Morgunblaðið - 11.10.1983, Page 20

Morgunblaðið - 11.10.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Þingmenn ingmenn settust til starfa í gær og nú hefst helsta kröfuhríðin á þá þegar tekið er til við að ganga frá fjárlögum. Spjótin standa á þá úr öllum áttum. Embættismennirnir halda uppi sókn fyrir stofnan- ir sínar, sveitarstjórnir berj- ast fyrir sínum hlut og ein- stakiingar sem standa fyrir þjóðþrifamálum telja eðlilegt að fá fjárstuðning hins opin- bera. Þingmenn sitja svo á löngum fundum vegna þessara krafna og bregðast við þeim á kostnað almennings, skatt- greiðenda, sé þeim ekki hafn- að. Oftar en ekki er því haldið fram að stjórnmálamenn séu sjaldan sjálfum sér sam- kvæmir þegar þeir tala annars vegar um nauðsyn aðhalds í ríkisrekstri en leitast hins vegar við að afla sér vinsælda á kostnað annarra í krafti ríkishítarinnar. Þessi áfellis- dómur er ekki að öllu leyti sanngjarn því að yfirleitt finna stjórnmálamennirnir ekki eyðsluna upp hjá sjálfum sér heldur láta þeir undan kröfum sem eru síbreytilegar. Því til staðfestingar má nefna mýmörg dæmi. Eitt skal tekið: Fyrir réttu ári var nýrri sin- fóníuhljómsveit hleypt af stokkunum í Reykjavík. Þetta gerðu einstaklingar af miklum stórhug og létu þess getið í leiðinni, að þeir ætluðu sko ekki að íþyngja skattgreiðend- um með starfsemi sinni, enda hefði ríkið nóg á sinni könnu og meira en það. Skömmu fyr- ir stjórnarskipti í vor fékk þessi hljómsveit þó styrk úr ríkissjóði og nú gerist það að frammámenn hennar ganga fram fyrir alþjóð og segja: Það er skilyrði fyrir því að við höldum áfram að ríkið styrki okkur! Fyrirsjáanlegt er að í ár verður mikill og alvarlegur halli á rekstri ríkissjóðs. Þennan halla má einkum rekja til þess að innflutningur hefur dregist saman og þar með tolltekjur ríkissjóðs. Eng- ar líkur eru á því að á næsta ári vænkist hagur almennings svo að ríkissjóði verði borgið með auknum tekjum af inn- fiutningi. Það er yfirlýst stefna að hækka ekki skatta og raunar boðaði flokkur fjár- málaráðherra það fyrir kosn- ingar í vor að skattana ætti að lækka. Ljóst er að við þessar aðstæður er hreint ábyrgðar- leysi hjá þingmönnum að standa ekki fastir fyrir í kröfuhríðinni og láta ekki haggast þótt hart sé að þeim sótt og málefnin séu merk og góð. í kröfuhríð Með framgöngu þingmanna við afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins verður fylgst af óvenju mikilli athygli á þessu hausti. Almenningur hefur axlað þungar byrðar í orrust- unni við verðbólguna, en það stríð vinnst ekki nema ríkis- sjóður geri hið sama, og í því efni hafa þingmenn úrslita- vald. Til að stemma stigu við verðbólgunni þarf efnahagsað- gerðir, en þessar aðgerðir eru marklausar nema þeim sé fylgt fram af pólitískum þrótti. Það kemur fljótlega fram í þingstörfum hvort hann er fyrir hendi. Villimenn og stríðsótti Astofnfundi Friðarsam- taka listamanna í síðustu viku komst Þorkell Sigur- björnsson, formaður samtak- anna, meðal annars svo að orði: „Ég ætla ekki nokkrum heil- vita mönnum svo illt, að þeir vilji vísvitandi sprengja okkur öll í loft upp — eða drepa okkur með sýklum. En brjál- æðingar komast líka í valda- stóla. Við þekkjum þá Hitler og Stalín frá nýliðinni sögu stórþjóða, og við könnumst við vasaútgáfurnar af þeim um víða veröld. Villimenn allra tíma hafa átt það til að ganga berserksgang. En þeir hafa aldrei verið hættulegri en nú á dögum með sífellt öflugri vopn. Ég hræðist ekki rétt- kjörna fulltrúa siðaðra þjóða þessa heims. Ég hræðist valdræningjana, taugaveikl- uðu og ábyrgðarlausu undir- tyllurnar, sem aldar eru upp til ógagnrýninnar hlýðni og heraga. Ég hræðist leyniskytt- urnar...