Morgunblaðið - 11.10.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.10.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 13 Vanskil útgerðaraðila við Fiskveiðasjóð: Þetta er iðnaðarvandamál en ekki sjávarútvegsvandamál — segir Kristján Ragnarsson og bendir á að nær öll skipin sem í hlut eiga eru smíöuö innanlands „ÞAÐ SEM er einkennandi fyrir þennan lista er það, að hann tekur nær eingöngu til skipa, sem smíðuð eru hér innanlands,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ, er blaðamaður Morgunblaðsins óskaði álits hans á hinum miklu vanskilum fjölmargra fiskiskipa við Fiskveiðasjóð, en samtals nema vanskil 20 skipa um 400 milljónum króna. „Lánskjör og lánsupphæðir og dýrleiki þessara skipa hefur valdið því að þessi vanskil hafa orðið," sagði Kristján Ragnars- son ennfremur. „LÍÚ benti á þetta strax þegar þessi skip voru smiðuð, og varaði við að menn tækju þau lán sem í boði voru, og allt hefur þvi komið fram sem á var bent og við var varað á sín- um tíma. — Það er hins vegar athyglisvert að núverandi for- sætisráðherra og fyrri sjávar- útvegsráðherra hafa margsinnis vakið athygli á þvi að þessi inn- lenda skipasmiði væri fremur vandamál iðnaðarins en sjávar- útvegsins. Eigi að siður hefur ekkert verið gert i þessu efni og vandamálið hefur orðið þeirra, sem skipin hafa keypt. Það, að um er að ræða 400 milljóna króna vanskil á tuttugu skipum í Fiskveiðasjóði, hefur náttúru- lega valdið þvi að sjóðurinn hef- ur orðið óhæfari til að sinna hlutverki sinu til lána vegna eðlilegra skipakaupa. Innflutt skip myndu ekki vera á nema hálfvirði á við islensksmiðuð skip. Hitt aðalhlutverk sjóðsins er að sinna endurbótum og end- urnýjunum á þeim flota, sem við eigum fyrir. Það hefur alltaf verið ljóst, að það hlaut að koma að skuldadög- um. Það er einnig ljóst að þetta mál verður ekki leyst með frek- ari lánveitingum, því það hjálp- ar þessum mönnum ekki, og i mörgum tilvikum eru skipin ekki vátryggð fyrir þeim skuldum, sem á þeim hvíla. Vandamálið verður heldur ekki leyst á kostn- að sjávarútvegsins i heild. Til þess er engin aðstaða eins og að- stæður eru i dag og mjög óeðli- legt að aðrir útvegsmenn leggi fé af mörkum til þess að mæta þessum vanda. Hér er þvi um það að ræða, hvort skipin verða seld og nýir kaupendur fást að þeim, eða hvort hið opinbera bregst við vandanum með ein- hverjum hætti á þeim grundvelli sem margyfirlýstur er: Að þetta sé vandamál iðnaðarins vegna innlendra skipasmíða. Það á eft- ir að koma í ljós, og svarið veit ég ekki,“ sagði Kristján Ragn- arsson að lokum. Dr. Jónas Kristjánsson Eldvígslan — Fyrsta skáldsaga dr. Jónasar Kristjánssonar „ELDVÍGSLAN" nefnist ný, sögu- leg skáldsaga eftir dr. Jónas Krist- jánsson, sem væntanleg er frá Bóka- klúbbi Arnar og Orlygs innan skamms. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar, en hann er löngu kunnur fyrir störf sín að bókmenntum, er starfandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar og kunnur fræði- maður, og eftir hann liggja einnig þýðingar á fjölmörgum verkum heimsbókmenntanna, jafnt Ijóðum sem lau.su máli. „Því er ekki að neita, að þetta verk hefur verið aillengi í smíð- um,“ sagði dr. Jónas í stuttu sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær. „Ég fékk hugmyndina að þessu verki árið 1978, er ég var að lesa sögulega skáldsögu enska. Víkingar voru þá mjög á döfinni, og hefur það átt þátt i að kveikja hugmyndina, en sagan er byggð á sannsögulegum kjarna frá níundu öld, og aðalsöguhetjur