Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
Verðbólgan niður...
verðbólgu, telur ríkisstjórnin
ofangreind markmið raunhæf. Ef
forsendur þjóðhagsáætlunar 1984
standast, er hvorki nauðsynlegt né
eðlilegt að skerða kaupmátt frek-
ar en orðið er á síðustu mánuðum
þessa árs. Nú er viðfangsefnið að
leggja grundvöll að framförum.
Launahlutföll hljóta hins vegar að
ráðast í kjarasamningum. Ég vona
að jöfnun kjara verði höfð að leið-
arljósi í væntanlegum samning-
um.
Ríkisstjórnin mun áfram leggja
áherslu á gott samráð við aðila
vinnumarkaðarins um þróun efna-
hags- og þjóðmála. Samráðsfundir
hafa verið haldnir í sumar og
haust, og m.a. hefur verið tekið
upp það nýmæli að kveðja saman
til fundar efnahagssérfræðinga
allra aðila, ásamt sérfræðingum
ríkisstjórnarinnar og Þjóðhags-
stofnunar. Hefur sú nýbreytni
mælst vel fyrir. Þessu mun fram
haidið og áhersla á það lögð, að
aðilar vinnumarkaðarins geti
fylgst náið með allri þróun mála.
Framtíðin
Við íslendingar verðum að
vinna okkur út úr þeim erfiðleik-
um, sem íslenskt efnahagslíf á nú
við að stríða, með aukinni fram-
leiðslu og hagvexti, en án þess að
til verðbólgu komi að nýju. í því
skyni mun ríkisstjórnin leggja
áherslu á hagkvæma fjárfestingu
og hagræðingu á öllum sviðum,
bæði hins opinbera og atvinnuveg-
anna.
Ríkisstjórnin mun kappkosta að
styðja nýjar og álitlegar fram-
leiðslugreinar, bæði stórar og
smáar.
í þessu sambandi verður að
sjálfsögðu fyrst og fremst byggt á
framtaki einstaklinganna, sem við
eðiilegar aðstæður í efnahagslífi
eiga að geta gert öruggari áætlan-
ir en verið hefur. Lögð verður
áhersla á að virkja rannsókna- og
þjónustustofnanir hins opinbera
til þess að veita þá þjónustu, sem
þær mega í þessu sambandi.
Lokaorð
Þegar ríkisstjórnin tók við völd-
um, blasti við stöðvun atvinnu-
vega og atvinnuleysi, og reyndar
var sjálft efnahagsiegt sjálfstæði
þjóðarinnar í mikilli hættu vegna
hraðvaxandi verðbólgu og erlendr-
ar skuldasöfnunar. Með róttækum
og samstilltum aðgerðum hefur
tekist að bjarga þjóðinni frá þess-
um voða. Vegna mjög erfiðrar
stöðu atvinnuveganna eftir verð-
bólgu undanfarinna ára, hafa
launþegar orðið að bera miklar
byrðar af þessu átaki. Enda má
segja, að þeir hafi ekki síst átt til
mikils að vinna — atvinnuöryggis.
Mikill árangur hefur náðst.
Verðbólgan mun í lok ársins verða
komið niður fyrir 30 af hundraði,
fjármagnskostnaður fer ört lækk-
andi, atvinnuvegirnir eru all-
traustir og atvinna næg. Þannig
hefur verið brotið í blað í íslensku
efnahagslífi.
Með staðfestu og aðgæslu á
næsta ári má tryggja þann mikla
árangur, sem hefur náðst, og
koma verðbólgunni niður undir
það, sem er f helstu viðskiptalönd-
um okkar. Til þess að það megi
takast, hefur ríkisstjórnin mótað
nýja stefnu í efnahagsmálum með
því að ákveða umgjörð, sem aðil-
um vinnumarkaðarins og atvinnu-
vegunum og einstaklingunum er
ætlað að starfa innan án íhlutun-
ar ríkisvaldsins.
Því verður aldrei neitað, að fyrir
þjóð, sem svo mjög er háð óviðráð-
anlegum duttlungum náttúrunnar
og þróun efnahagsmála í umheim-
inum sem við Islendingar, geta
ætíð verið hættur á næsta leiti. Til
þess að geta brugðist við slíku og
tryggt lífskjörin, er nauðsynlegt
að efnahagslífið sé heilbrigt, og
markvisst að því unnið að auka
framieiðsluna og hagvöxtinn.
