Morgunblaðið - 11.10.1983, Page 18

Morgunblaðið - 11.10.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 James Watt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, leggur fram afsögn: „Þaö er kominn tími til að ég segi af mér“ Rannsókn- arnefndin sagði öll af sér Washington, 10. október. AP. Innanríkisráðherra Banda- ríkjanna, James Watt, sagði af sér í gær eftir að styrr hafði staðið um hann í nokkrar vikur. Hann mun þó verða áfram í embætti þar til Reagan forseti útnefnir eftirmann hans. Watt tilkynnti ákvörðun sína á beitarlandi við búgarð skammt frá Santa Barbara í Kaliforníu, þar sem hann hefur að undan- förnu dvalist sér til hvíldar og hressingar. „Það er kominn tími til að ég segi af mér,“ sagði hann við fréttamenn. Reagan samþykkti afsögn Watt, en með semingi þó. Sagði hann hafa staðið sig frábærlega sem einn ráðherra stjórnar sinn- ar. Watt tilkynnti Reagan ákvörðun sína í síma og afhenti formlegt afsagnarbréf sitt skömmu síðar. Watt hefur alla tíð verið um- deildur í embætti, en með um- mælum hans um ráðgjafanefnd innan innanríkisráðuneytisins þótti steininn taka úr. Sagði hann nefndina skipaða „svert- ingja, tveimur gyðingum og krypplingi". Ummæli þessi urðu til þess, að nokkrir þingmenn Repúblikana kröfðust tafarlausrar afsagnar hans. Urðu mótmæli þingmann- anna til þess að leiðtogi minni- hluta öldungadeildarinnar, Rob- ert C. Byrd, sem er Demókrati, lagði fram tillögu þar sem af- sagnar Watt var krafist. Þótt Watt væri yfirmaður allra landareigna ríkisins, þar með talið þjóðgarðanna, sem innanríkisráðherra varð hann fljótt efstur á lista óvina umhverfisverndarsinna, þótt í sumum tilvikum hafi mátt líta á hann sem besta bandamann þeirra. Á meðan hann var í emb- ætti, hálft þriðja ár, fjölgaði ört í samtökum umhverfisverndar- sinna og umræða um umhverfis- verndarmál náði hámarki í fjölmiðlum. James Watt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Manila. Filippee;juni, 10. október. AP. MEÐLIMIR rannsóknarnefndar- innar, sem skipuð var til að rann- saka hvernig dauða stjórnarand- stöðuleiðtogans Benigno Aquino bar að höndum, sögðu af sér í dag allir sem einn. Þá var Cesar Virata, forsætis- ráðherra landsins, harkalega gagnrýndur í dag í fjölmiðlum, sem stutt hafa stjórn landsins. Þótti fréttaflutningurinn gefa skýrt til kynna, að stjórn Marcos- ar forseta á í sívaxandi erfiðleik- um. Nefndin, sem var skipuð fimm mönnum, hætti störfum í dag eftir að formanni hennar hafði verið vikið frá og hlutleysi hennar dreg- ið í efa. Nefndin átti í dag m.a. að yfirheyra herforingjann, sem hef- ur verið að rannsaka morðið á Aquino þann 21. ágúst sl. Marcos forseti lýsti því yfir fyrir viku, að hann óskaði eftir því að nefndin lyki störfum innan tveggja vikna. Hafði hún þá ekki komið saman frá því 12. septem- ber. í bréfi, sem rannsóknarnefndin lagði fram, sagði m.a., að með því að segja af sér opnaðist leið fyrir nýja rannsóknarnefnd, sem vænt- anlega nyti meira trausts almenn- ings. Hófdrykkja minnkar lík- ur á myndun gallsteina Ijindúnum 1(1 oktÁKor AP ^ ^ Lundúnum, 10. október. AP. HALF flaska víns dag hvern gæti hjálpað til viö að koma í veg fyrir myndun gallsteina. Óhófleg drykkja gæti hins vegar leitt til hins gagn- stæóa. Þetta eru niðurstöður breskra vísindamanna, sem unnið hafa að því að kanna hver er ástæða þess að gallsteinar myndast Birtust niður- stöður þessar í tímaritinu The Lancet, opinberu málgagni bresku lækna- samtakanna. Það er hópur lækna í Bristol, sem