Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
23
Myndin sýnir endastöð gasleiðslunnar miklu frá Síberíu í Obergaebach í norðaustur Frakklandi. Leiðslan er 4.451
km að lengd, og samkvæmt upplýsingum franskra yfirvalda var hún tekin í notkun 1. janúar sl. Hún tekur á degi
hverjum á móti 4 milljónum rúmmetra af gasi sem notað er víðs vegar í Frakklandi.
Námuslysið f Japan:
Sýndi fyrirtækið glæp
samlega vanrækslu?
Takada, Japan, 20. janúar. AP.
LÖGREGLUMENN og námusér-
træðingar hófu f dag rannsókn á
slysinu í Miike-námasvæðinu, en
þar fórust í gær 83 menner eldur
kom upp í kolanámu. Rannsóknin
beinist aðallega að því hvort Mitsui-
námufélagið hafa vanrækt að hafa
samband við lögreglu í tíma og hefja
björgunarstarf. Talsmaður lögregl-
unnar sagði að hugsanlega yrði fyrir-
tækið kært fyrir glæpsamlega van-
rækslu.
Fulltrí námufélagsins viður-
kenndi í gær að ekki hefði verið
haft samband við lögreglu fyrr en
fimm klukkustundum eftir að eld-
ur varð laus í námunni. Hann
sagði að yfirmenn á staðnum
hefðu talið að björgunarsveit
fyrirtækisins sem fór niður í nám-
una 15. mín. eftir að heyrðist í
viðvörunarbjöllum mundi geta
ráðið við eldinn og bjargað öllum
út.
Veður
víða um ! heim
Akureyri 2 alskýjaó
Ameterdam 5 heióskirt
Aþena 15 Skýjað
Bangkok 32 heiðskfrt
Berlin 2 skýjað
Brtlsael 5 heióakirt
Buenos Alres 28 heiðekfrt
Chicago 4 heiðskfrt
Dubtin 3 skýjað
Genf 1 anjókoma
Helsingfors 1 skýjað
Hong Kong 16 skýjað
Honolulu 28 heiðskfrt
Jakarta 30 skýjað
Jenisalem 12 skýjað
Jóhannesarborg 29 heiðskfrt
Kiev 0 skýjað
Lissabon 15 rigning
London 4 heiðskirt
Los Angeles 19 heiðskfrt
Madrid 13 rigning
Mexíkóborg 21 akýjað
Míami 29 skýjað
Montreal +8 skýjað
Moskva +2 skýjað
New Vork 0 helöskirt
Osló -8 hefðakfrt
París 2 skýjað
Peking +2 heiðekfrt
Reykjavik 1 snjóél
Rió de Janeiró 40 heiðskirt
Róm 11 skýjað
Santiago 30 heiðskfrt
Seoul -3 heiðskfrt
Stokkhóimur -9 hálfskýjað
Sydney 25 hefðskirt
Tel Aviv 16 skýjað
Tókýó 3 heiöskfrt
Toronto -12 skýjað
Vancouver 3 skýjað
Vinarborg 6 skýjað
Varsjá 2 skýjað
Þórshðtn -1 snjóát
Efnahagsbatinn í Bandaríkjunum segir til sín:
Fjórar milljónir nýrra
starfa á einu ári
í FRÉTT í franska blaðinu Le
Monde fyrir fáum dögum er skýrt
frá því, að atvinnuástandið í
Bandaríkjunum hafi batnað til
mikilla muna á undanförnum 12
mánuðum. Ef fjöldi atvinnulausra
í desember 1982 og 1983 er bor-
inn saman kemur í Ijós, að þeim
hefur fækkað um rösklega tvær
og hálfa milljón. í desember 1982
voru 10,7% verkfærra Bandaríkja-
manna atvinnulausir, en í des-
eraber 1983 hafði hlutfall þeirra
lækkaö niður í 8,2%. f desember
hafði atvinnulausum fækkað um
230.000 frá mánuðinum þar á
undan.
Þessi árangur segir sína sögu,
en þó ber ekki að líta á hann
einvörðungu. Það sem mesta at-
hygli vekur er sú staðreynd að
fjöldi launþega í Bandaríkjun-
um hefur aukist á einu ári frá
98,98 milljónum upp í 102,94
milljónir. Þar af leiðir að fjórar
milljónir nýrra atvinnutæki-
færa hafa skapast, og er það
skýrasta dæmið um efnahags-
batann í Bandaríkjunum. Þar í
landi gera menn sér minni rellu
út af högum annarra en víðast
tíðkast. Menn sigra ýmist eða
eru sigraðir og hananú! í ljósi
þess ber nær einvörðungu að
skoða batnandi atvinnuástand í
ljósi efnahagslífsins. Á síðustu
tveimur ársfjórðungum var gert
stórátak gegn atvinnuleysi og
komst þá mikill fjörkippur í
bandarískt athafnalíf, eftir að
lengi hafði sigið á ógæfuhliðina.
