntan hátt inn í leit að njóenurum og verður sjálfur að fara huldu höfði fyrir réttvísinni. 22.10 Vegferð manns (Morte e vida Severina.) Brasil- ísk sjónvarpsmynd með söngv- um. Leikstjóri: Walter Avanc- ini. Aðalhlutverk: José Dumont, Elba Ramalho og Tania Alves. A hrjóstrugum hásléttum Bras- ilíu virðist gröfin eina líkn fá- tæklinganna. Eins og margir aðrir heldur söguhetjan áleiðis til borgarinnar við ströndina í von um betra hlutskipti. Þýð- andi Sonja Diego. 23.05 Dagskrárlok ÞRIÐJUDKGUR 23. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Vekjaraklukkurnar sjö Teiknimyndaflokkur fyrir börn. 20.45 Fjármál frúarinnar Annar hluti. Franskur fram- haldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Arum saman hefur frú Thérése Humbert og fjölskylda hennar lifað óhófslífi á lánum meðan hún bíður þess að fá greiddan arf eftir vellauðugan ættingja vestanhafs. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. 21.40 Mannsheiiinn 7. Geðveiki í lokaþætti þessa breska fræðslumyndaflokks er m.a. rakin sjúkdómssaga manns sem þjáðist af geðveiki í tuttugu ár. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok yMIÐMIKUDAGUR 24. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Fiskiendur Bresk náttúrulffsmynd um andategundir f Skotlandi. Þýð- andi og þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Dallas Bandarískur framhaldsflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Úr safni Sjónvarpsins Huldubyggðin á heiðinni Kvikmynd sem gerð var haustið 1971 um herstöð Atlantshafs- bandalagsins á Keflavíkurflug- velli og þá starfsemi sem þar fer fram. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. Áður sýnd í Sjónvarpinu 1972. 23.00 Dagskrárlok FOSTUDAGUR 26. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á döfínni Umsjónarmaður Sigurður Grímsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Steini og Olli Lokaþáttur. Konuríki. Skop- myndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.05 Mið-Ameríka í þættinum verður fjallað í máli og myndum um atburði síðustu vikna í Mið-Ameríku og m.a. rætt við menn sem vel hafa fylgst með þeim. Umsjónarmað- ur Ögmundur Jónasson frétta- maður. 21.50 Sjöunda hulan (The Seventh Veil) Bresk bíómynd frá 1945. Leik- stjóri Compton Bennett. AðaU hlutverk: James Mason, Ann Todd og Herbert Lom. Ung listakona reynir að drekkja sér í Thamesá. Henni er bjarg- að og komið fyrir á geðsjúkra- búsi. Undir handleiðslu geð- læknis rifjar hún upp hrakfalla- sögu sína og öðlast nýjan styrk og lífsvon. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.25 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 27. ágúst 17.00 íþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felix- son. Guðað á skjáinn Af bresku sjónvarpi Tölvurnar nefnist fræöslu- myndaflokkur frá breska sjón- varpinu, sem hefur göngu sína þriðjudaginn 13. sept. Um er aö ræöa tíu 25 mínútna langa þætti og í þeim veröur svaraö spurn- ingum eins og hvaö geta tölvur gert fyrir mannkyniö? og, hver notar töivur núna og hvernig vinna þær? Framleiöandi þátt- anna, Paul Kriwaczek, segir um myndaflokkinn, sem tók tvö ár aö gera: „Þjóðfélög okkar eru aö fara í gegnum tímabil tæknilegr- ar þróunar, sem á sér enga hliöstæöu í sögunni, þróunar sem mun neyða okkur til aö taka upp breytta lifnaöarhætti." Ef stiklað er á stóru á því sem þættirnir tíu greina frá, segir í byrjun af getu tölva, en þær hafa veriö fullkomnaöar í aö fara meö ótrúlega mikinn fjölda uþplýs- inga og margt er þaö í lífi manna, sem ekki heföi veriö framkvæmanlegt án þeirra. Hver sá sem kann á þvottavél, veit hvaö prógramm er og tölvupró- grömm eru ekkert ólík þeim sem þvottavélarnar starfa eftir. Tölv- an hjá Scotland Yard, sem stjórnar umferöarljósum í miö- borg London, er rannsökuö og fylgst er meö annarri sem raöar niöur nöfnum eftir stafrófsröö. Þá er fjallaö um hvernig menn „tala“ til tölvanna, hvernig þær geyma upplýsingar, hvernig þær vinna saman