Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
35
kaupa tvenna skó á ári og láta
hækka annan skóinn og greiöir
Tryggingastofnunin 70% af þeim
kostnaði. Þann mánuö sem hun
þarf aö kaupa skóna veröur hún
aö fá aö fresta aö greiöa leiguna
og skipta henni á tvo næstu mán-
uöi, þannig aö hún hafi örugglega
fyrir mat og lyfjum. Þar eö dóttir
konunnar býr hjá henni fær hún
ekki niöurfellingu á afnotagjöldum
síma, útvarps og sjónvarps sem
hún annars fengi. Dóttirin borgar
2.000.- krónur heim til sín mánaö-
arlega. Hún annast öll erfiöari verk
heimilisins og kaupir oftast inn.
Dóttirin á bifreiö og ekur hún móö-
ur sinni þegar meö þarf. Er dóttirin
henni ómetanleg hjálp eins og
konan orðaöi þaö. Dóttirin matast
á vinnustaö á daginn en boröar
heima á kvöldin og um helgar.
Konan er vön því aö hafa lítil
fjárráö. Maöur hennar varö fyrir
slysi á vinnustaö fyrir 17 árum og
áttu þau 3 börn. Maðurinn fékk
engar skaöabætur og þurfti fjöl-
skyldan aö lifa af litlum mánaöar-
legum bótum og barnalífeyri. Þau
tóku aö sór ýmiss konar heima-
vinnu til aö drýgja tekjurnar. Maö-
urinn dó svo eftir þrjú ár og stóö
konan þá ein uppi meö börnin.
Þrátt fyrir aö oft hafi veriö þröngt í
búi, þá hefur fjárhagurinn sjaldan
veriö eins bágborinn og nú aö
hennar sögn. Getur hún sama og
ekkert leyft sér. Hún hefur mikið
yndi af aö fara á tónleika og lista-
sýningar svo og í leikhús og kvik-
myndahús, en þetta er munaöur,
sem hún veröur aö vera án. Stund-
um bjóöa börnin henni í kvik-
myndahús og ef hana vantar til
dæmis dýrari flíkur eins og kápu
þá hafa þau siegiö saman í hana.
En þau eru aö byggja sér þak yfir
höfuöiö þannig aö þau hafa alveg
nóg meö sig segir konan:
„Ég passa mig á því aö láta ekki
í Ijós aö mig langi til aö fara eitt
eöa annað, því ég vil ekki vera
byröi á börnunum mínum," segir
hún. Hvaö gerir hún sér þá til
dægrastyttingar? Segist hún gera
mikla handavinnu. Megniö af henni
fari til Sjálfsbjargar og er selt á
bösurum. Stundum hefur hún
saumaö fyrir fólk, „en þaö er ekki
hægt aö taka mikiö fyrir þaö, svo
þetta veröur eins og hálfgerö
dægrastytting líka,“ segir hún. Hún
er bókaormur og á ágætt plötu-
safn sem hún hlustar oft á. Ég hef
alltaf nóg aö fást viö og mér leiöist
aldrei," segir hún. Hún segist líka
reyna aö bægja frá sór öllum
áhyggjum. „Ég er léttlynd aö eöl-
isfari og læt hverjum degi nægja
sína þjáningu, þaö þýöir ekkert
annað t þessari aöstööu." En ætli
henni finnist ekki felast mikiö óör-
yggi í því aö geta ekki safnaö svo-
litlum peningum til aö eiga ef
eitthvað óvænt kemur upp á?
„Auðvitaö finnst mér þaö slæmt.
En þaö felst mikiö öryggi í því aö
vita aö mér veröur ekki sagt upp
húsnæöinu, því ef ég stend skil á
leigunni þá veröur mér ekki sagt
upp. En ég verö bara aö vona aö
þetta bjargist allt saman eins og
þaö hefur gert hingaö tll,“ var
svariö viö þessari lokaspurningu.
Hart að geta
ekki aukið við
tekjurnar
■ ■
Oryrkjar eru sa hópur, sem
hvaö lægstu launin hafa í
þjóöfélaginu og þó þeir hafi mögu-
leika á aö vinna úti og ættu þannig
aö geta aukiö viö tekjur sínar, þá
batnar fjárhagsstaöa þeirra flestra
lítiö viö þaö vegna kerfisreglna
eins og eftirfarandi saga ungrar
konu ber meö sér.