sögunnar eru Ragnar loðbrók og synir hans, einkum ívar hinn beinlausi, Ragn- arsson. Sögusviðið er Danmörk í fyrstu, en víkingarnir fóru viða, og komið er við í Frakklandi, Eng- landi, Svíþjóð og víðar." — Og hvað með framhaldið, eru ný skáldverk þegar á leiðinni? „Það fer nú ef til vill dálítið eft- ir þeim viðtökum, sem þetta fær! Verði þessu ekki alltof illa tekið, þá er ég með einar tvær hugmynd- ir, sem gaman væri að koma frá sér, þó all nokkuð frábrugðnar þessari bók. En hvað úr verður, verður að koma í ljós, hvort mér endist líf og heilsa og tími, en skáldsagnagerð vil ég ekki gera að mínu aðalstarfi, svo mikið er víst,“ sagði dr. Jónas Kristjánsson að lokum. VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Nánari upplýsingar fást hjá söluskrifstofum Flugleiða, rt t f^*f C|OIP umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. m L%J vFLClLflM\ Gengi 30/9 '83 Gott fólkhjá traustu félagi Verð frá kr. 27.509.- Innifalið: Flug, gisting 13 nætur í Kalifomíu, 1 nótt í New York. Gisting pr. méuin miðað við tvo í herbergi. íslenskur flugvallarskattur ekki innifalinn. Athugið: Verð fyrir 4—5 manna Chevette bflaleigubíl í hálfan mánuð er kr. 6.376.-, sem deflist á farþegana í bflnum. Kaskótrygging er ekki innifalin. „California, here I come" Verð frá kr. 31.698.- Innifalið: Flug: Keflavík—New York—San Juan, gisting 7 nætur í San Juan og 7 nætur á St. Thomas, og flutningur tfl og frá hóteh. Gisting pr. mann miðað við tvo í herbergi. Ekki innifahð: Flug til St. Thomas, sem kostar um $45, fram og til baka pr. mann. íslenskur flugvallarskattur ekki innifalinn. 'Wíexfc0' Frægasta baðströnd Bandaríkjanna er Daytona Beach á Flórída. Flugleiðaferð tfl Daytona opnar leið að stórkostlegustu orlofsstöðunum þama fyrir vestan. Ferðalangurinn hefur úr ótæmandi möguleikum að velja: Disney World, Epcot Center, Circus World, Sea World, Kennedy Space Center, að ógleymdum heitum sjónum og faUegri ströndinni. Mexíkó er hrífandi ferðamannaland: Þægilegt hitabeltisloftslag, blómskrúð, ævafom menning aztekanna, frábær veitingahús og þjónusta tryggja ógleymanlega ferð. Helsti dvalarstaðurinn er Acapulco, draumastaður sóldýrkenda. Sælkemm skal bent á að nautasteikin kostaði innan við 75 krónur íslenskar, eftir því sem við fréttum síðast. Verð frá kr. 26.851.- Innifedið: Flug, gisting tvær vikur, akstur til og frá hóteh. íslenskur fararstjóri tekur á móti fólkinu, og kemur síðan tvisvar í viku í heimsókn. Fólki er gefið upp símanúmer fararstjóra. Gisting pr. mann miðað við tvo í herbergi. íslenskur flugvallarskattur ekki innifalinn. Verð frá kr. 30.701.- Innifalið: Flug, gisting: 1 nótt í New York á útleið, 3 nætur í Mexico City, 1 nótt í Taxco og 10 nætur í Acapulco. Akstur milli fyrmefndra borga. Gisting pr. mann miðað við tvo í herbergi. íslenskur flugvallarskattur ekki innifalinn. Kynnist amenska draumnum að eigin raun á ferð um Kaliforníu. Flogið er alla þriðjudaga til San Francisco, eða Los Angeles, um New York, og heim aftur á þriðjudegi eftir eina, tvær eða frleiri vikur. Við mælum með f erð í bflaleigubfl frá San Francisco tfl Los Angeles: Ævintýraferð um sólríkaKyrrahafsströndina. Njótið lifsins á sykurhvítum ströndum karabísku eyjanna. Flogið er með Flugleiðum tfl New York og það tfl Puerto Rico. Eftir vikudvöl þar er stefnan sett á Jómfrúreyjar, nánar tiltekið St. Thomas. Eyjar Karabíska hafsins bjóða upp á sælutíð undir sólhlif, með daiquiri við calypso-takt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.