Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
lafnvægismálaráðherrann (Njáll Þorgeirsson) og Ægir ö. Ægis (Björgvin Guðmundsson).
Kátína og klækir
Leiklíst
Jóhanna Kristjónsdóttir
Delerium Bubonis eftir Jónas og
Jón Múla Arnasyni.
Leikfélagið Grímnir, Stykkishólmi.
Leikstjóri: Jón Júlíusson.
Hönnun leikmyndar:
Jón Svanur Pétursson.
Lýsing: Einar Gíslason.
Hljóðfsraleikarar: Hafsteinn Sig-
urðsson, Bjarni Lárentíusson, Lár-
us Pétursson og Gísli Birgir Jóns-
son.
Það er orðið æði langt síðan
Leikfélag Reykjavíkur frum-
flutti Delerium Bubonis í Iðnó
og leikurinn fékk meiri aðsókn
en þekkzt hafði fram að því.
Seinna tók Þjóðleikhúsið hann
til sýninga og mun leikritið hafa
verið lengt nokkuð og einhverj-
um söngvum bætt inn í. Sú gerð
lánaðist einhverra hluta vegna
ekki nógu vel og allar götur síð-
an hafa leikfélög sýnt upphaf-
legu gerðina, að því er mér
skilst. Ég hef einhverra hluta
vegna aldrei séð Delerium Bub-
onis fyrr en nú að Leikfélagið
Grímnir í Stykkishólmi brá sér
með sýninguna til bæjarins og
hafði eina sýningu í félagsheim-
ilinu á Seltjarnarnesi. Efnisþráð
er óþarft að rekja, en hann
stendur fyrir sínu enn og lögin
enn skemmtilegri.
Skemmst er frá því að segja að
þeir Hólmarar gerðu leiknum
hin ágætustu skil. Þessi sýning
er öldungis dæmi um, hvað leik-
listarstarfsemi úti á landsbyggð-
inni hlýtur að verða byggðarlagi
félagsleg vítamínsprauta, þegar
svo vel tekst til. Ástæða er til að
geta leiks þeirra Björgvins Guð-
mundssonar í hlutverki Ægis Ó.
Ægis forstjóra og Njáls Þor-
geirssonar sem fer með hlutverk
jafnvægismálaráðherrans. Sam-
leikur þeirra var bráðgóður og
söngurinn ekki síðri. Raunar er
ástæða til að geta þess sérstak-
lega að þeir hafa mæta söng-
menn í Stykkishólmi eftir þess-
um flutningi að dæma. Gervi Jó-
hannesar Björgvinssonar í hlut-
verki Gunnars Hámundarsonar
var ágætt og Unndór atómskáld
var bara góð týpa hjá Jóni
Péturssyni; að vísu minnti
göngulag skáldsins fullmikið á
göngulag leikstjórans. Guðrún
Hanna Olafsdóttir hefði þurft að
lækka róminn um að minnsta
kosti helming og handahreyf-
ingar hennar urðu ekki jafn
þokkafullar/móðursýkislegar og
stefnt er líklega að. Annars er út
af fyrir sig óþarfi að vera að
agnúast út í þessa sýningu. Hún
stóð fyrir sínu og verk Jóns Júlí-
ussonar leikstjóra vel unnið.
Ástæða er til að vekja athygli á
óvenjulega vandaðri sýn-
ingarskrá og við lestur hennar er
líka athyglisvert, hversu mörg
íslenzk verk leikfélagið hefur
sýnt frá því það tók til starfa.
KONURÁ
MIÐÖLDUM
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands hefur haft meðaigöngu um
útgáfu margra smárita undir rit-
stjórn Jóns Guðnasonar. Sem
dæmi nefni ég ritin Sauðasalan til
Bretlands eftir Sveinbjörn Blön-
dal, Vinnuhjú á 19. öld eftir Guð-
mund Jónsson og Eignarhald á af-
réttum og almenningum eftir
Gunnar F. Guðmundsson. öll
byKgja rit þessi á frumrannsókn-
um og eru því merkilegri en stærð
þeirra og útlit bera með sér.
Nú hefur sagnfræðistofnunin
sent frá sér erindasafn á norsku,
sænsku og dönsku undir ritstjórn
þeirra Silju Aðalsteinsdóttur og
Helga Þorlákssonar. Titill; För-
ándringar í kvinnors villkor under
medeltiden. I riti þessu eru níu er-
indi sem flutt voru á ráðstefnu í
Skálholti sumarið 1981 um nor-
rænar konur á miðöldum. Þarna
fjalla konur um konur, hlutverk
þeirra og stöðu í þjóðfélagi mið-
alda. Eins og að líkum lætur eru
þarna bæði staðreyndir, staðhæf-
ingar og getgátur og hvaðeina
skoðað í ljósi þess áhuga sem kon-
ur hafa nú á dögum á sjálfum sér
og eigin málefnum.
