Morgunblaðið - 21.09.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 21.09.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 47 Spenna í sídustu umferð- unum á Chicago-mótinu Skák Margeir Pétursson Síðari grein Þegar fimm umferöir höfðu ver- ið tefidar á Chicago-mótinu var keppendum loks gefiö frí í einn dag. Þaö kom okkur að góðum not- um eftir hina hörðu viðureign við Englendinga og nú loks gátum við farið að skoða okkur dálítið um í Chicago. Við bjuggum á alþjóðleg- um stúdentagarði við háskóla borgarinnar og var tefit á sama staö. Chicago-háskólinn er senni- lega þekktastur fyrir það að þar var fyrsta kjarnorkusprengjan smíðuð og um þessar mundir er unnið við að skipta um allar inn- réttingar í byggingunum þar sem smíðin fór fram vegna geislavirkni sem mælst hefur í þeim. Á frídeginum vorum við undir leiðsögn Kára Stefánssonar, taugalæknis við háskólann, og sýndi hann okkur fyrst háskóla- svæðið en fór síðan með okkur niður í miðbæ þar sem gefur m.a. að líta hæstu byggingu heims, Sears-turninn. Kári kom á mótið á hverjum degi og reyndist islensku sveitinni betri en enginn, því hann hafði jafnan hvatningarorð á reiðum höndum þegar erfiðar biðskákir voru að kaffæra sveitina. Nú var orðið ljóst að Rússar myndu verða langefstir á mótinu og jafnframt að baráttan um annað sætið, á milli okkar, Bandaríkjamanna, Englendinga, V-Þjóðverja og Kínverja yrði mjög hörð. ísland — Kína 2—2 Margeir — Li V2 — V2 Jóhann — Liang 1—0 Karl-Ye Vi—Vís Elvar — Ma 0—1 Af biturri reynslu hafa ís- lenskir skákmenn lært að um- gangast Kínverja með varúð og við einsettum okkur því að tefla af mikilli gætni í sjöttu umferð- inni. Mér tókst ekki að finna snöggan blett á Li, efnilegum skákmanni sem stuttu áður hafði lagt Jusupov að velli og skákin fjaraði fljótiega út í jafn- tefli. Skák Jóhanns Hjartarsonar var mjög skemmtileg, því sú var tíðin hér einu sinni að Kínverjar þekktu lítið til fræðanna en lifðu á brögðum og brellum. Nú virð- ist hins vegar annað upp á ten- ingnum, þeir kunna orðið heil- mikið í byrjunum og strategíu og af skák Jóhanns að dæma virðist þessi nýja þekking þeirra hafa komið nokkuð niður á auga þeirra fyrir fléttum: Hvítt: Liang (Kína) Svart: Jóhann Hjartarson Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — Rf6, 4. eS — Rfd7, 5. Bd3 — c5, 6. c3 — Rc6, 7. Re2 — cxd4, 8. cxd4 — f6, 9. exf6 — Rxf6, 10. 0-0 — Dc7,11. Rf3 — Bd6,12. Rc3 — a6, 13. Bg5 — 0-0, 14. Bh4 — g6!?, 15. Hel?! Öruggara er 15. Bg3. Nú nær svartur sóknarfærum. 15. — Rh5!, 16. Hcl — Dg7, 17. Bfl — Bd7, 18. Ra4 — Hxf3!, 19. gxf3 Eftir 19. Dxf3? — Dxd4 fellur riddarinn á a4 eða biskupinn á h4. Nú fær svartur vænlega stöðu fyrir skiptamuninn. 19. — Rxd4, 20. Rc5 — Hf8, 21. Bg2 — Bc8, 22. Bg3 — Rf4, 23. b4 — g5, 24. a3 — Rf5, 25. Rd3 — Kh8, 26. Khl — Hg8, 27. Hgl?? Þessi hræðilegi afleikur kem- ur á óvart því Kínverjar hafa al- mennt mjög næma tilfinningu fyrir hvers konar fléttustefum. 27. — Rxd3, 28. Dxd3 — Bxg3 Ef nú 28. fxg3? þá Rxg3+!, 29. hxg3 — Dh6+ og mátar. Hvítur inni. 29. Bh3 — Bf4, 30. Hc5 — Bd6, 31. Hc2 — De5, 32. f4 — Dxf4, 33. f3 — Re3, 34. Hf2 — Bd7, 35. Dd2 — Hc8, 36. Hcl — Hxcl+, 37. Dxcl — Rg4! og hvítur gafst upp. Karl hafði nú hvítt í fyrsta sinn á mótinu, en fékk þó slæma stöðu eftir byrjunina. En Kín- verjinn reyndist of bráður á sér og með laglegri fléttu tókst Karli að snúa skákinni sér í vil. Þegar hún fór síðan í bið hafði hann peði meira og vinningslíkur, en um kvöldið urðu honum á mistök í úrvinnslunni og Kínverjinn náði að rétta úr kútnum. Elvar átti slæman