Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Sjónvarp kl. 1S: Stundin okkar STUNDIN okkar er að venju á dagskrá í dag kl. 18. í þætt- inum í dag les Geirlaug Þorvaldsdóttir ævintýrið Dimmalimm, sem Guðmund- ur Thorsteinsson mynd- skreytti. Herdís Egilsdóttir kennir okkur að föndra, börn úr Bjarkarási sýna lát- bragðsleik, Krókpókó verður á sínum stað og Smjattpatt- arnir einnig. Að lokum kem- ur gestur í heimsókn í Stund- ina okkar, en gesturinn er lítil apabrúða. Sjónvarp kl. 21 Wagner — 5. þáttur Þættirnir um Wagner eru nú hálfnaðir. Fimmti þáttur af þeim 10, sem framleiddir voru, verður á skjánum í kvöld milli kl. 21 og 21.50. Það er Rich- ard Burton sem er í hlut- verki Wagners. Haraldur Bessason, prófessor, flytur ræðu á kirkjudegi Bessastaðasókn- ar. Kirkjudagur Bessastaðasóknar HINN irlegi kirkjudagur Bessa- staðasóknar er í dag, sunnudag, og hefst með helgisamkomu í Bessa- staðakirkju kl. 14. Formaður sókn- arnefndar, Bjarni Guðmundsson, flytur ávarp og Haraldur Bessason, prófessor við Manitoba-haskóla, flytur ræðu sem hann nefnir „I fjarska við Bessastaði". Álftaneskórinn syngur við at- höfnina undir stjórn John Speights, söngvara og mun hann einnig syngja einsöng. Sóknar- presturinn séra Bragi Friðriksson, prófastur, annast altarisþjónustu. Að lokinni kirkjuathðfn verða kaffiveitingar seldar í Álftanes- skóla á vegum Kvenfélags Bessa- staðahrepps til ágóða fyrir líknar- sjóð byggðarinnar. (FrétUtilkynning.) Hafnarfjörður: Kaffidagur Fríkirkju- safnaðarins ÁRLEGUR kaffídagur Fríkirkju- safnaðarins í Hafnarfírði verður haldinn í dag, sunnudag, í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði. Hefur kaffidagurinn verið árlegur viðburð- ur sl. 70 ár. Kvenfélagskonur sjá um kaffi- veitingar og hefjast þær strax að lokinni messu. Ágóða kaffidagsins verður að vanda varið til að bæta aðbúnað kirkjunnar, en við Frí- kirkjuna í Hafnarfirði hefur ný- lega verið byggt útskot fyrir snyrtingu, viðtalsherbergi og geymslur. Úr frétuiilkynnineu. ^/¦^skriftar- síminner83033 í KANARÍSÓL MEÐ ARNARfLLGI QISTINQIN GERIR QCrUMLNINN Þú vaknar að morgni og eftir hressandi steypibað og morgunverð skellirðu þér út í sólina á sundlaugarbarminum. Færð þér svalandi sundsprett annað slagið og undir hádegið tekurðu léttan tennisleik með ferðafélögunum. Eftir Ijúffengan hádegisverð á sundlaugarbamum hallarðu sólstólnum þínum aftur og lætur þér líða vel í sólskininu. Seinnipartinn röltirðu svo kannski í verslunarmiðstöðina, eða ferð hring á golfvellinum, eða kíkir í spennandi bók og slakar á fyrir stórsteikina á veitingastaðnum. Og eftir kvöldverðinn . . . í fjörið á næturklúbbnum, eða rólegheit heima í glæsilegri íbúðinni.. . Petta er engin draumsýn. Svona gengur lífið fyrir sig á Barbacan Sol, gististaðnum einstaká sem Arnarflug býður farþegum sínum. Þar er allt á einum stað, - nýjar og fallegar íbúðir eða smáhýsi, tvær frábærar sundlaugar með öllu, golf- og tennisvellir, verslunarmiðstöð, veitinga- staðir, barir, spilasalir og fleira - allt er fyrsta flokks. Stórkostlegur gististaður sem íslenskir Kanaríeyjafarar hafa lengi óskað sér, en fá nú fyrst að njóta. fslenskur fararstjóri. í góðum sólarferðum gerir gistingin gæfumuninn. Viðburðarík Amsterdamdvöl í kaupbæti. VCRÐ TR\ KR.22.6ft6 (miðað við 4 í 3 herb. íbúð). Brottför: Alla þriðjudaga. 10, 17 og 24 daga ferðir. Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á lúxushótelinu Pulitzer í Amsterdam og íbúðagisting á Kanaríeyjum ásamt íslenskri fararstjóm. Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanna og fáið litmyndabækling með ítarlegum upplýsingum. t##fr^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.