Else Mundal ríður á vaðið með
erindinu Kvinner og diktning. Hún
heldur því fram að hlutur karla
hafi aukist en kvenna rýrnað að
sama skapi i skáldskap miðalda
þegar ritöld hófst og geymd skáld-
verka var ekki lengur munnleg og
minni háð. Karlar hafi tileinkað
sér skriftina og þar með hafi áhrif
þeira í bókmenntunum aukist. —
Á þetta er auðvelt að fallast.
Kirkjan var karlastofnun. Og hún
’'ar helsti skriftarskólinn.
"kar konur eru í riti
þessu, Anna Sigurðardóttir og
Elsa E. Guðjónsson. Erindi önnu
fjallar um þátt íslenskra kvenna í
skírn og nafngift. Ber hún meðal
annars saman nafngift í heiðni og
skírn og ferming í kristnum sið.
Hann eða hún var vatni ausin —
þannig er víða sagt frá nafngift-
inni. En hver réð nafni barnsins?
Anna getur þess að í lögum mið-
alda sé oft getið um karla og kon-
ur þar sem hvort kynið um sig
hafi haft sinn rétt. Ef til vill var
þó aðgreiningin til að undirstrika
forræði karla yfir konum. Kirkja
og kristni hafði ekki heldur í för
með sér neitt jafnrétti og jók þá
ekki fremur rétt kvenna til að
ráða sjálfar málum sínum og
barna sinna.
Þáttur Elsu E. Guðjónsson
nefnist Islandske broderier og bro-
derersker í middelalderen. Margar
myndir fylgja. Sanna þær með
meira að íslenskar konur voru fyrr
á öldum gæddar listfengi til að
gera fagra hluti, vefnaður stóð hér
á háu stigi meðan vaðmál var út-
flutningsvara og gjaldmiðill og
þjóðin varð að vera sjálfri sér nóg
um klæði og skæði.
Þar sem mjög er stuðst við ís-
lenskar heimildir í bók þessari
hefði ég haft meira gaman af að
lesa hana á íslensku. Henni mun á
hinn bóginn ætlað að fara víðar og
því fylgir útdráttur úr erindunum
á ensku. Það er alltaf eitthvað
heillandi við miðaldasögu. Og kon-
ur gegna ærnu hlutverki sem per-
sónur í íslenskum miðaldabók-
menntum hver svo sem réttur
þeirra og staða kann að hafa verið
í raunveruleikanum. Vonandi
komast erindi þessi eitthvað út
fyrir landsteinana.
Eyvindur braggast
- um lambakjöt
Bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Lambakjöt/Höf. ritstj.
TIME-LIFE útg.
Sigrún Davíðsdóttir þýddi.
Útg. Almenna bókafélagið.
I inngangi þessarar veglegu
bókar segir, að kindakjöt hafi
lengi verið í miklum metum
manna á meðal. Það er án efa rétt
og kindakjöt hefur fram á allra
síðustu ár verið nánast eina kjöt-
tegundin sem Islendingar mat-
reiddu. Nú borða menn svín og
naut og fuglakjöt og hvaðeina og
almennt hefur fjölbreytni í matar-
æði aukizt og matarvenjur okkar
breytzt. Og margt er það til bóta.
En samtímis þessu hefur einnig
aukizt áhugi á að nýta lambakjöt-
ið og búa til úr því fleiri rétti en
soðinn Eyvind í súpu eða í mesta
lagi steiktan á stórhátíðum.
Fábreytt matreiðsla Eyvinds á
fyrri árum og öldum á sér auðvit-
að sínar sjálfsögðu og eðlilegu
skýringar í því hvernig þjóðfélagið
íslenzka var þá um stundir. Og
ekki ber að gera lítið úr lýsingum
eldra fólks á þeim fögnuði sem það
fylltist börn, þegar svo mikið var
t.d. haft við á fermingardeginum
að bjóða upp á kjötsúpu til hátíða-
brigða. Nú er í tízku að stunda
heilsurækt og borða hollan mat og
það er allt til bóta. Og þá er auð-
vitað Eyvindur hollari flestum
öðrum kjöttegundum, um það þarf
ekki að fjölyrða. En skort hefur á
að verulega girnilegar uppskriftir
væru í boði aðgengilegar öllum, og
svo almennar útskýringar.
Hér er því bætt úr öllu og á afar
glæsilegan og skilmerkilegan hátt.
Skýringamyndir eru allar hinar
einföldustu og uppskriftirnar
leika við bragðlaukana.
Sigrún Davíðsdóttir hefur þýtt
bókina með sóma. Sigrún hefur á
síöustu árum átt drjúgan hlut að
því að vekja athygli á skemmtileg-
um, einföldum en þó nýstárlegum
réttum og matreiðsluþættir henn-
ar í Morgunblaöinu hafa án efa
verið mikið lesnir.
Luerne eftir Jens K. Lings
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Luerne: Jens Kristian Lings
Teikningar: Knud Höirup
Útg. Attika 1983.
Luerne er fyrsta bók Jens
Kristian Lings sem er lektor í
Kaupmannahöfn. f tilkynningu
frá útgefanda vakti það athygli
mína heldur hressilega að bókin
væri skrifuð á „hreinni dönsku“.
