Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 35 Matthildur Kristó- fersdóttir - Minning Fædd 6. desember 1906 Dáin 1. október 1983 Stöðugt hættir okkur til að líta á komu dauðans með ótta og get- um ekki skilið hversvegna hann hafi komið svo fljótt sem verða vill. í einstaka tilfellum er þó svo komið fyrir sársjúku fólki, að hans er vænst sem líknandi vinar, að hann sé þá jafnvel síðar á ferð en æskilegt hefði verið. En hvenær sem hann hrífur til sín einhvern úr fjölskyldu, náinn vin eða ætt- ingja, þá fyllist fólk klökkva vegna komu hans, sem er undanfari góðra og draumkenndra minn- inga, sem lifa í brjóstum þeirra, sem eftir standa. Það var aðfaranótt laugardags- ins 1. október sl., að við hjónin vorum vakin með tilkynningu um að Matthildur, móðir konu minn- ar, hefði látist um nóttina. Hún hafði átt við erfið og kvalafull veikindi að stríða marga síðustu mánuði, sem ekki varð við ráðið. Dauðann bar því að hennar garði sem líkn. En þrátt fyrir vitneskju um að stríði væri lokið fór fyrir okkur sem fleirum, að við urðum harmi slegin. Hún myndi ekki framar eiga stundir á heimili okkar. Og á skilnaðarstund vil ég minnast tengdamóður minnar með nokkrum orðum og þakka vináttu hennar, störf f þágu fjöl- skyldunnar og öll hin góðu kynni og ég vil segja það strax, sem mér er ljúft að minnast að aldrei varð okkur sundurorða á því timabili sem hún bjó með okkur. Bjart.er yfir minningu þessara ára og margt að þakka. Jóhanna Matthildur, eins og hún hét fullu nafni, fæddist að Þverá á Síðu í Vestur-Skafta- fellssýslu 6. desember 1906, elst fjögurra barna Guðlaugar Þórar- insdóttur og Kristófers Kristó- ferssonar, er þar bjuggu. Næst elstur var Bergur Kristinn, sem lést árið 1971, þá Margrét, hús- freyja á Maríubakka í Fljóts- hverfi, og yngst Sigurveig, hús- freyja í Múlakoti á Síðu. Einnig átti Matthildur hálfsystur, Guð- björgu Jónsdóttur, sem var nokkr- um árum eldri, lést árið 1966. Hún var gift og búsett í Reykjavík. Á Þverá, sem er norðanmegin samnefnds fjalls á Sfðu og aust- asti bær þeirrar sveitar, en Fljótshverfismegin fjallsins, átti Matthildur sín bernskuspor. Hún mun ekki hafa farið þaðan alfarin fyrr en um þrítugsaldur, að hún kvæntist og fluttist með eigin- manni sínum til Reykjavíkur. Þessi fagra sveit var og hélt áfram að vera hennar draumaheimur og fólkið beggja vegna fjallsins henni mjög kært og minnisstætt. Má segja að það hafi grópast í minn- ingaheim hennar og fest þar traustar rætur. Henni var sérlega ljúft að minnast æsku- og ung- dómsáranna frá Þverá og fylgdist alla tfð af lifandi áhuga með lffi þess og atburðum úr sveitinni sinni kæru. Húm var minnug með afbrigðum og ættfróð. Var fljót að átta sig á og rifja upp löngu liðna atburði og var ánægjulegt að heyra hana segja frá samtölum og atvikum á sinn lifandi og skemmtilega hátt. Hún lét sig miklu varða málefni vina og ættmenna, gladdist yfir velgengni og hryggðist af mótlæti. Segir það nokkuð um, að tilfinningamann- eskja hafi hún verið. Og hún var einstakur dýravinur. Það má ekki gleymast. Arið 1935 kvæntist Matthildur Jóni Guðmundssyni frá Selárdal í Miðdölum og sama árið fæddist þeim einkadóttirin Matthea, sem er þekkt og mikilsmetin listakona. Þau hjónin bjuggu í Reykjavík, lengst af við Hverfisgötu en síðar að Freyjugötu 37 og á Laugavegi 145. Jón var greindur maður og gleðimaður og mörgum kunnur. Hann starfaði lengst hjá Máln- ingarverksmiðjunni Hörpu. Hann lést í septembermánuði 1968. Stuttu síðar flutti Matthildur á heimili dóttur sinnar og undirrit- aðs og dætra okkar. Er mikil birta yfir minningum þessara ára, þó hún gengi að vísu ekki alltaf heil til skógar, kvartaði hún ekki og gerði jafnan minna úr, en ástæða var til. Matthildur var að eðlisfari bjartsýn, félagslynd var hún einn- ig og hafði gaman af að fá heim til sín vini og ættingja. Hún var því gestrisin með afbrigðum og munu margir kunna að minnast þess frá heimili