Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 232. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 Frönsku þoturnar auka spennu við Persaflóa Bandaríkin hóta íhlutun loki íranir Hormuz-sundi París, 10. október. AP. FRANSKA ríkisstjórnin hefur reyndar ekkert látið frá sér fara, en talið er næsta víst, að hinar fimm Super Etenard-orustuþotur, sem lögðu ómerktar af stað frá frönskum flugvelli fyrir fáum dögum, séu nú komnar til fraks, enda höfðu frakar gengið frá kaupsamningi um kaup á fimm slíkum vélum og höfðu áður keypt allmikið magn af Exocet- flugskeytum. Víða á Vesturlöndum hafa menn lýst áhyggjum sínum vegna þessa, enda hafa íranir hvað eftir annað hótað því að loka Hormuz- sundi fái frakar þoturnar, en um Hormuz fer mest af þeirri olíu sem Vesturlönd kaupa frá þessum slóðum. Hafa jafnvel verið leiddar að því getur, að stæðu franir við hótun sína gæti útkoman orðið meiriháttar ófriður á þessum slóð- um, mun meiri en stríð frans og íraks og með þátttöku ýmissa annarra ríkja. Nú reynir á hótanir frana. Talið er að írakar hafi í huga að ráðast með Exocet-skeytum að helsta olíuvinnslusvæði frana við Kharg-eyju, eða á oliuflutninga- skip þeirra er þau sigla með olíuna um Hormuz-sund. Er það mál sér- fræðinga að liðsandi fraka sé bágborinn eftir hið þriggja ára gamla stríð landanna. Sjóðir eru tómir, en íranir þéna vel á olíu- viðskiptum. „Frakkar ættu að vita mæta vel, svo og aðrar þjóðir sem treysta á olfuna okkar, að við munum ekki senda einn einasta dropa ef einhver vopn koma til sem stefna í voða olíuframleiðslu okkar," sagði Ali Sayed Khamen- ei, forseti Iran, í gær. Það eru skiptar skoðanir á því hvort íranir láti verða af hótunum sínum. Fyrir fáum árum hefði ísrael: Nýja stjórnin hefst handa Tel Aviv, 10. október. AP. STJÓRN Yitzhaks Shamirs hlaut traustsyfirlýsingu hjá ísraelska þinginu í gær, 60 þingmenn greiddu stjórninni atkvæði sín, en 53 voru á móti, sjö voru fjarver- andi. Stjórn Shamirs á stuðning 64 þingmanna hinna 120 sem sæti eiga og hóf hún þegar störf. Breytingarnar á stjórnarliðinu i fsrael eru engar frá fráfarandi stjórn, utan hvað Menachem Begin er ekki til staðar. Ráðherr- arnir að öðru leyti hinir sömu, og Shamir fer sjálfur með embætti forsætis- og utanríkisráðherra. Shamir sagði í ræðu á þinginu, að stjórnarfarið yrði í flestum megindrögum óbreytt frá þvi sem áður var, utan hvað enn harðar yrði tekið á efnahagsmál- unum, en efnahagur landsins er afar bágur um þessar mundir, þriggja stafa verðbólga og í gær var sett bann á viðskipti með er- lendan gjaldeyri í israelskum bönkum. varla nokkur maður verið í vafa. En nú er öldin önnur, til dæmis var haft eftir Claude Cheysson, utanríkisráðherra Frakklands, i gær, að íranir myndu varla gera hlut sem þennan, það væri ekkert annað en „sjálfstortíming". Þá má geta þess, að margir sér- fræðingar á Vesturlöndum telja að aðgerðir frana myndu ekki endilega valda því öngþveiti sem talið var í fyrstu. Um Hormuz- sund fara daglega allt að 9 millj- ónir tunna af olíu, en talið er að helminginn af því magni mætti flytja með öðrum leiðum en um Hormuz. Þeir benda einnig á að Vesturlönd eigi umframbirgðir af oliu sem geta enst í 93 daga, auk þess sem önnur olíuframleiðslu- ríki, svo sem Mexíkó og Venezúela, eiga mikið magn af umframolíu sem þau vildu gjarnan losa sig við. En hvað gerist veit enginn og minna má á, að Bandaríkin hafa tilkynnt að þau muni ekki hika við að stofna til þeirra aðgerða sem til þarf til að halda Hormuz-sundi opnu. Chun Doo-Hwan, forseti Suður-Kóreu, ræðir við U San Yu, forseta Burma, skömmu eftir sprengjutilræðið á sunnudaginn. Sprengja sprakk í Rangoon: Fjórir kóreskir ráðherrar fórust Kangoon, Burma, 10. október. AP. ÖFLUG SPRENGJA sprakk í Martyrs Musoleum í Rangoon í Burma á sunnudaginn, er forseti Suður- Kóreu, Chun Doo-Hwan, og fylgilið hans var þar statt í boði yfirvalda í Burma. 19 manns létu lífið í sprenging- unni, þar á meðal fjórir ráðherrar úr stjórn Suður- Kóreu. 