Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 25 Fri fundi Seðlabankamanna með blaöamönnum, þar sem breytingar á vöxtum og staða efnahagsmála voru til umræðu. F.v. Eiríkur Guðnason, hagfræðingur, Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbankastjóri, dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Guðmundur Hjartarson, seðlabankastjóri, og Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri. Skráning meðalgengis: Miðad er við óbreytt meðal- gengi landvogar frá 27. maí Aflasamdrátt- ur togara 22% frá 1982 til 1984 — miðað við ákveðið aflamark þessa árs EINNA skörpust skil frá fyrra verðbólguskeiði koma fram í gengis- þróuninni. Með gengisbreytingunni 27. maí var ákveðið, að meðalgengi krón- unnar skyldi haldið óbreyttu til ársloka, og í framhaldi af því hefur verið mörk- uð sú stefna, að það verði sem stöðug- ast yfír þetta ár, og víki í mesta lagi 5% til hvorrar áttar, segir m.a. í greinargerð Seðlabankans um stöðu efnahagsmála. „Þegar gengi gjaldmiðla breytist mjög misjafnlega, er álitamál hvern- ig reikna beri það meðalgengi, sem halda skal föstu eða breyta um tiltek- ið hlutfall. Til þess eru hér einkum notaðar tvær vogir með mismunandi samsetningu gjaldmiðla; landavog, eftir vöruviðskiptu n einstakra landa (og þá reiknað mef verðreiknings- og greiðslugjaldmiðli vöruskiptaland- anna í stað þeirra eigin), og myntvog, eftir vægi hverrar myntar í gjaldeyr- iskaupum og -sölu hérlendis (að með- töldum lánabreytingum og öðrum fjármagnsgreiðslum). Hvor þessara voga greinist í tvennt: útflutnings- og innflutningsvog og kaup- og söluvog gjaldeyris. Myntvogin hefur nokkurt gildi til skamms tíma, meðan við- skiptaskilmálar í tilteknum gjaldmiðlum halda, en landavogin hefur meira grundvallargildi: út- flutningsvogin fyrir rekstrargrund- völl atvinnuvega og innflutningsvog- in fyrir verðlag og kaupmátt svo og rekstur samkeppnisiðnaðar. Meginmunur voganna er sá, að dollar er yfirgnæfandi með 62,7% vægi í myntvoginni, en ekki nema 29,8% í landavog, og þá 46,24% í meðaltali beggja. Framan af var talið fullnægjandi, svo sem oftast áður, að miða við heildarmeðaltalið, en með vaxandi styrk dollars og með tilliti til meiri grundvailarþýðingar landavog- ar, hefur þótt æ vafasamara, að þetta veiti þann gengisgrundvöll, sem að var stefnt. Hefur því að undanförnu verið miðað við óbreytt meðalgengi landavogar frá 27. maí sl., enda þótt við það rísi meðalgengi gjaldmiðla skv. heildarmeðaltali nokkuð upp fyrir þá viðmiðun. Gengisskráningin í dag, 20. janúar, sýnir meðalgengi gjaldmiðla 100,3 á landavog, en 102,5 á heildarmeðalvog landa og mynta. Misgengi gjaldmiðla hefur verið umkvörtunarefni, einkum af hálfu þeirra, sem flytja út fyrir Evrópu- gjaldmiðla eða keppa við innflutning þaðan. Samtímis því, að dollar hefur hækkað frá 27. maí um 8,8% og yen um 10,5% gagnvart krónunni, hefur sterlingspund fallið um 3,7%, dönsk kr. um 3,6%, þýzkt mark um 2,5%, franskur franki um 4,5%, ítölsk líra um 5%, spánskur peseti um 4,9% og portúgalskt escudo um 19,8%. Flestir aðrir gjaldmiðlar hafa þó lækkað minna