dag. Hann var nú með svart í fyrsta skipti og eftir að honum láðist að skipta upp á liði í miðtaflinu reyndist sókn Kínverjans óstöðvandi. Bandaríkin — ísland 2‘/2— 1 '/2 Kudrin — Margeir V2 — V2 Jón — Federowicz xk — V2 Wilder — Jóhann 1—0 Whitehead — Karl lk — 'k Loksins tapaðist viðureign, en með minnsta mun. Snemma skiptist upp á drottningum í skák Karls og þáði hann síðan jafnteflisboð andstæðingsins enda lítið að hafa í stöðunni. Jóhann leyfði Wilder að fórna manni í mjög tvísýnu afbrigði af drottningarbragði. Fyrst í stað virtist kóngsstaða Jóhanns traust, en Bandaríkjamaðurinn tefldi sóknina af miklu harð- fylgi. Smávægileg mistök af hans hálfu hefði snúið dæminu við og gagnsókn Jóhanns hefði orðið á undan. En vogun vinnur, vogun tapar og Wilder uppskar sigur í frábærri skák sem áhorf- endur kunnu vel að meta. Skák Jóns við Federowicz varð snemma flókin og eyddu báðir drjúgum tíma. í endatafli skipt- ust þeir síðan á mistökum, fyrst missti Jón af mjög vænlegri leið og strax á eftir sást Bandaríkja- manninum yfir banvænan milli- leik. Jafntefli voru því eftir at- vikum réttlát úrslit. Ég fékk mjög þrönga og erfiða stöðu út úr byrjuninni og eftir laglega fléttu Kudrins fyrir bið virtist biðstaðan vonlítil. En biðstöðurannsóknir Bandaríkja- mannanna voru greinilega ekki upp á marga fiska, því Kudrin valdi fljótlega ranga áætlun og um síðir tókst mér að hanga á jafntefli. V-Þýzkaland — ísland 2—2 Lobron — Margeir 1—0 Bischoff — Jón L. 0—1 Lau — Jóhann V2 — '/2 Grzesik — Elvar 'k — lk Við fengum óskabyrjun í þess- ari umferð en Jón náði að snúa á alþjóðameistarann Bischoff í að- eins 20 leikjum. Elvar vann peð snemma skákarinnar, en mislitir biskupar komu í veg fyrir að hann gæti fært sér það í nyt. í tímahraki átti Elvar þó rakinn vinning eftir slæma afleiki Þjóð- verjans en náði ekki að notfæra sér það. Jóhann lék af sér í byrj- uninni og virtist vera með gjör- tapað tafl. En Þjóðverjinn lét vinninginn vefjast fyrir sér og þótt Jóhann yrði að láta drottn- inguna af hendi fyrir hrók og biskup reyndist jafnteflið í ör- uggri höfn þegar skákin fór í bið. Eg fékk ágæta stöðu gegn stórmeistaranum Lobron en lék herfilega af mér í síðasta leik fyrir bið og tapaði peði. Lenti ég því rétt einu sinni í erfiðri vörn og eftir að skákin hafði farið tví- vegis í bið missti ég af einu leið- inni til jafnteflis. Þegar viðureigninni við Þjóð- verja var iokið höfðum við mætt öllum helstu keppinautum okkar og vorum því vongóðir því sumir keppinautar okkar áttu enn eftir að tefla innbyrðis. ísland — Bandaríkin B 2'/2—V/2 Margeir — Rizzitano 1—0 Jón L. — McCambridge 'k — '/2 Jóhann — Brooks 1—0 Karl — Youngworth 0—1 Aftur fengum við óskabyrjun, því Rizzitano reyndist illa heima í byrjuninni og varð að gefast upp eftir aðeins 20 leiki og fimmtíu mínútna taflmennsku. Eini alþjóðameistarinn í banda- ríska B-liðinu, Vincent McCam- bridge, tók enga áhættu gegn Jóni eftir að hafa séð útreið fé- laga síns og sömdu þeir fljótlega jafntefli. Jóhann náði snemma yfir- burðastöðu og tókst að halda ör- Elvar Guðmundsson tefldi af miklu öryggi í lok mótsins og vann tvær síðustu skákir sínar. uggu taki þó andstæðingi hans tækist að ná mótspili með ör- væntingarfullri mannsfórn. Karl tefldi stíft til vinnings með svörtu og átti um tíma vænlega stöðu, en í tímahraki rann sókn- in út í sandinn. Það háði báðum bandarísku sveitunum verulega að raðað var í þær eftir bandaríska skák- stigalistanum en ekki þeim al- þjóðlega. Menn með litla reynslu voru því á efstu borðunum, Joel Benjamin í A-sveitinni og