Morgunblaðið - 11.10.1983, Qupperneq 40
Bítlaæðið
#■
á
iflfíjíiwMafoiifo
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983
Verður þorskaflinn 100.000 lestum minni en í fyrra?
Tölvupappír
Ími formprent
Hverfisgotu 78. simar 25960 - 25566
Þýðir um 1.250 milljóna króna
tekjutap útgerðar og sjómanna
— segir Kristján Ragnarsson
„ÞAÐ SEM AF ER árinu er þorskafli togara 19.400 lestum minni en á sama
tíma í fyrra, sera er aö núverandi verömæti um 250 milljónir króna. Miðað
viö sama tíma hefur þorskafli báta minnkað um 49.000 lestir eða um 600
milljónir króna að verðmæti. Samdráttur aflaverðmæta upp úr sjó nemur því
um 850 milljónum króna,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður og frara-
kvæmdastjóri LÍÚ, er Morgunblaðið bar undir hann bráðabirgðatölur Fiski-
félags íslands um afla landsmanna.
„Þorskafli togara minnkaði um
9.000 lestir f ágúst miðað við sama
mánuð í fyrra og 5.000 í september.
Nú er þorskafli nánast enginn, því
sýnist mér að þorskaflinn á árinu
stefni í um 280.000 til 290.000 lestir.
Heildarsamdráttur frá síðasta ári
gæti því orðið um 100.000 lestir, en
þá var aflinn 382.000 lestir og
460.000 lestir árið þar áður. Sam-
drátturinn í þorskaflanum milli
þessa árs og síðasta gæti því numið
um 1.250 milljóna króna tekjutapi
Með fíkni-
efni í iðrum
sér fyrir
l/2 milljón
TVEIR menn á þrítugsaldri voru
teknir fastir við komuna til Kefla-
víkur frá Luxemborg á laugardag
vegna gruns um tilraun til fíkni-
efnasmygls. Crunur fíkniefna-
deildar lögreglunnar reyndist á
rökum reistur — þeir voru látnir
laxera sem kallað er og settir á
kopp og skiluðu niður um 160
grömmum af amfetamíni og kóka-
íni. Þeir voru úrskurðaðir í viku
gæzluvarðhald, annar á sunnudag
og hinn um hádegisbilið í gær.
Fíkniefnin voru í kúlulaga
gúmmípakkningum. Annar
hafði gleypt fjórar slíkar kúlur,
hinn tvær auk þess sem hann
hafði kókaín í iðrum sér. Verð-
mæti þessara fíkniefna mun
vera um hálf milljón króna.
Það sem af er árinu hefur
fíkniefnadeild lögreglunnar lagt
hald á tæplega 400 grömm af
amfetamíni eða hvíta duftinu
svokaliaða. Þar af voru liðlega
100 grömm tekin í vor með sama
hætti og nú. Þetta er mikil
aukning á tiltölulega skömmum
tíma. Fyrir aðeins þremur árum
lagði lögreglan hald á innan við
10 grömm af amfetamíni á einu
ári.
fyrir útgerð og sjómenn," sagði
Kristján.
Kristján sagði ennfremur, að
þessi þróun sýndi það fyllilega, að
ekki yrði um svipaðan afla seinni-
hluta ársins að ræða, eins og gert
hefði verið ráð fyrir í spám Þjóð-
hagsstofnunar. Nú væri staðan orð-
in þannig, að ekki væri lengur lánað
fyrir olíu og stefndi í uppboð á fiski-
skipum.
Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, sagðist ekki tilbúinn
til að tjá sig um hvaða áhrif þetta
gæti haft á afkomuspár stofnunar-
innar. Enn væri ekki búið að kanna
þessar tölur fyllilega, en það yrði
gert á næstu dögum.
