Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 1
tfgtniftlftfrife Föstudagur 30. desember Víða þröngt í búi um þessi áramót Síöastliðið ár hefur verið mörgum erfitt fjárhagslega. Hefur beiðnum um fjárhagsaöstoð til stofnana eins og Félagsmálastofnunarinnar, Hjálparstofnunar kirkj- unnar og ýmissa góðgerðarstofnana fjölgað töluvert. Viö ræddum viö einstaklinga og fjölskyldur, sem þurfa aö lifa af lágmarkstekjum mánaðarlega, hvernig fólkið plumaði sig í lífsbaráttunni. Hvaö ætlar þú aö gera á gaml- árskvöldi? Þetta er stóra spurningin um hver áramót. En henni svarar fólk sem viö hittum á förn- um vegi, bæði ungir og gamlir og eru svör- in með ýmsum hætti. Sumir ætla að fara í samkvæmi, ein í afmælisveislu, flestir borða góöan mat og horfa á skaupið í sjónvarpinu, einn þeirra sem svaraöi ætlar bara að leggjast tímanlega á sitt græna eyra og fara að sofa og láta sig dreyma. Aramótabrennur fyrr og nú Hátíðahöld á áramótum hafa breytt mikiö um svip frá því sem áður var. Siðir, venjur og þjóðtrú, sem tengdust þessum tíma- mótum eru okkur aö mestu framandi. Það sem hefur þó sett einna mestan svip á áramótin hér á landi um langa hríð eru áramótabrennur. í bókinni Saga daganna, sem Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur hefur tekið saman, rifjar hann upp sögu ára- mótabrenna hér á landi og fylgjum viö honum í þeirri upprifjun. Þá ræöum við viö Pétur Hannesson, sem verið hefur eins konar brennukóngur Reykjavíkur undanfarin 20 ár. Pétur er yfirmaöur hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar. Heimílíshorn 36/37 Hvað er að gerast? 43 Myndasögur og fólk 48/49 íslenzk list 40 Sjónvarp 44/45 Dans/bíó/leikhús 50/53 Erlendar bækur 41 Utvarp 46 Velvakandi 54/55

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.