Morgunblaðið - 21.09.1983, Side 16

Morgunblaðið - 21.09.1983, Side 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 Guðjón F. Teiteson: Nokkur orð um fjárfest ingu og rekstur skipa Skilgreining á rekstrarreikningi togarans Ottós N. Þorlákssonar 1982: Gjöld kr. % af heild Kaupgjald 8.896.646 14,38 Launatengd gjöld 532.265 0,86 Olíur 4.313.287 6,97 Veiðarfæri 1.374.594 2,22 Löndunarkostnaður 1.621.231 2,62 Tryggingar 1.156.742 1,87 Annar breytilegur kostn. 1.221.100 1,98 Viðhald 2.444.249 3,95 Fjármagnskostnaður Afskriftir 21.560.114 29.505.292 10.796.804 34,85 47,70 17,45 Tpkjiir: . , . 61.862.210 100,00 Seldur afli hérlendis Aðrar tekjur 24.788.947 2.507.409 Úthlutað úr sjóði gengis- hagnaðar af útfluttum sjávarafurðum Rekstrarhalli fyrir verð- breytingarfærslur eigna 27.296.356 2.640.618 31.925.236 44,12 4,27 51,61 61.862,210 100,00 í grein minni í Morgunblaðinu 28. júní 1981 undir fyrirsögninni: „Miklar fjárfestingar þurfa traustan grundvöll" greindi ég frá misheppnuðum rekstri fiskiskips- ins Silljo, sem smíðað var í Noregi og hóf veiðar í mars 1979. Skip þetta var 752/1596 nettó/- brúttó lestir, 66,67 m að lengd, 13,62 m að breidd, djúprista með fullri hleðslu 6,16 m, aðalvélar voru tvær á einum skrúfuás, sam- tals 4500 hestafla, og tvær hliðar- skrúfur. Silljo nefndist verksmiðjuskip og var samkvæmt blaðaskrifum á sín- um tíma talið fullkomnasta fiskiskip að búnaði í eigu Norðmanna. Upphaflega stundaði skipið veiðar við Noreg í rúmlega eitt ár, en þegar mikið tap varð á þeirri útgerð leigði hinn norski eigandi skipið til Máritaníu í Norðvestur- Afríku. Sú útgerð misheppnaðist samt einnig og tóku lánardrottnar útgerðarinnar skipið í sínar hend- ur í ársbyrjun 1981 og seldu það til Færeyja, að mestu gegn skulda- bréfum, fyrir 33,5 millj. norskra kr. (f júní 1981 samsvarandi 41,2 millj. ísl. kr., norska krónan þá aðeins 23% verðmeiri en sú ís- lenska, en nú 207% verðmeiri. At- hyglisverð þróun!) Ekki sá ég þess getið hvað um- rætt skip kostaði í upphafi, en lík- legt er, að það hafi fallið nokkuð í verði við hina slæmu rekstrarút- komu, sem ekki síst var kennd miklum fjárfestingarkostnaði. Þegar ég skrifaði áður nefnda grein mína, hafði umrætt skip, þá undir nafninu Gullfinnur, stundað veiðar við Færeyjar í nokkra mán- uði, en slæm útkoma var sögð á rekstrinum og útlit fyrir, að hinir norsku lánardrottnar myndu taka skipið til sín á ný. Síðan hafði ég ekki fréttir af skipi þessu fyrr en 28. júlí sl., þeg- ar í Morgunblaðinu birtist mynd af því við bryggju í Ólafsfirði, þar sem verið var að rífa úr því mjöl- vinnslubúnað, sem ólafsfirðingar höfðu keypt. — Kom í ljós, að skipið var þá enn í eigu Færey- inga, og skildist mér af lauslegum fréttum, að rekstrinum hefði verið bjargað, aðallega með miklum kolmunnaveiðum. En þar sem mjölvinnslubúnaðurinn hafði lítið verið nýttur, var ákveðið að selja hann til aukins rýmis fyrir annað og til að létta fjármagnskostnað, sem að þessu leyti hafði reynst óhagkvæmur. Togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur Ottó N. Þorláksson f framhaldi af upplýsingum um áður greint fiskiskip, Silljo/Gull- finn, vék ég í áður