Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 40
HOLLHVUOODi Bítlaæöiá^J öi?íc völd ^/^5 jfli0iir0UíiipiwtP 4 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Norskir ráðgjafar: Vinna að úttekt á skipulagi SÍS KÁÐGJAFAR frá norska fyrirtæk- inu Asbjörn Habestad hafa undan- farnar vikur unnið að mikilli úttekt á skipulagi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, með það fyrir aug- um að gera tillögur um breytingar á fyrirtækinu í nútímalegra horf. Norsku ráðgjafarnir hafa farið mjög gaumgæfilega í gegnum alla rekstrarþætti fyrirtækisins og hafa fengið framkvæmdastjóra og deildarstjóra hinna ýmsu deilda í viðtöl. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur komið fram hjá Norðmönn- unum, að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á skipu- lagi Sambandsins á næstu árum, en þess ber þó að geta, að Norð- mennirnir eru aðeins ráðgefandi og því munu þeir leggja niðurstöð- ur sínar fyrir stjórn Sambandsins, sem síðar mun taka ákvörðun um hvort farið verður út í breyt- ingarnar eður ei. Því má svo bæta við, að sú regla hefur verið viðhöfð innan Sam- bandsins, að menn hætti þar störfum 65 ára að aldri. Því er Ijóst, að nokkrir helztu forvígis- menn fyrirtækisins og dóttur- fyrirtækja munu láta af störfum á næstu 2—3 árum. Þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, Hjalti Ein- arsson, framkvæmdastjóri inn- flutningsdeildar, Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf. og Kristleifur Jónsson, banka- stjóri í Samvinnubankanum. Fanginn sem strauk: I einangrun á Litla-Hrauni FANGINN sem strauk af Litla- llrauni á miðvikudag hefur nú verið settur í einangrun á Litla-Hrauni og er það refsing fyrir að strjúka úr vistinni. Heimilt er að halda honum í einangrun í allt að þrjá mánuði. Fanginn náðist á fimmtudag. Lögreglan hafði spurnir af honum í heimahúsi í Reykjavík og sótti hann. Hann var fiuttur austur í gær og settur í einangrun. Búnaður fyrir Rás 2 upp á Klif Morgunblaðið/Ólafur Bragason. RÁN, þyrla Landhelgisgæzlunnar, var fengin til að flytja búnað fyrir Póst & síma upp á Klifið í Vestmannaeyjum í vikunni, að sögn Magnúsar H. Magnússonar, stöðvarstjóra Pósts & síma í Vestmannaeyjum. „Búnaðurinn, sem þyrlan flutti fyrir okkur eru sendar, loftnet og annar búnaður vegna útsendinga á Rás 2, en stöðin á Klifinu þjónar Vestmannaeyjum og reyndar öllu Suðurlandinu," sagði Magnús ennfremur. Það kom fram hjá Magnúsi, að farnar voru nokkrar ferðir, en heildarþyngd varningsins var um 4 tonn. „Það er stefnt að því, að þessi búnaður verði tilbúinn í næsta mánuði, þegar útsendingar á Rás 2 eiga að hefjast. Utvarpsráð: Viðræður um beina útsend- ingu á leikjum ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum sl. föstudag, að for- stöðumaður fjármáladeildar og íþróttafréttamaður hefji við- ræður við Landsímann um verð stofnunarinnar á beinni útsend- ingu knattspyrnuleikja erlendis frá. Um er að ræða sjö leiki — tvo úrslitaleiki í Evrópumótum í vor, úrslitaleik Mjólkurbikars- ins og úrslitaleik bikarkeppni enska knattspyrnusambandsins og þrjá valda leiki úr deilda- keppninni á Englandi. Áhugamannahópur vill kaupa Alafoss — segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra „ALLT starfsmannafélagið í Ála- fossi, ýmsar prjónastofur um allt land, sem