Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 Málshöföun gegn hundaeig- endum sem sætt hafa dómi „EMBÆTTI ríkissaksóknara mun höfða mál á hendur þeim hunda- eigendum, sem hafa verið dæmdir fyrir hundahald eða sætt dómsátt. Mál þeirra verða meðhöndluð á sama hátt og þeirra sem í fyrsta sinn eru ákærðir fyrir hundahald, þó enn sem komið er hafi engin ákæra verið gefin út,“ sagði Pétur Guðgeirsson, fulltrúi ríkissaksókn- ara, í samtali við Mbl. Embætti ríkissaksóknara hef- ur farið þess á leit við embætti lögreglustjórans í Reykjavík, að mál sem hafa risið vegna kæru um hundahald í höfuðborginni, — að þau mál, sem dómsátt hef- ur gengið í eða dómur fallið í, skuli send embættinu. Svo sem kunnugt er hefur ekkert verið aðhafst eftir að dómur hefur gengið í máli hundaeigenda. Þeir hafa greitt sínar sektir en haldið hundum sínum. Davíð Oddsson, borgarstjóri, um afgreiðslutíma verslana: Annaðhvort er að rýmka reglugerðina eða afnema Löng bremsuför voru eftir bílana en allt kom fyrir ekki. Fimm bílar rákust saman á Miklubrautinni í gær. Morgunbiaító/Jóiíus. Það sprakk og fimm bílar lentu í árekstri VANFÆR kona var flutt á fæð- ingardeildina til rannsóknar eftir að fimra bifreiðir lentu í árekstri á Miklubraut í gærdag. Hún kvartaði undan eymslum í kviðarholi. Mikið eignatjón varð í árekstr- inum. Tildrög voru þau að öku- maður stöðvaði Saab-bifreið á leið vestur Miklubraut, vegna þess að hjólbarði sprakk á bifreiðinni. Ökumaður japanskrar fólksbif- reiðar uggði ekki að sér og lenti aftan á Saab-bifreiðinni og kom síðan hver bifreiðin á fætur ann- arri. Löng hemlaför voru á götunni og er ljóst að ökumenn hafa ekið of greitt. Draga þufti fjórar bif- reiðanna með kranabíl af slysstað. Neyðarbifreið var kvödd á staðinn og gerðu læknar að sárum fólks á slysstað og var enginn fluttur í slysadeild. „Kaupmannasamtökin og Verslun- armannafélag Reykjavfkur verða að koma sér niður á hver sé afstaða þeirra til breytinga á regiugerð um opnunartíma verslana, áður en málið kemur til kasta borgarstjórnar," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, aðspurður um hver yrðu næstu skref- in í því máli, en eins og fram kemur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, lokaði lögreglan þremur verslunum í Reykjavík eftir hádegi á laugardag sökum þess að um brot á reglugerð um opnunartíma verslana var að ræða, en verslanirnar höfðu ætlað að hafa opið til kl. 16. Hagkaup var ein þessara versl- ana og fóru forráðamenn hennar að eindregnum tilmælum lögregl- unnar og lokuðu versluninni „í trausti þess að borgaryfirvöld taki málið tafarlaust upp og leiðrétti nú þegar það mikla misræmi sem ríkir í þessum efnum milli höfuðborgar- innar og nágrannasveitarfélag- anna", eins og það var orðað. Hag- kaup íokaði kl. 18 í gær, sem er í samræmi við reglugerðina, en ætl- unin hafði verið að hafa opið til kl. 19 eða lengur virka daga nema laugardaga og um það verið samið við starfsfólkið. Boðað hefur verið til fundar með Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur og Kaupmannasamtökunum klukkan 10 í fyrramálið, þar sem afgreiðslutími verslana í Reykjavík verður til umræðu. „Ég get ekki séð að nema tvennt komi til greina, annaðhvort að rýmka núverandi reglugerð eða nema hana algerlega úr gildi," sagði Davíð Oddsson ennfremur. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1984: Lækkun skatttekna og niðurskurður útgjalda Dræm síldveiði SÍLDVEIÐI er enn dræm, sam- kvsmt upplýsingum eftirlitsmanns sjávarútvegsráðuneytisins, Ástráðs Ingvarssonar. Um klukkan 17.00 í gær böfðu þrfr hringnótarbátar til- kynnt um afla alls um 130 til 140 lestir frá því á sunnudagskvöld. Þá höfðu nokkrir reknetabátar fengið smávegis afla. Skírnir AK fékk 70 til 80 lestir fyrir austan á sunnudagskvöldið og hélt með aflann áleiðis til Akraness. Er reiknað með að hann landi þar í dag. Aðfaranótt mánudagsins fengu Harpa RE og Hákon ÞH 30 lestir hvort skip í ísafjarðardjúpi. Síldin í djúp- inu stendur djúpt og sprengdi einn bátur nótina þar er hann reyndi kast. Reknetabátar aust- anlands hafa fengið smávegis afla síðustu daga, en ekki telj- andi, samkvæmt upplýsingum Ástráðs Ingvarssonar. Skattþrepum breytt með sérstökum lögum Frumvarp að fjárlögum komandi árs verður lagt fram á Alþingi í dag. Engin skattvísitala er tilgreind í frumvarpinu. Til stendur, sam- kvæmt heimildum