Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
Varstu að fá hann?!
Viðtalsbók við
17 laxveiðimenn
Út er komin bókin Varstu að
fá hann? eftir Guðmund Guð-
jónsson blaðamann, en í bókinni
eru viðtöl við 17 kunna laxveiði-
menn og rifja þeir upp eftir-
minnilegar veiðiferðir og segja
veiðisögur, eins og þær gerast
bestar. Formála að bókinni ritar
Steinar J. Lúðvíksson.
Á bókarkápu segir meðal ann-
ars: Varstu að fá hann? er
spurning sem hljómar títt þegar
laxveiðimenn hittast, enda eru
menn alltaf forvitnir að vita
hvernig náunganum hefur geng-
ið í þeim heillandi veiðiskap sem
laxveiðarnar eru. Sjaldnast
liggja menn á svarinu, sem vit-
anlega er á ýmsa lund og ef vel
hefur gengið fylgir stundum góð
veiðisaga svarinu. Þótt sumir
segi að laxveiðimönnum hætti til
að ýkja, er það ómælanlegt að
mörg ævintýri hafa gerst i lax-
veiðum á Islandi og það sem
hljómar sem lygasaga er heilag-
ur sannleikur.
Þá segir: Varstu að fá hann?
spurningunni geta þeir sem þessi
bók fjallar um svarað játandi.
Guðmundur Guðjónsson
Hér segja sautján kunnir veiði-
menn frá ævintýrum sínum í
laxveiði og hafa af mörgu að
taka. Glímurnar við stórlaxana
hafa oft verið strangar og ævin-
39
týralegar og þeim hefur líka lok-
ið á ýmsan hátt. En allir þeir
sem ánægju hafa af laxveiðum
munu njóta þess að fylgja köpp-
unum um bakka veiðiánna og
taka þátt í frásögnum þeirra af
lífi og sál.
í bókinni eru viðtöl við eftir-
talda veiðimenn: Eyþór Sig-
mundsson, Engilbert Guðjóns-
son, Kristján Benediktsson, Þór-
arin Sigþórsson, Snorra Jónsson,
Sverri Hermannsson, Analíus
Hagvaag, Birgi Steingrímsson,
Sigurð Örn Einarsson, Helga
Jónasson, Garðar H. Svavarsson,
Þórð Pétursson, Ragnar Péturs-
son og Jónu Ingimundardóttur,
Jóhannes Kristjánsson, Kristján
Jóhannesson og Hans Kristjáns-
son.
Bókaforlagið Örn og Örlygur
gefur bókina út. Bókin er 138
blaðsíður að stærð. Hún er
prýdd fjölda ljósmynda, sem
margar eru teknar af Rafni
Hafnfjörð.
Eftir sjö áia undiibúning
ftamleiðslunnar áVolvo360,
em mistökin í ruslafötu okkar
en ekki í bílskúmum þínum!
Kaupendur látnir gjalda
Það gerist stundum að bílar eru
hannaðir í miklu tímahraki, þar
sem allt kapp er lagt á að koma
framleiðslunni á markað. Þegar
þessi háttur er hafður á, eru það
kaupendurnir sem gjalda fyrir
mistökin. í bílskúrnum þeirra er
þá illa hannaður bíll, sem ein-
göngu veldur ama og leiðindum.
Hönnun og prófanir
Starfsmenn VOLVO gáfu sér næg-
an tíma við hönnun og prófanir
á 360 gerðinni. Þeir hafa alltaf
haft þennan háttinn á við undir-
búning framleiðslu nýrrar gerðar.
í sjö ára undirbúningsvinnu hefur
nægur tími gefist til að sannreyna
hugmyndir, gera mistök og leið-
rétta þau. Umfram allt, þá hefur
rúmur tími verið til prófana,
endurbóta og fleiri prófana.
VOLVO gefur sér tíma
Vönduð vinnubrögð og þolin-
mæði í sjö ár hafa skilað frábær-
um árangri. VOLVO 360 hefur
uppfyllt allar ströngustu kröfur.
Hann er rúmgóður fjölskyldubíll,
kraftmikill og lipur í akstri, örugg-
ur og traustur: Sannur VOLVO!
VOLVO 360
- Enn eitt skref nær fullkomnun
MICROMA
V--SWISS QUARTZ--
| er framtíðarúrið þitt g
| - því getur þú treyst. |
| Þetta er aöeins hluti |
af úrvalinu.
VISA
EUROCARD
1 FRANCH MICHELSEN I
ÚRSMIÐAMEISTARI
LAUGAVEGI39 SÍMI 28355