Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 Alcan-menn ánægðir með aðstöðuna hér: Ákvörðun um verk- smiðju kæmi þó fyrst á dagskrá árið 1990 Ljóam. Mbl. Ól. K.M. Útför Magnúsar frá Mel gerð í gær ÚTFÖR Magnúsar Jónssonar frá Mel var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur jarðsöng, Ljóðakórinn söng undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. Kistuna báru úr kirkjunni þeir Ingólfur Jónsson, Þórhallur Tryggvason, Jónas H. Haralz, Stefán Pálsson, Jónas Rafnar, Stefán Hilmarsson, Jóhannes Nordal og Þorsteinn Pálsson. Niðurstöður mengunarrannsóknar í ÍSAL: Ryk- og flúormengun meiri en áður en kerum var lokað „ÞAÐ kom fram í viðræðunum við Al- can-raenn, að fyrirtækið skipuleggur fjárfestingar og framkvæmdir sínar langt fram í tímann og er nú búið að ganga frá ákvörðunum út þennan ára- tug. Spurningin um álverksmiðju hér- lendis af þeirra hálfu kæmi því fyrst til um eða eftir árið 1990. Þetta sýnir okkur hversu við höfum misst dýrmæt- an tíma síðastliðin fimm ár, þann tíma sem ekkert var gert til að ná samvinnu við erlenda aðila til uppbyggingar verk- smiðju sem þessarar," sagði Birgir ís- leifur Gunnarsson formaður stóriðju- nefndar, er Mbl. spurði hann hver Lögreglan í Rvík: Rannsókn á sölu ávaxta í vínlegi LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur hafist handa um að rann- saka hvort sala á ávöxtum, sem fluttir eru til landsins í vínlegi, brjóti í bága við áfengislöggjöf- ina. „Þetta er gert að frum- kvæði lögreglunnar eftir að frétt um sölu á ávöxtum í vín- legi birtist í Morgunblaðinu," sagði Arngrímur ísberg, fulltrúi við embætti lögreglustjóra, í samtali við Mbl. „Rannsóknin beinist að því að kanna hvort sala á áfengi í vínlegi brjóti í bága við áfengislöggjöfina og þar til niðurstöður liggja fyrir af þeirri rannsókn get ég ekkert tjáð mig um málið," bætti Arngrímur við. Svo sem fram kom í Mbl. í fyrradag, þá eru 10 ávaxtategundir í vínlegi fluttar inn. A tollskrá er var- an nefnd sínu rétta nafni, þannig að ávextirnir hafa ekki verið fluttir á fölskum forsendum. FARÞEGAR sem komu til íslands á liðnu ári, með skipum og flugvélum, voru alls 157.287. Þar af voru 79.695 manns íslendingar og 77.592 útlend- ingar. Þetta kemur fram í skýrslu yfir komu farþega til landsins, sem lögreglustjórinn í Reykjavík hefur sent frá sér. Þessi fjöldi komumanna er nokkru minni en var árið 1982, en árangur hefði orðið af viðræðum við fulltrúa Alcan, en þeir héldu utan í gær. Birgir sagði að fulltrúum Alcan hefði verið sýnt það sem þeir vildu sjá. Þeir hefðu skoðað ÍSAL og að- stæður við Eyjafjörð, þar sem talið er heppilegast að reisa álverksmiðju. Á Akureyri hefðu þeir átt viðræður við stóriðjunefnd þar, bæjarstjórann og framkvæmdastjóra Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar. í gærmorgun hefði síðan verið sameiginlegur fundur með stóriðjunefnd og full- trúum Landsvirkjunar þar sem skipst hefði verið á skoðunum um orkumál og stöðu áliðnaðar. Þá hefðu Alcan-menn skýrt frá stöðu fyrirtækis síns og niðurstaða um- ræðna hefði verið að hafa áfram samband, án skuldbindinga. Aðspurður sagði Birgir, að Alcan- menn hefðu lýst sig ánægða með all- ar aðstæður hér til slíks rekstrar og talið að við værum vel undir það bú- in að taka við álverksmiðju. NIÐURSTÖÐIIR mengunarrannsókn- ar, sem fram fór í álverinu í Straums- vík dagana 24. október til 3. nóvember sl. og birtar voru í