Að vísu skal það fúslega viður-
kennt, að málfarið hjá dönskum
samtímahöfundum er svona upp
og ofan, en ætli þetta sé nú ekki of
glannaleg sannfæring.
„Luerne" gerist fyrir steinöld-
ina. Aðalpersónan — frásagnar-
persónan — gætir eldsins hjá ætt-
bálki sínum. Vígslan til þessa mik-
ilvæga starfs neyddi hann til að
taka upp aðra lífsháttu en þá sem
hann hefði kosið sér og dæmdi
hann að einhverju leyti til einver-
unnar. Meðan hann situr við eld-
inn, ristir hann minningar sínar,
vonir og drauma í steina og smám
saman tekur steinninn á sig form
og verður fyrsta steinöxi á Norð-
urlöndum ... eða á að vera það.
Fyrst þegar ég fór að glugga í
Luerne hélt ég að þarna væri eins
konar ljóð á ferðinni, en við nán-
ari athugun er þetta skáldsaga
með Ijóðrænu yfirbragði. I því fel-
ast tákn og stemmningar og alls
konar galdur og stundum hlýtur
maður að hrífast með, en svo er
eins og sérvizka höfundar nái á
honum tökum og dragi úr áhrifun-
um. En bókin er sem byrjandaverk
allrar athygli verð. Hins vegar
hefðu myndir eða skreytingar sem
sagðar eru eftir Knud Höirup al-
veg mátt missa sig. Bókin stæði
eiginlega betur fyrir sínu ein og
sér.
Hörð lífsbarátta
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Keld Hansen:
Salik á hérna heima
Salik og stóra skipið
Salik og hvalurinn
Salik og Arnaluk
Þýðendur: Björn Þorsteinsson og
Guðrún Guðmundsdóttir.
Teikningar: Keld Hansen
Reykjavík, Bjallan hf. 1982
„Salik og fjölskylda hans átti
heima á Grænlandi fyrir 300 ár-
um. Þau bjuggu sjálf til allt sem
þau þurftu.“
Sögurnar um Salik gerast á
Grænlandi. Þetta eru fjórar litlar
bækur skreyttar litmyndum eftir
höfundinn.
Fyrsta bókin heitir „Salik á
hérna heima“.
Tólf ára drengurinn Salik var
heima ásamt móður sinni, ný-
fæddri systur og yfirsetukonunni,
sem faðirinn hafði sótt til næsta
þorps. Faðirinn var farinn aftur
— til bjarndýraveiða. Heimilið
var matarlaust. Það var dimmt yf-
ir og hörkufrost. Konurnar og
nýfædda barnið voru sofnuð eftir
strangan dag. „Salik varð Ijóst að
nú varð hann að útvega mat
handa þeim öllum.“ I myrkrinu og
kuldanum lagði drengurinn af
stað með fiskiskutul föður síns og
öxi til þess að brjóta gat á ísinn.
Drengnum tókst — að visu með
„verndargripnum" — að veiða
marga fiska. Og þrátt fyrir
mannraunir er hann barðist við
illviðri komst hann heim heilu og
höldnu með feng sinn.
Dagarnir liðu. Fjölskyldan beið
föðurins. Sólin kom en þau sem
heima biðu komu ekki auga á sleð-
ann sem þau þráðu. Um síðir kom
faðirinn — sleðalaus.
Önnur bókin heitir „Salik og
stóra skipið". Þá var drengurinn
orðinn 15 ára og var nú í ferðum
með föður sínum. Saman lentu
þeir í ævintýri um borð í skipi
hvítu mannanna. Nærri lá að þar
létu þeir feðgar líf sitt. En sem
fyrr komust þeir heilir heim.
Þriðja bókin er „Salik og hval-
urinn“. Nú var Salik orðinn 18 ára.
Lífsbarátta fólksins og veiðiferðir
eru enn meginþættir sögunnar.
Ungi maðurinn hefur nú eignast
keppinaut í öllum skilningi, Minik,
jafnaldra sinn.
Unga stúlkan Arnaluk átti sinn
þátt í því. Þeir berjast einnig í
skáldskap.
Átök mannanna við hvalinn
voru hörð og kostuðu mannslíf.
„Stærsta skepna í heimi — hval-
urinn — hafði komist undan.“
Síðasta bókin er „Salik og Arn-
aluk“. Hann er nú orðinn tvltugur
og Arnaluk er stúlkan hans. Að
ýmsu leyti hafði lífið breyst. Nú
bjuggu fjölskyldur í sambýlishús-
um. Eftir sem áður byggðist hið
daglega líf á hættulegum veiði-
ferðum— öflun viðurværis.
Mér þótti gaman að lesa þessar
litlu bækur um Salik. Þær eru
ágæt frásögn í einfaldleik sínum.
Ég get trúað að þær veki með ung-
um lesendum umhugsun á llfi
Grænlendinga og leiði þá til skiln-
ings á lífsbaráttu grænlensku
þjóðarinnar fyrr — og nú.
Nokkur orð eru skýrð út í lok
hverrar bókar og þar eru einnig
litlir fræðslukaflar um veiðarfæri,
dýr, húsakynni o.fl.
Þýðingin er vönduð.