„Ég er 75% öryrki eins og þaö
kallast og fékk tækifæri til aö
vinna úti hálfan daginn. Viö fyrstu
sýn virtist sem fjárhagsstaða mín
skánaöi nokkuö viö þetta, því ég
hélt helmingi tryggingabóta minna.
En vonglaöur öryrki, sem heldur út
í hiö vinnandi þjóöfélag og trúir aö
hann sé aö gera sjálfum sér og
þjóöfélaginu gagn rekur sig brátt á
vart yfirstíganlega þröskulda kerf-
isins. Honum fara aö berast alls
konar bréf frá hinu opinbera. Ýmis
réttindi, sem hann hefur haft sem
75% óvinnufær örorkustyrkþegi,
eru tekin af honum og skatturinn
heimtar sitt af hýrunni. Viö nánari
athugun kemur í Ijós, aö upphæö
sú, sem hann hefur til ráðstöfunar
eftir útborgun, er nær sú sama og
þær tryggingabætur er hann haföi.
Fjárhagsstaöa hans hefur semsagt
ekkert batnaö. Ekki á hann hægt
meö aö fá sér bara aöra betur
borgaöa vinnu, eins og margir full-
frískir einstaklingar. Því ef til vill
hefur hann meö ærnu erfiöi og
hjálp góöra manna einmitt komist í
þessa vinnu, sem hentar honum
vel og hann finnur aö hann ræöur
viö. Efasemdir og öryggisleysi
sækja aö viö svona aöstæöur og
hann spyr sjálfan sig ef til vill:
„Hvaö hef ég veriö aö flana út í.“
En þó aö einstaklingur, sem var
svo bjartsýnn í byrjun frumraunar
sinnar sem útivinnandi maöur, segi
upp vinnu sinni, til aö öölast aftur
þau réttindi og öryggi, sem fylgja
föstum greiöslum Tryggingastofn-
unar ríkisins, þá er ekki svo létt
fyrir hann aö komast aftur inn í
kerfi þeirrar ágætu stofnunar. En
þaö er önnur saga.
Auðvitaö er aöstaöa þeirra ein-
staklinga, sem njóta skertra bóta
vegna vinnulauna, æriö misjöfn.
Þeir sem leigja á hinum almenna
leigumarkaöi eöa búa í eigin hús-
næöi hafa úr litlu aö moöa er öll
gjöld og skattar hafa veriö greidd.
Hin góöa regla aö leggja fyrir kem-
ur þar aö litlu haldi. Hjá þeim, sem
búa í leiguíbúöum Sjálfsbjargar-
hússins, hafa vinnu og njóta því
skertra bóta eins og ég geri, kem-
ur dæmiö aðeins betur út, því
veldur hin lága húsaleiga ásamt
niöurgreiddum hádegisveröi.
Ef ég tek saman í krónutölum
þaö sem 75% örorkulífeyrisþegi,
sem nýtur engra lífeyrisréttinda,
fær mánaöarlega aö meöaltali frá
Tryggingastofnun ríkisins lítur
dæmið svona út:
Örorkulífeyrir kr. 3.157.-
Tekjutrygging 3.861.-
Uppbót 316.-
Heimilisuppbót 1.293.-
Alls 8.627,-
Tveir síöasttöldu liöirnir geta þó
veriö breytilegir eftir aöstööu
hvers einstaklings fyrir sig.
Eftir aö íbúi í leiguíbúöum i
Sjálfsbjargarhúsinu er búinn aö
greiöa húsaleigu og kaupa mat-
armiöa fyrir mánuöinn hefur hann
rúmar 4.000.- krónur til ráöstöfun-
ar. Fáir veröa víst til aö andmæla
því aö þessi upphæö dugar
skammt, ef einhver óhjákvæmileg
aukaútgjöld veröa, hvaö þá ef
eitthvaö á aö veita sór. En ýmis
réttindi öðlast þó 75% öryrki, sem
hefur aðeins tryggingabæturnar til
aö lifa af. Mætti telja þaö helsta
upp hér: Frítt sjónvarp, sem þó aö-
eins nýtist þeim, sem hafa svokali-
aöa meöalauppbót. 75% endur-
greiösla tannlækniskostnaöar.
