Morgunblaðið - 08.12.1983, Side 2

Morgunblaðið - 08.12.1983, Side 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 Ólaföbók Bókmenntir Erlendur Jónsson ÓLAFSBÓK. Afmælisrit helgað Olafi Jóhannessyni sjótugum. 519 bls. ísafoldarprentsmiðja hf. Rvík, 1983. Þetta er mikil bók. Tuttugu og sex þættir — ritgerðir og viðtöl Þar að auki tabula gratulatoria — ein sú iengsta sem sést hefur. Og að lokum ritaskrá ólafs Jóhann- essonar. Ekki fer á milli mála að hér er vinsælum manni samfagn- að á stórafmæli. Bernskudagar og skólaár er yfir- skrift viðtals, skráð af Gylfa Gröndal. Þar segir ólafur frá hinu helsta sem á daga hans dreif heima í sveitinni og í Menntaskól- anum á Akureyri. Faðir hans var bóndi og barnakennari. Þar að auki var honum falin umsjón með bókasafni sveitarinnar. Snáðinn hafði nóg að lesa, þar með talin Alþingistíðindin. Og hann ákvað að hefja langskólanám sem á þá daga taldist til einsdæma meðal bændasona í íslenskri sveit. — í viðtali þessu kynnumst við manni sem lætur ekki mikið yfir sér. Síðar varð ólafur Jóhannesson það sem kalla má opinber maður. Slíkur maður á sér eigi að síður sinn vinahóp eins og aðrir. Bekkj- arbróðir ólafs úr MA, Eiríkur Pálsson, ritar hér þáttinn: Farsæll maóur úr Fljótum norður. Fram kemur að þeir áttu, auk áratuga kunningsskapar, samleið í pólitík- inni. Fróðleg upprifjun! Björn Bjarnason er ekki sam- herji Ólafs. En hann var skrif- stofustjóri í Forsætisráðuneytinu þegar Ólafur varð forsætisráð- herra 1978. Björn hafði þá meðal annars haft það starf með hönd- um að skrá fundargerðir á ríkis- stjórnarfundum. Nú var komin að völdum vinstri stjórn en hann sjálfstæðismaður. Hann var að vísu embættismaður. En ýmsir munu hafa litið svo á að skipun hans á sínum tíma hefði verið pólitísk. »Ég ræddi það við Ólaf Jóhannesson,* segir Björn, »hvort hann vildi, að ég héldi áfram að rita fundargerðir ríkisstjórnar- innar. Hann taldi það eðlílegt. Hvort hann héldi ekki, að ráðherr- ar Alþýðubandalagsins að minnsta kosti myndu mótmæla? Við skulum sjá til, sagði forsæt- isráðherra, og eftir það var málið ekki meira rætt.« Þannig kynntist Björn því af eigin raun hvernig var að vera embættismaður undir stjórn ólafs Jóhannessonar. En skömmu síðar sagði hann starfi sínu lausu og gerðist blaðamaður. Og þá átti hann eftir að hafa annars konar skipti við Ólaf. Og sem slíkur segir hann þetta um stjórnmálamann- inn Olaf Jóhannesson: »Blaða- menn koma aldrei að tómum kof- unum hjá honum, og hann segir álit sitt óhikað, þótt oft séu orðin tvíræð. Jafnvel, þegar rætt er um hin alvarlegustu mál, hefur hann lag á því að hitta í mark með setn- ingum, sem segja ekki mikið en þykja þó fréttnæmar og höfða til almennings.« Ritstörf ólafs Jóhannessonar standa vissulega i skugganum af stjórnmálaferli hans. Mér skilst að lögfræðirit hans séu mikils háttar — sannkölluð undirstöðu- rit. Ármann Snævarr, Þór Vil- hjálmsson og Eiríkur Tómasson skrifa hér um lögfræðinginn Ólaf Jóhannesson, kennslustörf hans í Háskólanum, ritstörf hans og lög- gjafarstarf í ráðherratíð hans á Alþingi. Síðastur er þáttur sem Leó E. Löve ritar og nefnist: Faðir vinar míns — síðar vinur minn. Leó ólst upp í sama hverfi og kom snemma inn á heimili ólafs í fylgd með syni hans, Guðbjarti. Fótboltinn tengdi þá saman og annað sem strákar taka sér fyrir hendur. Minnist Leó margs frá bernsku- heimili