nefndri grein minni í júní 1981 að rekstrarhorf- um í sambandi við nýjasta togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Ottó N. Þorláksson, sem tekinn var í notkun fyrr í sama mánuði. Var upplýst, að skip þetta hefði kostað frá íslenskri skipasmíðastöð 65 millj. ísl. kr. (þá samsvarandi 52,5 millj. norskra kr.), og var skipið þó ekki nema 196/485 nettó/- brúttó lesta (26—30% af tilsvar- andi stærðarmælingum Silljo), lengd 53,99 m, breidd 10,33 m og með 2200 hestafla aðalvél (tæp- lega 50% miðað við vélarorku Silljo). Lauk ég áður nefndri grein með eftirfarandi orðum: „Hlýtur því að vakna sú spurning, hvort nokkrar líkur bendi til þess, að hægt verði að gera út hinn nýja togara Bæjarútgerðarinnar nema með stórkostlegri afskrift stofnverðs á kostnað skattborgaranna, því að spariféð, að mestu geymdur óetinn vinnuarður fjöldans, borgar nú ekki lengur niður í jafnríkum mæli og áður hvers konar fjárfestingar út á lánsfé.“ sannleiksgildi greindrar athuga- semdar samkvæmt reikningum Borgarsjóðs Reykjavíkur og stofn- ana fyrir árið 1981, þar sem rekst- ur nefnds togara á hinu fyrsta heila ári (1982) er skilgreindur á eftirgreindan hátt að undanskildu því, að ég hefi tilfært hvað hver gjaldaliður er mikill hundraðs- hluti af heild og hvað til jöfnunar kemur tekjumegin. Einnig hefi ég á reikningnum aðgreint frá „öðr- um tekjum" úthlutun úr sjóði fyrir gengishagnað af útfluttum sjávarafurðum, sem ekki getur beinlínis fallið undir aflatekjur. Samkvæmt ofangreindri skil- greiningu á reikningi togarans eru kr. 5.736.242 eða rétt rúmlega 21% miðað við aflatekjur til ráðstöfun- ar upp í fjármagnskostnað og af- skriftir, en þegar þau atriði hafa verið tekin inn í myndina, snýst dæmið heldur betur við, því að áð- ur en eignir hafa verið endur- metnar með hækkun, vantar kr. 34.565.854 eða 126,63% upp á afla- tekjur til að mæta gjöldum. Athyglisvert er, að laun skipverja og tengd gjöld eru ekki nema rúm- lega 15% af heildargjöldum. Yfir- gnæfandi hæsti gjaldaliðurinn er fjármagnskostnaður og vegur 47,70%. í öðru sæti er afskrift, sem er í raum og veru einnig beinn fjár- magnskostnaður, en vegur sérstak- lega talinn 17,45%. Miðað við 8% afskrift, virðist reiknað með uppfærslu hins upp- haflega verðs togarans í nærri 135 millj. kr., og má sjálfsagt réttlæta þá uppfærslu, m.a. með tilvísun til hinna hroðalegu gengisfellinga ís- lensks gjaldmiðils, sem nokkuð er að vikið í kaflanum um norska skipið Silljo. Sömuleiðis má e.t.v. segja, að hinu mikla rekstrartapi sé óbeint að mestu eða öllu leyti mætt með verðhækkun skips og fylgibúnaðar, en það fær þó ekki staðist nema sala fari fram og hið nefnda endurmatsverð fáist bein- línis greitt. Hér er um það að ræða, að borgar- félagið blandar sér í veigamikinn þátt almenns atvinnurekstrar, sem er og verður löngum að mestu leyti í höndum einstaklinga og félaga ein- staklinga vítt um byggðir landsins. Virðist því eðlilegast að rekstur borgarfélagsins á umræddu sviði lúti sömu eða svipuðum lögmálum og hinn almenni atvinnurekstur í land- inu, sem þarf að halda áfram og yfir- leitt bera sig án opinberra styrkja. Að hækka sífellt verð á atvinnu- tækjum