Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. SEPTEMBER 1983 „Biddu dfeirxs, þcub crr^uir^i lrJs.tr\a. Sem er- a& lct/art&- y&r p\J\ mál sé a& lir\ni." Ast er ... ... að bœta lek- ann á vatnsrúm- inu. TM Reg U S Pat Off — all rights reserved ©1933 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Lilli flnnur sér alltaf eitthvað til að dunda sér við. HÖGNI HREKKVlSI Kominn tími til að brjóta nið- ur einokunarveldi bankanna — og leyfa þeim að keppa á frjálsum markaði Gísli Jónsson prófessor hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér datt í hug að hafa sam- band við þig, þegar ég las um mál bankanna í Morgunblaðinu í morgun (miðvikudag), í sambandi við þessi gjöld sem bankarnir eru nýbúnir að taka upp. Nú skilst mér að ætlunin sé að falla að nokkru leyti frá þessari gjaldtöku og koma á einhvers konar „sam- ræmingu" hjá bönkunum. En þá held ég, að það sé orðið fyllilega tímabært að koma þeirri ábend- ingu á framfæri við verðgæsluna og þá sem eiga að sjá um að fram- fylgja lögum um ólögmæta versl- unarhætti, að ekki sé ósennilegt, að það varði við fyrrnefnd lög, að bankarnir bindist samtökum um að halda uppi ákveðnu verðlagi. Talsmenn bankanna segja, að nú tjói ekki að vera með þennan hringlandahátt lengur, nú verði að endurskoða þessa hluti til þess að allir hafi þá eins. En þetta eru aðeins önnur orð um, að bankarnir bindist samtökum um að halda uppi verðlagi á ákveðinni þjón- ustu, því að við getum ekkert farið til að fá þessa þjónustu annað en í bankana. Fyrrnefnd lög áttu ein- mitt að vernda neytendur að þessu leyti. f annan stað kvarta bankarnir sáran undan því, að mikið sé um millifærslur af bankabókum yfir á ávísanareikninga. Millifærslurnar stafa auðvitað eingöngu af því, að bankarnir ræna handhafa ávís- anareikninga þeim vöxtum, sem þeir ættu að hafa. Ætli bankarnir sér að taka gjald fyrir alla þjón- ustu, m.a. millifærslur (nóg fá þeir nú fyrir heftin), þá verða þeir líka að gjöra svo vel að borga handhöfum ávísanareikninga raunvexti. Það hefur átt að heita svo, að borgaðir séu 19% ársvextir af innstæðum ávísanareiknings, en það eru hrein ósannindi. Þar var alls ekki um ársvexti að ræða, því bankarnir hafa þá aðferð við þessa reikninga að taka lægstu tölu fyrir hvert tíu daga tímabil og reikna vexti samkvæmt því. Þannig borga þeir bókstaflega enga vexti af þeim. Ef bankarnir borguðu sömu vexti af ávísana- reikningum og sparisjóðsbókum, losnuðu þeir við allar þessar milli- færslur, því að þá þyrfti fólk ekki að hafa nema einn reikning. Svo gætu bankarnir tekið það sem þeim bæri fyrir sína þjónustu. Það er ósköp auðvelt að leggja gjald á ávísanahefti fyrir því sem þarf til að standa undir millifærslunum, því að kostnaður þeirra vegna hlýtur að vera í hlutfalli við ávísanafjöldann. En bankarnir vilja meira, þeir vilja gera hvort tveggja og bæði: að ræna hand- hafa ávísanareikninga réttmætum vöxtum og láta þá auk þess borga fyrir millifærslurnar sem eru bein afleiðing af vaxtaráninu. Stjórnvöld þurfa virkilega að líta á þetta mál, ekki síst núna, þegar að fólki sverfur og það þarf Gísli Jónsson að herða sultarólina. Það virðist einungis hafa verið fyrir atbeina Sparisjóðs vélstjóra, sem þetta mál kemur nú til nýrrar