Morgunblaðið - 21.09.1983, Page 13

Morgunblaðið - 21.09.1983, Page 13
45 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 Sigurdur Jónsson, IA. Yngsti leik- madurinn sem spilad hefur med ís- lenska landsliðinu í knattspyrnu. íalandsbikarinn er í höfn. Ríkharði, sem er á miðri myndinni, er óskaö til hamingju þar sem hann gengur af leikvelli. inn við Holland sem dæmi um það sem hann væri að tala um. — Eftirminnilegasta markið og eftirminnilegasti leikurinn? „Landsleikirnir við Svía eru ofarlega, en leikirnir við Ira voru líka góðir. Eftirminnileg mörk? Ætli markið sem ég skor- aði í leik við Noreg sé ekki einna eftirminnilegast. Ég skaut svona 6 metra fyrir utan víta- teig og boltinn lenti í þverslánni og þaðan út í teig aftúr. Ég hafði hlaupið inní teiginn eftir að ég skaut og fékk boltann beint í höfuðið á vítapunktinum og það- an fór hann í netið. Þegar við unnum Noreg hér 1959 skoraði ég líka mark sem ég man alltaf eftir. Örn Steinsen gaf fyrir frá hægri kanti og ég skallaði í markið, en markið var dæmt af einhverra hluta vegna þannig að við Örn endurtókum þetta stuttu síðar, svo til alveg eins og þá var það löglegt. Einn eftir- minnilegur leikur með Skaga- mönnum var þegar við lékum við Rínarúrvalið hér heima. Við vorum 3—0 yfir í hálfleik og unnum 5—0 og Baldur hefur sagt mér að 1800 manns hafi keypt sig inn í hálfleik," sagði Ríkharður að lokum. — SUS. Ríkarður skoraði eftir 15 sek. Ríkharður Jónsson á merkilegt met í landsleik. Hann skoraði mark eftir aðeins 15 sek. í lands- leik gegn Belgum á Laugardals- vellinum 1957. ísland tapaði í leiknum 2—5. Þórður Þórðarson skoraði hitt markið. Enginn hefur skorað fleiri mörk en Ríkharður í landsleikjum. Ríkharður skoraði 17 mörk í þeim 33 leikjum sem hann spilaði. — ÞR Átta nýliðar í landsliðinu Það er ekki oft sem átta nýliðar eru í landsliði. En þannig var það er íslenska landsliðið lék gegn Wales árið 1966 á Laugardalsvell- inum. Nýliðarnir náðu jafntefli í leiknum, 3—3. Wales var ávallt á undan að skora í leiknum en alltaf náði ísland að jafna. Fyrst jafnaði Jón Jóhannsson frá Keflavík, síð- an Ellert B. Schram og síðasta markið gerði Hermann Gunnars- son, og var það einkar glæsilegt. Hermann lék í gegnum vörn Wal- es og skoraði með þrumuskoti efst Átta KR-ingar í landsliðinu KR-ingar áttu stóran hlut í landsliðinu árið 1963, þegar leikið var gegn Englandi í London. Þá voru átta KR-ingar í landsliðinu. Þar af þrír bræður sem allir voru snjallir knattspyrnumenn. Það voru þeir Hörður Felixson, Gunn- ar Felixson og Bjarni Felixson. Ekki gekk liðinu sem best í leikn- um og tapaðist leikurinn 0—4. í búningsklefanum eftir leikinn varð einum KR-ingnum að orði: „Hvernig eiga átta KR-ingar að geta sigrað ellefu Englendinga í landsleik." __ ÞR. Ellert skoraði sigurmarkið Núverandi formaður KSÍ, Ellert B. Schram, var mjög góður knatt- spyrnumaður á sínum tíma og spilaði 24 landsleiki. Ellert var níu sinnum fyrirliði á leikvelli og skoraði sex mörk í landsleikjum þrátt fyrir að hann léki yfirleitt sem varnarmaður. Árið 1964 skor- aði Ellert sigurmark íslands gegn Bermuda á Laugardalsvellinum. ísland sigraði 4—3, Ellert skoraði sigurmarkið 3 mínútum fyrir leikslok með þrumuskalla. Hann var þá búinn að skora eitt mark áður mjög laglega. Hin mörkin tvö sem ísland gerði skoraði Þórólfur Beck, en hann lék þá með skoska liðinu St. Mirren. — ÞR. Gunnar nýliði skoraði tvö Gunnar