gær, eru þær, að rykmengun sé of mikil í kerskálunum og að flúoríðmengun geti skapað vandamál við viss störf. Þá kemur fram að ekki hefur dregið úr þessari mengun frá því sem mælingar sýndu, áður en lokun kera hófst, og að flúor- íðstyrkur í þvagi starfsmanna er meiri nú en þá. Mengun annarra þátta svo sem brennisteinsdíoxíðs, kolmónoxíðs og flúorvetnis er lítil. Mengunin í kerskálunum gerir það að verkum, að þar verða starfsmenn að nota rykgrím- ur til að draga úr hættu á öndunarfæra- sjúkdómum, samkvæmt því sem segir í sameiginlegri fréttatilkynningu Vinnu- þá komu hingað 157.914 farþegar með skipum og flugvélum. Frá ár- inu 1979 hafa almennt komið til landsins árlega um og yfir 150 þús- und manns, fæstir komu árið 1980 eða 135.191 farþegi. Á síðasta ári voru flestir erlend- ir farþegar frá Bandaríkjunum, 24.915, því næst 8.868 farþegar frá Stóra-Bretlandi og 8.765 farþegar frá Vestur-Þýskalandi. eftirlits ríksins og ÍSAL, en mengunar- úttektin for fram á vegum Vinnueftir- litsins í samvinnu við Heilbrigðis-, holl- ustu- og öryggisnefnd ÍSAL. Skýrslan er nú í athugun hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess, en í fréttatilkynningunni segir, að samkvæmt niðurstöðum þessum sé nauðsynlegt að gerðar verði úrbætur á vinnuaðstæðum til þess að draga úr mengun og tryggja að lokun rafgreiningakera skili þeim árangri fyrir starfsumhverfið sem að hafi verið stefnt. Til þess að þetta megi ganga verður á næstunni hafist handa við gerð áætlunar um þessar úrbætur og jafnframt haldið áfram þeim aðgerðum sem þegar eru í gangi, segir í fréttatilkynningunni. í skýrslunni kemur m.a. fram, að úttektin hafi falist í því að tekin voru 185 sýni úr andrúmslofti starfsmanna, auk þess hefðu verið gerðar mæiingar á loftslagi, birtu og hávaða. Þá voru og gerðar mælingar á flúoríði í þvagi starfsmanna. Þess- ar mælingar voru bornar saman við niðurstöður sem fengust áður en tek- ið var að loka kerum. Jafnframt eru niðurstöður bornar saman við þær sem fengist hafa í Noregi við hlið- stæð álver. Helstu niðurstöður eru eins og fyrr greinir, að rykmengun sé alltof mikil í kerskálunum og virðist ryk- og flúoríðmengun meiri en gerist í sambærilegum norskum álverum. Þá segir í skýrslunni að í ljós hafi kom- ið að ekki hafi dregið úr ryk- og flú- oríðmengun frá því sem mælingar sýndu áður en lokun kera hófst, og að flúoríðstyrkur í þvagi er meiri nú en þá. í mælingunum kom í ljós að 9% þeirra 111 starfsmanna sem mælt var hjá voru með flúoríðstyrk í þvagi sem er yfir markgildinu 7 mg/1. Mengun flúorvetnis eins sér, kolmónoxíðs og brennisteinsdíoxíðs er yfirleitt vel undir markgildum, samkvæmt niðurstöðum skýrslunn- ar. I skýrslunni eru rakin helstu heilsufarsáhrif sem mengun sú sem til staðar er í kerskálum álvera get- ur haft, fjallað er í grófum dráttum um þá starfsemi sem fram fer í kerskálum ÍSAL og dregnar eru fram nokkrar ábendingar sem hafa verður í huga þegar úrbætur verða ákveðnar. I fylgiskjölum með skýrsl- unni er síðan að finna niðurstöður þeirra mælinga og athugana sem fram fóru. Það kemur fram í skýrslunni, að Vinnueftirlitinu hafa borist árlega í FRUMKÖNNUN sem nýlokið er á gæðum íslenskra eggja, þar sem egg frá sjö búum og þrem verslunum voru könnuð, hefur komið í Ijós að 9% þeirra eggja sem búin ætluðu á al- mennan markað voru með sprungna skurn og í verslununum var þetta hlutfall 22%. Könnunin sýndi einnig að aðeins þrjú