Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 3
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 3 Morgunblaðið/Ól. K.M. Ráðherrar við þingsetningu í gær. Á efri myndinni eru: Matthfas Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, Jón Ilelgason, dóms-, kirkjumála- og landbúnaðarráðherra, Matthías Bjarnason, heilbrigðis-, tryggingamála- og samgönguráð- herra, Geir Hallgrímsson, utanrfkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Á neðri myndinni eru Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, Sverrir Herraannsson, iðnaðarráðherra, og Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra. Alþingi sett í gær Alþingi íslendinga, 106. löggjaf- arþing, var sett með formlegum hætti í gær. Að lokinni guðsþjón- ustu í dómkirkjunni, þar sem sr. Árni Pálsson predikaði, gengu þingmenn til þinghúss. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, setti þingið og ávarp- aði þingheim. Aldursforseti þingsins, Ólafur Jóhannesson, minntist látinna þingmanna, Vilmundar Gylfasonar, Gunnars Thoroddsen, Eðvarðs Sigurðs- sonar og Sigurðar Thoroddsen. Kjörbréf þingmann vóru skoðuð og samþykkt. Nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni. Kjöri forseta og varaforseta, sem og skipan efri deildar, var frestað tii dags- ins í dag. Á bls. 30 og 31 eru fréttir frá alþingi, á miðophu er birt þing- setningarræða forseta íslands, en minningarorð Ólafs Jóhann- essonar og predikun sr. Árna Pálssonar birtast í Morgunblað- inu á morgun. Dr. Páls minnst í Dómkirkjunni Dr. Páll Isólfsson, tónskáld, fædd- ist 12. október 1893. Hann hefði því orðið níræður á raorgun, hefði hann lifað, en Páll lést 23. nóvember 1974. Annaö kvöld verður Páls ísólfssonar minnst í Dómkirkjunni, á svonefndu kirkjukvöldi. Meðal efnis á dagskrá kirkjukvölds- ins verður tónlist dr. Páls. Mar- teinn H. Friðriksson, dómorganisti leikur verk hans, Chaconne, barna- kór Kársness- og Þingholtsskóla syngur Maríuversið úr Gullna hlið- inu og leikur Sigurður Isólfsson, bróðir dr. Páls, undir með kórnum. Fleira verður á dagskrá í Dóm- kirkjunni annað kvöld. Sr. Þórir Stephensen rekur æviferil dr. Páls, sr. Hjalti Guðmundsson segir frá samstarfi sínu við hann sem organ- ista og söngstjóra, en sr. Hjalti söng lengi með Dómkirkjukórnum undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Forráðamenn Dómkirkjunnar og aðrir sem standa að kirkjukvöldi í Dómkirkjunni annað kvöld, vilja með þessum hætti heiðra minningu hins ástsæla dómorganista og tónskálds, um leið og þeir vilja tjá Dr. Páll ísólfsson þakklæti sitt fyrir líf hans og list. Kirkjukvöldið verður sem fyrr segir í Dómkirkjunni annað kvöld og hefst dagskráin kl. 20.30. Sjálfstæðisflokkurinn: Miðstjórnarfund- ur í Valhöll í dag MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar I Valhöll klukkan 16 f dag. Tuttugu og níu manns eiga sæti í miðstjórn flokksins, hvaðanæva af landinu. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi, að á dagskrá fundarins í dag væru tvö mál; reikningar Sjálfstæðisflokks- ins fyrir árið 1982 og undirbúningur landsfundar. Kjartan sagði undirbúningi landsfundar miða vel áfram, og í gær voru ýmis gögn vegna fundar- ins send út, álitsgerðir starfshópa um ýmis mál og fleira. Landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í byrjun næsta mánaðar, og eiga milli 1000 og 1100 manns rétt til fundarsetu, að sögn Kjartans Gunnarssonar. OLÍUÁMAGANN Sólarolfan þín gæti verið orðin svolftið gömul því það hefur svo Iftið þurft að nota hana f sumar. Nú skaltu endilega endurnýja birgðirnar og ganga f Kanarfklúbb Samvinnuferða/Landsýnar, Flug- leiða, Úrvals og Útsýnar. Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría f beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember og vikulega frá 2. nóvember í áætlunarflugi um London þar sem hægt er að hafa viðdvöl í bakaleiðinni. Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótelíbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Við bjóðum dvöl í: 1,2, 3,4, 6,9 eða jafnvel 24 vikur! Við bjóðum hagstætt verð: Prá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjár vikur, miðaðvið 2 í hótelíbúð. 21 vika á Broncémar miðað við 2 í íbúð kostar aðeins 78.000.- kr. Þú kemur heim 9. maí!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.