Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 21

Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 53 ■H M ' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ,lk utítttí^ Hallgrímskirkjutum: Sjálfsagt að athuga með útvegun á sjónpípu fyrir hjólastólafólk Hermann Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju skrifar: „Ég þakka Gesti Sturlu- syni fyrir athyglisverða ábendingu í Velvakanda 27. september sl. Sjálfsagt er að athuga með útvegun á sjón- pípu í turninn, sem hann nefnir, en vera kann að við þyrftum eitthvað nánari upplýsingar, svo að gott væri að fá upphringingu í síma 15942 einhvern daginn til skrafs og ráðagerða um málið. Já, auðvelt er fyrir hjóla- stólafólk að komast inn í Hallgrímskirkju og við höf- um hugsað okkur auðvelda leið fyrir sama fólk allt upp að altari í hinum stóra kirkjusal framtíðarinnar. Bestu kveðjur." ÚTSALA Karlmannaföt kr. 650,-, 1.795,- og 1.995,- Úlpur, minni stærðir, kr. 495,- Terelynebuxur kr. 250,- Gallabuxur, minni stæröir, kr. 350,- Frakkar kr. 650,-, bolir kr. 50.- Peysur, lítil númer, kr. 150,- Andrés, Skólavörðustíg 22a. Að dæma sjálfan sig til lífstíðaránauðar Ronald Kristjánsson skrifar: „Velvakandi. Nú sígur hauströkkrið og veður fara kólnandi. Jurtaríkið leggst í dvala. Þá vill það henda margan manninn að leggja á flótta, flýja skammdegið og leita á náðir blekkingarinnar, þeirrar er kölluð hefur verið „mesta mein aldarinn- ar“, ofdrykkjunnar. En vissulega þarf ekki skamm- degi til; Bakkus gerir ekki grein- armun á árstíðum; þá eru fórnar- lömb hans bara enn veikari en ella fyrir skjalli hans, a.m.k. sum hver. Ekki ætla ég að dæma um, hvort nefndur flótti Bakkusarbarna er sjúkdómur eða aumingjaskapur, enda hjálpaði sá dómur minn eða anarra í engu flóttamanninum, sem búinn er að missa stjórn á lífi sínu. Hitt ætti að vera lýðum ljóst, að vandamál þetta er svo mikið að umfangi, að það varðar ekki að- eins einstaklinga og fjölskyldur þeirra, heldur allt þjóðfélagið og framþróun þess. Það kemur okkur öllum við. Fjarri sé mér að vera að for- dæma áfengið. Hitt er staðreynd, að margir á meðal okkar geta aldrei lært að fara með það og þeim er ráðlegast að láta það vera. Mikilvægt er að beina þeim frá áfenginu, en ekki áfenginu frá þeim. Slíkt væri skerðing á per- sónufrelsi. Sá sem misfer með áfengi, er á hinn bóginn að skerða persónu- Þessir hringdu . . . Er búiö aö selja gömlu Akraborgina? Jóhannes Pétursson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að forvitnast um það, hvort búið sé að selja gömlu Akra- borgina. Ef ekki: Hvernig standa þau mál nú? frelsi sitt sjálfur, af fúsum og frjálsum vilja. Hann er að leggja hömlur á andlegt og líkamlegt at- gervi sitt, rugla jafnvægi sálar og líkama og stórminnka hæfni sína til þátttöku í daglegri önn. Hann verður smátt og smátt óvirkur fjölskyldumeðlimur og þjóðfélags- þegn. Meira að segja stafar af honum slysahætta, bæði fyrir sjálfan hann og aðra. Það er annars einkennileg þró- un í lýðfrjálsu landi, að þar skuli menn leiðast út í að rækta með sér slíka sjálfseyðingarhvöt og ófrelsi, á sama tíma og aðrir berjast von- lausri baráttu við einræði og kúg- un. Já, þá streitast menn við það, mitt • í öllu frelsinu, að dæma sjálfa sig til lífstíðaránauðar og útlegðar. Það er vert að hafa það ævin- lega hugfast, að framtíð okkar er dagurinn í dag. Við verðum að efla með okkur kjark til að vera ábyrg og vísa á bug öllum neikvæðum hugsunum. Til þess þurfum við sjálfsaga og grandvara." GÆTUM TUNGUNNAR Einhver sagði: Myndin hengur á veggnum. Rétt væri: Myndin hangir á veggnum. HEILRÆÐI Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir, er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vernda börnin fyrir hættum í umferðinni. Það gerum við best með því að sýna gott fordæmi. Veljið það besta Veljið IFORMICA BRAND „Formica“, fyrsta efni sinnar tegundar og alltaf síöan fremst um gæöi, útlit og endingu. Hvort sem um er aö ræða eldhúsinnréttinguna, baöherbergiö, sól- bekkina eöa annarsstaöar þar sem reynir á hina níösterku húö „Formica“. Og svo þarf ekki annað en rakan klút til aö halda öllu hreinu. Fjölbreytt úrval af litum og mynstrum. Lítiö inn eöa hringiö. G. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSON H.F. Ármúla 1 Simi 85533 ALLTAFA FIMMTUDOGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR * Vikuskammtur afskellihlátri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.