skoðunar, af því að sparisjóðnum þótti þarna of langt gengið og var ekki til í tuskið. Við sjáum líka hvað gerst hefur í sambandi við krítarkortin. Þar ætlaði annar af tveimur aðilum, sem bjóða þessa þjónustu, að fara að rjúka til og taka vexti, áður en búið væri að leggja fram reikning- inn, en vegna þess að hinn aðilinn var ekki tilkippilegur, þá endaði það með því, að hinir fyrrnefndu urðu að hætta við allt saman. Mér er sagt, að fólk hafi streymt inn í bankana og ætlað að skila kortun- um. Ef þarna hefði verið efnt til samblásturs milli bankanna, er óvíst um, hvernig farið hefði. Mér finnst vera kominn tími til að brjóta niður þetta einokunarveldi bankanna og lofa þeim að keppa á frjálsum markaði. Ný og hækkuð þjónustugjöld banka og spansjóða: Líklegra að millifærslu- gialdið verði fellt niður ÖJ . ...._I v„ ml*munindi M voru „nd.r *P^«*"ni <* * "u" !" Í TIJT rr fvrir » næslunni muni h.nk.r og nparisjóðir i mrð gj.ld.krám . B"kT ; —í - ■Ikrr'2 unar h.uk.nn. t,r.r írrM. ímta.. 1 skrain var hækkuó nýlega o* voru þa jafnhliða lekin upp "J ná ■ n hefur komió i Mh.L. * ___ ___ v*nt _____ fraín hvrr fr.m- kvarmdin er I rinstökum .tofnun um Þ. Mucói.t Sigurftur viU til -aminaú Þ.ft hrf- þe„ »ð h.nk.rnir «tluóu a6 taka Þá var hvorki pilla né lykkja 8582-6867 skrifar: „Velvakandi! Mig langar að minnast á þríburafæðingu, sem varð í Ólafur Hannesson prentari skrifar: „Ég skora á sjálfstæðisfólk og aðra lýðræðissinna að skrifa ekki undir plagg það, sem alþingis- menn götunnar í ASÍ og BSRB biðja menn nú að skrifa undir. Til- gangur þessara manna er að klekkja á ríkisstjórninni, en ekki að bjarga gjaldþrota þjóð frá glöt- un, né skiptir hagur launþega þá nokkru máli. í hvert sinn, sem Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra hefur sent skuldaknöttinn með þrumu- skoti í mark óðaverðbólgunnar, hafa þeir reynt að bíta í hæla hans, svipað og Noby Stiles gerði, þegar hann sleit sundur hásinina á Eusebio í heimsmeistarakeppn- inni 1966. Islendingar heyja nú erfiðasta landsleik sinn, glímuna við verð- bólgudrauginn. í þeirri baráttu verða margir móðir og sárir, en sigurinn því sætari, ef hann vinnst. Þjóð, sem glatað hefur fjárhagslegu sjálfstæði sínu, er minni fjölskyldu árið 1917. Þá var ekkert til sem hétu bætur. Hver og einn varð að bera ábyrgð á sér og sínum. Og þá rekald meðal þjóða heims. Styðjum ríkisstjómina í barátt- unni við verðbólguna. Veitum henni umbeðinn frest. Göngum ekki í lið með hælbítum kommún- ista. Undirritum ekki kommún- istaávarpið!" var hvorki pilla né lykkja til að takmarka framleiðsluna. Þegar hér er komið sögu, að þrír drengir fæðast, vorum við níu fyrir, elsta 13 ára. Móðir mín átti ekki von á svo mörgum börnum, svo að það var eitthvað lítið til af fatnaði. En þá hjálp- uðu nágrannakonur. Svona gekk nú lífið þá og allir ánægðir, þó að erfitt væri á stundum. En nú er alltaf verið að gera kröfur. Ég held, að við séum að verða heldur smá í sniðum. Sem sagt: Maðurinn getur ekki sofið hjá konu sinni, nema ávöxturinn sé ríkistryggður." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins uUn höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Undirritum ekki kommúnistaávarpið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.