Morgunblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983
51
fclk í
fréttum
Játvarður í
ströngum skóla %
+ Edward prins, eöa Játvaröur
eins og hann heitir á íslenskri
tungu, yngsti sonur Elísabetar
Englandsdrottningar, fær aö
kynnast því þessa dagana hvaö
hermennska er. Hann hefur veriö
skráöur f landgönguliöasveitir
breska hersins og þar er engin
miskunn hjá Magnúsi, hvort sem
um er aö ræöa kotunga eöa
kóngafólk.
Fyrstu nóttina, sem Játvaröur
svaf í hermannaskálunum í
Lympstone í Devon, var hann rif-
inn upp úr rúminu klukkan 3 um
nóttina, skipað aö klæöa sig úr
náttfötunum og rekinn út í myrkr-
iö. Þar var hann látinn velta sér
upp úr mykjuhaug og síöan kast-
aö ofan í stóran tank meö ís-
köldu vatni þar sem hann mátti
svamla í tíu mínútur.
„í gegnum þetta verða allir
nýliöar aö ganga, prinsar eða
ekki prinsar,“ sagöi búöaforing-
inn.
Játvaröur er raunar liösforingi
af annarri gráöu en þeirri tign
getur hann aöeins flaggaö utan
búöanna. Innan múranna, eöa
gaddavírsins, er hann bara réttur
og sléttur eins og hinir. Hann
mátti til dæmis láta þaö veröa
sitt fyrsta verk þegar hann kom í
búðirnar aö setjast í rakarastól-
inn þar sem hárskerinn kom
lokkunum hans fyrir kattarnef á
fljótlegan hátt.
„Þaö getur veriö aö hann eigi
eftir aö sjá eftir þeim en í þessari
þjálfun, sem hann er nú, á hann
eftir aö óska sér þess aö vera
sköllóttur," sagöi einn foringj-
anna og talaöi þar af eigin
reynslu.
Játvaröur tilheyrir landgöngu-
liössveitum flotans eins og áöur
segir en mun þó ekkert tækifæri
fá til aö busla í sjónum. Hann er
nefnilega í „landkrabbadeildinni"
og dálítiö strítt á því af bræörum
sínum, Karli og Andrew, sem
báöir hafa veriö til sjós. Sann-
leikurinn er þó sá, aö áöur en
lýkur mun Játvaröur hafa fengiö
miklu meiri og strangari þjálfun
en bræður hans.
*
+ Játvarður prins, sem hér er
aftast á myndinni, gengur nú í
gegnum strangan skóla hjá
„landkrabbadeild" landgöngu-
liðanna.
„Engan
blaðamanna-
fund hér“
+ Leikkonan Brooke Shields
kvaddi hvíta tjaldiö fyrir tveimur
árum eins og kunnugt er og tók
aftur upp þráöinn þar sem frá var
horfiö viö námsbækurnar. Hún
ieggur nú stund á nám viö Princ-
eton-háskólann í Bandaríkjunum
en áöur en hún kom þangaö til-
kynnti hún, aö þar ætlaöi hún aö
halda blaðamannafund. Af því
varö þó ekki þar sem háskólarekt-
or bannaði þaö.
„Viö erum ekkert að hnýsast í
fortíö unga fólksins, sem hér er viö
nám, en þaö veröur þó aö hlíta
vissum reglum. í þeim er t.d.
hvergi gert ráð fyrir, aö nemendur
séu meö blaöamannafundi í skól-
anum,“ sagöi rektor og rak í burt
100 blaöamenn, sem komnir voru
á fundinn fyrirhugaöa.
Varalitnum
haldið í skefjum
+ Sérfræöingarnir hjá Elizabeth Arden-snyrtivörufyrirtæk-
inu eru nú aö koma fram meö krem, sem þeir kalla „Lip-Fix“
og segja „mikla framför í umönnun varanna".
í Bandaríkjunum hefur þessu nýja kremi veriö tekiö fagn-
andi og rennur þaö út eins og heitar lummur. Venjulegur
varalitur vill oftastnær renna út í smáhrukkur kringum
munninn en þetta nýja krem kemur í veg fyrir þaö og liturinn
helst þar, sem hann á aö vera. Smáhrukkur í kringum
munninn, sem stafa af þurrki, hverfa á tveimur eöa þremur
vikum og sömu sögu er að segja um viökvæmar og
sprungnar varir, þær lagast á sama tíma.
Fyrir hálfu ári var búist viö, aö selja mætti um 300.000
túpur á einu ári en nú er Ijóst, aö þær veröa eitthvaö á
fimmtu milljón.
+ Efri myndin sýnir varir þar sem litlínan er
dálítió óljós en á neöri myndinni heldur litur-
inn sér á mottunni ef svo má segja.
Framandi menning
í framandi landi
• Ert þú faédd/ur 1966 eða 1967?
• Viltu búa eitt ár í framandi landi?
• Viltu auka þekkingu þína á umheiminum?
• Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða?
• Viltu verða skiptinemi?
Umsóknarfrestur er til 7. okt. Opiö daglega milli kl. 14 og 17.
Ef svarið er já, hafðu samband viö:
á íslandi
Hverfisgötu 39, P.O. Box 753 — 121 Reykjavik. Sími 25450.
i -íw.UNN
NmiTiSKGIlj 2
MARKMIÐ:
Tilgangur námskeiðsins er að veita staðgóða undir-
stöðuþekkingu í tölvufræðum, en slík undirstöðuþekking er
nú orðin nauðsyn öllum þeim, sem í starfi sínu vinna beint eða
óbeint við tölvur. Áhersla er lögð á notkun tölvunnar og
hvernig hönnun tölvukerfa fer fram og þá möguleika sem not-
andinn hefur til þess að auka áhrif sín á skipulag tölvukerf-
isins. Jafnframt þessu verður leiðbeint um breytta starfshætti
sem fylgja munu tölvuvæðingu.
EFNI:
— Grundvallarhugtök tölvufræðinnar skýrð.
— Ahrif tölvunnar á vinnuumhverfi og starfshætti.
— Grundvallaratriði í kerfisfræði; hönnun tölvukerfa.
— Notendabúnaður; raunhæf notendaforrit kynnt og æfingar fram-
kvæmdar á tollskýrslukerfi/ áætlanaforrit/ ritvinnsluforriL
Grunnnámskeið II ásamt fírunnnámskeiði I mynda samstæða
heild, sem veitir þátttakendum haldgóða þekkingu um tölvur
og notkunarmöguleika þeirrra.
ÞÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja öðlast góða þekkingu
í tölvufræðum. Æskileg undirstaða undir námskeiðið er
Grunnnámskeið I, eða sambærileg reynsla.
LEIÐBEINENDUR:
l)r. Kristján Ingvarsson, ph.d, verk-
fræðingur, lauk prófi frá Northwest-
ern llniversity í Bandaríkjunum 1981,
en starfar nú við ráðgjafa- og vísinda-
störf.
Friðrik Sigurðsson, forstöðumaður
Tölvufræðslu SFÍ.
TIMI-STAÐUR:
26.-29. september kl. 13.15—17.15. Samtals 16 klst.
Síðumúla 23, 3. hæð.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
Í SÍMA 82930
ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfs-
menntunarsjóður Starfsmanna ríkisstofnanna greiðir
þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýs-
ingar gefa viðkomandi skrifstofur.
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSIANDS isr^.23