vinar síns. En skugga dauðans--þyrmdi skjótt yfir — Guðbjartur lést aðeins nítján ára að aldri. Ekki er vandalaust að skrifa um viðkvæm mál af hreinskilni jafnt og nærgætni. Þáttur Leós býr þó TÖLVUR Bókmenntlr Sigurður Haukur Guðjónsson Tölvur Höfundur: Ian Graham. Þýðing: Lárus Thorlacíus. Tölvusetning og umbrot texta: Prisma, Hafnarfirði. Bókin er prentuð í Belgíu. Útgefandi: Setberg. Vart hefir önnur bylting farið hraðar yfir en tölvuvæðingin, inná æ fleiri svið mannlegs lífs nær hún, og fá munu þau ís- lenzku heimilin þar ,sem hún hefir ekki þegar komið sér fyrir. Stingir þú þvotti í vél, þá er hún þar, leggir þú saman á vasa- reiknivélina þína, þá er hún þar, hjá sumum stjórnar hún mats- eld, hjá öðrum sér hún um að færa sjónvarpsefni á myndbönd, og til eru þeir sem vaktir eru hvern morgun fyrir tilstilli hennar. Þetta hefir skeð hljóð- lega, nærri því án þess að við tækjum eftir. Við þessi gömlu erum hrædd, því við skiljum ekki þennan galdur allan. Þó vitum við, að þetta er árroði nýs dags, nýrrar aldar, æskunni jafn sjálfsagður hlutur og síminn okkar, og við munum, að gegn honum rumdi ellin hrum hér fyrir nokkrum árum. Nei, öld tölvunnar er runnin upp, og fleiri og fleiri kunna á þessum fræðum skil, geta hagnýtt sér þau til betra og sælla lífs. Ein sér er tölvan aðeins málmur og plast, en í þjónustu þess er kann á því skil, hverjum lögmálum hún lýtur, er hún undratæki. Bókin er ætluð til þess að auka skilning okkar á þessum lögmálum, gerð tölvunnar og getu hennar. Firnafróðleik er þjappað saman, og með alþýð- legum orðum og myndum er um galdratækið rætt. Skýrð eru for- rit og gögn, stórtölvur, millitölv- ur og örtölvur, lýst hvert gagn má af þeim hafa; tengsl þín við tölvur skýrð, og að lokum er orðasafn, lykill að máli tölvu- fræðanna. Ég hika ekki við að telja þetta góða bók, því svo hræddur sem ég var við tölvur, fyrir lestur bókarinnar, þá lang- ar mig núna, eftir lesturinn, að kynnast þeim nánar. Þýðing LáruSar er góð, ör- sjaldan gægist þó frumtextinn í gegn: „Nemendur sem læra flug- umferðarstjórn nota tölvur, ámóta þeirri sem er á þessu safni, við starfsþjálfun." (9); „Strax við fæðingu hefst ganga okkar á opinberum skrám, ... „(32). Slíkar setningar eru und- antekningar, og ég veit, að þýð- anda hefir verið mikill vandi á höndum að snara svo saman- þjöppuðu máli. Verk hans er því vel unnið. Enn ein prýðisbókin frá Set- berg. Úlafur Jóhannesson yfir hvoru tveggja og sómir sér vel í heiðurssæti þessa rits. Margir unnu að undirbúning og gerð þessarar bókar. Ritnefnd skipuðu: Þór Vilhjálmsson, Björn Sveinbjörnsson, Halldór E. Sig- urðsson, Leó E. Löve og Stein- grímur Jónsson; hinn síðastnefndi jafnframt ritstjóri. Þó rit þetta sé saman tekið í þakklætis- og viðurkenningar- skyni og deilumálum sé sópað til hliðar ber ekki svo að skilja að hér sé ekki hlutlægt á málum haldið. Þetta eru ekki lofræður. Hitt fer ekki á milli mála að hér er rætt um mann sem notið hefur trausts. ólafur Jóhannesson er í hópi þeirra sem markað hafa svipmót íslensks þjóðlífs á þessari öld. Góður kennari var pabbi ... