Morgunblaðið - 21.09.1983, Side 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983
ISLAND - IRLAND
íslenska landslióid í knatt-
spyrnu fyrir fyrsta landsleik-
inn sem var vió Dani áriö
1946. Taliö frá vinstri: Ellert
Sölvason, Sæmundur Gísla-
son, Þórhallur Einarsson, Al-
bert Guömundsson, Haukur
Óskarsson, Jón Jónasson,
Sveinn Helgason, Siguröur
Ólafsson, Karl Guömunds-
son, Hermann Hermannsson
og Brandur Brynjólfsson,
fyrirliöi. Síöan kemur Sigur-
jón Jónsson, línuvöröur, Th.
Kristensen, dómari, og Guö-
jón Einarsson, og loks
danska landsliðiö.
Landsleikirnir eru orðnir 143 talsins
LANDSLEIKIR íslendinga
í knattspyrnu í gegn um ár-
in eru orðnir 143 talsins. Á
morgun leika íslendingar
því sinn 144. landsleik frá
upphafi. Það er margs að
minnast í langri lands-
leikjasögu íslands í
knattspyrnu og þeir eru
líka orðnir margir sem þar
koma við sögu.
Fyrsti landsleikur ís-
lands var gegn Danmörku
17. júlí árið 1946. Leikið var
þá á gamla Melavellinum.
Danir sigruðu í leiknum,
3—0. Undirbúningur fyrir
þennan leik hjá íslenska
liðinu var umtalsverður. Til
dæmis fóru leikmenn liðs-
ins í æfingabúðir að Kol-
viðarhóli tíu dögum fyrir
leikinn. Þá mun sérstakur
hárskeri hafa verið fenginn
til þess að snyrta hár leik-
mannanna fyrir leikinn. En
allt kom fyrir ekki, leikur-
inn tapaðist.
Af þeim 143 landsleikj-
um sem við höfum spilað
höfum við sigrað í 28 leikj-
um, gert 21 jafntefli og tap-
að 94 leikjum. Markatalan
er 164 mörk skoruð en við
höfum fengið á okkur 340
mörk. Þannig að mikill er
nú munurinn. Flesta lands-
leiki höfum við leikið gegn
Norðmönnum, tuttugu tals-
ins. Fimm þeirra höfum við
unnið, einu sinni gert jafn-
tefli en fjótán sinnum tap-
að. Níu sinnum höfum við
leikið við Færeyinga og
ávallt sigrað. Við lögum
líka markatöluna vel þegar
við leikum við þá. Hún er
núna 38—5 okkur í hag.
Versta markahlutfall
okkar er gegn Danmörku.
Við höfum aðeins skorað 5
mörk gegn 54 í þeim 14
landsleikjum sem þjóðirnar
hafa spilað. 11 sinnum hafa
Danir sigrað en þrívegis
orðið jafntefli. — ÞR.
Síðasti lands-
leikur íslands
var gegn Hol-
lendingunum,
hér má sjá lid-
in áöur en leik-
urinn hófst. ís-
lenska liöid
veröur skipaö
aö mestu leyti
sömu mönnum
í kvöld gegn ír-
um.
Morgunblaðid/ Þórarmi
Ragnarsson
„Baldur sagði að 1800
manns hefðu keypt sig
inná völlinn í hálfleik“
KÍKHARÐ Jónsson frá Akranesi
þarf ekki að kynna fyrir knatt-
spyrnuáhugafólki. Hann var einn
af gullaldardrengjum Skaga-
manna í knattspyrnunni og lék 33
landsleiki fyrir ísland og enn
þann dag í dag er hann marka-
hæstur þeirra manna sem leikiö
hafa landsleiki fyrir ísland, með
17 mörk. Viö slógum á þráöinn til
hans fyrir skömmu til aö spyrja
hann um knattspyrnuferill hans og
möguleika íslands í leiknum við
íra í dag.