búanna höfðu fullnægj- andi kæligeymslur og aðeins í einni verslun af þrem voru eggin geymd í kæliborði frammi í versluninni. Reyndist að jafnaði helmingur geymsluþols eggjanna í verslunum uppurinn og er þá miðað við geymsluþol ósprunginna eggja. Kemur þetta fram í frétt frá Fæðu- deild Rannsóknastofnunar landbún- aðarins sem gert hefur þessa könn- un að tilhlutan landbúnaðarráðu- neytisins. Segir jafnframt í ffett- inni: „Könnun þessi sýnir að afar brýn þörf er fyrir nákvæma ran- nsókn á gæðum íslenskra eggja, þar sem m.a. verður kannað með hvaða hætti hægt er að lækka þetta háa sprunguhlutfall og bæta geymslu- skilyrði fyrir egg jafnt í búum sem í verslunum. Þá er óhjákvæmilegt að ein til þrjár tilkynningar frá lækn- um um meinta atvinnusjúkdóma hjá starfsmönnum ÍSAL. Frá árinu 1977 hófust á vegum ÍSAL reglubundnar mælingar á ryk- og flúoríðmengun hjá starfsmönnum í kerskálum og frá árinu 1979 hafa þær verið gerðar tvisvar á ári. Þá segir frá því að árið 1977 hafi verið gert samkomulag milli íslenskra stjórnvalda og eig- enda álversins um tímasetningu þess að settur yrði upp hreinsibúnaður sem m.a. skyldi safna saman og hreinsa reyk frá rafgreiningarker- unum. Var lokið við það verk í marsbyrjun 1982 en í því fólst m.a. að öllum kerum var lokað með sér- stökum þekjum, en það átti að tryggja að yfir 90% kerreyksins yrði sogaður til hreinsistöðva. Jafnframt átti þetta að gera að verkum að náð yrði öðru af meginmarkmiðunum með hreinsibúnaðinum, þ.e. að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna í kerskál- unum. gera rannsókn á næringargildi ís- lenskra eggja m.a. með tilliti til áhrifa fóðurs á þykkt skurnar. Loks þyrfti að kanna möguleika á inn- lendri eggjavinnslu." r Ok upp Banka- stræti á leið til Akraness ÖLVAÐUR ökumaður var í fyrrinótt tekinn á leið upp Bankastræti og kvaðst hann á leið upp á Akranes. Tvítugur piltur var einn í bifreiðinni, sem ber cinkcnnisstafi utan af landi og var hann mikið ölvaður. Hann hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi frá kunningja sínum og er auk þess réttinda- laus. Hann fékk að gista fangageymsiur lögreglunnar. Ekkert tjón hlaust af tiltæki pilts. Matthías Á. Mathiesen um breytingar á fasteignaviðskiptum: Sýnir að ríkisstjórn- in er á réttri leið „ÞAÐ er mjög gott ef þetta er nú að brcytast aftur til þess sem áður var varðandi útborgun, lánstíma og vexti. Það sýnir að ríkisstjórnin hefur verið á réttri leið. Fólk trúir á aðgerðir hennar þótt erfiðar hafi verið, og mestu varðar nú að varð- veita þann árangur sem náðst hef- ur, svo jafnvægi komist aftur á í efnahagslífi þjóðarinnar," sagði Matthías Á. Mathiesen viðskipta- og bankamálaráðherra, er Mbl. spurði hann álits á þeim hugmynd- um sem uppi eru um breytingar á fasteignaviðskiptum hvað varðar vaxtagreiðslur. Matthías sagði ennfremur: „Hátt útborgunarhlutfall í fast- eignaviðskiptum var afleiðing óðaverðbólgunnar, enda hækkaði það eftir því sem verðbólgan jókst, en vextir á eftirstöðvum breyttust hins vegar mun hægar. Ef til vill má orða það svo, að hin mikla útborgun sem orðin var hafi komið í stað þess að vextir af eftirstöðvunum fylgdu verð- bólgunni. Það er mjög gott ef þetta er nú að breytast til þess sem var.“ 157.287 farþegar til íslands 1983 Fæðudeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins: 22% eggja í verslunum með sprungna skurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.