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Faðir minn, kennarinn: Auðunn Bragi Sveinsson bjó til prentunar. Útg. Skuggsjá 1983. Ekki man ég í svipinn, hversu margar bækur Skuggsjá hefur gefið út, þessari skyldar, en þær eru orðnar æði margar og æði keimlíkar margar, enda er hér verið að skrifa um fólk á áþekkum aldri sem elst upp við áþekk kjör svo að það er vitanlega nokkrum takmörkum háð, hvað getur verið af nýmeti í frásögnum á borð við þessar. En höfundarnir skrifa þó sjálfir, það er mesti munur og þar með fæst verulegur blæbrigða- munur á frásagnir sem eru ansi líkar, þegar að er gætt. Höfundum að slíkum köflum eru svo auðvitað mislagðar hendur, en það einkenn- ir þessa bók sem fyrri sem ég hef lesið, að þar er fjallað af vinsemd og hlýju um þann sem í hlut á. Vilji svo ótrúlega til að einhverjir ókostir, að ekki sé nú minnst á galla, hafi verið í fari viðkomandi, hefur tíminn sléttað allt út og gert gallana svo viðfelldna og sjálf- sagðan hluta af persónunni, sem er verið að skrifa um. Auðunn Bragi Sveinsson hefur séð um útgáfuna og skrifar for- mála. Hann rekur þar hlutverk kennarans í íslenzku þjóðfélagi og segir meðal annars: „Fá störf krefjast jafn margra mannlegra þátta og kennslan. Sem starfsmaður er kennarinn þjónn margra og sundurleitra afla. Fyrst og fremst er hann þó fræðari og leiðtogi barnanna sem hann hefur yfir að segja í skóla- stofunni. Hann er undir stöðugri smásjá foreldranna gegnum börn sín. Þar er kennarinn í óhægri að- stöðu, því að börnin ein eru oftast til frásagnar um það, sem gerist í skólanum. Kennarinn liggur afar vel við höggi úr ýmsum áttum auk þessa. Hann er undirmaður skóla- stjóra, yfirkennara, fræðslustjóra, menntamálaráðuneytis. Hann er sem sagt ekki eins og lús milli Úti er ævintýri Bókmenntír Sveinbjörn I. Baldvinsson Ólafur Haukur Símonarson: VÍK MILLI VINA, skáldsaga, 210 bls. Mál og menning. Það er rithöfundurinn Pétur sem segir eða skrifar þessa sögu um sig og kunningja sína og vini. Allt er þetta fólk af kynslóðinni sem tók þátt í þeirri „æskulýðs- byltingu" sem kennd er við árið 1968 og heyrir nú, eins og það, for- tíðinni til. Á sjöunda áratugnum var hagvöxtur mikill og vænn á vesturlöndum og unga fólkið gat í krafti auðmagns foreldra sinna leyft sér að iðka aðskiljanlega isma og ævintýri á gönguför undir rauðum fánum verkalýðsins um nokkurt skeið. Svo liðu árin, börnin fæddust og allt í einu var ævintýrið orðið fullt af tómum tékkheftum og ógreiddri húsaleigu og enginn tími til að gera byltingu. Bárujárnshús, pan- ell og Alþýðubandalag kom í stað- inn. Sósíalismi fyrir augað. Úti er ævintýri. Það er snjallt að láta rithöfund segja söguna. Það veitir nefnilega höfundinum frelsi til að gera sam- ræður fólksins ósennilega gáfu- legar á köflum. Pétur lætur þess líka sums staðar getið að þetta og hitt hafi e.t.v. ekki verið sagt, þótt hann hafi skrifað það svona. Þetta kemur sér líka sérlega vel í þessari sögu, því hún er að mestu leyti í formi samræðna. Aðalpersónurn- ar eru auk rithöfundarins Péturs, Halldór arkitekt og kona hans Guðrún leikkona, Ingunn leikkona og maður hennar, Marteinn enskukennari, Kári Breiðfjörð arkitekt, vinnuveitandi Halldórs. Hjördís kona Péturs (þau eru nán- ast skilin að skiptum) og Aðal- björg vefari, viðhald Halldórs. Öll eru þau gamlir vinir frá Höfn. Ýmis ástasambönd hafa verið reynd innan hópsins. Hin núver- andi eru í molum. Eins og eðlilegt er þegar kúlt- úrkommar eiga í hlut þá er mikið talað, allmikið drukkið og annað veifið er blandað í pípu. Sagan gerist að mestu á tveimur sólar- hringum. Hún hefst á því að Pétur kemur til landsins frá