48 manns særðust, en Doo-Hwan slapp naum- lega, en nokkrum mínútum eftir að sprengjan sprakk átti hann að leggja blómsveig á minnisvarða á staðnum. Var hann ókominn er sprengjan sprakk. Ráðherrarnir sem létust voru Suh Suk-Juun, að- stoðarforsætisráðherra, Lee Bum-Suk, utanríkis- ráðherra, Kim Dong-Whie, iðnaðarráðherra, og orkumálaráðherran Su Sang-Chul. Var hópurinn að hefja 18 daga heimsókn til 6 landa, en henni var samstundis aflýst. Þjóðarsorg var í Suður-Kóreu í gær og forsetinn stórorður í garð Norður-Kóreu- manna, sem hann ásakaði að hafa staðið að tilræð- inu. „Þeir eru mestu skepnur jarðarinnar,“ sagði Doo- Whan. f Norður-Kóreu var skýrt frá atburðinum með hæðnislegum hætti, en víðast hvar var tilræðið vítt, og Páll páfi annar sendi forsetanum persónu- legar samúðarkveðjur. í Austur-Evrópu var hins vegar einungis greint frá atburðinum, en ekki lagður á hann dómur. Enginn hefur gengist við tilræðinu, en böndin bárust að Norður-Kóreumönnum. Sjá nánar frétt á blaðsíðu 19. Dularfullur dauðdagi 4 mánaða tvíbura í Wales EINEGGJA tvíburar, Gabrielle og Samantha, fjögurra mánaða gamlar, létust meó voveiflegum hætti um helgina. Þær voru hvor í sínu barnarúminu, hvor í sínu herberginu, en eigi að síður létust þær á að þvf er virðist sama augnablikinu. Læknar í velska bænum Rhyl, sögðust f gær ekki geta úrskurðað banameinið, en grunur lék á því að um nokkuð algengan köfnunarsjúk- dóm væri að ræða, sjúkdóm sem leggst fyrst og fremst á hvítvoðunga. Um 2000 ungabörn látast úr sjúk- dómnum í Bretlandi ár hvert. Þetta er eitthvert undarlegasta mál sem ég hef lent f,“ sagði læknir að nafni Wayett, sem framkvæmdi fyrstu rannsóknina á börnunum. Hann sagði jafnframt, að móðir barnanna hefði frá upphafi haft þau hvort í sínu herberginu til þess að þau heldu ekki vöku hvort fyrir öðru. John Emery, prófessor við háskól- ann í Sheffield, sem rannsakað hefur ýtarlega umræddan barnasjúkdóm, sagði lækna gera sér grein fyrir þvf að tvíburum væri sérstaklega hætt við sjúkdómnum, hins vegar væru engin svör til við því hvers vegna. „Alltaf ef annar tvíbura andast eða sýkist, er hinn fluttur á sjúkra- hús svo fljótt sem auðið er, og ótrú- lega oft veikist hann einnig innan sólarhrings," sagði Emery. Prentsmiðja Morgunblaðsins Frú Barbara McClintock, 81 árs gamall nóbelsverðlaunahafi fyrir rannsóknir í læknavísindum. Símamynd AP. Rúmlega áttræður nóbelsverð- launahafi Stokkbólmi, 10. október. AP. FRÚ BARBARA McClintock, 81 árs gömul vísindakona, fékk í gær nóbels- verðlaunin fyrir rannsóknir f þágu læknavísindanna. Er hún þriðja konan sem hlýtur verðlaunin og sú fyrsta sem það gerir án þess að vera f samvinnu við aðra vísindamenn. Verðlaunin hlaut frú McClintock fyrir rannsóknir sem hún vann að fyrir 30 árum síðan og voru niður- stöðurnar svo stórkostlegar, að henni trúði ekki nokkur maður. Rannsóknir og niðurstöður frú McClintock beindust að hreyfanleg- um erfðaeiginleikum í kornjurtum. Niðurstöðurnar fékk frú McClintock áður en að uppbygging DNA var kunn og þær breyttu einnig geysi- lega vitneskju manna um starfsemi vírusa. Miðað við aðstæður til rann- sókna fyrir 30 árum, þykir starf frú McClintock með ólikindum, eins og kom fram í texta frá verðlauna- nefndinni. Sem fyrr segir, er frú McClintock þriðja konan sem hlýtur nóbelsverð- laun fyrir rannsóknir í læknavisind- um og sú fyrsta sem það gerir á eigin spýtur. Aðeins tvær konur aðrar hafa fengið slík verðlaun áður, báðar fyrir eðlisfræði. Það voru Marie Curie hin franska árið 1911 og Dor- othy Crowfoot Hodkin frá Bretlandi árið 1964. Argentínumenn: Ætluðu að sprengja á Gíbraltar Madrid, lO.október. AP. SPÆNSKA utanríkisráðuneytið stað- festi í gær, að lögregluyfirvöld í land- inu hefðu haft spurnir af vfkingasveit úr argentínska hernum, sem komið hafði til landsins meðan á Falklands- eyjastríði Argentínu og Bretlands stóð. Ætluðu argentlnsku hermenn- irnir að laumast til Glbraltar og sprengja þar I loft upp eldsneytis- birgðir Breta. Það var breska blaðið Sunday Times sem greindi frá þessu á sunnudaginn og kom staðfesting spænska ráðuneytisins strax 1 kjölfarið. Ekki kom fram hvort að hermönnunum hafði verið fyrir- skipað að vinna spellvirki á Gfbr- altar eða hvort þeir voru þarna á ferðinni að eigin frumkvæði. Spænska lögreglan handtók þá og sendi úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.