og tilheyrandi mannvirkj- um, sem fyrnast til ónýtis innan eðli- legra tímamarka, bjargar ekki neinu í áframhaldandi rekstri, og er því óraunhæft. Afli á miðum eykst ekki við slíkt né möguleikar til hærra verðs fyrir seldar afurðir á erlendum mörkuðum þjóða, sem telja sér óskylt að kynda undir verðbólgu- kötlum íslendinga. Ekki er ein báran stök Hér hefir nokkuð verið rætt um fjárfestingu og rekstur í sambandi við tvö fiskiskip, annað erlent og hitt íslenskt, en tilsvarandi og ekki síður athyglisverð dæmi eru einnig hér á landi í sambandi við annars konar skip, og skal hér drepið á hvernig koma muni út rekstrardæmi fyrir hið nýja strand- ferðaskip Esju, smíðað í Bretlandi, sem kosta mun, án yfirvofandi frek- ari gengisbreytinga, kringum 150 millj. kr. En tekjuhæsta strandferða- skipið, sem að þarflitlu var m.a. beitt í kísilgúrflutningana frá Húsavík og naut að áliti kunnugra forgangs um afgreiðslu í Reykjavíkurhöfn, hafði á sl. ári (1982) alls 13,5 millj. kr. flutn- ingatekjur til að mæta öllura gjöld- um. Allar flutningatekjur fjögurra skipa, sem þátt tóku í flutningum á vegum Skipaútgerðar rikisins 1982, námu hins vegar samtals 33,2 millj. kr. Ástæða er til að ræða nánar um sölu strandferðaskipanna Heklu og Esju (smíðaár 1970/71) og kaup á norskættuðu skipunum Lynx (nú Öskju) og væntanlega einnig Velu (smíðaár þeirra skipa 1975/74). Nefnd skip frá 1970/71 voru sem kunnugt er smíðuð á Akureyri sér- staklega til strandferða hér við land, og má hiklaust halda því fram, að eftir lagfæringar á nokkrum byrjunarmisfellum í smíði hafi skipin verið örugg, vönduð og vel hæf til sinna nota; hófleg að stærð og með notalegu farþegarými og frystilestum al- gerlega umfram hin norsku skip. Askja er sögð keypt í apríl 1982 að mestu eða öllu leyti fyrir erlent lánsfé að upphæð 14,6 millj. norskra kr., en sú upphæð hefir frá 27. maí sl. leikið á 55 til 55,4 millj. ísl. kr. Þykir Ifklegt að Vela verði keypt fyrir svipaða upphæð. En Esja og Hekla eru sagðar seld- ar fyrir 17 millj. ísl. kr. hvor nú í sumar, þannig að andvirði rúmlega þriggja skipa þeirrar gerðar myndi þurfa á móti einni Öskju eða Velu, sem virðist algerlega fráleitt og hreint hneyksli. íslenskri lausung í fjármálum verður flest að vopni um þessar mundir. Guðjón F. Teitsson Ábendingar til fjáreig- enda á riðusvæðunum eftir Sigurð Sigurð- arson dgralækni 1. Fylgist vel með fé í högum við smalamennsku og í réttum og látið héraðsdýralækni vita strax um allar grunsamlegar kindur. Þegar um rökstuddan riðugrun á nýju svæði er að ræða getur fjáreigandi kallað til riðunefndarmann eða hér- aðsdýralækni sér að kostnað- arlausu. Einnig til grunsam- legra kinda sem aðrir eiga. Grunsamleg einkenni eru: Hræðsla eða fælni, titringur eða skjálfti, skjögur í gangi eða brokki, stundum eru lam- anir eða þróttleysi í fótum og kindurnar rekast illa, liggja mikið. Á sumum svæðum landsins er kláði mjög áber- andi einkenni, á öðrum stöðum sést kláði aldrei. Ullin verður þófin eða reytt, hárlausir blettir sjást á haus eða síðum, baki, mölum eða fótum, stund- um víðs vegar en oftast þó á einum stað aðeins og þar nuddar kindin eða nagar sig til blóðs. Kindurnar leggja af þrátt fyrir það að þær eti vel eða sæmilega. Stundum er að- eins eitt þessara einkenna, á öðrum kindum mörg, en sjaldnast öll. 2. Handsamið ókunnar kindur, hverja í sínu landi og tilkynnið eiganda en leitið þó upplýs- inga hjá riðunefnd hvar og hvenær heimtaka er bönnuð. Hafið sama í huga þegar þið sækið eigið fé til annarra. 