Styrkur og lán til bilakaupa. Frítt
afnotagjald af síma.
Ég haföi til skamms tíma fram-
færslu af þessum fullu bótum
Tryggingastofnunar ríkisins sem
íbúi i leiguíbúö í Sjálfsbjargarhús-
inu þá eins og nú. Fyrir fjórum ár-
um bauöst mér vinna gegnum
endurhæfingarráö. i heilan vetur
rak ég mig ekki á kerfið. öll þau
réttindi, sem ég haföi notiö, stóöu
eins og stafur á bók, en um voriö
geröist þaö.
Ég var ekki lengur á skrá hjá
Tryggingastofnun ríkisins. hvaö
kom til? Jú, gleymst haföi aö taka
þaö fram í vinnusamningi milli
endurhæfingarráös og Trygg-
ingastofnunar ríkisins, aö ég ynni
aöeins í 4 tíma. Eftir löng símtöl,
feröir og annars konar óþægindi,
sem stóöu samfleytt í 2 mánuöi,
tókst aö skrá mig niður á hálfar
bætur. En dýröin stóö ekki lengi.
Eftir áramótin kom skattseöillinn
og upphæöin, sem ég átti aö
greiöa, var ævintýralega há miöaö
viö þær fáu þúsundir, þ.e. í göml-
um krónum, sem ég haföi fram yfir
þaö, sem ég haföi haft, þegar ég
var á fullum bótum hjá Trygg-
ingastofnuninni. Viö svona uppá-
komu voru góö ráð dýr. Ég ákvaö
aö halda áfram aö vinna og hef
unniö æ síöan. En þar sem ég vinn
50% vinnu eöa í 4 tíma, þá eru
bætur mínar skertar eins og áður
segir og fæ ég eftirfarandi bætur
nú frá Tryggingastofnuninni:
Örorkulífeyrir kr. 1.579,-
Tekjutrygging 1.931,-
Uppbót og heimilisuppbót 18.-
Samtals 4.228.-
Kaup mitt er nú 5.922,- krónur.
Þegar þetta er lagt saman gerir
þetta 10.150.- krónur. Svo ágóö-
inn viö aö vinna er 1.523.- krónur.
Eins og ég sagöi áöan er húsa-
leigan ekki há á einstaklings-
íbúöum í Sjálfsbjargarhúsinu, eöa
1.448.- krónur nú. Matarmiðar,
sem hægt er aö kaupa í hádeginu,
kosta 55.- og 65.- krónur, sem
gerir á mánuöi 1.700.- krónur. Ég
hef því 7.000.- krónur til aö borga
skatta, afborganir og annaö sem
eg þarf, eins og fatnaö og vasa-
peninga.
En þaö er ekki raunhæft aö láta
sig dreyma um aö geta keypt dýra
hluti svo sem bíl af þessari upp-
hæö. Þrátt fyrir allar niöurfellingar,
veröur maður aö eiga eitthvaö í
bakhöndinni. Þetta þýöir líka aö
nær ógerlegt er aö leigja á frjáls-
um markaöi, því fyrirframgreiösla
á húsaleigu er venjulega svo há.
Þannig aö öryrkjar, sem ekki kom-
ast inn t húsnæöi Sjálfsbjargar,
veröa aö búa í foreldrahúsum og
vera upp á foreldra og ættingja
komnir, en geta ekki lifaö sjálf-
stæöu lífi, þó þeir séu orönir
fullorönar manneskjur.