kemst að þessari niður- stöðu. Segir í skýrslu þeirra, að áfengi minnki gallframleiðslu og í ljósi þess sé rétt að álykta, að hófleg víndrykkja minnki Iík- urnar á myndun gallsteina. Fyrri kannanir á tengslum á milli áfengisneyslu og líkams- starfseminnar höfðu ennfremur leitt í ljós, að hófleg neysla áfengis gæti minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum. Gallsteinar, sem í raun eru ekki annað en samansafnað kól- esteról í gallblöðrunni, geta hindrað streymi galls frá lifrinni og haft truflandi áhrif á melt- ingarstarfsemina. Getur kveðið svo rammt að þessum áhrifum að þau orsaki gulu. Við tilraun sína fengu lækn- arnir 12 manna hóp til liðs við sig. Var þar um að ræða fólk, sem alla jafna neytir lítils áfengis. Drakk umræddur hópur hálfa flösku hvítvíns dag hvern í sex vikur. Nemur þetta magn 39 grömmum umreiknað I hreinan vínanda. Á meðan drykkjutímabilinu stóð hækkaði hlutfall HDL-kól- esteróls um 16,8 af hundraði en kólesteról í galli dróst hins vegar saman um 17,5%. Að drykkju- tímabilinu loknu varð hlutfallið aftur það sama og það hafði ver- ið. Segir Parkinson af sér embætti? London, 10. október. AP. VANGAVELTUR um að Cecil Parkinson, hægri hönd Thatcher forsætisráð- herra, segði af sér vegna uppljóstrana um ástarsamband við einkaritara sinn, fengu byr undir báða vængi í dag. Mál þetta hefur valdið gremju meðal æðstu manna íhaldsflokks- ins, sem undirbúa nú ársþing flokksins, sem hefst á morgun, þriðjudag. Lundúnablöðin skýrðu frá óánægju leiðandi flokksmanna vegna þessa máls á forsíðu í dag, og fyrirsögn í Times hljóðaði svo: „Möguleikar Parkinsons að halda velli hverfandi." Að sögn Times, sem styður stjórn Thatcher, hafa félagar Parkinsons verið mjög gagnrýnir og hvatt hann til að draga sig í Ralph Rich- ardson látinn Lundúnum, 10. október. AP. Sir Ralph Richardsson, hinn kunni breski leikari, lést í gær. Hann var í hópi þekktari leikara Vesturlanda og lék í ótal leikrit- um. Hann var áttræður og lækn- ar á King Edward-sjúkrahúsinu í Lundúnum sögðu hann hafa liðið út af án þjáninga. hlé. Segir blaðið að möguleikar Parkinsons á að halda ráðherra- stól sínum í viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytinu séu hverfandi. Daily Mirror, sem styður Verka- mannaflokkinn, segir þingmenn íhaldsflokksins almennt þeirrar skoðunar að Parkinson ætti að segja af sér til þess að ástamál hans grúfi ekki sem skuggi yfir flokksþinginu. Kjör Neil Kinnocks sem leiðtoga Verkamannaflokksins hefur aukið á vinsældir flokksins meðal kjós- enda, því samkvæmt skoðana- könnunum er bilið milli Verka- mannaflokksins og íhaldsflokks- ins nú nær hverfandi, eða 3%. I kosningunum 9. júní sl. hlaut Verkamannaflokkurinn fylgi 27,6% kjósenda, en fengi 39% nú samkvæmt könnunum. íhalds- flokkurinn fengi nú 42% en fékk 42,4% í kosningunum. Samkvæmt skýrslu brezka Vopn frá ísrael til Nicaragua New York, 10. október. AP. * ÍSRAELAR hafa sent uppreisnarmönnum í Nicaragua vopn scm þeir hafa tekið herfangi af Palestínuskæruliðum, að sögn tímaritsins Time. Ungfrú Sarah Keays, verðandi barnsmóðir Cecils Parkinsons. Slmamynd AP. íhaldsflokksins hefur nýfasistum tekist að hreiðra um sig í flokkn- um, einkum í röðum ungra íhalds- manna, ráðamönnum flokksins til mikillar armæðu. Ákveðið hefur verið að herða allar reglur um val frambjóðenda flokksins við þing- kosningar í framhaldi af því að fyrrverandi félagi f flokki nýfas- ista, Þjóðernisfylkingunni, var í framboði fyrir flokkinn í síðustu