Tíminn - 22.08.1965, Page 8
/
I
8
TfMgNN
SUNNUDAGUR 22. ágúst -965
l>ær þjóðir, sem lengst eru
komnar í umhyggju og forsjá
yiðvíkjandi æskulýðsmálum
telja nú félagslegan þroska og
hoílt tómstundastarf ekki síð-
ur þýðingarmikinn þátt upp-
eldis en skólagöngu og bók-
nám.
Þær koma því gjarnan upp
nokkurs konar félagslegum mið
stöðvum æskulýðsins, þar sem
haldin eru fjölbreytt námskeið
og margháttuð fræðsla veitt
þeim, sem gjörast vilja leið-
beinendur og leiðtogar ungs
fólks á hinum ýmsu sviðum
félagsstarfsemi.
Slíkir staðir eru gjarnan vald
ir utan við sjálfar borgirnar
í kyrrð og næði sveitalífs og
náttúrufegurðar, en þó í nánd
við fjölmennið svo að flestum
verði sem auðveldast að koma
og njóta fræðslu og uppörvun-
ar án þess að leggja á sig dýr
ferðalög eða langar ferðir.
Sem betur fer eigum við nú
hér í Reykjavík eitt slíkt hús,
æskulýðsheimilið við Fríkirkju-
veg 11 og er það engum betur
ljóst en þeim, sem að þessum
málefnum starfa, hve geysileg
þörf var orðin fyrir þess háttar
stofnun og erum, innilega þakk
lát Æskulýðsráði Reykjavíkur
og borgarstjórn fyrir alla þá
aðstoð, sem sá staður veitir.
En sá staður hér, sem einna
bezt mundi fallinn til hlið-
stæðra starfsemi hinna útlendu
æskulýðsheimila er Skálholt og
skal litið með fögnuði og eftir-
væntingu til þess, sem þar verð
ur hægt að vinna til uppbygg
• ingar hollri og margþættri
æskulýðsstarfsemi í framtíð-
inni. En hér í nánd borgar-
innar væri Viðey tilvalinn stað
ur fyrir slíka æskulýðsstarf
semi.
Þær þjóðir, sem hæst gnæfa
nú á þessu sviði í Evrópu
munu vera Svíar og Vestur-
Þjóðverjar. Og gafst mér kost-
ur á að kynnast nokkuð starf
semi þeirra einkum fyrir bind
indisstörf æskulýðsins á þingi
og í Lund og leiðtoganámskeiði
í Norður-Þýzkalandi í sumar.
Margt gætum við lært af
þessum þjóðum báðum og mun
hér lýst í sem stytztu máli
hinu fagra og merkilega æsku-
lýðsheimili í Reinbek í grennd
við Hamborg í Norður-Þýzka
landi.
En það mun vera eitt hið
fullkomnasta slíkra heimila eða
stofnana í Evrópu og er þó
nýlega tekið til starfa. Og mun
öll starfsemin þar ríflega styrkt
bæði af borgarstjórn, og Vest
ur-þýzka rikinu. Reinbeck er í
rauninni smáborg og þótt hún
teljist í nánd Hamborgar, þá er
hún ekki í sjálfu landi borgar-
innar, heldur í Saxaskógi —
Sachsenwald í Hoktein. Það er
því um hálfrar stundar akstur
frá aðalbrautanstöð Hamborg-
ar til æskulýðsheimilisins í
Reinbek-
Umhverfið er yndislega fag-
urt, vaxið hávöxnum, kjarn-
miklum skógi, en sums staðar
glitrar á spegilskyggð vötn
milli trjánna. En á vötnunum
synda og syngja hvítir svanir
og fuglalíf er þar fjölbreytt
og blómlegt, og hið sama má
segja um allan jtirtagróður.
Og þarna er því hinn ákjósan-
legasti staður fyrir skólafólk
til verklegs náms í náttúru-
fræði.
Báruhjal vatnanna og ilmur
grænna grunda í skógarrjóðr-
um vekja unað og veita frið
og kyrrð. Þarna mun þó hafa
verið enn þá unaðslegra og
rómantiskara áður fyrr meðan
vindmyllur suðuðu yfir hæðun-
um en lindir hjöluðu í brekk-
um og lægðum.
Ein slíkra linda hefur lík-
lega verið nefnd Reinbek, sem
menn þýða Hreinilækur og má
rekja það til norrænu, sem einn
ig þama er hið upphaflega
tungumál.
Nafnið kemur þó ekki fyrir
fyrri en um 1260 í rituðu máli
og þá í sambandi við nunnu-
klaustur, sem nefndist Maríu-
Magdalenu-klaustrið. Eign
klaustursins var um 1528 seld
Danakonungi. Síðar eyðilögðu
Lubeckmenn þetta forna helga
setur, en þó var þar síðar amt
bústaður dönsku stjómarinn
ar og vinsæll gististaður.
Það má segja, að í hjarta
þessa fagra og sögulega héraðs
standi höll sú, sem nú er not-
uð sem æskulýðsheimili. Og
þetta hús ber nú nafn Rein-
beks sérstaklega um heiminn,
þar eð oft er nú stofnað til
alþjóðlegra móta á þessum
heppilega stað.
Æskulýðsheimilið er í stíl-
hreinni höll með fallegum boga
gluggum. En hún stendur nú
sem næst þeim stað þar sem
nunnuklaustrið var forðum.