Þannið verða lífskjörin og
mannlífið sjálft bætt, því að auður
þessa lands og hugvit einstakl-
inganna er næsta óþrjótandi og
ber ríkulegan ávöxt, ef rétt skil-
yrði eru sköpuð.
Nýir ráðherrar — nýir þingmenn
í bakgmnni eni fjórir nýir ráðherrar: Ragnhildur Helgadóttir, Halldór Ásgrímsson, Sverrir Hermannsson og
Alexander Stefínsson. Þá sjást þrír nýir þingmenn: Sigfús J. Steingrímsson, Björn Dagbjartsson (varamaður
Halldórs Blöndal) og Árni Johnsen. Lengst til hægri er Guðmundur Bjarnason. í forgrunni sést aftan á Þorstein
Pálsson og Friðrik Sophusson.
Ný þingmál
Dragnótaveiðar
heimilaðar fyrir
Suðurlandi
Margrét Frímannsdóttir (Abl.)
flytur frumvarp, svohljóðandi:
»Við 13. gr. laga nr. 81/1976
um veiði í fiskveiðilandhelgi Is-
lands bætist:
„Á árunum 1984 og 1985 skulu
dragnótaveiðar heimilaðar fyrir
Suðurlandi á svæði sem markast
að austan af línu réttvísandi
suður frá Lundadrang (vms. 28)
að línu réttvísandi suðvestur frá
Reykjanesaukavita (vms. 34).
Heimildin nær til skipa sem eru
23 m að lengd eða minni og gildir
fyrir tímabilið 15. júni til 31.
desember.
Hafrannsóknastofnun skai
hafa eftirlit með veiðum þessum,
en sjávarútvegsráðuneytið setur
reglur varðandi veiðarnar og
veitir leyfi. Þau fiskiskip, sem
skrásett eru á Suðurlandi og
leggja upp afla sinn þar, skulu
hafa forgang til veiðanna."
Kostnaður við
tannviðgerðir frá-
dráttarbær til skatts
Jóhanna Sigurðardóttir (A) flyt-
ur frumvarp ásamt þingmönnum
úr fjórum þingflokkum, þess
efnis, að frádráttarákvæði 66.
gr. skattalaga verði færð út og
nái til tannviðgerða, „ef maður
hefur haft veruleg útgjöld" í
þessu sambandi „og gjaldþol
hans skerðist verulega af þeim
sökum".
Lög um lokunartíma
sölubúða
falli niður
Kjartan Jóhannsson (A) flytur
ásamt þingmönnum úr þremur
þingflokkum frumvarp sem felur
í sér, ef samþykkt verður, að lög
nr. 17/1936 um samþykktir um
lokunartíma sölubúða falla úr
gildi. I greinargerð segir m.a.,
efnislega, að hagsmunir neyt-
enda hafi breyzt verulega frá því
þessi lög voru sett.
Við skulum byrja að taka til á Alþingi:
Samráð og samvinna
eru lykillinn að árangri
Kaflar úr fyrstu þingræðu Guðmundar Einarssonar (BJ) á Alþingi
Hér fer á eftir kafli úr
þingræðu Guðmundar Ein-
arssonar, þingmanns Banda-
lags jafnaðarmanna, sem
hann flutti í fyrri viku í utan-
dagskrárumræðu um sam-
komudag Alþingis. Þetta var
hans „jómfrúrræða“.
„Ég held að menn hljóti að
skilja að það er dálítið undar-
leg líðan hjá okkur þessa dag-
ana, því ýmislegt hefur gerst.
í fyrsta lagi er náttúrlega
framfylgt stjórnarstefnu sem
menn kannski ekki beinlínis
kusu um. í öðru lagi var þing
ekki kallað saman, þrátt fyrir
yfirlýstan vilja meirihluta
þess og fimm þingflokksfor-
manna af sex. Nú, þar til við-
bótar hefðu náttúrlega yfir-
lýsingar stjórnmálamanna og
embættismanna um bágan
efnahag landsins átt að vera
næg ástæða til að kalla þing
saman frekar en hitt. Nú, í
þriðja lagi hefur verið stjórn-
að bráðabirgðalögum, eins og
hér hefur komið fram, bæði
um fíkjur og fiskverð. í fjórða
lagi var þingmönnum, a.m.k.
