Morgunblaðið - 21.09.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.09.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 35 Þingræði á villigötum: Handhafar forsetavalds og þingnefndir án umboðs eftir Björn Friðfinnsson Snemma á sl. vori var Alþingi leyst frá störfum og þjóðin kaus sér nýtt þing, sem enn hefur þó eigi komið saman. Slíkt ástand skapar „tómarúm" í stjórnkerfi okkar, sem ástæða er til að fjalla meira um á opinberum vettvangi en gert hefur verið til þessa. Mér sýnist, að verið sé að fylla upp í það tómarúm með því að búa til framkvæmdavenjur, er eigi styðj- ast við lýðræðislegar leikreglur. Þingræði okkar sé á villigötum. Handhafar forsetavalds Skv. stjórnarskránni fara þrír aðilar með vald forseta íslands í fjarveru hans, þ.e. forseti Samein- aðs Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar. í sumar hef- ur forseti kjörinn af þvi Alþingi, sem missti umboð sitt á sl. vori, gegnt störfum sem einn af hand- höfum forsetavalds. Hann er nú jafnframt dóms-, kirkju- og land- búnaðarráðherra. Hér er að mínu mati verið að búa til mjög óeðlilega reglu. Hvað, ef viðkomandi hefði ekki náð endurkjöri? Hefðu þá varaforset- ar síðasta þings tekið við? Gæti utanþingsmaöur, sem er fjarver- andi forseti Sameinaðs þings, gegnt starfi handhafa forseta- valds? Breytir ráðherradómur ein- hverju um stöðu handhafa for- setavalds annars en forsætisráð- herra? Hvað um skyldleika eða tengdir, sem ætla mætti að Al- þingi tæki tillit til við val á for- seta Sameinaðs Alþingis? Segjum t.d. að núverandi menntamála- Björn Friðfinnsson ráðherra hefði verið forseti þess Sameinaðs þings, er lét af störfum í vor. Ég tel, að eins og sakir standa, séu handhafar forsetavalds í fjar- veru forseta fslands aðeins tveir, þ.e. forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar. Forseti Sameinaðs Alþingis bætist þá fyrst við, er þing það, sem við kusum í vor, vel- ur hann úr röðum nýkjörinna þingmanna. Þingnefndir í sumar var frá því skýrt í frétt- um, að „utanríkismálanefnd" heföi komið saman til að fjalla um tiltekin mál. Hvaða utanríkismálanefnd? Jú, um var að ræða nefnd, kjörna af því þingi, sem áður sat, þó með þeirri breytingu, að formennska nefndarinnar færðist yfir á vara- formann, þar eð fyrrverandi for- maður nefndarinnar situr ei ieng- ur á þingi. Fyrrverandi formaður er nú utanríkisráðherra. Væri hann jafnframt talinn formaður nefndarinnar, ef hann væri enn þingmaður? Hér er verið að búa til nýja reglu. Nefndin hefur í fyrsta lagi ekkert umboð og i öðru iagi er fullkomlega óeðlilegt að lítill hóp- ur þingmanna taki sér vald til þess að fjalla um mál, er undir þingið heyrir, í skjóli þeirrar sér- stöðu sinnar umfram nýja menn á þingi að hafa starfað á síðasta þingi. Ef utanríkismálanefnd á þannig til líf eftir dauðann, hvað þá um aðrar þingnefndir? Er nokkur þörf fyrir hið nýkjörna þing? Óþörf vandamál Um framangreind álitaefni ætti e.t.v. að fjalla sérstaklega í sam- bandi við setningu nýrrar stjórn- arskrár, en mér virðist þó með öllu óþarft að þau komi upp, ef menn gæta þess að halda þingræði okkar í heiðri. Vitaskuld á að kalla Alþingi saman strax eftir kosningar. Sé eigi búið að mynda þingmeirihluta fyrir nýrri ríkisstjórn mætti skapa venjur um kosningar helstu embættismanna þingsins til bráðabirgða og um frestun þing- funda. En þingmeirihluti, sem styður núverandi ríkisstjórn, er löngu fyrir hendi og því í raun óverjandi að draga það að kalla Alþingi saman svo lengi sem orðið er. Hefði Alþingi verið kallað strax saman eftir myndun ríkis- stjórnarinnar hefði mátt kjósa embættismenn þess og í þing- nefndir, en síðan hefði mátt fresta þingfundum fram á haustið, ef það er vilji meirihluta þingmanna. Veljið það besta — Veljið IFORMICA - BRAND „Formica", fyrsta efni sinnar tegundar og alltaf síöan fremst um gæöi, útlit og endingu. Hvort sem um er aö ræða eldhúsinnréttinguna, baöherbergiö, sól- bekkina eöa annarsstaöar þar sem reynir á hina níösterku húö „Formica“. Og svo þarf ekki annað en rakan klút til aö halda öllu hreinu. Fjölbreytt úrval af litum og mynstrum. Lítið inn eöa hringiö. t. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSON H.F. Ármúla 1 Sími 85533 Metsölublad á hverjum degi! DÝRIR _______OG ÓDÝRIR _______OG ALLT _____ÞAR Á MILLI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.