Mbl., að flytja sérstakt frumvarp um skattvísitölu og breytta skattstiga (breytt skatt- þrep), en breyting skattstiga er talin nauðsynleg til að ná fram þeim markmiðum ríkisstjórnarinnar, að skattar hækki ekki sem hlutfail af launum milli áranna 1983 og 1984. Niðurstöðutölur frumvarpsins eru nálægt 17,4 milljörðum króna. Frumvarpið gerir ráð fyrir tekju- afgangi hjá ríkissjóði. Gert er ráð fyrir að laun hækki ekki almennt um meira en 4 til 6%. Launaliðir frumvarpsins eru hækkaðir um Teknir veif- andi hnífum í miðbænum TVEIR liðlega tvítugir piltar voru handteknir í gær og látnir sofa úr sér vímuna eftir að hafa látið dólgslega með hnífa í miðbænum. Þeir voru ofurölvi og létu illum látum í Austurstræti og Hafnar- stræti — veifuðu hnífum sínum svo vegfarendum stóð ekki á sama. Svo fór að lögreglan skarst í leikinn og handtók þá. 6% miðað við desember 1983 og önnur rekstrarútgjöld um 4% miðað við sama tíma. Skattalækkanir sem þegar hafa komið til framkvæmda (lækkun tekjuskatts, niðurfelling álags á ferðamannagjaldeyri, lækkun tolla og auknar heimildir til lækk- unar söluskatts) munu rýra tekjur ríkissjóðs um 650—700 m.kr. á næsta ári. Innheimtur söluskattur og að- flutningsgjöld eru áætluð 1800 m.kr. lægri 1984 en þau urðu í raun á sl. ári, 1982, (þ.e. á föstu verðlagi fjárlagafrumvarps). Heildarlækkun skatttekna rík- issjóðs 1984 frá liðnu ári, 1982, mun áætluð nálægt 2.500 m.kr. Frumvarpið sýnir jákvæðan rekstrarjöfnuð, þ.e. tekjur ríkis- sjóðs 1984 eru áætlaðar hærri en gjöldin, en áætluð ríkisútgjöld lækka mikið að raungildi. Frum- varpið felur í sér fyrirmæli um: • 2,5% sparnað í launakostnaði, skv. sérstökum tillögum þar um. • 5% sparnað á öðrum rekstrar- útgjöldum. • Verulega lækkun á framlögum til fjárfestingalánasjóða. • Sértekjur stofnana eru hækkað nokkuð. • Framlög til verklegra fram- kvæmda lækka að raungildi. • Niðurgreiðslur búvöru eru áætlaðar um 1000 m.kr. en hefðu átt að hækka í 1300 m.kr. miðað við raungildi fyrri niðurgreiðslna. • Gert er ráð fyrir sérstakri lækkun ýmissa liða, þ.á m. til heil- brigðis- og tryggingamála. Alvarlegt um- ferðarslys á Akureyri í gær SEXTÁN ára piltur slasaðist alvarlega á Akureyri í gær, er hann varð fyrir fólksbifreið þar sem hann var á gangi á Hlíðarbraut í Glerárþorpi. Slysið varð um klukkan 16 síðdeg- is í gær, og var hinn slasaði þegar fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann liggur nú, mikið slasaður að sögn lögreglunnar á Akureyri. Belgíska knattspyrnusambandið ger- ir fyrirspurnir um tryggingar Arnórs BELGÍSKA knattspyrnusambandið hefur sent Knattspyrnusambandi íslands skeyti og spurst fyrir um hvernig tryggingu Arnór Guðjohn- sen hafði í landsleiknum gegn ír- landi á dögunum. Eins og skýrt hef- ur verið frá þá meiddist Árnór í leiknum, tognaði illa í lærvöðva og hefur ekki getað æft eða leikið síð- an. Allt útlit er fyrir að Arnór leiki ekki knattspyrnu næstu tvær vikur. Þetta verður til þess að hann tapar bónusgreiðslum með liði sínu og fé- lag hans sem greiðir honum laun getur ekki notað krafta hans. Knattpsyrnusamband íslands hefur tryggt alla leikmenn sína hjá Reykvískri endurtryggingu hf., en trygging sú mun ekki ná til skammtímameiðsla á leik- mönnum. Að sögn Bjarna Bjarna- sonar hjá fyrirtækinu þá eru landsliðsmenn íslands { knatt- spyrnu tryggðir á sama hátt og enska og þýska knattspyrnusam- bandið tryggir sína leikmenn. En inní þeirri tryggingu er eingöngu bætur ef leikmenn slasast það illa að þeir geti ekki leikið knatt- spyrnu framar eða hljóta dauðs- fall í keppni. Það er því ekki loku fyrir það skotið að KSÍ þurfi hugsanlega að greiða Arnóri eða félagi hans ein- hverjar bætur, ef tryggingafélag- ið gerir það ekki. Enn hefur engin krafa komið frá Arnóri eða félagi hans og óvíst er hvort hún kemur. En þó er ljóst að Arnór verður fyrir verulegum tekjumissi af þessum sökum. Pétur Ormslev meiddist illa í landsleik á sínum tíma gegn Ir- landi og gat ekki leikið knatt- spyrnu um langt skeið og varð fyrir verulegu tekjutapi. Pétur fékk engar bætur, þar sem hann var ekki tryggður fyrir skamm- tímameiðslum. Ellert Schram, formaður KSÍ, vildi ekkert tjá sig um mál þetta í gær. Sagði aðeins að stjórn KSÍ væri að athuga það, mjög gaum- gæfilega. „Við munum skoða þessi trygginarmál alveg niður í kjölinn," sagði Ellert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.