3. Hýsið ekki ókunnugt fé með heimafé. Látið það í annað hús (t.d. hesthús). Mesta smit- hættan er á húsi, athugið það. 4. Hver haldi sínu fé eftir fremsta megni þar sem það á að vera og má vera og forðist að láta það ganga á grunsam- legu landi eða veita átroðning að óþörfu ef ykkar fé er grun- samlegt eða sýkt. Lógið fé sem fer út fyrir eiginlega sumar- haga, fíækingskindum. Þær gætu flutt með sér smithætt- una að eða frá bænum eða þá að þær geri það næsta eða næstu árin. 5. Sendið líffæri til rannsóknar, haus og garnasýni, úr kindum sem lógað er heilbrigðum (heimaslátrun). Grafið djúpt eða brennið hræjum af sjálf- dauðum kindum og veikum kindum sem lógað er og hafið samráð við héraðsdýralækni vegna skoðunar, sýnatöku og sendingar. Lógið ekki grun- samlegum kindum án skoðun- ar héraðsdýralæknis eða riðu- nefndarmanns. 6. Notið ekki á fleiri bæjum en einum áhöld og tæki, sem óhreinkast hafa af sauðfé eða sauðataði fyrr en héraðsdýra- læknir hefur skoðað tækið eft- ir hreinsun. Sérstaklega eru rúningsklippur og lyfjadælur varasamar og ætti helst ekki að nota þær á fleiri en einum bæ, en leyfa má notkun t.d. á haugsugum eftir rækilega hreinsun, nema sérstakur riðugrunur sé eða staðfest riða á bænum. Banna má slíka notkun með stoð í lögum nr. 23/1956 og nr. 12/1967. Spyrjið héraðsdýralækni eða riðu- nefnd í vafatilfellum. 7. Þeir sem ekki hafa merkt fé sitt með lituðum eyrnamerkj- um eru hvattir til þess ein- dregið að merkja það allt á komandi vetri. Riðunefndir munu aðstoða þá, sem þess óska við pantanir. Litakort og listi með áletrunum er í markaskrá. 8. Verslun með fé og sýningar á fé er óheimilt, einnnig aðrir líffjárflutningar nema með leyfi riðunefndanna og vitund og samþykki héraðsdýralækn- is eða sauðfjárveikivarna. Sér- stök eyðublöð vegna hrúta- kaupa fást en bent er á sauð- fjársæðingar til að draga úr verslunarþörf. 9. Smithætta getur stafað af heyi frá riðusvæðum. Sama gildir um túnþökur, húsdýra- áburð og allt sem óhreinkast hefur af sauðfé, taði úr sauðfé, blóði þess og vessum, ull, óverkuðum sláturafurðum, sláturúrgangi, hræjum o.fl. 10 Forðist að taka heim úr slát- urhúsum ósviðna hausa eða lappir eða óverkaðar sláturaf- urðir nema kannski af eigin fé. Látið hreinsa heila úr sviða- hausunum við svíðinguna. Fylgist með smithættu frá sláturhúsunum og reynið að draga úr henni (sláturflutn- ingabílar, stígvél og hlífðarföt starfsfólksins eða fjáreigenda sem koma í sláturhúsið eða upp á fjárflutningabílinn). 11. Haus af grunsamlegri kind má alls ekki frjósa og alls ekki loka volgan ofan í poka. Kælið hausinn fyrir sendingu, látið 10% formalín eða spritt (vín- anda) síga niður um mænu- gatið á hausnum ef ekki er hægt að senda hausinn sama dag eða þann næsta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.