Felixson, sem lék sem nýliði í landsliðinu gegn Hollend- ingum árið 1961, skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. ísland tapaði 4—3 á Laugardalsvellinum. En það er ekki á hverjum degi sem nýliðar í landsliði vinna svona af- rek. _ ÞR. Fyrsd landsleikurinn: Áhlaup eru öll losara- leg og rekin áfram með löngum spyrnum FRÍMANN heitinn Helgason, íþróttafréttaritari um langt árabil, fjallaði þannig um fyrsta landsleik íslands í knatt- - spyrnu: „Danir hófu þegar sókn, sem endaði með ágætum skalla er Her- mann bjargar. Nokkru síðar gera íslendingar áhlaup á mark Dana, Sveinn Helgason kemst í dauða- færi, en skaut fyrir ofan og þar fór einasta tækifærið sem Islandi gafst í þessum leik. Þegar 5 mínútur voru af leik er dæmd aukaspyrna á ísland. Lingsaa spyrnir fyrir mark, en þar tekur á móti honum Karl A. Han- sen, og spyrnir óverjandi í mark. Næstu mínúturnar liggur meira á íslendingum og sýna Danir oft sérlega góðan leik. fslendingar gera þó strjál áhlaup en þau eru öll losaraleg og rekin áfram með löngum spyrnum, án þess um sam- leik væri að ræða. Ellert komst þó tvisvar allnærri, en skaut í annað skiptið fyrir ofan, en markmaður Dana getur bjargað í horn. í síðari hluta hálfleiksins gera Danir mörg góð áhlaup en engin þeirra tækifæra notuðust. Síðari hálfleikur var mun ójafn- ari og lá oftast á íslendingum. Þeir náðu aldrei tökum á leiknum og samleik var varla að sjá. „Upp- dekningar" við innköst eða í ann- an tíma voru fátíðar nema hjá öft- ustu vörninni. Danir náðu nú enn betri tökum á leiknum en áður, og var unun að horfa á samleik þeirra og skiptingar. Samstarf þeirra framvarðanna, Ivan Jensen og K. Lundberg, við framherjana var framúrskarandi, enda gátu þeir truflunarlítið farið sínu fram, hvoki framverðir okkar né innherjar virtust hafa þar mik- ið að segja. Byggðu þeir sóknina upp með lágum, stuttum spyrnum. Það var þó ekki fyrr en 25 mín. eru af leik þegar 2. markið kemur, er það Kaj Kristensen, sem það gerir, og litlu síðar gerir L. Sörensen þriðja markið með hörðu skoti." Marteinn Geirsson, Fram, hefur leikiö flesta landsleiki meö íslenska landsliðinu eða 67 talsins. Þessi mjög svo trausti varn- armaður stóð alltaf vel fyrir sínu í landsleikj- um og stjórnaði vörn liðsins af mikilli festu. Marteinn var 22 sinn- um fyrirliði liðsins ó leikvelli. Marteinn lék sinn síðasta landsleik i fyrra, þá gegn Spánverjum í Malaga. Þeir hafa leikið flesta landsleiki EFTIRTALDIR leikmenn hafa leikið flesta landsleiki í knatt- spyrnu: Marteinn Geirsson, Fram/Royal Union, 67, Matthías Hallgrímsson, ÍA/Halmia, 45, Árni Sveinsson, ÍA, 39, Guðgeir Leifsson. Víkingi, 39, Teitur Þórð- arson, I A/Jönk./Öster/Lens, 37, Rikharður Jónsson, ÍA, 33, Jó- hannes Eðvaldsson, Valur/Hol- bæk/Celtic/Motherwell, 33, Atli Eðvaldsson, Valur/I)ortm./Fort. Dusseld., 33, Ásgeir Sigurvinsson, ÍBV/St. Liege/Stuttgart, 32, Guðni Kjartansson, ÍBK, 31, Ás- geir Elíasson, Fram/Þróttur, 30, Olafur Sigurvinsson, ÍBV, 30, Gísli Torfason, ÍBK, 29, Eyleifur Haf- steinsson, lA/KR, 26, Guðmundur Þorbjörnsson, Val, 26, Jón Pét- ursson, Fram/Jönköping, 26, Við- ar Halldórsson, FH, 26, Janus Guðlaugsson, FH/Fort. Köln, 25, Ilelgi Daníelsson, Valur/lA, 25, Ellert B. Schram, KR, 24, Jóhann- es Atlason, Fram, 24, Elmar Geirsson Fram/I lertha/Trier/ KA, 2:1, Örn Öskarsson, IllV/Ör- gryte, 23, Sveinn Teitsson, IA. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.