Morgunblaðið - 21.09.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.09.1983, Qupperneq 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 ÍSLAND - ÍRLAND Eftirminnilegir landsleikir í gegnum árin ÞEIR ERU nokkrir landsleikirnir í sögu íslands sem eru mjög eftir- minnilegir vegna sérlega góðrar frammistöðu landsliðsmannanna, og jafnframt vegna þess hve úrslit leikj- anna komu á óvart og vöktu mikla athygli. Fyrst ber að nefna leikinn gegn Svíum hér heima 29. júní árið 1951. Þá sigraði fsland 4—3. Hetja íslenska liðsins var Ríkarður Jónsson, sem skoraði öll mörkin fjögur. Það var ekki lítið afrek í þá daga að leggja sænska liðið að velli. Fjórða júlí 1954 sigruðum við Norðmenn hér heima 1—0, og sama ár, 24. ágúst, töldust Svíar heppnir að sigra okkur 4—3 á heimavelli sínum. Staðan var 2—2 rétt fyrir leikslok. Árið 1959 var gott ár fyrir landsliðið, þá sigraði liðið Norð- menn hér heima 1—0 og gerði síð- an jafntefli við Dani í Kaup- mannahöfn, 1—1. íslenska liðið var þá nálægt því að sigra Dani. Aðeins átta mínútum fyrir leiks- lok náðu Danir að jafna leikinn með marki frá Henning Enoksen sem síðar varð landsliðsþjálfari Islands. Það var Sveinn Teitsson sem skoraði mark íslands. 19. júní 1961 sigraði fsland Hol- land í Laugardalnum 4—3 í mjög skemmtilegum leik. Næsti sigur í landsleik á heimavelli kom svo ekki fyrr en árið 1964 er við sigr- uðum Bermuda með sömu marka- tölu, 4—3. Núverandi formaður KSf skoraði þá sigurmark fslands. Árið 1967 gerðum við jafntefli á heimavelli gegn Spánverjum, 1—1, en það sama ár fékk liðið sinn stærsta skell í sögunni. Við töpuðum 2—14 eins og frægt er orðið gegn Dönum í Kaupmanna- höfn. Sigur vannst í landsleik hér heima gegn Norðmönnum árið 1970, 2—0, og þá var það útvarps- maðurinn Hermann Gunnarsson sem skoraði bæði mörk fslands á glæsilegan hátt. Árið 1974 unnum við einn af okkar stærstu sigrum er við gerð- um jafntefli á útivellil á móti Austur-Þjóðverjum í Magdeburg, 1—1. Matthías Hallgrímsson skor- aði mark fslands. f þessum leik átti Teitur Þórðarson þrumuskot í stöngina. Þessi árangur íslenska liðsins vakti mikla athygli. Og í kjölfarið kom góður árangur. Jafntefli gegn Frökkum 0—0 í Reykjavík, sigur á Austur-Þjóð- verjum á heimavelli 2—1, senni- lega með stærri leikjum í íslenskri knattspyrnusögu. Árið 1977 unnum við Norður-íra 1— 0 í Laugardalnum. Mark ís- lands skoraði Ingi Björn Alberts- son. Norðmenn sigruðum við svo 2— 1 í sama mánuði, og þá skoraði Ingi aftur. Árið 1980 spilaði landsliðið svo góðan leik í Svíþjóð og náði jafn- tefli, 1—1, gegn heimamönnum. 24. september sama ár vann liðið glæsilegan sigur á Tyrkjum í Ingi Björn Albertsson lengst til vinstri, fagnar marki sínu í leiknum við N.-íra árið 1977. Pat Jenn- ings markvörður íra, sem er enn í fullu fjöri eins og Ingi Björn, Tyrklandi, 3—1, öll voru mörk Is- lands glæsilega skoruð, og verða lengi í minnum höfð. Aftur unnum við Tyrki og nú á heimavelli 2—0 árið 1981. I sama mánuði gerðum við jafntefli við Tékka á heima- velli, 1—1, og sýnt þótti að engin stórþjóð í knattspyrnu getur verið örugg með að vinna sigur á litla íslandi. í október, nánar tiltekið 14., sama ár gerði landsliðið jafntefli, 2—2, í Wales við Swansea. Ásgeir Sigurvinsson skoraði bæði mörk- in. Lið fslands fékk lofsverð um- mæli í erlendum blöðum fyrir frammistöðu sína. 2. júní 1982 komu allir bestu at- vinnumenn Englands til íslands og léku hér landsleik, leiknum lauk með jafntefli, 1—1. Enn einn sigur fyrir landann gegn stórþjóð í knattspyrnu. 