Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983 34 Jassballettinn virðist eiga vax- andi vinsældum að fagna meðal unga fólksins í dag, nú í haust hófu tveir nýir skólar kennslu í þessum dansi, sem m.a. gerir söng-ogdansleikieinsog Cats fræga. I dag er því hægt aðjæra jassballett á fimm stöðum í Reykjavík, í Jassballettskóla Báru, en Bára varð fyrst til að setja á stofn skóla og hefja kennslu í jassballett, hjá Sóleyju Jóhannsdóttur, en hún hefur rekið Jassballettskóla sl. þrjá vetur, hjá Eddu Scheving sem hóf kennslu í jassballett í fyrra- vetur, og í skólunum tveim sem opnuðu nú í haust, Jassball- ettskóla Kristínar og Jassspor- inu. Þaóer Kristín Svavarsdóttir sem rekur Jassballettskóla Kristínar, og þær Ásta Ölafs- dóttir, Jenný Ölafsdóttir og Sól- veig Róbertsdóttir sem standa að Jasssporinu. En hvað er jassballett? Jassballett Viö fórum á stúfana til aö freista þess aö fá svör viö þeirri spurningu. „Jassball- ettinn er upprunninn í Bandaríkj- unum og er um 50 ára gamall," sagöi Bára Magnúsdóttir er viö höföum samband viö hana. Bára sagöi jassballettinn hafa þróast úr klassískum ballett, og þaö væri aö hennar áliti nauösynlegt fyrir jassballettdansara aö hafa lært klassíska tækni, því þannig fái dansarinn þá ögun sem öllum dönsurum er nauösynleg. Bára er meö nemendur á öllum aldri, .vil helst ekki fá þau yngri en 11 ára og meö einhverja undirstööu í ball- ett“, og þau elstu eru komin í sýn- ingarhóp skólans. „Fyrsta verkiö þar sem jassball- ett var dansaður var sett á sviö þann 11. aþríl 1936,“ sagöi Ásta Ólafsdóttir er viö ræddum viö hana og Sólveigu í hinum nýju húsakynnum skólans viö Hverfis- götuna. „Danshöfundurinn var George Balanchine, söngleikurinn hét „On Your Toes“ og dansinn þar sem jassballettinn kom fram „Slaughter on the 10th Avenue“. Þessi söngleikur hefur verið endur- sýndur oft, og þann 6. mars sl. hófust sýningar í New York og standa þær enn, dansarnir aö vísu endurbættir.“ Áriö 1960 var frum- sýnd kvikmyndin „West Side Story“ en þaö er fyrsta kvikmyndin þar sem jassballettinn leikur eitt aöalhlutverkiö. Höfundur dans- anna í West Side Story var Jerome Robbins og frá þeim tíma hafa söngleikir átt vaxandi vinsældum aö fagna. En á hvaöa hátt er jassballettinn frábrugöinn hinum hefðbundna ballett? Ásta sagöi aö jassinn notfæröi sér mikiö hina svokölluöu einangr- unartækni, en þaö er meö öörum oröum smávægilegar hreyfingar mjaöma, bols, höfuðs og axla, jafnframt því aö tefla saman lík- amshlutum. Beiting þessarar tækni gerir dansarann meövitaöri um líkama sinn, og hafa margir einnig taliö eitt helsta einkenni jassballettsins hina mikiu mögu- leika til aö tjá tilfinningar og tilfinn- ingalega reynslu, og jassballett því oft veriö nefndur sálardans. Þó jassballettinn sé talinn runn- inn undan rifjum þeirra Balanch- ine, Robbins, og fleiri slíkra, eru áhrifin þó greinilega frá menning- ararfleifö svertingjanna. Og þegar nánar er aögætt kemur reyndar í Ijós aö Balanchine var meö svart- an aöstoðarmann, Herbie Harper og þaö var auðvitaö Harper sem blandaöi jassrytmanumviö hinar Þau yass- ballett »E inn, tveir, þrír, fjórir. Og beygja sig niöur, viö förum í krabba..." Nei, þetta er ekki morgunleikfimin í útvarpinu, viö erum stödd í Jassballettskóla Báru, og þaö eru nemendur hennar sem hér æfa sig baki brotnu. Fyrst er byrjaö á ven- julegum upphitunaræfingum, nem- endurnir teygja sig og beygja, gjarnan klæddir legghlífum og hlíföarfötum til aö líkaminn hitni vel áöur en tekiö er til viö dansinn, en þá eru hlíföarfötin iátin fjúka. Þau skipta sér síöan niöur í hópa og æfa mismunandi dansa, og hver og einn fær leiösögn er hann dansar fram eftir gólfinu. Viö náum tali af tveim þeirra, Sigrúnu Ægis- dóttur og Árna Rudolf. „Klassísk undirstaöa nauðsynleg aö mínu áliti“ Sigrún Ægisdóttir er 22 ára og byrjaöi 8 ára gömul f ballett hjá Eddu Scheving. „Ég var síöan f Þjóöleikhúsinu í 7 ár, en tók mér þá ársfrí og kom svo hingaö.“ — Er mikill munur á þvf aö dansa klassískan ballett og jass- ballett? „Já, þetta er mjög ólfkt. Klass- ískur ballettdansari þarf aö ein- beita sér meira aö því aö hafa stjórn á sjálfum sér, dansinn er miklu agaöri, en í jassinum getur hver og einn dansaö á sinn hátt. Klassísk undirstaöa er þó aö mínu áliti mjög nauösynleg, þó ekki séu allir sammála því. Þeir sem hafa lært klassíska stöng hafa jafnframt lært þá tækni sem nauösynleg er öllum dönsurum.” — Hvað eruð þið að æfa hérna núna? „Viö erum aö undirbúa sýningu sem veröur í Broadway einhvern tíma á næstunni. Annars erum viö tiltölulega nýbyrjuö aö æfa og enn Ljósmyndir Friðþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.