En sagan er ekki öll sögö. Á
dögunum barst mér bréf frá Póst-
og símamálastjórn, þar sem mér
var tilkynnt, aö vegna þess aö
tekjutrygging mín væri skert, yröi
ég aö greiöa afnotagjald af síma
mínum. Einhvern veginn haföi til-
kynning um þetta týnst á leiöinni
frá Tryggingastofnuninni til Póst-
og símamálastjórnar eftir aö ég
byrjaöi aö vinna. Mismunur hjá
mér á því aö vera á fullum bótum
eöa aö fá laun og vera á hálfum
bótum er eins og áöur segir
1.523.-. Afnotagjaldiö af símanum
mun vera nú um 750.- krónur og
bætast hér viö umframskref. Þau
geta verið misjöfn eftir aöstæöum,
en þegar síminn er kannski helsta
tækiö til aö hafa samband viö fólk,
þá getur kostnaöur viö um-
framskrefin oröiö umtalsverðar,
eöa 600.- krónur eöa hærri upp-
hæö. Þá verður símareikningurinn
ef til vill 1.523,- krónur. Ef þessi
tala er dregin frá mismuninum af
tekjunum viö aö vinna úti og bót-
unum kemur út talan 173.- krónur.
Þetta dæmi sýnir því svo ekki
veröur um villst, aö vinna borgar
sig engan veginn, aö minnsta kosti
ekki þegar litiö er á peningahliö-
ina. En óg gæti samt ekki hugsað
mér aö vinna ekki úti, því ég hef
ánægju af vinnunni og félags-
skapnum, sem ég hef á vinnu-
staðnum. En mér finnst þaö fjandi
hart aö eiga aöeins fyrir því
allra nauösynlegasta og hafa ekki
möguleika á aö auka viö tekjur
mínar.“
75 ára í kaldri,
rakri og lekri
íbúð
Viö heimsóttum 75 ára gamlan
mann upp í ris nokkurt í þrí-
býlishúsi. Hann komst ekki niður
þröngan stigann þar sem hann var
tiltölulega nýkominn heim af
sjúkrahúsi vegna heilablóöfalls og
gekk viö göngugrind.
Hann bauö okkur upp á nýlagaö
kaffi. Viö settumst í lítinn sófa und-
ir súö og sáum bletti eftir leka í
loftinu. Taliö barst aö lekanum,
hann sagöi sínar farir ekki sléttar.
„Ég var oröinn þreyttur á því aö
hrekjast úr einni íbúö í aöra á al-
mennum leigumarkaöi, svo aö ég
ákvaö aö reyna aö setja eilítiö til
hliðar af laununum mínum um 10
ára skeiö. Fyrir 2 árum síöan átti
ég fyrir útborgun í þessari íbúð.
Hitt allt fékk ég lánaö."
Hann sötraöi heitt kaffiö úr boll-
anum sínum og hélt svo áfram: „Ég
ætla ekki aö tefja viö lýsingarnar á
því hve erfitt er aö spara ef maöur
vill leigja sómasamlega íbúö. Ég er
nær viss um, aö margir aldraöir
búa t lélegum íbúðum hér í bæ,
jafnvel óíbúöarhæfum eöa íbúöum
sem enginn annar vill leigja, þvi
aldraöir hafa ekki efni á aö borga
miklar fyrirframgreiöslur eöa háa
húsaleigu.
Mér fannst ég hafa himin hönd-
um tekiö er ég gat fest kaup á
þessari íbúö. Ég vann hálfan dag-
inn og sýndist ég geta klofiö þetta
allt. Svo veiktist ég, missti vinnuna
og hef nú engar tekjur nema elli-
launin mín og rúmar 2.000 krónur í
eftirlaun á mánuöi.
Þegar ég var nýfluttur inn komu
svo gallar í Ijós, sem mér haföi ekki
verið sagt frá. Ibúöin var köld og
rök og lak á mörgum stööum. í
fyrra var gert viö glugga, þéttaö
kringum rennur og á þaki og varö
minn hlutur 55.000 krónur. Þaö
sem verra er aö ekki viröist hafa
tekist aö komast fyrir lekann og
fyrri eigandi neitar algjörlega aö
taka þátt í kostnaöi. Nú er salerniö
stíflaö svo aö ekki er unnt aö nota
þaö,“ svo leit hann glettnislega á
okkur og bætti viö „þiö fyrirgefiö
þó aö ég geti ekki boðið ykkur á
WC þó ykkur veröi brátt!