“ Morgunblaðið tekur undir mat Þorkels Sigurbjörnsson- ar, að það eru einræðissegg- irnir, kúgarar hinna lokuðu þjóðfélaga, sem eru hættulegir heimsfriðnum en ekki rétt- kjörnir stjórnendur lýðræðis- ríkjanna. Og er það ekki ein- mitt dæmigert fyrir þá menn sem stjórna í krafti eigin valdabrölts og með velþóknun þeirrar hernaðarvélar sem er grimmust á okkar tímum, ráðamenn í Sovétríkjunum, að þeir láta undirtyllur sínar vinna að því dag og nótt að telja umheiminum trú um að þeir séu mestu friðarsinnar veraldar(l). Frá mótmælastöðunni við Alþingishúsið í gær. 34 þúsund undirrituðu; um afnám bráðabirgðal; Fom'gismenn heildarsamtaka launa- fólks afhentu í gær við Alþingishúsið á fyrsta degi þingsins, forsætiráðherra, Steingrími Hermannssyni, og aldurs- forseta þingsins, Ólafi Jóhannessyni, en þá var ekki lokið kosningu forseta sam- einaðs þings, undirskriftir 34 þúsund félagsmanna undii áskorun þess efnis að bráðabirgðalögin frá því í vor verði numin úr gildi og þar sem mótmælt er afnámi samningsréttar og þeirri kjara- skerðingu sem orðið hefur vegna þeirra. Bréfið sem afhent var við þetta tækifæri er svohljóðandi: „Við undir- rituð, heildarsamtök launafólks, af- hendum hér með svofellda áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis: „Við undirrituð mótmælum eindregið af- námi samningsréttarins og þeirri miklu kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir. Við skorum á ríkis- stjórn og Alþingi að fella úr gildi án tafar öll ákvæði bráðabirgðalaga frá 27. maí 1983, sem afnema eða skerða samningsrétt samtaka launafólks. Síðastliðnar tvær vikur hafa sam- tökunum borist 34 þúsund undir- skriftir undir þessa áskorun og fylgja þær hér með. Undirskriftirnar eru aðeins til í einu eintaki, sem við óskum að Alþingi varðveiti. Ókomnir undirskriftalistar verða afhentir síð- ar.“ Undir þetta rita Asmundur Stef- ánsson fyrir hönd Alþýðusambands íslands, Kristján Thorlacius fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Ásthildur Erlingsdóttir fyrir launa- Eina verðuga svarið er að fá samningsréttinn aftur — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „Ég held ég hljóti að vera ánægður. Við höfum fengið 34 þúsund undirskrift- ir á tveimur vikum og það eru góðar undirtektir undir kröfu okkar um samn- ingsrétt og góð þáttaka í mótmælastöð- unni í dag áréttaði það enn frekar. Við hljótum að treysta því að ríkis- stjórn og Alþingi taki tillit til þessara eindregnu viðhorfa og gefi okkur samningsréttinn aftur," sagði As- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið um undir- tektirnar við undirskriftasöfnuninni og þáttöku í þögulli mótmælastöðu verkalýðssamtakanna við Alþingis- húsið í gær. „Góðar undirtektir í undirskrifta- söfnuninni og sá fjöldi sem mætti á Austurvelli talar sínu máli og ég fyrir mitt leyti er þess fullviss, að Alþingi a.m.k. hlýtur að taka til þess tillit og bregðast við því þannig að við fáum okkar samningsrétt aftur. Það er eina svarið sem verðugt er,“ sagði Ás- mundur ennfremur. Fólk leggur áherslu á að end- urheimta þessi mannréttindi - segir Kristján Thorlacius formaður BSRB „ÉG ER ánægður með þessar undirtekt- ir, ég tel þetta mikla þáttöku," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, aðspurður um hvort hann væri ánægður með undirtektir við undirskriftasöfnun verkalýðsfélaganna. „Það hefur verið leitað til manna á tveimur vikum og ef miðað er við tölu félagsmanna í þessum fjórum fjöl- mennu samtökum, þá er þetta rétt innan við 50% þáttaka, en það verður að taka tillit til þess, að það er eflaust einnig í þessari tölu eitthvað af eftir- launafólki og öðrum en félagsbundnu fólki. Með þessari þáttöku hefur fólk lagt áherslu á kröfur samtakanna um að fellt verði úr giidi bann við samn- ingum og að samningsrétturinn verði endurheimtur,“ sagði Kristján. „Ég vil ekki trúa öðru en að alþing- ismenn í okkar lýðræðislandi taki til- lit til kjósenda sinna, sem leggja áherslu á mikilvægi málsins á þennan hátt, en það verður auðvitað að koma í ljós. Fjölmennið í þessari mótmæla- stöðu sýnir einnig að fólk leggur mikia áherslu á að endurheimta þessi mannréttindi," sagði Kristján Thorla- cius ennfremur. Frá afhendingu undirskriftalistanna í gær. son, varaformaður BSRB, Kristján Thorlac varaforseti ASÍ, Ásthildur Erlingsdóttir, fi skólamanna, Guðmundur Þ. Jónsson, foi Guðrún Ásdís Ólafsdóttir, Sambandi íslens formaður Verslunarmannafélags Reykjavi Alþýðusambands fslands. Dreg ekki frá 1; stéttarfélögin ó; — segir Albert Guðmun herra vegna mótmælasti „ÉG MUN ekki draga frá launum opinberra starfsmanna sem fóru frá vinnu í dag, nema stéttarfélögin óski sérstaklega eftir því,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í við- tali við blm. Mbl. í gær. Albert sagði þetta í tilefni af mót-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.