en þetta eða hækkað lítið eitt. Þess ber þó að gæta, að sjávarútveg- urinn selur einkum gegn dollurum, en býr við mjög örðugan rekstrargrund- völl, en aftur á móti kemur veiking annarra gjaldmiðla einkum niður á iðnaði, sem nýtur enn hagstæðrar samkeppnisaðstöðu. Raunveruleg þýðing gengisins fyrir innlenda aðila kemur fram á einn mælikvarða í svokölluðu raungengi, sem reist er á hlutfallslegri verð- lagsviðmiðun. Mismunandi raun- gengi frá ári til árs skýrist einkum af breytilegum skilyrðum útflutnings- framleiðslunnar. Við gengisbreyting- una í maí var óhjákvæmilegt að raungengið væri ákveðið lágt. Miðað við 100 árið 1978, telst það hafa verið 87 stig á árinu 1983 í heild, en í lok ársins um 93. MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið eftirfarandi atriði um stöðu sjávar- útvegsins, veiða og vinnslu miðað við horfur í ársbyrjun frá Jóni Sig- urðssyni, forstjóra Þjóðhagstofnun- ar: Þjóðhagsstofnun hefur lagt fyrir Verðlagsráð sjávarútvegs- ins áætlanir um rekstrar- og greiðslustöðu botnfiskveiða og vinnslu í ársbyrjun 1984. Þessar áætlanir sýna, að afkoma sjávar- útvegsins er erfið um þessar mundir. Þessir erfiðleikar stafa fyrst og fremst af þverrandi þorskafla, en einnig af því að á síðustu árum hafa safnast miklar vanskilaskuldir hjá hluta togara- flotans. Greiðslubyrði af stofn- kostnaði togaraflotans er útgerð- inni ofviða í mörgum dæmum. Þetta ástand sýnir m.a. að fiski- skipastóllinn er stærri en núver- andi afrakstursgeta fiskstofna fær risið undir. Á síðustu tveimur árum hefur fiskaflinn minnkað mikið. Miðað við það aflamark, sem sett hefur verið fyrir árið 1984, lætur nærri, að sjávaraflinn verði fimmtungi minni 1984 en hann var 1981. Samdrátturinn er mestur í botn- fiskafla, sem dróst saman um 13—14% 1983 og verður enn 13—14% minni 1984 samkvæmt því marki, sem sett hefur verið. Meðalafli á hvern togara mun minnka samkvæmt þessari áætl- un um 22% frá 1982 til 1984, en þar við bætist að lakari samsetn- ing aflans eftir tegundum rýrir meðalverðið um 6% til viðbótar. Aflaminnkunin er minni hjá bátaflotanum, eða um 16% minnkun botnfiskafla frá 1982, auk þess sem afli af öðrum teg- undum, svo sem rækju, humar, skelfiski o.fl. heldur tekjum báta- flotans upp. Rekstrarafkoma útgerðarinnar er afleit við ríkjandi skilyrði. Miklu varðar í þessu sambandi, hvort útgerðarkostnaður lækkar með tilkomu nýrrar fiskveiði- stefnu. Sé reiknað með því, að ný fiskveiðistefna haldi aftuc af sóknartengdum kostnaði, a.m.k. að því marki sem ætlað er að dragi úr afla 1984, blasir við 10—16% rekstrarhalli á togur- um, en rekstur bátaflotans stæði í járnum. Botnfiskveiðar í heild væru því með 7—10% tapi. í þessum tölum er fjármagns- kostnaður gerður upp með nýjum hætti, sem enn er ekki útrætt mál. Dragi ekki úr sókn 1984 yrði tapið mun meira. Rekstrarhallinn er þó aðeins hluti vandans. Útgerðin er í van- skilum með 1.100 m.kr. vegna stofnlána í árslok 1983, en 500 m.kr. vegna viðskiptaskulda. Þessi vanskil eru ákaflega mis- jöfn, t.d. eru 8 togarar með um helming vanskila minni togar- anna 85. Þannig