þeirra hjóna, þó ekki væru húsakynnin á búskaparárum þeirra ýkja stór, miðað við nútím- ann. Matthildur starfaði um árabil við fatasaum, sem hún nam á yngri árum austur í Víkurkaup- túni í Mýrdal, þar sem hún mun hafa dvalið um tveggja vetra skeið. En heimilisstörfin tóku einnig mikinn tíma, því langur og erfiður vinnudagur bændanna út- heimti mikið og kjarngott fæði. Tvær fullkomnar máltíðir á dag og oft á tíðum gestkvæmt á heim- ili þeirra hjóna, eins og fyrr getur. Úr bröttum hlíðum Þverárnúps er útsýn mikilfengleg og fögur yfir Fljótshverfið. Þaðan blasa við mosavaxin eldhraun og klettar frammi á sléttlendinu, tignarlegur fjallahringur frá vestri til austurs með hinn rismikla Lómagnúp sem höfuðprýði og í meiri fjarlægð hvítir jöklar með tindum og tröllagljúfrum, en einnig og víða inn á milli hrjóstursins grónir og gróðursælir hvammar og blátærar lindir. Ekki má heldur gleyma að minnast hafsins í suðri, sem stundum færði eyrum Matthildar þungan sjávarnið og sem stundum gladdi augu hennar með lognvær- um fleti sínum tindrandi af sól og þá gátu verið hillingar á heitum söndum og ævintýramyndir í tí- bránni. Nær kunni hún að greina frá Orustuhól og fleiri álfaslóðum, Fossálum með veiðivon og sumar- högum fyrir nautpening og sauðfé við Brattland 1 vestri. Og hlíðar Þverárnúps voru líka sérstakur ævintýraheimur, sem hún hafði gaman af að segja öðrum frá og lifa sig inn í með frásögnum af þvi fólki, sem hún þekkti og umgekkst í æsku sinni. Hún var minnug hún Matthildur, hún var sjór af fróð- leik. En kærast var henni að sjálf- sögðu æskuheimilið sjálft, því ein- hverntíma orðaði hún tilfinn- ingarnar svo í því sambandi, að hver dagur þar væri sér dýr minn- ing. Þó voru erfiðir tímar og mikl- ar annir í daglegu lífi fólksins hennar. En víst er það, að þarna lærði hún að elska sitt land, sér f lagi þennan hluta þess. Og þeirri hugsjón var hún trú til hinstu stundar, því á banabeði fannst henni jafnvel sem hún væri að hverfa þangað heim. Eftir að Matthildur hafði dvalið á heimili okkar Mattheu í nokkur ár, var okkur hjónunum farin að leika forvitni á að vitja æsku- stöðva hennar. Þó kona mín væri þar fædd hafði hún alist upp i Reykjavík en ekki þar. Við fórum um sveitina, komum að Þverá og fórum upp í brekkurnar þar, sem bærinn hafði staðið áður fyrr. Veðrið var milt og hið fegursta og auðvelt um góðar myndatökur. Mér er minnisstætt hve glöð hún varð, hún tengdamamma, þegar hún fór að fræða okkur og sér í lagi ömmubörnin um þær. Hver staður átti sína sögu í atvikum frá liðnum tíma. Sjálfum fannst mér ég greina í andliti hennar ein- hverja samlíkingu við umhverfið. Hún bar í rauninni tign þess í yf- irbragði sínu, litróf þess eftir árs- tíðum. Mig langar að biðja frænda eiginmanns Matthildar og vin þeirra beggja að lýsa því nánar í einu ljóði/Eg veit að það tjáir bet- ur en eigin orð hvað ég og fjöl- skylda mín vildum segja við hana, er við minnumst elskulegrar móð- ur, tengdamóður og ömmu: „Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifír sál þín í mér, ó, þú systir mín kær. Þú varst mildi og ást og þitt móðerni bar við sinn líknsama barm dagsins lifandi svar: Allt sem grét, allt sem hló, átti griðastað þar — jafnvel nálægð þín ein sérstök náðargjöf var. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár, þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ijómar þin sól bak við lokaðar brár.