„Ég var valinn í fyrsta lands-
lið íslands sem lék við Dani árið
1946, þá 16 ára, en lék ekki með
þeim fyrr en árið eftir. Síðan lék
ég með landsliðinu í 20 keppn-
istímabil og lék alls 33 leiki og
ég hélt að ég hefði skorað 19
mörk en skýrslur segja að þau
hafi verið 17 og við látum það
standa," sagði Ríkharður þegar
við spurðum hvenær hann hefði
leikið sinn fyrsta landsleik.
Árið 1957 lék ísland í heims-
meistarakeppninni við Belgíu
hér í Reykjavík og tapaði, 2—5,
— spjallað við
Ríkarð Jónsson
sem skorað hefur
flest mörk fyrir
íslenska landsliðið
í knattspyrnu
þar af eitt
eftir 15 sek.
en Ríkharður skoraði þá mark
eftir aðeins 15 sekúndur, — já,
15 sekúndur. Um þetta segir
hann: „Við byrjuðum eins og við
vorum vanir. Þórður gaf á mig á
miðjunni og ég sendi boltann
strax á Donna, sem gefur uppí
hægra hornið á Þórð sem hljóp
alltaf uppt annað hvort hornið.
Þórður gaf síðan fyrir markið og
ég afgreiddi boltann í markið.
Þetta var sú byrjun sem við not-
uðum eiginlega alltaf," sagði
hann, „en því miður gaf þessi
ágætis leikflétta ekki alltaf af
sér rnark."
„í þá daga lékum við þetta
1—3 leiki á ári en í dag eru
leiknir 6—8 landsleikir á ári. Þá
lékum við með fimm menn í
framlínunni en í dag eru þar að-
eins tveir menn. Hvað hefur
orðið um þá þrjá sem uppá vant-
ar, jú, þeir eru komnir inní víta-
teig okkar í vörn. Ef við leikum
meiri sóknarleik og hefðum við
fleiri framlínumenn þá fengjum
við að sjá fleiri mörk í leikjum,
en í dag er leikinn 60—80%
varnarleikur. Ég gæti verið
kominn með 150 landsleiki ef
leiknir hefðu verið eins margir
leikir árlega eins og gert er í
dag.“
Ríkharður var 35 ára gamall
þegar hann lék sinn síðasta leik
með landsliðinu. Hann lék i 20
ár í því og skoraði 17 mörk og er
markahæstur þrátt fyrir að
nokkrir leikmenn hafi leikið
fleiri landsleiki en hann, og
þetta stafar af því að leikin er
annars konar knattspyrna í dag
fííkhardur Jónsaon akorar eitt af 17 mörkum aínum í landaleik með
þrumuakalla.
en gert var þá, vill Ríkharður
meina.
— Hverjir eru möguleikar
okkar í leiknum gegn írum í
dag?
„Sigurmöguleikar okkar eru
því miður ekki nema svona 1—2
á móti 10, en gætu verið 5 á móti
10 ef liðið okkar væri samæft
eða ef hægt væri að samstilla þá
á einhvern annan hátt. Á meðan
leikmönnum er hóað saman eins
og gert er í dag er ekki hægt að
vonast eftir góðum árangri. Ég
tel ekki rétt að verið sé að kalla
á leikmenn sem leika daginn áð-
ur, eru jafnvel meiddir og alla-
vega mjög þreyttir eftir ferðalög
og leik daginn áður. Leikmenn
hafa rétt tíma til að reima á sig
skóna áður en þeir fara inná
völlinn. Þrátt fyrir að þetta séu
atvinnumenn þá tel ég þetta al-
rangt. Það er ekki nóg að vera
með atvinnumannastimpil til að
komast í landsliðið. Ég vil að
byggt sé á leikmönnum hér
heima og notaðir 2—4 atvinnu-
menn til að styrkja liðið og helst
á landsliðið að vera skipað leik-
mönnum úr tveimur eða þremur
liðum því þá er hægt að tala um
samæfðan hóp, en fyrr ekki,“
sagði Ríkharður og nefndi leik-