er hér að hluta um afmarkað vandamál að tefla. Greiðsluhallinn er þó einnig al- mennt vandamál togaraflotans. Bátaflotinn stendur í heild skár hvað vanskil varðar, þótt dæmi séu um annað. Hagur fiskvinnslunnar er mis- jafn. Frystingin stendur þokka- lega, og sýna áætlanir nokkurn hagnað, eða 7—9% af tekjum. Mikið tap blasir hins vegar við saltfiskverkun. Án greiðslu úr verðjöfnunarsjóði virðist stefna í 12—16% tap miðað við tekjur í saltfiskverkun. í verðjöfnunar- sjóði saltfiskverkunar eru um 70 m.kr., sem hrökkva skammt til að brúa þetta bil. Af þessu er ljóst, að svigrúm til fiskverðshækkunar er takmark- að. Markaðshorfur sjávarvöru eru einnig verulegri óvissu háðar, m.a. vegna óvissu um stöðu Bandaríkjadollars. Lausnir á vanda sjávarútvegsins hljóta þvi að beinast m.a. að fjárhagslegu skipulagi hans og fiskveiðistefnu, sem hvetur til sparnaðar í út- gerðarrekstri, því ekki virðist ráðlegt að sækja þann aflafeng, sem leyfður er, með sömu sókn og í fyrra. meira en helminginn í húsinu og þvottahúsinu þar með. Þá sagði konan hans, að ég gæti auðvitað fengið að þvo í vaskahúsinu en ekki gamla konan, hún ætti ekkert heima í þessu húsi og í tvíbýlishúsi ættu ekki að vera þrjár íbúðir." Upphaf deilnanna í vaskahúsinu — Þetta var upphaf deilnanna. Hvenær fórst þú að kvarta við lög- regluna? „Þegar ég gat ekki annað. Hvað átti ég að gera? Ég var ein þarna, gömul manneskja. Ég ansaði þeim aldrei og reifst aldrei við konuna. Þau vildu til dæmis fá keyptan kjallarann eða leigðan, en það vildi ég ekki. Það var aldrei hægt að tala neitt við þau .. “ Örn Smári Arnaldsson, yfirlækn- ir á röntgendeild Borgarspítalans og sonur Grímu, var viðstaddur samtal okkar. Hann skaut inn í: „Áður en kom til málaferla var búið að reyna sættir á marga vegu. Lögfræðingar voru búnir að koma frá Reykjavík og gera tilraun til að fá þau hjónin til að skrifa undir eðlilegar sambýlisreglur, en við það var ekki komandi. Þau vildu bara hafa þetta eins og þeim sýndist sjálfum." Gríma: „Ég fór einhverntíma og talaði við þá hjá fógetaembættinu á Akureyri og spurði þá hvað ég ætti eiginlega að gera. Ég var alltaf ráðalaus .. Þá sagði einn mér það, að ég yrði bara að fara í mál og fá þau færð úr húsinu ef ástandið lag- aðist ekkert." — Var eitthvað eitt atvik öðrum fremur, sem varð til þess að fylla mælinn? Örn Smári: „Það var bruninn, sem varð í kjallaranum, og ásakanir mömmu og Dúsínu gömlu í kjallar- anum um að það hefði verið frúin á neðri hæðinni sem olli honum. Eftir það var aldrei hægt að ræða málið." Gríma: „Ja, þeir sögðu það bara hreint út, slökkviliðsmennirnir, að þetta hefði verið íkveikja. Ég vissi auðvitað ekkert um það með vissu." Á sleggjuhausinn til minja — Stafaði ekki hávaði frá íbúð þeirra að verulegu leyti af endur- bótum, sem þau voru að gera á hús- næðinu? „Ég hef aldrei kvartað yfir því að þau gerðu við. En það var ekki hægt að gera neinar endurbætur á sam- eigninni vegna þess að þau vildu ekki taka þátt í því. Eignin er öll í hættu, öll að hrynja vegna þess.