Höfn eftir Olafur llaukur Símonarson að hafa dvalið þar um nokkurt skeið við skriftir, sem reyndar urðu ekki miklar þegar til kom. Hann heilsar upp á vinina og kon- una (fyrrverandi). Við fylgjumst þó ekki aðeins með fólkinu í gegn- um Pétur. Það lifir sínu sjálfstæða lífi í sögunni. í öllum þeim samtölum sem eiga sér stað í sögunni er oft komist skemmtilega að orði. Halldór er til dæmis alltaf með dæluna í gangi, misjafnlega edrú. Texti hans er yfirleitt það skemmtilegur að hann virðist ótrúlega snjall mað- ur. Reynsla mín af alvöru Hall- dórum er ekki sú að þeir séu svona klárir og skemmtilegir, heldur að þeim finnist þeir svona klárir og skemmtilegir. En eins og ég sagði í upphafi þá færir Pétur sögumað- ur allt í stílinn, enda hefði verið óþolandi að lesa raunverulegt fyllirísrövl. Ein af skemmtilegum ræðum Halldórs er sú er hann heldur yfir hausamótum Marteins enskukennara og margir geta ugg- laust tekið til sín í meginatriðum. Þar segir hann meðal annars: „Grimmilegar eru staðreyndir málsins. Grimmilegar og dapur- legar! Eftir glæstan byltingarferil í Kína, Kúbu, Víetnam og Nikar- agúa að enda sem biluð plata í Hamrahlíðarskólanum!" Og eftir nokkrar setningar í viðbót getur Aðalbjörg vefari ekki orða bund- ist: „Hlustaðu ekki á þetta röfl í honum Halldóri, biður Aðalbjörg, hann heldur ennþá að róttækni sé að nota meira en 2000 orð á mín- útu.“ (Bls. 180.) Þótt „Vík milli vina“ einkennist öðru fremur af samtölum að ytri byggingu jafnvel svo að manni dettur útvarpsleikrit ósjálfrátt í hug, þá eru nokkrar myndrænar lýsingar eða atriði inn á milli, auk frásagna um fortíð persónanna. Myndrænu atriðin komu mér reyndar á óvart að því leyti, hvað þau eru bíóleg, jafnvel reyfaraleg. Á ég þar við nokkrar stuttar kyn- athafnalýsingar, kýlingar, flótta undan lögreglu yfir garða og girð- ingar í Þingholtunum og fleira í þeim dúr. Þessi atriði eru þó ef- laust af hinu góða fyrir söguna, því þau gæða hana lífi. Fólkið í sögunni eignast mannslíkama og holdlegar fýsnir og viðbrögð, en hefði kannski ella verið dálítið eins og gáfaðir svampar. Þessi saga Ólafs Hauks á ugg- laust mest erindi við hið „glæsi- lega, velmenntaða og andríka bráðum miðaldra únga fólk“ svo notuð sé skilgreining Halldórs í sögunni sjálfri. Fyrir aðra er söguefnið kannski ekki eins spennandi, en þeir geta þó stytt sér drungalegar stundirnar í skammdeginu með því að lesa skemmtilega og dramatíska sögu um ástir, örlög og æskumissi hinnar menningarlegu yfirstéttar á íslandi, þess fólks sem helgar- viðtölin eru tekin við í blöðunum. Þessi saga segir frá því sem gerist á milli blaðamannaheimsókna og gefur af því skýra og afdráttar- lausa mynd. Og sú mynd er ekki jafn smart og þær sem eru í blöð- unum. Mjög tímabær myndbirt- ing. Það er athyglisvert varðandi persónusköpunina, að allir karl- arnir eru meiri eða minni ruddar og rembusvín, þrátt fyrir allt jafn- réttishjalið í fortíðinni. Konurnar virðast mun heilli á sönsum, en eru þó veikar fyrir hinum úrræða- lausu, málglöðu og ofbeldis- hneigðu körlum. Þetta er sjokk fyrir okkur sem lesum helgarblöð- in. Það þarf töluvert hugrekki til að skrifa sögu af þessu tagi. Ég óska ólafi Hauki til hamingu með að hafa haft það hugrekki. Svo er að sjá hvernig jafnaldrar hans og samferðamenn bregðast við. Það gæti orðið gaman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.