„Þorskaflinn er nú orðinn tæplega
252.000 lestir og það var gert ráð
fyrir því í vor, að svipaður afli yrði
það sem eftir væri ársins og sama
tíma í fyrra. Til þess að 320.000 lest-
ir náist þurfa að nást tæplega 70.000
lestir til viðbótar. í september varð
aflinn tæpar 12.000 lestir, þannig að
við megum þakka fyrir að ná 300.000
lestum. Annar afli er aftur á móti
meiri nú. Því er erfitt að segja um
hvaða áhrif þetta hefur á heildar-
dæmið, en allt bendir þó til verri
afkomu þessara skipa en gert var
ráð fyrir á síðasta vori. Þetta hefur
því allt farið fremur á verri veg,“
sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélagsins er heildarafli lands-
manna fyrstu 9 mánuðina um 64.000
lestum minni en á sama tíma í
fyrra. Þorskaflinn er tæplega 70.000
lestum minni, en af öðrum botnfiski
hefur nú aflazt um 11.000 lestum
meira. Samdráttur þorskafla bát-
anna nemur tæpum 50.000 lestum og
togara 19.500 lestum. Sé litið á sept-
ember mánuð þessa árs og síðasta
kemur í Ijós að þorskafli togara er
nær helmingi minni nú eða 5.866 á
móti 10.556 lestum í fyrra. Þorskafli
báta er nú um 1.700 lestum minni.
Heildarafli togara er hins vegar
nánast sá sami en heildarafli báta
um 4.000 lestum meiri nú. Heildar-
aflinn í september nú er um 4.000
lestum meiri en í fyrra, þorskaflinn
6.500 lestum minni en.annar botn-
fiskafli 7.500 lestum meiri.
Ráðherramakar í kaffisamsæti
SÚ HEFÐ hefur skapast, að forsætisráðherrafrú býður
mökum ráðherra til kaffidrykkju á Alþingi þingsetn-
ingardaginn. Það var til tfðinda nú, að karlmaður sat
þetta boð — Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar,
eiginmaður Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráð-
herra. Á myndinni, sem RAX tók í kaffistofu Alþingis í
gær, eru frá vinstri: Gréta Kristjánsdóttir, kona Sverris
Hermannssonar; Sigrún Þorgilsdóttir, kona Matthías-
ar Á. Mathiesen; Kristín Ingimundardóttir, kona
Matthíasar Bjarnasonar; Sigurjóna Sigurðardóttir (fal-
in á bak við Kristínu), kona Halldórs Ásgrímssonar;
Þór Vilhjálmsson; Edda Guðmundsdóttir, kona
Steingríms Hermannssonar; Brynhildur Jóhannsdóttir,
kona Alberts Guðmundssonar; Erna Finnsdóttir, kona
Geirs Hallgrímssonar og Björg Finnbogadóttir, kona
Alexanders Stefánssonar. Á myndina vantar Guörúnu
Þorkelsdóttur, konu Jóns Helgasonar.
SIS, Esso og hreppurinn sýna áhuga á aðild að frystihúsinu á Patreksfirði:
Skuldir hússins nema
um 190 milljónum kr.
SKULDIR Hraðfrystihúss Patreks-
fjarðar hf. nema um 190 milljónum
króna, að því er stjórnarformaður fyrir-
tækisins upplýsti á fjölmennum
borgarafundi á Patreksfirði í gær-
kvöld. Samband íslenskra samvinnufé-
laga og Olíufélagið hf. hafa látíð í Ijós
áhuga á að eignast hlutabréf í Hrað-
frystihúsi Patreksfjarðar hf. fyrir allt
að átta milljónir króna, fjórar milljónir
frá hvorum aðila. Hreppsfélagið hefur
Um 160 lestir af karfa
eyðilögðust í söluferð
UM 160 lestir af karfa eyðilögöust í
söluferð skipsins Guðrúnar Þorkels-
dóttur frá Eskifirði í lok síðasta mán-
aðar. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fór skipið til Þýskalands með
um 200 lestir af karfa úr skipunum
Jóni Kjartanssyni og Hólmanesi frá
Eskinrði. Erlendis voru rúmar 80 lest-
ir aflans dæmdar í gúanó, en 40 lestir
seldar á lágu verði. Hélt skipið síðan
heim aftur með um 80 lestir, sem fóru
í gúanó þar.