“ Jóh. úr Kötlum. Matthildur var farin að þrá langa hvíld og draumlausan svefn. Við vonum að sú ósk hafi verið uppfyllt. Það má segja að við vit- um fátt um það, hvað okkar bíður handan þeirra landamæra, sem allir leiðast til í gegnum lífið. En við vonum það besta og eitt er víst: Þangað hefur fjöldinn farið, líka hennar nánustu. Og þar hefur hún fundið það, annaðhvort í djúpum svefni þess eða öðru lífi. Og þá hefst nýtt skeið á þroskabraut. Skyldi hún Matthildur þá ekki rísa upp og kanna hin fegurstu ævintýralönd. Best gæti ég trúað því. Stefán Guðmundsson Kveðja: Helga Pálsdóttir Fædd 26. júní 1979 Dáin 12. október 1983 Það er erfitt að þurfa að trúa því að litla vinkonan mín, hún Helga, sé farin frá okkur. Hún sem var svo ótrúlega stór og kraftmikil. Svo fjörug og fyrir- ferðarmikil. Barn sem ég hélt að ætti eftir að verða svo mikið úr. En örlögin láta ekki að sér hæða. Og við þau ráðum við ekki. Hvað getur maður sagt eða hugsað — hvað á maður að segja eða hugsa? Við verðum að vera sterk og tak- ast á við raunveruleikann, þrátt fyrir að okkur sé hann ekki alltaf kær. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Helgu litlu þennan stutta tíma sem hún var meðal okkar. Og minninguna um hana geymi ég. Ég veit það, að fyrst hún var kvödd á braut svo snemma á hún sér annan samastað þar sem hennar er kannski þörf. A stað þar sem við öll munum einhvern tíma dvelja. I hjarta mínu veit ég hversu þungt áfall þetta er fyrir Eddu og Palla og alla aðra nána aðstandendur. En munum að þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ég bið guð að gefa Eddu og Palla styrk í sorg sinni um leið og ég kveð litlu vinkonu mína með þess- um fátæklegu orðum. Tobba Minning: Katrín Jónas- dóttir frá Núpi Fædd 1. febrúar 1896 Dáin 6. október 1983 Hver getur þakkað nóg fyrir óendanlega umhyggju, blessunar- orð og tiltrú á það besta, sem í okkur býr? Okkur, sem fengum að njóta kærleiksríkrar handleiðslu Katr- ínar og Guðmundar á Austurbæn- um að Núpi í Fljótshlíð, kalla þau foreldra okkar, og eignast þar að auki 11 systkini, brestur þar öll orð. Aldrei höfðu þau verið nema með góðu fólki og ekki var hægt að ganga of gætilega í nærveru sálar. Orð þeirra og verk, sem ætíð voru unnin af ýtrustu kostgæfni, eru eins og leiðarljós í gegnum lífið. Hjartarými og kærleika þeirra virtust engin takmörk sett. Auk barnanna sinna 10, ólu þau upp önnur 2, þar að auki dvöldum við 2 þar í rúm 10 sumur og miklu meira til, auk annarra barna. Að Núpi fengu líka 3 gamlar konur að koma, til að eiga þar sín- ar hinztu stundir. Þar var líka mikil gleði og ótrú- leg gestrisni. Mikið var sungið við störf og leik. Katrín sagði, að móð- ir sín hefði sagt við börnin sín, að auðæfin skildi hún ekki eftir sig, en hún vonaðist til að þau þyrftu hvergi að gjalda sín. Þetta leiddi nú ósjálfrátt hugann að því, hver væru hin sönnu verðmæti lífsins. 1 spurn um sjálfa sig, var Katrínu svarað á þessa leið: Hún Katrín hátt upp hefur, sitt höfuð skrílnum frá, og yndi allt umvefur, sem augu hennar sjá. Hér er engin hilling, hjóm né augnatál, og ekki glys né gylling, en göfug fögur sál. „Hefðarkonan að austan", svo sem mætur maður kynnti hana forðum í þjóðbúningi sínum, er nú látin. Hún kvaddi þennan heim dag- inn eftir að 100 ár voru liðin frá fæðingardegi Guðmundar manns hennar. Það voru 13 ár á milli þeirra hjóna og einnig skildu 13 ár þau að, frá kallinu mikla. Guð blessi minningu þeirra. Friður Guðs þau blessi. Þau hafi þökk fyrir allt og allt. Sif Ingólfsdóttir og Júlíus Skúlason t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi. ÓSKAR JÓNASSON, Njálagötu 72, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. október kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hlns látna láti liknarstofnanir njóta þess. Magnea J. Þ. Ólafsdóttir, Garöar Óskarason, Guörún Magnúsdóttir, Egill Óskarsson, Sigríöur Þorbjarnardóttir, Geir Óskarsson, Bjarndis Jónsdóttir, Þrúöur G. Óskarsdóttir, Gunnlaugur Hannesson, Guöbjört Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar og amma, MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR, Einarsnesi 56, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 20. okt. kl 3 e.h. Lárus Jóhannsson, Þórarinn Lárusson, Guöborg Jónsdóttir, Gunnsteinn Lárusson, Guöbjörg Ólafsdóttir, Halldór Lárusson, Ragnhildur Arnadóttir, Jóhanna Lárusdóttir, Sigfús M. Vilhjálmsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.