hafa viðskipti við Álafoss, og önnur fyrirtæki _sem lifa af við- skiptum sínum við Álafoss, svo sem Hilda hf., hafa haft samband við mig og lýst áhuga á að mynda með sér félag um kaup á Álafossi," sagði Al- bert Guðmundsson fjármálaráð- herra, er Mbl. spurði hann hvort í undirbúningi væri félagsstofnun um kaup á Álafossi. Albert sagði að upphaflega hefði hann ætlað að leggja fyrir Alþingi eitt frumvarp um sölu á ýmsum ríkisfyrirtækjum. Tækni- legir örðugleikar hefðu verið á því, og nú væri í undirbúningi frum- varpagerð, þar sem sérstakt frum- varp yrði flutt um hvert fyrirtæki. Tollverðir teknir med ótoll- afgreitt áfengi og tóbak Hafa viðurkennt að hafa þegið að gjöf frá sjómönnum TVEIR tollverðir hafa viður- kennt að hafa þegið gjafir frá sjómönnum, ótollafgreitt áfengi og tóbak og þannig gerst brot- legir í opinberu starfi. A fimmtu- dagskvöldið var tollvörður tek- inn ölvaður undir stýri á bifreið sinni. I bifreiðinni fannst ótoll- afgreidd áfengisflaska. Maður- inn skýrði frá því, að hann hefði verið að starfi í Mánafossi með félaga sínum, sem þá var kallað- ur fyrir. Við rannsókn málsins fannst ótollafgreitt áfengi og tóbak í vinnuskáp, og á heimilum þeirra fundust nokkrar ótollaf- greiddar áfengisflöskur, whisky og vodka auk tóbaks. Þeir hafa viðurkennt að hafa þegið áfeng- ið og tóbakið að gjöf. Þá fund- ust innflutt matvæli, nokkrir kjúklingar og hamborgar- hryggir. Tollverðirnir voru hafðir í haldi í tæpan sólar- hring og sleppt á föstudags- kvöldið. Sagðist hann reikna með að mál þessi sæju dagsins ljós á Alþingi bráðlega. Varðandi Álafoss sagði hann áhugamenn um kaupin vera stór- an hóp manna, sem hefði það sam- eiginlegt að lifa af samskiptum sínum við Álafoss. Flugleiðir: Um 20% aukning í Atlantshafsflugi „HVAÐ einstaka rekstrarþætti áhrærir hafa að verulegu leyti náðst þau markmið sem sett voru varðandi Norður-Atlantshafsflugið. Þar hefur orðið um 20% aukning í flutningum það sem af er árinu,“ segir Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða, m.a. í grein í nýjasta hefti Flugfrétta. „Verulegur samdráttur hefur orðið í Evrópuflugi vegna bágbor- ins efnahagsástands hér innan- lands, aukinnar samkeppni frá ferjum og auknu flugi annarra að- ila. Var samdráttur þessi yfir sumarmánuðina nálægt 15%,“ segir Sigurður Helgason ennfrem- ur. „1 innanlandsfluginu hefur einnig orðið samdráttur um 10% sem er fyrst og fremst afleiðing af bágbornu efnahagsástandi hér innanlands. í rekstraráætlun var gert ráð fyrir vissum samdrætti, bæði í Evrópuflugi og innanlands- flugi, en samdráttur varð í reynd meiri en ráð var fyrir gert,“ sagði Sigurður Helgason. „Sá þáttur sem jákvæðastur hefur verið í flugrekstri nú undan- farna mánuði er lækkun eldsneyt- iskostnaðar. Miðað við sama tíma árið áður hefur eldsneytisverð lækkað um 15—18%. Bætta rekstrarafkomu má Svo til eingöngu rekja til þessa rekstrar- þáttar," segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Maöur féll af fjórðu hæð MAÐUR féll af fjórðu hæð húss við Bergþórugötu á þriðja tímanum í fyrrinótt. Lögregla og sjúkralið komu á staðinn og var maðurinn fluttur á slysadeild. Hann mun vera úr lífshættu. Ekki var kunnugt um nánari tildrög slyssins, er Morgun- blaðið fór í prentun í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.