Morgunblaðið bar þetta undir
framkvæmdastjóra Hólmaborgar á
Eskifirði, Magnús Bjarnason, sem
gerir skipið út. Staðfesti hann, að
yfir 100 lestir af karfa hefðu
skemmst og skipið hefði komið með
hluta aflans heim, sem fyrirséð
hefði verið að dæmdur yrði f gúanó.
Eitthvað hefði einnig farið í gúanó í
Þýskalandi. Sagði hann Guðrúnu
hafa tekið afla af þessum tveimur
skipum og eitthvert slys hefði átt
sér stað er aflanum var umskipað og
hann endurísaður. Þetta væri vissu-
lega áfall og væri ekki á stöðuna
bætandi. Lítið væri að gera við þessu
annað en að læra af reynslunni og
gæta þess, að svona færi ekki aftur.
Þá gat hann þess, að þó að 200
lestir hefðu verið vegnar um borð í
skipið heima, hefðu ekki nema 160
til 170 lestir skilað sér upp, enda
reiknuðu menn með um 10% afföll-
um afla við siglingu.
gegn vissum skilyrðura látið f Ijós vilja
til að gefa eftir um fimmtung af 2,5
millj. kr. skuld fyrirtækisins við sveit-
arfélagið upp í hlutabréf og einkaaðili
á Patreksfirði hefur boðist til að taka
að sér rekstur fyrirtækisins.
Á borgarafundi á Patreksfirði í
gærkvöld, þar sem voru um 230
manns, lá fyrir tillaga frá Alþýðu-
flokksmönnum í hreppsnefnd um 500
þús. kr. eftirgjöf á skuldum fyrir-
tækisins upp í hlutabréf. Þessi
hugmynd, sem afgreidd verður af
hreppsnefndinni, þar sem Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur eru
með fjóra fulltrúa af sjö, er skilyrt
af hálfu flutningsmanna tillögunn-
ar. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að
hreppsfélagið fái fulltrúa f stjórn
fyrirtækisins; í öðru lagi verði staðið
við áform um uppbyggingu; í þriðja
lagi er sett sem skilyrði að gerð verði
hlutlaus úttekt á fjárhagsstöðu
fyrirtækisins og kannað hvort mögu-
leikar séu á áframhaldandi rekstri
og þá hvernig, og loks er gert að
skilyrði fyrir þátttöku hreppsins, að
samkomulag náist við helstu lána-
stofnanir um breytingu á lánskjör-
um svo greiðslubyrði fyrirtækisins
verði viðráðanlegri en nú er. Sjálf-
stæðismenn í hreppsnefnd, sem
beittu sér fyrir borgarafundinum,
eru andvígir þessari hugmynd að
sögn fréttaritara Morgunblaðsins
sem sat fundinn í gærkvöld.
Skömmu áður en fundinum lauk um
kl. 23 í gærkvöld fór fram skoðana-
könnun meðal fundarmanna um áð-
urnefnda tillögu. Handaupprétt-
ingar leiddu í ljós, að 96 voru fylgj-
andi tillögunni, 40 voru andvígir
henni en um 70 fundarmenn
tóku ekki afstöðu.
Hundur beit
12 ára gaml-
an dreng
TÓLF ára gamall drengur var
bitinn af hundi í Breiðholti um
hádegisbilið í gær.
Hann var einn á ferð þegar
hundur kom aðvífandi og glefs-
aði fyrirvaralaust í hönd hans.
Farið var með drenginn á
slysadeild og gert að sárum
hans og hann sprautaður, en
meiðsli hans eru ekki alvarleg.
Hundurinn fannst síðar og hef-
ur honum verið lógað.
Sjá „Málshöfðun gegn hunda-
eigendum sem sætt hafa
dómi“ á bls 2.