með hverri annarri, sagt er frá tölvu viö háskólann í Yale, sem Boris nefnist og getur hún skiliö sögur á ensku. Margt, margt fleira er tekið fyrir í þess- um fræösluþáttum frá Bretunum og eiga þeir efalaust eftir aö vekja töluveröa athygli hér á landi. — O — Breska sjónvarpið hefur í hyggju aö sýna 10 kvikmyndir Luis Bunuels á næstu vikum, í minningu þessa eins merki- legasta kvikmyndageröarmanns aldarinnar. Bunuel var einn af fáum virkilega frumlegum lista- mönnum kvikmyndanna, fæddur venju- og hefðabrjótur í náttúru- legum anarkískum anda, en undirniöri var hann einstaklega alvarlega þenkjandi listamaöur, sem ígrundaði mikið ofbeldi, óþol og hræsni mannsins. Hann lést í síöasta mánuöi, 83 ára aö aldri, en hann skildi eftir sig kvikmyndaverk, sem tryggja honum sess meöal annarra ör- fárra stórkostlegra kvikmynda- leikstjóra aldarinnar. Sjö myndanna, sem breska sjónvarpiö ætlar aö sýna í minn- ingu Bunuels, hafa ekki áöur veriö sýndar í sjónvarpi. Þessar myndir eru aöeins brot alls þess sem Bunuel afrekaöi á langri ævi sinni, en þær gefa glögga mynd af verkum listamannsins í heild. Fyrsta myndin sem sýnd veröur er Los Olvidados, sem gerö er í Mexíkó 1950 og var fyrsta myndin sem Bunuel geröi eftir 17 ára hlé frá kvikmyndunum. Þær myndir Bunuels, sem Chris Serle, einn af umsjónarmönnum bresku fræösluþáttanna um tölvur, sem hefjast í sjónvarpinu 13. sept. nk. breska sjónvarpiö sýnir að auki, eru (á ensku) Republic of Sin, Viridiana, Diary of af Cham- bermaid, Belle de Jour, Tristana, The Discreet Charm of the Bourgeoisie, The Milky Way, The Phantom of Liberty og That Obscure Object of Desire. — O — Enn af bresku sjónvarpi. Gandhi, mynd Richard Attenbor- oughs, sem verið er aö sýna í Stjörnubíói um þessar mundir, og hlotið hefur meiriháttar lof hvarvetna sem hún hefur fariö, veröur ekki sýnd í bresku sjón- varpi fyrr en í fyrsta lagi í des- ember 1985. Er þaö vegna nýgerðs samkomulags kvik- myndamógúla í Bandaríkjunum, sem komið hafa sér saman um aö leyfa ekki sýningar á kvik- myndum sínum í sjónvarpi fyrr en þremur árum eftir aö þær hafa verið frumsýndar. Þetta uröu nokkur vonbrigði fyrir Breta sem höföu vænst þess aö fá aö sjá myndina í imbakassan- um á næsta ári. j framhaldi af því má kannski vænta þess aö viö Islendingar fáum að sjá Gandhi í sjónvarþinu í fyrsta lagi einhvernttma á síö- ustu árum þessarar merkilegu tuttugustu aldar, ef miöaö er viö aldur þeirra kvikmynda, sem hvaö mest eru sýndar í íslenska sjónvarpinu. — ai. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 í blíðu og stríðu Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Rokk í Reykjavík II Kvikmynd Hugrennings sf. frá 1981, örlítið stytt. Fram koma eftirtaldar hljómsveitir: Egó, Baraflokkurinn, Friðryk, Start, Grýlurnar, Bodies, Q4U, Spila- fífl, Purrkur Pillnik, Mogo Homo, Fræbbblarnir, Jonee Jonee, Sjálfsfróun, Vonbrigði og Þursaflokkurinn. Einnig eru viðtöl við ýmsa hljómlistar- menn. Kvikmyndun: Ari Krist- insson og fleiri. Hljóð: Jón Karl Helgason. Stjórnandi: Friðrik Þór Friðriksson. 22.20 39 þrep (The 39 Steps) Bresk bíómynd frá 1935, gerð eftir njósnasögu eftir John Buchan. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Robert Donat og Madeleine Carroll. Söguhetjan flækist á óvæntan hátt inn í leit að njósnurum og verður sjálf að fara huldu höfði fyrir réttvísinni. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.50 Dagskrárlok Laugardagur kl. 20.55 Kvikmyndln Rokk (Roykjavfk II varóur aýnd á laugardaginn aftir rúma viku. Myndln or stytt örlítlð frá upprunalogu útgáf- unni síöan 1981. Það var Hugronning af. oom gorði þossa hoimildarmynd on (honni koma oftirtaldar hljómsvoitir fram: Egó, Baraflokkurinn, Friðryk, Start, Grýlurnar, Bodios, Q4U, Spilaffft, Purrkur Pillnik, Mogo Homo, Frssbbblarnir, Jonoo Jonoo, Sjálfsfróun, Vonbrigði og Þursaflokkurinn. Stjórnandi var Friðrik Þór Friðriksoon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.