kosningum. Time segir ísraela hafa sent vopnin hópi uppreisnarmanna, sem lúta stjórn Eden Pastora, fyrrum ráðherra í stjórn sandin- ista. Time segir einnig að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi að líkind- um stutt uppreisnarmenn Pastora með fjármuna- og vopna- sendingum um E1 Salvador. Past- ora segist ekki hafa hlotið beina aðstoð frá CIA. Skýrt var frá átökum á nokkr- um stöðum í Nicaragua um helg- ina, en sögur fóru ekki af mann- falli eða öðru tjóni. Frá E1 Salvador berast fregnir um að vinstrisinnaðir skæruliðar séu með mikinn liðsafnað á Chich- onotepec-eldfjallinu og hafi í und- irbúningi áhlaup á borgina San Vicente við rætur fjallsins, þar sem landstjórnin hefur látið vinna mikið endurreisnarstarf. Samkomulag um 600 manna eftirlitssveit Beirét, 10. oktáber. AP. RÍKISSTJÓRN Amin Gemayels, forseta Líbanon, skýröi frá því í morgun, að samkomulag hefði náðst við stjórnarandstæðinga um að fara Bandarískir diplómatar bendlaðir við Samstöðu Varsjá, 10. október. AP. POLSKA sjónvarpið sagði í dag að bandarískir diplómatar í Póllandi væru starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar(CIA), og lét að því liggja að þeir hefðu átt samvinnu við einn helsta ráðgjafa Samstöðu, Zbigniew Romasz- ewski. í 20 mínútna útsendingu voru sýndar myndir af um tug sendi- ráðsmanna og einnig af Romasz- ewski, sem sakaður var um sam- starf við CIA. Sagði sjónvarpið að dreifirit Samstöðu, sem gefin hefðu verið út á laun og i trássi við lög um ritskoðun, hefðu verið prentuð á bandarískan pappír. Vestrænn diplómat sagði til- gang sjónvarpsins með útsending- unni að hræða pólskan almenning frá því að blanda geði við banda- ríska sendiráðsmenn, sem nú væru í Póllandi. Einnig er talið að útsendingunni hafi verið ætlað að undirbúa jarð- veginn vegna réttarhalda yfir Romaszewski og þremur öðrum Samstöðuleiðtogum, Jacek Kuron, Adam Michnik og Henryk Wujec. Nokkur hundruð Pólverjar söfn- uðust saman fyrir utan kirkju í Gdansk eftir messu á sunnudag og hrópuðu nafn Walesa hástöfum. Walesa sótti messuna, en sýndi sig ekki þrátt fyrir hvatningarhrópin, heldur hélt kyrru fyrir í kirkju- byggingunum, þar sem hann þáði hádegisverðarboð Lech Kaczmar- ek biskups i Gdansk. Fjölmiðlar í Austur-Þýskalandi skýrðu frá því á laugardag að Lech Walesa Samstöðuleiðtoga hefðu verið veitt friðarverðlaun Nóbels. f sömu andrá var verð- launaveitingunni og verðlaunun- um sem slíkum fundið flest til for- áttu, og verðlaunin sögð „and- pólsk“. þess á leit við ítölsk og grísk stjórn- völd að þau legðu til 600 manna eft- irlitssveit til þess að sjá til þess að vopnahléinu í landi verði framfylgt. Sagði jafnframt, að beiðni þessi yrði lögð fram um leið og nefnd fjögurra manna, sem hefur til þessa haft eftirlit með vopna- hléinu, kæmi sér saman um starfssvið eftirlitssveitarinnar og staðsetningu hennar. Nefndin, sem skipuð er mönnum úr hinum stríðandi fylkingum landsins, átti að funda síðdegis í dag. Fréttir af þessum samkomulagi innan nefndarinnar fylgdu í kjöl- far umfangsmikilla viðræðna Robert MacFarlane, sérlegs sendi- fulltrúa Bandaríkjamanna í Mið- austurlöndum, við Abdul-Halim Khaddam, utanríkisráðherra Sýrlendinga, og Gemayel, forseta Libanon, í gær. Tveir bandarískir sjóliðar hlutu skotsár um helgina, þar sem þeir voru við gæslustörf i Beirút. Kom til átaka skammt frá bækistöð Bandaríkjamannanna við alþjóða- flugvöllinn í borginni með fyrr- greindum afleiðingum. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.