Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 12
12 TÍMINN SUNNUDAGUR 22. ágúst -965 Á AKUREYRl: í dag, sunnudag kl. 16, leika á Akureyri Akureyri — Keflavík LAUGARDALSVÖLLUR: í dag, sunnudag kl. 16, leika á Laugardalsvelli Fram — Valur Mótanefnd. VIÐGERÐARMAÐUR Vegna aukningar á viðgerðaþjónustu vorri úti um land fyrir Massey-Ferguson dráttarvélar, óskum vér að ráða nú þegar bifvélavirkja eða vélvirkja. Einnig kemur til greina umsækjandi, sem hefur unnið við vélaviðgerðir. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjórinn. DRÁTrARVÉLAR HF., Sambandshúsinu — Reykjavík, sími 17080. Kominn heim Jónas Sveinsson, læknir. MENN OG MÁLEFNI Framhald af 7. síðu gömlum og úreltum fræðslulög- um sitji ekki ákvæði, sem hefta breytingar á námi og lifandi skólastarf. Sífelld endurskoðun skólalöggjafar verður því að fara fram, og þar sem varla hef ur verið á henni snert í tvo áratugi, er mál að hefjast handa. Kennaraskorturinn sá sami Senn líður að því að skólarn- ir hefji vetrarstarfið. Allt virð- ist enn benda til þess, að kenn- araskorturinn, einkum í barna- og gagnfræðaskólum landsins, verði hinn sami og undanfarin ár. Þrátt fyrir allmikla aukn- ingu á kennurum frá Kennara- skólanum, er skorturinn sá sami og áður. Enn sækir í sama horf og fyrr, að kennarar leiti sér annarra starfa, þótt þeir hafi aflað sér kennaramenntun- ar. Hér hljóta launakjörin að ráða miklu. Kennarastarfið er ekki eins hátt metið og rétt- mætt er. Þau sjónarmið verður enn að endurskoða. ÆSKULÝÐSHÖLLIN Framhald af bls. 9 stjórnandinn og húsvörðurinn urðu að gæta sín við allri mælgi. Þetta var þó í einu orði sagt dásamlegt kvöld. Og fyrir mér lauk því þannig að ég var beð- inn að sýna litskuggamyndir frá fsiandi og hafa stutta andakt, þar eð ég var eini presturinn í hópnum. Ég las kvæðið „Friðarins Guð“ eftir Guðmund Guðmunds son í énskri þýðingu eftir Ja- kobínu Johnson, þegar lokið var myndasýningunni. Og sjald an hef ég orðið var dýpri stemningar en þetta virtist hafa á þennan sundurleita hóp, og fátt gæti orðið minnisstæð- ara en orð ungrar þýzkrar stúlku, sem stóð upp að jestr- inum loknum^ og sagði: Ég er að koma frá íslandi, dásamlegt land með fallegu, góðu fólki. Land friðarins. Svona var svo hvert land og hver þjóð þátttakendanna kynnt komandi samverudaga þeirra í Reinbek, en myndir frá íslandi þóttu sérstæðastar og var óskað að sjá þær aftur og aftur. Svona tengdust þess- ar ólíku þjóðir á þessu glæsi- lega æskulýðsheimili. Auðvitað voru bindindisstörfin í hverju landi og þó mun um leið al- mennt aðalviðfangsefnið ' og mun vikið að því á öðrum vett- vangi. Það sem vakti að vissu leyti mesta athygli við vinnubrögð- in öll var dugnaður og tíma- nýting. Hver stund dagsins eða daganna var notuð ýmist til fyrirlestra, umræðna, leikja, söngva eða dansa eða ferða- laga. Samt voru veitt sæmileg hlé til að matast eða til kaffi- drykkju. En jafnvel borðhaldið var notað í sama tilgangi. í fyrstu var þeim skipað við sama borð, sem töluðu eða skildu sama eða svipað tungu- mál. T. d. Frökkum, Beigíu- mönnum og Svisslendingum, sem tala frönsku og svo hins vegar Svíum, Norðmönnum og Dönum, sem mætast í svokall- aðri Skandinavisku. Seinna var svo reynt að blanda sem bezt við borðin af ólíkum tungu- málum en enskan sameinaöi alla að mestu. Borðhaldið hófst með söng og endaði gjaman með örstuttri bæn. Efni fyrirlestranna gefur ennfremur góða hugmynd um vinnubrögð og viðfangsefni. Fyrsta erindið flutti forstjóri frá Stokkhólmi, sem reyndar virtist prófessor í félagstækni og sálfræði: Það hét: „Starf ung templarans í nútímasamfélagi.