Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Skoðanakönnun DV: 63,5% fylgjandi ríkisstjórninni í SKOÐANAKÖNNUN sem DV gerði um síðustu helgi og birt var í DV í gær voru 63,5% þeirra sem spurðir voru fylgjandi ríkisstjórninni en 36,5% andvígir ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku. Skoðanakönnunin náði til 600 manns og urðu niðurstöður henn- ar þær að fylgjandi ríkisstjórninni voru 289 eða 48,2%, andvígir ríkis- stjórninni voru 166 eða 27,7%, óákveðnir voru 124 eða 20,7% og 21 vildi ekki svara eða 3,5%. í frétt DV af skoðanakönnun- inni segir að listar ríkisstjórnar- flokkanna, það er Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, auk T-lista sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum og BB-lista framsókn- armanna á Norðurlandi vestra hefi samtals fengið 58,2% at- kvæða í síðustu alþingiskosning- um, en fengju nú samkvæmt skoð- anakönnuninni 63,5%. Nokkrir fjall- vegir enn ófærir í GÆR og fyrradag var unnið að snjómokstri á fjallvegum víða um land sem lokuðust um helgina vegna snjókomu og skafrennings. Nokkrir fjallvegir eru enn ófærir og hálka er BÚR-málið í borgarráði í gær: Samþykkt að ráða Brynjólf — Atkvæði féllu 3:2 BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Brynjólf Bjarna- son hagfræðing í starf framkvæmda- stjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en útgerðarráð BÚR hafði samþykkt að ráða Brynjólf á fundi fyrir sl. helgi. Borgarráð samþykkti ráðning- una með 3 atkvæðum borgarráðs- manna Sjálfstæðisflokksins gegn 2 atkvæðum fulltrúa Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks, en fulltrúar þessara flokka sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í út- gerðarráði. Endanleg afgreiðsla málsins mun fara fram á borgarstjórnar- fundi sem haldinn verður næst- komandi fimmtudag. á vegum norðanlands. I gær gerði versta veður í Vestur-Skaftafells- sýslu og var um tíma ófært fyrir minni bíla um Mýrdalssand. Á Vestfjörðum er Þorskafjarð- arheiði ófær en búið er að moka vegina um Hrafnseyrar-, Breiða- dals- og Botnsheiðar og er vegur- inn á milli ísafjarðar og Reykja- víkur nú fær öllum bílum. í gær var vegurinn um Strandir, úr Hrútafirði til Hólmavíkur, mokaður. Frá Hólmavík í Bjarn- arfjörð er aðeins fært stærri bíl- um en ófært þaðan og norður í Árneshrepp. Fært er flestum bílum frá Reykjavík og norður um land, allt til Vopnafjarðar. í fyrradag var vegurinn úr Fljótum til Siglu- fjarðar mokaður en hann var orð- inn þungfær en vegurinn um Lág- heiði er enn ófær. Þá var vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla mokaður í fyrradag og þá þurfti einnig að hreinsa veginn frá Akureyri aust- ur í Ljósavatnsskarð sem þá var orðinn þungfær. Hálka er á vegum norðanlands. Vegurinn um Hólssand er ófær og vegurinn um Öxarfjarðarheiði hefur verið ófær um nokkurn tíma. Mývatnsöræfi eru fær stór- um bílum svo og frá Möðrudal niður í Vopnafjörð og vegurinn frá Möðrudal og yfir Möðrudalsöræfi er aðeins jeppafær. Breiðdalsheiði er fær jeppum og vegurinn yfir Fjarðarheiði og Oddsskarð var mokaður í fyrradag. Saltaö á Fáskrúösfirði. Morgunblaöiö/Albert Kemp. Austfirðir: Meiri bjartsýni með sfldveiðarnar NOKKUR síldveiði var í Mjóafiröi í fyrrinótt og veiddust þar alls um 300 lestir. Nokkrir bátar voru þar aö veiöum, en mest aflaði Guðmundur Ólafur ÓR, en hann fékk 80 lestir og fór meö aflann til Ólafsfjarðar. Aörir bátar voru með minni afla. Reyðarfírði, 18. október. HELDUR lifnaði yfir mönnum hér í morgun er fréttist að Vota- bergið frá Eskifirði væri að koma Sumarhús Alþýðusambands Austurlands: Húsgögn fyrir 500 þúsund krónur keypt frá Danmörku ALÞÝÐUSAMBAND Austurlands keypti í vor dönsk húsgögn í ný orlofshús, fyrir um 500 þúsund krón- ur, að því er Sigfinnur Karlsson formaöur Alþýðusambands Austur- lands sagði í samtali viö blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Al- þýðusambandið er að reisa tuttugu orlofshús á Einarsstöðum, og voru níu þeirra tekin í notkun í vor, en áætlað er að hin ellefu verði tilbúin á