Morgunblaðið - 21.09.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983
55
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
„Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsti því yfir á fundi á Patreksfirði nú fyrir helgina, að allmörg fiskiskip
væru svo skuldum hlaðin, að þótt allt tryggingarfé þeirra væri greitt út í hönd, nægði það engan veginn fyrir
skuldum ... “
Afnám samningsréttar?
Skerðing kaupmáttar?
Þ.A. skrifar 19. sept.:
„Velvakandi.
Verkalýðsforystan í landinu
er nú að fara af stað með undir-
skriftasöfnun meðal launþega
til þess að mótmæla „afnámi
samningsréttarins“ og „kjara-
skerðingu þeirri, sem ríkis-
stjórnin hefir leitt yfir þjóðina".
Áður en menn skrifa undir
þessi mótmæli er rétt, að þeir
geri sér grein fyrir, hvað hér er
um að ræða. Það er ekki afnám
samningsréttar, þótt samning-
um sé frestað um nokkra mán-
uði, þegar lífsnauðsyn ber til að
menn standi saman, en séu ekki
að deila sín á milli um þær tekj-
ur, sem eru alls ekki fyrir hendi. f
síðustu heimsstyrjöld var kosn-
ingum til Alþingis frestað í um
það bil eitt ár, þar sem ekki
þótti fært að standa í illdeilum á
slíkum alvörutímum. Engan
hefi ég heyrt minnast á „afnám
kosningaréttarins" af þeim sök-
um.
Það er heldur ekki rétt, að rík-
isstjórnin hafi leitt yfir þjóðina
þá kaupmáttarskerðingu, sem
hefir vissulega átt sér stað.
Kaupmátturinn, sem ríkis-
stjórnin er sökuð um að hafa
skert með bráðabirgðalögunum,
var nefniiega alls ekki fyrir
hendi.
Það er hneykslanlegt að heyra
menn eins og Ásmund Stefáns-
son og Kristján Thorlacius, sem
álitnir hafa verið skynsamir
menn, tala um, að svo og svo
miklar kauphækkanir þurfi til
að „ná aftur þeim kaupmætti,
sem var á árinu 1982“. Ég er í
engum vafa um, að þessir menn
vita mætavel, að sá kaupmáttur
var falskur og sami kaupmáttur
nú væri enn falskari. Við erum
einmitt núna að súpa seyðið af
þeim falska kaupmætti, sem á
undanförnum árum hefir verið
haldið uppi, m.a. með erlendum
lánum. „Forystumönnum"
verkalýðsins væri nær að hvetja
menn til að rísa upp gegn þeirri
rammvitlausu fjárfestingu, sem
allar ríkisstjórnir á undanförn-
um árum og áratugum hafa
haldið uppi- Steingrimur Her-
mannsson forsætisráðherra
lýsti því yfir á fundi á Patreks-
firði nú fyrir helgina, að all-
mörg fiskiskip væru svo skuld-
um hlaðin, að þótt allt trygg-
ingarfé þeirra væri greitt út í
hönd, nægði það engan veginn
fyrir skuldum. Ekki veit ég,
hvað forsætisráðherrann eða
sjávarútvegsráðherra ætla sér
að gera í þessu máli, en hitt veit
ég, að farsælast væri að leggja
þessum skipum, eða reyna að
nýta þau á einhvern annan hátt
en til fiskveiða. Alþjóð veit, að
þessi fiskiskip myndu einungis
rýra tekjur annarra fiskiskipa,
sem enn er unnt að halda úti,
þrátt fyrir vaxandi skulda-
bagga.
Um fjárfestingu í landbúnaði
gegnir sama máli. Nýlega var
því lýst í útvarpi, að margir
bændur væru stórskuldugir,
þrátt fyrir alla þá fyrirgreiðslu
°g styrki, sem þeim hafa verið
veittir. Einn bóndi kvartaði
undan því, að hann skuldaði
5000 krónur fyrir hverja á í bú-
inu. Þessum bónda og öðrum,
sem líkt er ástatt fyrir, ætti ekki
að hjálpa með fleiri styrkjum af
almannafé, heldur með því að
kaupa af þeim búin og bústofn-
inn og gera þeim þannig fært að
koma undir sig fótunum í ann-
arri atvinnugrein.
Það er kominn tími til, að
„forystumenn" þjóðarinnar
bæði stjórnmálamenn og verka-
lýðsleiðtogar, geri sér grein
fyrir því, að hagur þjóðarinnar
verður ekki bættur með skylm-
ingaleik í orðum né keppni eftir
hylli umbjóðendanna. Það bætir
ekki kaupmáttinn að hækka
launin, ef þjóðartekjurnar leyfa
það ekki. Það eykur heldur ekki
þjóðartekjurnar að bæta við
fiskiskipum, ef fiskurinn, sem
þeim er ætlað að veita, er ekki
fyrir hendi, né að styrkja fleiri
bændur til að halda uppi sauð-
fjárbúskap á því landi, sem er að
verða örfoka vegna ofbeitar,
ekki síst þegar á það er litið, að
nú, fyrir sauðfjárslátrun, eru í
landinu 2000—2400 tonn af
óseldu kindakjöti frá árinu 1982,
samkvæmt uppiýsingum Gunn-
ars Guðbjartssonar, formanns
Stéttarsambands bænda.
Ef menn vilja teljast forystu-
menn, í þess orðs réttu
merkingu, þá er ekki nóg að þeir
hafi vit til að sjá, hvað rétt er,
þeir verða einnig að hafa þor til
að viðurkenna það þótt það
kunni að koma illa við suma um-
bjóðendur þeirra, og síðast, en
ekki síst, framkvæma það, sem
þeir telja rétt.“
HEILRÆÐI
Vegfarendur.
Til þess að skapa gagnkvæmt traust í umferðinni, þurfum við
að virða umferðarreglur og sýna tillitssemi.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Ekki eru allir þeirra duglegir.
Rétt væri: Ekki eru þeir allir duglegir.
Söngfólk
Söngfólk Trésmíöafélags Reykjavíkur óskar eftir aö
bæta viö fólki í allar raddir.
Uppl. gefur formaöur og söngstjóri í símum 74008 og
30807.
B>4LL 2000
Kúlutússpenni sem þolir álagið,
endingargóður hversdagspenni,
sem á engan sér iíkan. Hægt að velja
um 4 liti.
Fæst í flestum bóka- og
ritfangaverslunum.
**Artline200
Frábær tússpenni með mjóum
plastoddi, sem hægt er
að nota við öll
tækifæri, léttur og
þægilegur í
hendi, fæst í 4 litum
svart - blátt -
rautt og grænt.
’wArtline
BRDSTU!
MYNDASÖGURNAR
Vikuskammtur af skellihlátri