1. september sama ár gerðu Hollendingar með sitt sterka lið jafntefli, 1—1, við fs- land á Laugardalsvellinum. þp Þeir hafa skorað mörk Islands Nafn IVfðrk Ríkarður Jónsson 17 Matthías Hallgrímsson 11 Þórður Þórðarson 9 Teitur Þórðarson 8 Marteinn Geirsson 8 Ellert B. Schram 6 Hermann Gunnarsson 6 Ásgeir Sigurvinsson 5 Guðmundur Þorbjörnsson 5 Atli Eðvaldsson 5 Eyleifur Hafsteinsson 4 Þórólfur Beck 4 Árni Sveinsson 4 Sigurður Grétarsson 4 Tómas Pálsson 3 Lárus Guðmundsson 3 Erlingur Kristjánsson 3 Albert Guðmundsson 2 Sveinn Teitsson 2 Gunnar Guðmannsson 2 Þórður Jónsson (í A) 2 Steingrímur Björnsson 2 Gunnar Felixson 2 Magnús Torfason 2 Elmar Geirsson 2 Jóhannes Eðvaldsson 2 Ingi Björn Albertsson 2 Sigurlás Þorleifsson 2 Pétur Pétursson 2 Janus Guðlaugsson 2 Óli Þór Magnússon 2 Sæbjörn Guðmundsson 2 Halldór Halldórsson 1 Reynir Þórðarson 1 Gunnar Gunnarsson 1 Helgi Björgvinsson 1 Sveinn Jónsson 1 Örn Steinsen 1 Garðar Árnason 1 Baldvin Baldvinsson 1 Jón Jóhannsson 1 Kári Árnason 1 Helgi Númason 1 Björn Lárusson 1 Steinar Jóhannsson 1 Ólafur Júlíusson 1 Kristinn Björnsson 1 örn Óskarsson 1 Ásgeir Elíasson 1 Hörður Hilmarsson 1 Ólafur Danivalsson 1 Albert Guðmundsson 1 Páll Ólafsson 1 Guðmundur Steinsson 1 Magnús Bergs 1 Pétur Ormslev 1 Heimir Karlsson 1 Arnór Guðjohnsen 1 Gunnar Gíslason 1 Ragnar Margeirsson 1 Sjálfsmark 1 Þeir bræður Atli Eðvaldsson og Jó- hannes Eðvaldsson hafa leikið oft saman í landsliði. Þaö er skemmti- leg tilviljun að þeir bræður hafa leikið jafnmarga landsleiki eða 33. Þeir verða báöir í landsliöi íslands í dag, sem mætir írum á Laugardals- vellinum. Morgunblaðið/Þórsrinn Ragnarsaon. Landsleikir íslands í knattspyrnu Landsleikir íslands 1946—1982 Land Leikir Heima Úti U J T Mörk Austurríki 1 1 0 0 0 1 3- -4 Belgía 8 4 4 0 0 8 5- -29 Bermuda 3 2 1 2 0 1 8- -7 Danmörk 14 8 6 0 3 11 12- -54 England 9 6 3 0 2 7 5- -23 Finnland 8 4 4 1 2 5 9- -14 Frakkland 9 5 4 0 2 7 3- -23 Færeyjar 9 4 5 9 0 0 38- -5 Grænland 1 1 0 1 0 0 4- -1 Holland 9 5 4 1 1 7 7- -32 írland 5 3 3 0 2 4 6- -12 Kuwait 1 0 1 0 1 0 0- -0 N.-írland 2 1 1 1 0 1 1- -2 Japan 1 1 0 0 0 1 0- -2 Luxemburg 1 1 0 1 0 0 3- -1 Malta 2 1 1 1 0 1 2- -2 Noregur 20 10 10 5 1 14 20- -47 Nígería 1 1 0 1 0 0 3- -0 Pólland 2 1 1 0 0 2 0- -4 Skotland 1 1 0 0 0 1 0- -1 Spánn 4 2 2 0 1 3 4- -8 Sviss 2 1 1 0 0 2 1- -4 Svíþjóð 6 3 3 1 1 4 7- -13 Tékkóslóvakía 2 1 1 0 1 1 7- -2 Tyrkland 2 1 1 2 0 0 5- -1 USA 2 2 0 1 1 0 3- -2 USSR 4 2 2 0 0 4 1- -10 V.-Þýskaland 3 3 0 0 0 3 2- -11 Wales 3 2 1 0 2 1 5- -9 Þýska alþýðulýðv. 7 5 2 1 1 5 5- -13 143 82 61 28 21 94 164- -341 Fyrsti sigurinn Fyrsti sigur íslands í landsleik í knattspyrnu var gegn Finnum 2. júní árið 1948 á Melavellinum. ísland sigraði, 2—0, og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörk íslands. Þau voru skoruð með þriggja mínútna millibili á 84. og 87. mínútu leiksins. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.