“ Síðar talaði þessi sami ræðu- snillingur um „Máttarsúlur bindindisstarfsins." Þá flutti framkvæmdastjór- inn, sem var þýzkur, Kurt Kirch ner að nafni erindi með lit- skuggamyndum frá æskulýðs- starfi Norður-Þýzkalands eink um á sviði bindindismála. En stúdent frá Kenya, sem er starfsmaður við Sendiráð þeirra í VesturÞýzkalandi tal- aði um aðstoð við vanþróuðu löndin. Þá voru flutt fjölbreytt fræðsluerindi um félagsleiki: En Stórþingsmaður frá Noregi talaði um félagslega ábyrgð templara í borgaralegu þjóð- félagi. Þá flutti Mr. Valén ritari WAY ítarlegt erindi um alþjóð- legt samstarf æskulýðs og mætti nefna það: Æskulýður allra landa sameinist í baráttu fyrir friði og gegn hungri og vanþekkingu. Að sjálfsögðu voru mörg önn ur viðfangsefni rædd og æfð, ef svo mætti segja, til átaks þegar heim væri komið. Þá var einnig farin sameiginleg skemmtiferð, haldinn grímu- dansleikur og kynningarkvöld. Ég hefi hér dvalið nokkuð við þetta alþjóðlega námskeið, af því að ég kynntist því, en ekki síður vegna þess að það bregður upp býsna góðri mynd af því starfi og vinnu- brögðum, sem ríkja á þessu merkilega æskulýðsheimili. En ég er þess fullviss, að fátt mun okkar litlu en gáfuðu þjóð mik- ilsverðara en kynnast slíkri starfsemi og stofna til hennar í okkar landi auðvitað að breyttu breytanda eftir aðstæð- um öllum. Eitt er víst, við eig- um þá glæsilegu æsku, sem mundi notfæra sér þess háttar starfsemi til aukins þroska og farsældar í framtíðinni. Og eitt er víst: slík stofnun sem eflir unga fólkið til félags- þroska og samstarfs í leik, söng og starfi er sízt þýðingar- minna en það sem gjört er í skólafræðslunni og því einsætt að bæði ríki og bæjarfélag og þá ekki sízt Reykjavíkurborg leggi fé af mörkum til efling- ar þessum störfum. Og vissu- lega þarf þjóðin að eignast sem fyrst svona félagslega æskulýðs miðstöð. Og get ég gjarnan komið að því aftur að lokum, að hvergi yrði slík stofnun bet- ur sett en á hinu forna og fyrsta menningarsetri ís- HALUDOR KKISTINSSON ei’ilsmiíluT — Stmi 1697t Heildsölubirgðir Kristján Ó. Skagfjörð Sími 2-41-20 lenzku þjóðarinnar í Skálholti eða í Viðey. Það yrði grunnur íslenzkrar sögu og mennta líkt og bak- tjald hins nýja tíma, þar sem nýtt og fornt væri borið fram úr sjóði traustrar menningar við bjarma nýrrar aldar. Þar yrði Reinbek íslands vel sett til að efla hugsjón friðar, sam- starfs bindindis og bræðralags allra þjóða í landi friðarins. Árelíus Níelsson. BILA OG BÚVÉLA ALAN REYKTUR ÁLL — heill, flakaður, vacuumpakkaður. Reyktur lax Reyktur rauðmagi Reykt ýsuflök Perles du Nord Frystur humar Frystar rækjur Niðursoðnar rækjur Fryst ýsuflök heil flök grásleppuhrognakavíar, 50 gr. glös, 100 gr. glös 1 kg. dósir. Tilraunastöð S.Í.S. HVALEYRARBRAUT, HÁFNARFIRÐI, SÍMI 5-14-55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.