næsta ári. „Við vorum ekki ánægð með að þurfa að kaupa erlend húsgögn, en ég kannaði þetta víða og það varð niðurstaðan að við keyptum hús- gögn frá Danmörku, að undan- skildum sófaborðum þó, þau eru innlend smíði,“ sagði Sigfinnur Karlsson. Hann sagði nauðsynlegt hafa verið að kaupa furuhúsgögn, vegna litar þeirra og samræmis í sumarhúsunum, og ekki hefðu fundist húsgögn smíðuð hér á landi, sem hefðu talið henta. Því hefði þessi leið verið valin, og hús- gögnin keypt fyrir milligöngu ís- lenskra innflutningsaðila. Sig- finnur kvað ekki ljóst, hvort hús- gögnin í þau hús sem eftir er að taka í notkun, yrðu íslensk eða er- lend. Patreksfjörður: Ollum hreppsbúum boð- ið að kaupa hlutabréf — vangoldin laun greidd út í gær STARFSFÓLK Hraðfrystihúss Patreksfjarðar fékk í gær greidd laun, sem það hefur átt inni undanfarnar 4—6 vikur. Togbáturinn Þrymur, sem gerður hefur verið út frá Patreksfirði en varð stopp um sama leyti og húsinu var lokað og öllu starfsfólki sagt upp fyrr í þessum mánuði, hefur hafið róðra á ný og kom hann t.d. inn í fyrradag með 7,5 tonn. Afli í fyrri róðrum hefur einnig verið tregur. Togarinn Sigurey, sem verið hefur í slipp í Englandi, kemur til Patreksfjarðar í dag eða kvöld og verður reynt að koma honum á veiðar sem allra fyrst, að sögn Jens Valdimarssonar, kaupfélagsstjóra og stjórnarformanns Hraðfrystihússins, sem Mbl. fékk þegar upplýsingar hjá í gær. Fyrir hádegi í dag ætlaði stjórn Hraðfrystihússins að senda öllum skattgreiðendum á Patreksfirði bréf og bjóða hlutabréf í hrað- frystihúsinu til kaups. „Við gerum okkur vonir um að fá um fimm milljónir króna á þennan hátt og bendum í bréfinu á ýmsa greiðslu- möguleika — vinnuframlag, lána- möguleika og fleira," sagði Jens í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Þetta er þáttur í þeirri viðleitni okkar að skapa mótvægi hér heima við það hlutafé, sem vænt- aniega kemur inn með skuldajöfn- un Sambandsins og Olíufélagsins hf.“ Jens sagði að hægt hefði verið að greiða laun eftir að samið hefði verið við Landsbankann um greiðslu afurðalána — ekki hefðu verið tekin ný lán, enda hefði það aldrei staðið til. Fyrirtækið skuld- aði nú þegar meira en nóg. „Það sem við höfum verið að gera er að fá lengingu á lánum, uppstokkun á kerfinu," sagði Jens. „Við stöndum ekki undir frekari lánum enda viljum við vinna okkur út úr þess- um erfiðleikum." Hann sagði í framhaidi af þessu, að rétt væri að árétta að þær 190 milljónir króna, sem fyrirtækið skuldaði, væru ekki að- eins skuldir hraðfrystihússins. „Þetta eru heildarskuldir fyrir- tækisins og ná yfir skuldir af hús- inu, 200 tonna bát, 500 tonna tog- ara og ýmsum eignum og tækjum í landi,“ sagði Jens. „Þegar þess er gætt að skuldir á togurum í land- inu almennt eru 120—220 milljón- ir króna, þá birtast þessir hlutir í nokkuð öðru ljósi." í síðustu viku áttu stjórnar- menn í Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar hf. og forsvarsmenn undir- búningsfélags að stofnun nýrrar fiskvinnslu á Patreksfirði með sér fund, þar sem ræddir voru mögu- leikar á samstarfi þessara tveggja hópa. Undirbúningsnefndin hefur safnað hlutafjárloforðum fyrir um tvær milljónir króna. Jens sagðist hafa óskað eftir öðrum fundi með forsvarsmönnum hópsins, því við uppbyggingu atvinnulífs á Pat- reksfirði og hraðfrystihússins þar væri sá hópur mjög þýðingarmik- 111. Hann kvaðst engu vilja spá um hvort samstaða næðist þar á milli. MEÐ YKKAR STUÐNINGI hefur ríkissljórninni tekisl að tryggja atvinnu og lækka verðbólguna úr 130°, niður i 30'V,. - AÐEINS MEÐ YKKAR STUÐNINGI getur hún haldið áfram að draga úr verðbólgunni og hafið nýja sókn til framfara í atvinnumálum og til bættra lífskjara. Upplýsingarit stjórnarinn- ar komið út í GÆR kom út upplýsingarit rfkis- stjórnarinnar um árangur efnahags- aðgerða stjórnarinnar. Fyrirhugað er að dreifa ritinu inn á öll heimili landsins og verð- ur byrjað á því í dag, en þetta er fjórblöðungur, gefinn út í 65 þús- und eintökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.