Ég greiöi tæpar 2.000 krónur á
mánuöi aö jafnaöi í afborganir og
vexti af lánum og um 1.000 krónur
í rafmagn og hita fyrir utan ýmis-
legt annað. Ég varö aö taka lán
fyrir viögeröunum í fyrra. Ég flýtti
mér aö láta skrá mig á biölista hjá
Reykjavíkurborg þegar óg sá
hvernig komiö var meö íbúðina, en
ég fæ alltaf sömu svörin þar: Því
miður, engin lausn. Viö erum meö
yfir 1.000 manns á biðlista. Nei,
þaö er löngu kominn tími til aö
ellilífeyrisþegar taki höndum sam-
an og geri eitthvaö í málum sínum.
Þetta viröist óþolandi ástand.“
Maöurinn er oröinn þreyttur á
aö tala því hann er ennþá talsvert
stiröur í tali eftir heilablóöfalliö.
Hann bar sjúkrahúsinu mjög vel
söguna og sagöist hafa náö ótrú-
legum framförum.
„Ég hélt á tímabili að allt væri
búiö,“ sagöi hann. „En meö hjálp
lækna og starfsfólksins sem sífellt
hvatti mig og æföi, náöi ég undra-
verðum bata. Og þegar ég fékk
góöa konu til þess aö koma hingaö
tvisvar í viku frá heimilishjálpinni
lyftist aftur á mér brúnin og ég lít
nú björtum augum á framtíöina.
Þiö megiö til meö aö skrifa þaö
líka. Þaö þykir víst ekki hár aldur á
isiandi aö vera 75 ára!“
Hefur 7 þúsund
krónur í tekjur
en verður að
greiða 6 þús-
und krónur í
barnagæslu
Viö heimsóttum fjögurra
manna fjölskyldu, sem býr í
tveggja herbergja íbúö, sem er um
50 fermetrar. Heimilisfaöirinn hef-
ur unniö viö sjómennsku en haft
stoþula vinnu aö undanförnu og er
nú atvinnulaus og býöur eftir
sjúkrahúsvist og má gera ráö fyrir
aö hann veröi frá vinnu þess vegna
í aö minnsta kosti 3 mánuöi. Sjúk-
dómurinn hefur valdiö honum
nokkrum þjáningum á undan-
gengnum árum og hefur hann orö-
iö aö vera á sterkum verkjalyfjum
alltaf ööru hvoru, til aö geta þrauk-
aö í vinnunni. Eiginkonan vinnur
úti frá 2—7 á daginn og er eina
fyrirvinna heimilisins eins og er og
hefur hún milli 7 og 8 þúsund krón-
ur í mánaöarlaun. Börnin tvö, sem
eru á aldrinum 2 og 5 ára, eru í
gæslu á þessum tíma og kostar
barnagæslan tæpar 6.000 krónur
á mánuöi. Mest allt kaup konunnar
fer því í barnagæslu. Hafa þau orö-
iö aö sækja um fjárhagsaöstoö til
Félagsmálastofnunar og hafa
fengið rúmlega 2.000 krónur á viku
í tvo mánuöi. Barnabæturnar hafa
fariö í aö greiöa opinber gjöld.
„Ég hef verið aö hugsa um,
hvort ég ætti ekki bara aö hætta
aö vinna úti, launin mín fara hvort
sem er mest öll í barnagæslu,“
segir konan. „Manni finnst því hálf
tilgangslaust aö vinna úti frá börn-
unum.“
Hvaö gerist þá?
„Þaö er ekki gott aö segja, þaö
er svo margt sem þarf aö borga.
Núna skuldum viö afborganir af
lánum á íbúðinni og síma og raf-
magnsreikning og viö bíöum bara
eftir því aö það veröi lokað á
okkur," segir konan.
Fjölskyldan festi kaup á íbúö
sinni sem er í Framkvæmdanefnd-
arblokk fyrir sex árum. Eru' þau
ennþá aö borga af henni, bæöi
húsnæöismálalán og lífeyrissjóös-
lán. Hafa þau sótt um lán, sem
Félagsmálastofnun getur útvegaö
þeim, en þeim hefur veriö neitaö
einu sinni um þaö og eru aö sækja
um aftur. Aö sögn konunnar hafa
nokkrar skuldir hlaöist upp á und-
anförnum árum vegna ibúöar-
kaupanna og vegna lágra launa
eiginmanns hennar og stopullar
vinnu. Hafa þau oröiö aö taka
bankalán til aö fleyta sér áfram.