þeim sem eru í stjórnarand-
stöðu, ekki kynútar aðgerðir
stjórnarinnar eða nokkrar
þeirra forsendur. Þetta lýsir
fyrir okkur framferði þing-
bundinnar ríkisstjórnar, sem
þó álítur Alþingi flækjast
fyrir sér og kemur í veg fyrir
að óskir meirihluta þess nái
fram að ganga.
Það var spurt hérna áðan:
Hvert er þá hlutverk þings-
ins? Og ég spyr aftur: Hvert
er orðið hlutverk þessa þings?
Þar hefur raunar hver sína
skoðun. Einn þingmaður hef-
ur nýlega lýst sinni skoðun í
fjölmiðlum, þar sem kemur
fram að þingmennska sé
skotsilfur til að öðlast upp-
hefð a öðrum vettvangi. Þá
voru einnig fróðlegar yfirlýs-
ingar fjármálaráðherra um
tómar skúffur og va3a í sínu
ráðuneyti, og ekki þýði að
flytja tillögur sem hefðu í för
með sér kostnað. Mér er spurn
hvort eggið sé hérna farið að
kenna hænunni.
Morgunblaðið hafði líka ný-
verið í leiðara áhyggjur af
fjölgun þingflokka og að fjór-
skipt stjórnarandstaða yrði til
þess að umræður lengdust á
þingi og afgreiðsla mála því
tafsamari. Það hefur svo sem
heyrst áður að lýðræðið sé
seinvirkt. í sumum löndum
hefur stjórnlyndum ráðherr-
um svo ofboðið seinagangur-
inn að þeir senda þingið heim
um lengri eða skemmri tíma.
Og þær stjórnir köllum við
síðan á okkar forsíðum ein-
ræðisstjórnir. Rökstuðningur
þeirra er gjarnan eitthvað á
þá leið, að hrun efnahagslífs-
ins hafi blasað við, að þjóðlífið
hafi verið í upplausn og þess
fornu dyggðir, að verðbólgan
hafi verið komin á þjóðhættu-
legt stig og taka hafi þurft
hlutina föstum tökum. Ég
held við höfum raunar heyrt
þessi rök á heimaslóðum.
Guðmundur Einarsson
Nú er ég ekki að segja að
hæstv. ríkisstjórn hafi vísvit-
andi vondar tilhneigingar til
lýðræðis. En ráðherrarnir eru
börn síns tíma og þess stjórn-
arfars sem mótar þá. Og veik-
leiki íslenskra stjórnarfars-
hugmynda kemur einmitt
skýrast fram i því að ríkis-
stjórn sem stendur frammi
fyrir stórkostlegum erfiðleik-
um, að því er hún sjálf og að-
rir segja, hún telur það væn-
legra að sundra þinginu og
sundra þjóðinni frekar en að
sameina og leita samvinnu.
Og þessi veikleiki lýsir sér
einnig í því að stjórnarskrá,
þing og þjóð skuli hafa liðið
þetta þó svo lengi sem raun
ber vitni. Ef óskað er styrkrar
stjórnar vegna aðstæðna í lífi
þjóðar, sem af einhverjum
hlutum skapast, þá hlýtur að
vera að samráð og samvinna
séu lykillinn að árangri.
Stjórn verður aldrei styrk
með því að setja andstæðinga
sína í stofufangelsi.
Nú, þetta undarlega and-
rúmsloft sem ríkir í kringum
okkur, sem í raun og veru, ef
vel er að gáð, afneitar lýðræð-
islegum aðferðum, það krefst
þess að við hugsum á nýjan
leik hvernig við viljum skipa
störfum og ábyrgð í þessu
þjóðfélagi. Og við skulum
byrja á Alþingi, — við skulum
hyrja að taka þar til. Aðferð-
irnar í sumar byggðust á
meira en aldagömlum ákvæð-
um um bráðabirgðalög og
raunar líka þingrof. Þessi
ákvæði bera merki. þess um-
hverfis sem þau eru sprottin
úr. Bráðabirgðalagaheimildin
er svar við samgöngu- og sam-
bandsleysi milli landa og
landshluta á síðustu öld. Og
það er algjörlega ósamboðið
ríkisstjórn að nota þessa
heimild núna. Þingrofsheim-
ildin er arfur frá einræðis-
herrum fyrri alda og fer
hreint ekki saman við lýðræð-
islega hugsun dagsins í dag.“