Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 38

Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 í staðinn fyrii tylst og grisju Tork á vinnustað Tork þurrkurnar eru sérstaklega íramleiddar fyrir atvinnulíiið, hvort sem um er að rœða olíuþurrkur, þurrkur fyrir elektrónisk tœki, þurrkur fyrir eldhús og mötu- neyti, verkstœðisþurrkur eða afrafmagnaðar þurrkur fyrir tölvur, ljós- nœma hluti og ljós- myndatœki. Hafðu samband við söludeild okkar og fáðu upplýsingar um Tork þurrkur, sem hœfa þínum vinnustað. '=?« asoco hf Vesturgötu 2, P.O. Box 826. 101 Reykjavík simi 26733 Pflagrímaflugi Flugleiða lýkur f dag: Liðlega 70.000 píla- grímar fluttir í tveimur áföngum PÍLAGRÍMAFLUGI Flugleiöa fyrir Aisírmenn lýkur í dag, aö sögn Sae- mundar Guðvinssonar, fréttafulltrúa Flugleiöa, sem sagði flugið hafa gengið mjög vel, en heimflutningur pílagrímanna frá Saudi Arabíu hófst 22. september sl. „1 þessum seinni hluta flugsins voru fluttir um 35.000 pílagrímar frá Jeddah í Saudi Arabíu og hafa því verið fluttir liðlega 70.000 píla- grímar að þessu sinni, en flutn- ingar þeirra frá Alsír hófust 20. ágúst síðastliðinn," sagði Sæ- mundur. í pílagrímafluginu voru notaðar fjórar þotur, ein Boeing 747, sem leigð var af SAS-flugfélaginu, og þrjár þotur af gerðinni DC-8, en ein þeirra var leigð af SAS. Alls störfuðu 270-280 manns við verk- efnið. Pílagrímasamningur Flug- leiða við Alsírmenn er sá stærsti í sögunni, en hann hljóðar upp á liðlega 9 milljónir dollara, sem svarar til liðlega 252 milljóna króna. Þegar pílagrímafluginu lýkur í kvöld mun DC-8 þota Flugleiða TF-FLB koma hingað til lands, þar sem framkvæmd verður á henni svokölluð C-skoðun, sem tekur um 4.000 vinnustundir. Slík skoðun hefur aðeins einu sinni farið fram hér á landi. SAAB 900 nú boðinn tvennra dyra SAAB-umboðið Töggur hélt bflasýningu um helgina, þar sem 1984 árgerðirn- ar voru kynntar. Helztu breytingar hjá SAAB að þessu sinni eru þær, að nú er SAAB 900 boðinn tvennra dyra, en til þessa hefur hann verið boðinn þrennra, fernra og fimm dyra. Að öðru leyti er um minni breytingar að ræða, en hins vegar mun SAAB kynna síðar í vetur SAAB 900 Turbo, knúinn nýrri vél, sem er töluvert kraftraeiri, en sú sem nú er a boðstólum. Morminblaðið/KÖE. Nýr „lítill" Volvo VOLVO-umboðið Veltir hélt um helgina sýningu á 1984 árgerðunum frá Volvo í Svíþjóð og Hollandi. Helztu breytingar frá fyrra ári eru þær, að Volvo 760 er nú boðinn í Turbo-útfærslu hér á landi, auk þess sem bfllinn er boðinn „Turbó-dísel“. Hinn hefðbundni Volvo 240 er lítt breyttur frá fyrra ári. Aðal- nýjungin frá Volvo að þessu sinni er breyttur bfll af gerðinni Volvo 360, eða nýr „IftUT* Volvo. Hann hefur til þessa aöeins verið framleiddur í „Hatchback- útfærslu", þe. þrennra eða fimm dyra. Nú er hann hins vegar boðinn í „Sedan-útfærslu", þe. fernra dyra. Bflnum var reynsluekið á dögunum og verður nánar fjallað um hann í bflaþætti blaösins. Morgunblaðið/KÖE. Nýtt líf í Vestmannaeyjum: Helmingur bæjarbúa búinn að sjá myndina Vestmannaeyjum, 