Þessi höll er hvít að lit með
grábrúnum þökum og má telj-
ast að mestu hulin í risavöxn-
um trjám og sést ekki fyrri
en alveg er komið í hlaðið. En
umhverfis hana er fallega skipu
lagður trjágarður með limgerð-
um, blómabeðum, grasflötum
og löngum laufskálagöngum og
er öllu komið fyrir á meistara-
legan hátt til að skapa frið-
sæld og samræmi I smáu og
stóru. Sagt er að hús þetta hafi
verið reist af vellauðugum
Hamborgarkaupmanni fyrir
eða um aldamótin. En þar bjó
hann einn með, eða kannski
öllu fremur átti þar ástkonu
sína og eina dóttur og voru
þau bara þrjú í þessu stóra
húsi. En fundir eru nú haldnir
með 50 manns í leikstofu litlu
dótturinnar.
í húsinu eru nú auk 50 gisti-
rúma, músiksalur, bókasafn,
skrifstofa, móttökusalur, þrjú
stór fundarherbergi og mörg
hliðarherbergi fyrir minni
starfshópa. Umhverfis húsið er
25Jþús. fermetra garður.
í húsinu starfar umsjónar-
maður og þar er einnig fast-
ráðinn garðyrkjumaður og ráðs
kona.
Fastákveðin starfsáætlun er
gjörð minnst til hálfs árs í
senn og hefur heimilið nú starf-
að í 60 ár síðastliðin og má
segja, að starfið hafi eignazt
ákveðinn farveg og fasta skipu-
lagningu. Er starfsáætlunin
samin af sérstakri nefnd. En
í henni eiga sæti æskulýðsráð
eða fulltrúar Hamborgar í sam-
starfi við ýmiss konar opinbera
æskulýðstarfsemi ungmenna-
ráð og bandalög um mestallt
Norður-Þýzkaland. En eins og
áður er sagt styður hið opin-
bera alla slíka starfsemi með
ríflegum fjárframlögum ríkis
og borgar og er þetta heimili
átt af mörgum slíkum þótt það
sé einna þekktast í bili.
Með hverju ári vaxa þær
kröfur og beiðnir sem æsku-
lýðshöllinni berast víðsvegar
að og umsóknir um námskeið
og fjölbreytta fræðslu sem
þarna er unnt að starfrækja
verða stöðugt fleiri og fleiri.
Og þarna er reynt að veita
bæði leiðbeiningar og æfingar
í öllu, sem að gagni gæti orð-
ið fyrir hina ýmsu þætti fjöl-
breyttrar æskulýðsstarfsemi.
Allt er unnið á skipulegan
hátt og eftir föstum ákveðnum
reglum um dagskipan og vinnu
brögð, sem Þjóðverjum er svo
eiginlegt með dugnaði og fram-
sýni og formföstu skipulagi.
Dagskrár móta og námskeiða
eru yfirleitt mjög strangar og
naumast heiglum hent að fylgj-
ast með í öllu, sem ætlazt er
til að fólk tileinki sér á skömm-
um tíma. Mest er um viku-
námskeið, en fæst eru lengur
en tíu daga, ennfremur eru
bæði helgarnámskeið, þrjú
kvöld og tvo daga og svo jafn-
vel dagnámskeið, sem er'u þá
aðallega fyrirlestrar.
Reynt er að skipuleggja
þannig fræðsluna að hún sé
jöfnum höndum grundvallar-
atriði og til uppbygginga, bæði
til gleðí og gagns, en þó sam-
kvæmt vissum uppeldiskerfum
og sálfræðilegum rannsóknum
og í hæsta máta vísindalegri
skipulagningu. Ennfremur er
lögð áherzla á, að fá sem allra
fjölþættasta hópa til þátttöku:
Fagfélög, músiksambönd, söng-
félög, hjúkrunarstarfsemi,
fóstrusambönd, barnagarða
starf, leikvallastarfsemi, stjórn
málaæsku, bindindisfélög, fé-
lagsmálaráðgjafa, kennara, hús
freyjur, æskulýðsleiðtoga, heim
ilisráðunauta, uppeldisfræð-
inga, tómstundaráðunauta o. fl.
Öllu slíku er þarna leiðbeint
eftir föngum árlega.
Aðaláherzla er lögð á sið-
fágun, mótun persónuleikans
og virðulega fastmótaða fram-
komu, sem hafi áhrif á aðra
til aga og hlýðni án átaka og
fyrirgangs. Öll glaumhyggja og
yfirborðsmenning virðist útilok
uð af fremsta megni og útvarp
og sjónvarp virtist ekki notað
í þessari æskulýðshöll, en hins
vegar mikið af söng léttum lög-
um og vísum, dansi með þjóð-
legum blæ og alls konar létt-
um leikjum, sem hópar eiga
auðvelt með að tileinka sér i
sameiningu.
í nokkurs konar allsherjar
starfsyfirlýsingu æskulýðsheim-
ilins eru þessi niðurlagsorð:
Æskulýðshöllin i Reinbek á
að vera til eflingar og stuðn-
ings fyrir fólk, sem hefur gert
sér grein fyrir félagslegri
ábyrgð sinni og samstarfi við
aðra og vill beita skynsemi
sinni og kröftum til að styrkja