“ — Hefðir þú ekki getað farið ein- faldlega og talað við þau í stað þess að hringja á lögreglu?" „Talað við þau? Nei, það þýddi aldrei neitt. Einu sinni kom sleggju- haus í gegnum gat á vegg í kjallar- anum. Hann var rétt lentur í gömlu konunni. Ég á þennan haus ennþá Gríma Guðmundsdóttir: Hef ekkert samviskubit út af minni framkomu í þessu máli ... Morgunblaðift/ KEE og ætla að geyma hann til minja. Nei, það var ekkert hægt að tala við þau, hvorugt þeirra. Þau eru óhæf nálægt öðru fólki í sambýli. Ef eitthvað bar út af varð ég að hringja í lögregluna og segja þeim að þetta væri nú sisvona, hvort þeir vildu koma. Þeir gerðu það, en gátu ósköp lítið gert.“ — Þú hefur ekki viljað selja þinn hluta hússins og flytja burtu? „Mér var sagt að ég gæti ekki selt. Ef ég ekki vildi fara, þá væri ekki um annað að ræða fyrir mig en að fara í mál. Börnin mín, sem búa öll fyrir sunnan, vildu að ég seldi húsið og flyttist til Reykjavíkur eftir að maðurinn minn dó, en ég hef alltaf kunnað svo vel við mig á Akureyri að ég hef viljað vera þar áfram. Ég á þar mína vini, frændgarð, systur og góða granna ..." — Hefurðu aldrei haft samúð með sambýlisfólki þínu? „Jú, ég hef alltaf kennt í brjósti um þau fyrir að láta svona. Ég vil bara að þau átti sig og reyni að vera eins og manneskjur. Æ, ég er búin að líða svo mikið fyrir þetta — og þá börnin litlu, skelfing hef ég oft vorkennt börnunum. En ég vil nátt- úrlega ekki hafa þetta eins og það hefur verið undanfarin sjö eða átta ár.“ Hefðu gott af því að fara .. — Finnst þér að þau hefðu kannski gott af því að fara? „Já, það held ég. Ég held að þau hefðu gott af því að fara og átta sig á því, að yfirgangur af þessu tagi getur ekki gengið í sambýli með öðru fólki. Fólk hefur gott af því að láta bremsa sig af — er það ekki þannig í uppeldi á börnum til dæm- is?“ — Og þú ert ákveðin í að fara heim með vorinu? „Ja, ég vona að ég frískist það mikið, að ég komist heim aftur, hvenær sem það verður." Örn Smári: „Sjúkdómurinn er ekki af þeirri stærðargráðu, að hún eigi ekki að geta verið heima. Það má reikna með að meðferðin taki talsverðan tíma, kannski út mars, og þá ætti hún að geta farið heim um páska .. “ — Geturðu hugsað þér að selja núna? „Það fer alveg eftir heilsu. Ég er nú komin á áttræðisaldur og hef lent í mjaðmaaðgerð — svo er hin mjöðmin að gefa sig. Þetta verður auðvitað erfiðara eftir því sem mað- ur verður meiri garmur. En ég er rótgróin á Akureyri og vill helst vera þar.“ — Hefur sterk trú þín haft áhrif á þig í þessu máli, Gríma? „Já, það er rétt að ég hef alltaf verið trúuð. Og það var kannski þess vegna, að ég var lengi í vafa um hvað ég ætti að gera í þessu. Mér fannst það Ijótt, jafnvel ósiðlegt, að vera að fara í mál við fólk, sem átti heima í sama húsi og ég. En svo komst ég að þeirri niðurstöðu, að það væri ósanngirni að láta þetta viðgangast. Kristur rak þá nú út úr musterinu, eins og þú manst.“ Hún hló léttilega. „Svo ég tók þá ákvörð- un að það væri ekki rangt að gera þetta. Og ég hef oft sagt sisvona við sjálfa mig: Guð hjálpi manneskjun- um að láta svona."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.