10. október. NÚ UM HELGINA höfðu um 2600 manns séð kvikmyndina Nýtt líf, eða rúmlega helmingur bæjarbúa. Myndin var frumsýnd hér í Sam- komuhúsinu 29. september sl. og var það í fyrsta skipti sem ný íslensk kvikmynd er frumsýnd utan höfuð- borgarinnar. Myndin Nýtt líf er að mestu tek- in hér í Eyjum, og fjölmargir Eyjabúar fara með hlutverk í myndinni. Myndin hefur fengið góða dóma hjá bæjarbúum sem gamanmynd, en deildar meiningar eru um hversu raunsönn sú mynd er, sem dregin er upp af vertíðar- Iffinn Mjög hefur dregið úr aðsókn að kvikmyndasýningum hér á undan- förnum árum við tilkomu mynd- bandavæðingarinnar. Fram til 1980 voru kvikmyndahússgestir um og yfir 50 þúsund á ári, en í fyrra var sú tala komin niður í 32 þúsund manns, sem er um 37% samdráttur. Eru kvikmyndasýn- ingar nú að jafnaði 3 kvöld i viku. Talið er að myndbandaeign sé hér mjög almenn, og ekki annað að sjá en að mikið sé um viðskipti hjá þeim fjórum myndbandaleig- um sem hér eru starfandi. - hkj. Við kappkostum að hafa ávallt til afgreiðslu flestar dekkja- stærðir fyrir lyftara, stærri tæki og vélar. Bjóðum dekk frá Þýskalandi, Taiwan, Frakklandi og Ameríku. Sérpöntum með stuttum fyrirvara „massív“ dekk. Sölusíminn er 91-28411 frá 8.30-18.00. 18x7-8 500-8 600-9 650-10 23x9-10 750-10 700-12 27x10 12 16/70x20 14 PR 700x15 12 PR 8PR 750x15 12 PR I0PR 825x15 12PR 10 PR 600—'15 8PR 16 PR 10.5x18 8PR 12 PR 12.0-18 12 PR 12 PR 10.5x20 10PR 12 PR 12.5x20 10 PR 10 PR 14.5x20 10 PR HRINGIÐI I !91-28411! I og tajið við Hilmar, 'hann veit allt um dekkin I A* /4usturbakki hf. " 1 BORGARTUNI20 Þjóðskjala- safni gefin nafnaskrá Þjóðskjalasafni íslands hefur borist gjöf frá séra Birni Magnússyni fyrr- verandi prófessor. Færði hann safninu vélritaða nafnaskrá f 3 bindura, sem hann gerði yflr Manntal á íslandi 1801, sem Ættfræðifélagið gaf út á sín- um tíma. „Ættfræðifélagið hafði í huga að gefa út slíka skrá, sem viðauka við manntalið 1801, en horfið var frá þeirri hugmynd, sakir kostnaðar, eða öllu heldur sölutregðu," segir í frétt,sem Morgunblaðinu hefur bor- ist frá Þjóðskjalasafninu. Þar segir ennfremur: „Nafnaskrá séra Björns er í stafrófsröð og er við hvern mann tilgreindur aldur og um dvöl mannsins sýsla, sókn, heimili og amt og á hvaða blaðsíðu hann er nefndur í hverju bindi hinnar prent- uðu útgáfu." í sömu frétt segir ennfremur að allir sem þekki til samningar nafnaskráa, viti, að verk sem þetta er tímafrekt og krefst mikillar þolinmæði. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaösins síðastliðinn sunnudag um lok hvalvertíðar var ekki haft fyllilega rétt eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. Biöst blaðið velvirðingar á því. f fréttinni er haft eftir honum að búrhvalur hafi horfið af miðunum ásamt langreyði, steypireyði og hnúfubak. Hið rétta er að búrhval- urinn var á hefðbundnum slóðum sínum við landið í allt sumar. Hefði því mátt veiða hann í sama mæli og undanfarin ár, væri ekki búið að friða hann, að sögn Kristjáns Loftssonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.