Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 7 HLJG\ EKJA eftir • • sr. Hannes Orn Blandon Hann Janne var gjörbreyttur maður, þegar ég hitti hann eftir nokkurra ára aðskilnað. Hann, sem alltaf var svo kátur og glað- ur, tæplega sjötugt unglamb, sem hljóp upp um fjöll og firn- indi og las blóm og sveppi í fögr- um skógum dalanna í Svíþjóð á milli þess er hann sat tímunum saman og hlýddi á verk gömlu meistaranna, hann sat nú á stól í garði sínum og hafðist ekki að. „Ég er farinn að tapa heyrn," sagði hann, „ég nýt ekki lengur tónlistarinnar." „Og hefur þú tekið eftir því,“ mælti hann eftir svolitla stund, „að það er sama hvenær kveikt er á sjónvarpi eða útvarpi, alltaf er verið að segja frá stríði eða hörmungum ein- hvers staðar í veröldinni, alls staðar ríkir vesöld og volæði, ég sé ekkert nema eymd í kringum mig.“ Sólin var að hníga til viðar er við kvöddumst, en honum var það huggun, að nokkurra geisla hennar hafði hann notið í lífi sínu. Við spyrjum vart annað en hernaðar- og ófriðartíðindi í fjölmiðlum. Blöð flytja á forsíð- um sínum lítt annað en æsifrétt- ir til að ganga í augun á vænt- anlegum kaupendum. Þó grunar mig, að íslenskir fjölmiðlar flestir séu ögn skárri en margir útlendir hvað þetta varðar. Ég bjó suður í Þýskalandi, þegar síðasta þorskastríð „braust út“ eins og það hét á máli þarlendra. Þá birtist þessi flennifyrirsögn í víðlesnasta blaði þeirra, Bilðzeitung: íslend- ingar hafa tvöfaldað herskipa- flota sinn. Flugflotinn aukinn um 100%. Neðar mátti lesa ör- smáu letri: Nú eiga þeir fjögur varðskip og eina flugvél. Við gát- um ekki annað en brosað að þessu íslendingarnir. Við spyrjum hernaðar- og ófriðartíðindi víða. Nú er framið þjóðarmorð í Afganistan, sem og í Víetnam forðum, úlfúð og flokkadrættir í Líbanon. íranir og írakar hafa ekki setið á sárs höfði í mörg ár og þar magnast ófriður enn. Við spyrjum verk- föll, mótmælagöngur, atvinnu- leysi og hungursneyð. Fréttir þess efnis birtast okkur í fjöl- miðlum dag eftir dag. Saman- borið við þetta virðist kreppan á íslandi lítilræði eitt, vandamál, sem leysa mætti með sanngirni og réttlæti. Hvaða áhrif hefur þessi fréttaflutningur á fólk? Er ekk- Ófriðar- tíðindi ert annað um að vera í veröld- inni? Við heyrum um árásir á aldrað fólk á götum borgarinnar, það er barið og rænt, skilið eftir í blóði sínu. Ef til vill nást árás- armennirnir og þeir eru dregnir fyrir dóm, kannski finnast þeir ekki og fórnarlambið örkumlað fyrir lífstíð. Þetta er ægilegt, hörmulegt. En Guði sé lof að þetta er ekki hversdagslegur viðburður. Sárasjaldan er hinna „mis- kunnsömu samverja" getið fyrir góðverk sín. Fyrir nokkru las ég í Velvakanda, að mig minnir, um mann, sem auglýsti eftir þremur ungum mönnum, er lagt höfðu á sig heilmikið erfiði við að að- stoða hann við bíl hans að næt- urlagi, jafnvel næturlangt, og nú langaði hann til að komast að því hverjir þeir væru til að tjá þeim þakklæti sitt. Þetta var ekki „frétt" á sama hátt og hefðu þeir, í stað þess að hjálpa hon- um, dregið hann út úr bíl sínum, barið og rænt eða stolið bílnum. Það hefði talist til tíðinda. Vissulega er margt illt í henni veröld. Heiminum hefur verið líkt við risastórt gróðurhús, þar sem lítið vex annað en illgresi en innan um reynir eitt og eitt gullfallegt blóm að teygja sig í átt til sólarinnar, reynir að spjara sig þrátt fyrir