Rizz- itano og Root í B-sveitinni og voru fyrirliðar sveitanna í eilíf- um vandræðum með liðsuppstill- inguna. Sviss — ísland ‘/2—3‘/2 Gobet — Margeir 0—1 Trepp — Jón 0—1 Zúger — Jóhann Vfe — l/z Beat Zúger var sá Svisslend- ingur sem hafði staðið sig bezt á mótinu og Jóhanni var því falið að tefla af öryggi með svörtu. Fljótlega var samið jafntefli í þeirri skák og reyndist þetta herbragð vel því þeir Jón og Elv- ar unnu örugga sigra með hvítu. Skák mín fór í bið og varð niður- staðan úr rannsóknunum sú að ekkert væri út úr henni að hafa nema jafntefli. Andstæðingur minn lét framhaldið þó vefjast fyrir sér og ákvað illu heilli að verjast í hróksendatafli með peði minna. Við fyrstu sýn virtist sú staða dautt jafntefli en mér tókst að finna áætlun sem Svisslendingurinn átti ekkert svar við. Stórsigur okkar var því staðreynd og möguleikar á öðru sætinu góðir, því við höfðum vinnig fram yfir V-Þjóðverja fyrir síðustu umferðina. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Trepp (Sviss) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bg5 Rauzer-árásin. 6. — e6, 7. I)d2 — a6, 8. 04M) — h6, 9. Be3 — Bd7 Trepp hefur mjög ákveðnar skoðanir um hvernig tefla skuli þetta afbrigði, en 9. — Rxd4, 10. Bxd4 — b5 gefur sennilega meiri horfur á mótspili. 10. f3 — b5,11. g4 — Dc7, 12. Hgl — Re5, 13. h4 — b4, 14. Rbl — Rc4, 15. Bxc4 — Dxc4, 16. g5 — Hxg5, 17. hxg5 — Rg8, 18. b3 — Dc7, 19. g6 - f6, 20. f4 - Db7 Trepp hefur endurtekið skák sina við Rússann Dolmatov úr annarri umferð mótsins. Dolm- atov lék þá 21. Dg2 og vann, en Jón finnur enn sterkari leið. Jóhann Hjartarson náði öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli í Chicago. Hér virðir hann andstæðing sinn, Kínverjann Liang, fyrir sér einbeittur á svip. 21. e5! — dxe5, 22. fxe5 - f5 Eftir 22. - fxe5? er 23. Rf3 mjög sterkt. 23. Rf3 — Bc6, 24. Rg5 — Bd5, 25. Hg3 — Re7? Betra var 25. — Rh6 því nú tapar svartur skiptamun. 26. Rf7 — Rxg6, 27. Rxh8 — Rxh8, 28. Kb2 — Hc8, 29. c4! — Be4, 30. Dh2 - Rf7, 31. Hg6 — Dc6, 32. Bf4 - Hd8, 33. Hxd8+ — Kxd8, 34. Rd2 — Bd3, 35. Df2 — Bc5, 36. Dh4+ — Kc8, 37. Hxg7 — Rd8, 38. Dh8 — Bd4+, 39. Kcl — Bc3, 40. Hg8 — Db6, 41. c5! og í stað þess að setja skákina í bið gafst Trepp upp. Finnland — ísland l'/r—2'A Yrjola — Margeir 1—0 Valkesalmi — Jón L. '/2 — V2 Paavilainen — Jóhann 0—1 Kekki — Elvar 0—1 Elvar og Jóhann unnu báðir mjög örugglega þannig að þessi sigur yfir Finnum hefði vel get- að orðið stærri. Jón lék skemmtilega á andstæðing sinn í byrjuninni, sem var kóngsbragð, og virtist aðeins tímaspursmál hvenær Finninn gæfist upp. Honum tókst þó að þvælast fyrir og í tímahraki skeði óhappið; Jón endurtók leiki til þess að vinna tíma og koma skákinni í bið, en gætti þess ekki að sama staðan kom upp þrisvar og þá krafðist Finninn auðvitað jafn- teflis, en á borðinu var staða Jóns unnin. Ég tefldi meira af kappi en forsjá með svörtu því með vinn- ing í þessari skák hefði ég náð áfanga að stórmeistaratitli. Lengi vel var staðan í járnum en í tímahraki lék ég af mér skipt- amun á mjög klaufalegan hátt er ég lét loka inni hrók á miðju borði. í úrvinnslunni urðu Finn- anum fyrst á mistök, en þá lagð- ist hann í djúpa þanka og inn- byrti vinninginn síðan óað- finnanlega. Það kom okkur mjög á óvart að þessi sigur yfir Finnum dugði ekki til þess að halda V-Þjóð- verjum í skefjum, því þeir gjör- sigruðu heillum horfna Englend- inga 3'k — '/2. OPID TIL SJÖ1KVÖLD rv< Yörumarkaðurinnhf. e/ðistörgm mánudaga — þriðjudaga — — miövikudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.