Þau eignuöust annað barn sitt fyrir
tæpum tveim árum og tók konan
sér þá frí frá vinnu um tíma, en
byrjaöi aö vinna aftur fyrir tæpu
. ári.
„Ég fór í banka um daginn og
sótti um lán en var hafnaö á þeirri
forsendu, aö veltan á reikningi
mínum væri ekki nógu mikil,“ segir
konan. „Svo var okkur neitaö um
lán hjá Félagsmálastofnuninni, nú
horfum viö fram á aö missa ef til
vill íbúöina. Skapar þetta óvissu-
ástand bæöi streitu og óöryggi.
Viö höfum einu sinni áöur þurft
aö leita til Félagsmálastofnunar
um fjárhagsaöstoö í tvo mánuöi.
Viö tókum þaö nærri okkur aö
þurfa aö þiggja aðstoð, þó einkum
eiginmaöurinn, sem fannst hann
hafa brugöist sem fyrirvinna og
heimilisfaðir. Peningaleysiö hefur
líka valdiö ósamkomulagi á heimil-
inu og erum viö bæöi niöurdregin
og slæm á taugum og hefur þetta
haft áhrif á börnin. Elsta barnið
spuröi mig um daginn hvers vegna
ég væri alltaf svona döpur. Þau
finna aö eitthvaö er aö.
Þetta ástand kemur líka niöur á
vinnunni. Ég hef veriö annars hug-
ar og starfsvilja hefur vantað. Kom
vinnuveitandi minn aö máll viö mig
og spuröi, hvort eitthvaö amaöi
aö.
Ég veit eiginlega ekki hvaö viö
getum gert. Þaö tekur því ekki fyrir
manninn minn aö fá sór vinnu
meöan hann bíöur eftir spítalavist.
Þaö er því spurning, hvernig viö
kljúfum þetta fjárhagslega þangaö
til hann getur fariö aö vinna líka.
Því þegar viö höfum unniö bæöi
hefur þetta bjargast.
Maðurinn minn hefur lág-
marksmenntun en hann tók tvo
bekki í gagnfræöaskóla, þaö er þvi
ekki um margt aö velja fyrir hann.
Þaö er annað hvort láglaunavinna
eöa vinna á sjónum og hann vill
helst vinna viö þaö síöarnefnda,
því þar eru meiri tekjumöguleikar."
Eins og áöur segir, býr fjölskyld-
an í lítilli tveggja herbergja íbúö,
stofan gegnir því margþættu hlut-
verki. Hún er boröstofa, leikher-
bergi fyrir börnin, sjónvarpsher-
bergi, dagstofa og stássstofa. Inn í
svefnherberginu er hjónarúmiö og
tvö barnarúm. Þaö er því óneitan-
lega nokkuö þröngt um fjölskyld-
una.
Þau eyöa miklum tíma heima hjá
sér, því ekki eru til fjármunir til aö
fara neitt annaö.
„Viö förum kannski einu sinni á
ári í bíó, aldrei í leikhús eöa út á
skemmtistaöina og viö höfum ekki
fariö út aö boröa t 6 ár eöa síöan
viö keyptum íbúöina.
Viö eigum heldur engin föt til aö
fara út á þessa staöi, hvorki við
eöa börnin. Núna vantar börnin til-
finnanlega föt, því þau eiga varla til
skiptanna, en ég þvæ bara oftar.
Fjármunirnir fara aöeins í nauö-
þurftir og greiöslu reikninga.“
Frá því aö ég ræddi fyrst viö
konuna, hefur heimilisfaöirinn fariö
á spítala og líöur nú betur. Hjónin
hafa fengiö lán frá Félagsmála-
stofnun, svo þau þurfa ekki lengur
aö vera hrædd um aö missa íbúö-
ina. „Vonandi veröur þess ekki
langt aö bíða, aö eiginmaöurinn
fari út aö vinna aftur og þá lagast
þetta allt,“ sagði konan aö lokum.