allt. Hvers vegna hið illa? Væri ekki miklu nær að segja: Hvers vegna kærleikur? Þannig spyr sænski guðfræðingurinn Gustaf Wingren í bók sinni, Ég trúi (Credo). Er ekki dásamlegt, að þrátt fyrir allt skuli vera kærleikur, ást, umburðarlyndi, fórnfýsi í heimi miskunnarleysis, haturs, ofsókna og pyntinga? Er ekki dásamlegt, að þrátt fyrir allt megi ungt fólk elskast og njótast og geta af sér börn, þrátt fyrir þá staðreynd að fimmtán millj- ónir barna deyi áriega úr hungri. Guð gefi okkur þá þá blessun, styrk og kjark, að sjá þau börn í okkar börnum og leggjum okkar af mörkum til að leggja þeim lið er nú líða skort. Það er skylda okkar og ábyrgð. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn, segir í Matteusar- guðspjalli 24:6. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálfti á ýmsum stöðum ... Og vegna þess, að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna. En sá sem er staðfastur allt til enda mun hólpinn verða. Guð gefi að við sjáum að okkur áður en það er um seinan. í Guðs friði. Sr. Hannes Örn Blandon er prestur á Ólafsfírði. Tilboö óskast í þetta 120 fm vatnsklædda timburhús í því ástandi sem þaö er til brottflutnings af Reykja- víkurflugvelli. Tilboö sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „T — 0502“ fyrir föstudaginn 28. október. ^\pglýsinga- síminn er 2 24 80 ENDIRINN SKOÐA“ Valdir þú rétta ávöxtunarleið fyrir 12 mánuðum síðan? Taflan hér að neðan gefur þér hugsanlega svar við því. Ávöxtunarleiö: Penmga- eign 1. okt. 1982 Peninga- eign 1. okt. 1983 Ávöxtun i% siðustu 12mán. Verðtryggð veðskuldabréf 100.000 203.490 103% Spariskírteini Ríkissjóðs 100.000 195.390 95% Verðtr. sparisj.reikn. 6 mán. 100.000 190.300 90% Verðtr. sparisj.reikn. 3 mán 100.000 188.420 88% Alm. sparisjóðsreikn. 100.000 141.140 41% GENGI VERÐBREFA 23. október 1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJODS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur 1983 1. flokkur Sölug.ngi pr. kr. 100.- 16.173,14 14.277,51 12.372,31 10.486,47 7.420,87 6.802,22 4.695,03 3.866,97 2.913,81 2.761,13 2.196,00 2.027,53 1.700,96 1.381,33 1.086,66 915,87 707,82 578,84 455,09 390,90 290,25 263,78 197,13 152,95 VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERDTRYGGO Sölugengi m.v. nafnvexti og 1 afborgun é ári. 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 37% 1 ár 75 77 78 80 81 87 2 ár 61 62 64 66 68 78 3 ár 51 53 55 57 59 72 4 ár 44 46 48 50 52 67 5 ár 39 41 43 45 47 63 Sölugengi Nafn- Ávöxtun m.v. vaxtir umfram 2 afb./ári (HLV) varötr. 1 ár 95,34 2% 8,75% 2 ár 92,30 2% 8,88% 3 ár 90,12 2%% 9,00% 4 ár 87,43 2'/2% 9,12% 5 ár 85,94 3% 9,25% 6 ár 83,56 3% 9,37% 7 ár 81,22 3% 9,50% 8 ár 78,96 3% 9,62% 9 ár 76,75 3% 9,75% 10 ár 74,62 3% 9,87% 11 ár 72,54 3% 10,00% 12 ár 70.55 3% 10,12% 13 ár 68,60 3% 10,25% 14 ár 66,75 3% 10,37% 15 ár 64,97 3% 10,49% 16 ár 63,22 3% 10,62% 17 ár 61,57 3% 10,74% 18 ár 59,94 3% 10,87% 19 ár 58,42 3% 10,99% 20 ár 56,92 3% 11,12% VERÐTRYGGÐ H APPDRÆTTISLAN _... RÍKISSJÓÐS soiugongi pr. kr. 100.- D — 1974 4.346,76 E — 1974 3.077,05 F — 1974 3.077,05 G — 1975 2.039,70 H — 1976 1.847,77 I — 1976 1.478,54 J - 1977 1.308,04 1.fl. — 1981 281,65 Ofanskráð gengi er m.a. 5% ávöxt- un p.á. umfram verötryggingu auk vinningsvonar. Happdrættisbréfin eru gefin út á handhafa. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.