Kom þá í ljós, hversu undra-
fljótt Bandaríkjamenn geta rétt
úr kútnum. Iðnframleiðsla
hafði dregit saman um 8% á
síðasta ári með þeim afleiðing-
um að atvinnuleysi jókst, en á
síðasta ári tók hún að aukast
skyndilega og nam aukningin $
6% á árinu. Samkvæmt spám
OECD, Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu, mun fram-
leiðslan aukast ennþá meira á
næstunni.
Til að ná þessum árangri hef-
ur Ronald Reagan forseti áreið-
anlega haft að engu ýmis kosn-
ingaloforð sín, þar á meðal að
ríkissjóður verði hallalaus árið
1984. (í lok síðasta árs var hall-
inn á ríkissjóði 200 milljónir
dollara eða snöggtum lægri en
næstu ár á undan.) En hann
hefur staðið við þau orð sín að
stuðla að efnahagsframförum,
en viðhalda jafnframt stöðugu
verðlagi. í viðtali við franska
tímaritið Figaro Magazine, 7.
janúar, sagði hann eftirfarandi:
— Sú stefna okkar að draga úr
verðbólgu en stuðla að aukinni
framleiðslu er í raun réttri
áhrifaríkasta úrræðið til að
byggja upp traustan efnahag og
velsæld — og jafnframt eina úr-
ræðið, sem dugir, þegar til
lengdar lætur.
E1 Salvador:
Sókn stjórn-
arhers
í aðsigi
San Salvador, E1 Salvador. 20. janúar. AP.
Háttsettir embættismenn innan
stjórnarhers El Salvador, sögðu í
gær, að í undirbúningi væri stórsókn
á hendur vinstri sinnuðum skærulið-
um í landinu. Væri sóknin hugsuð
sem síðari liður sóknar sem hófst í
júní á síðasta ári.
Markmið sóknarinnar er að
reka skæruliðana úr landbúnað-
arhéruðunum í Usulatan, fyrir
austan San Vicente, þar sem fyrri
liður sóknarinnar stóð lengst af
yfir. Ætla stjórnarhermennirnir
að þræða þorpin, reka skærulið-
ana á brott og standa síðan vörð
meðan íbúar þorpanna setjast að á
ný og hefja búskap.
Gjald-
þrota-
met sett
í Noregi
Osló, 20. jan. AP.
TÓLF hundruð þrjátíu og sex fyrir-
tæki í Noregi urðu gjaldþrota í fyrra,
að því er Hagstofan í Osló greindi
frá í dag. Til samanburðar er þess að
geta að árinu 1982 fóru 955 fyrirtæki
á hausinn.
Gjaldþrot fyrirtækja í Noregi
hafa ekki verið fleiri í rúma sex
áratugi, eða síðan 1920. Flest
fyrirtækin, sem gjaldþrota urðu,
starfa á sviði verslunar, og hafa
færri en 10 starfsmenn í vinnu.
írakar
hóta
Svíum
Stokkhólmi, 20. janúar.
Frá Erik Liden, frétUritara Mbl.
ÍRAKAR hafa gengið á fund
sænskra stjórnvalda í Stokkhólmi og
sagt þeim að þeir skyldu ekki kippa
sér upp viö það þó írakar sprengdu í
loft upp verksmiðju sem Svíar eiga
aðild að í íran og sænskir verka-
menn vinna við.
Það var sænska Dagblaðið sem
greindi frá þessu í gær. Verk-
smiðjan er enn í smíðum og starfa
við smíðina 100 sænskir verka-
menn. Ræðismaður írak í Stokk-
hólmi sagði yfirvöldum í Svíþjóð
að ef byggingu verksmiðjunnar
yrði ekki hætt umsvifalaust, þá
myndu írakar sprengja hana í loft
upp. Hér er um efnaverksmiðju að
ræða 50 kílómetra fyrir utan Te-
heran.
írakar halda því fram að Svíar
styðji íran í stríði íran og írak, og
eru gramir þeim fyrir það. Svíar
eru því ekki sammála, segjast vera
hlutlausir í þessu máli. írakar
segja á móti að þátttaka Svía í
verksmiðjubyggingunni í íran geri
þá fullyrðingu að engu.
Opiöídagkl.9-16
TT K TT ITip Skeifunni 15
llAVJliAU 1 Reykjavík