Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 Fimm Presley- upptökur komnar í leitirnar New Y'ork, 20. janúar. AP. FUNDIST hafa upptökur með fimm lögum rokkkóngsins Elvis Presley, í útvarpsstöð í Louisiana og munu þau verða gefin út á hljómplötu fljót- lega. Upptökurnar fóru fram árin 1955 og 1956. Hljómplatan ber heitið „Elvis — the first live recordings“ og á henni verður einnig kynning stjórnanda útvarpsþáttarins sem Elvis söng lögin í á sínum tíma. Þetta eru lögin „Hound dog“, „I wanna play house with you“, „Maybelline", „Tweedle dee“ og „That’s all right mama“. Það var maður að nafni Marshall Sehorn, eigandi upp- tökufyrirtækis í New Orleans, sem fann spólurnar í útvarps- stöðinni í Louisiana. Hann var að grúska í gömlum skápum og fann þær í öskju sem var ekki einu sinni merkt Elvis. Orðróm- ur var á kreiki um að spólurnar væru til, en enginn vissi hvar þær voru niður komnar. Tvö lag- anna, „Maybelline" og „Tweedle dee“, hafa aldrei áður verið á hljómplötum Presleys. Hl Elvis Presley Eþíópía: Sakharov biðlar til ör- yggisráðstefnumanna Stokkhólmi, 20. janúar. AP. SOVÉSKI andófsmaðurinn andrei Sakharov, hefur smyglað sendibréfi til allra sendinefnda þeirra sem sitja öryggismálaráðstefnuna í Stokk- hólmi þcssa dagana, eftir því sem sænska dagblaðið Expressen greindi frá í gær. í bréfinu hvetur hann þjóð- irnar til að hjálpa sér að fá brottfar- arleyfi frá Sovétríkjunum fyrir eig- inkonu sína, sem þurfi að komast undir læknishendur á Vesturlönd- um. Bréfið er dagsett í Gorky 12. janúar síðastliðinn, og þar segir hann að eiginkona sín hafi fengið hvert hjartaslagið af öðru og heilsa hennar sé afar slæm. En vegna þess hversu ofsótt þau hjón hafa verið vegna stjórnmálaskoð- ana sinna, hefur Jelena ekki feng- ið þá aðhlynningu sem henni er nauðsynleg. „Ég þrábið alla erlenda fulltrúa á ráðstefnunni að styðja kröfu okkar hjóna um að eiginkona mín fái að leita lækninga á Vestur- löndum og þrábið þá jafnframt að reyna að koma þeim skoðunum sínum á framfæri við yfirvöld í Sovétríkjunum. Ellegar verður það bani eiginkonu minnar og þá Mannránið var uppspuni frá rótum Schwaebi»ch-(>muend, V-Pýskalandi, 20. janúar. AP. BANDARÍSKI hermaðurinn sem sagði að vestur-þýskir kjarnorkuandstæð- ingar hefðu rænt sér á dögunum, hefur nú viðurkennt fyrir þýsku lögregl- unni, að allt væri þetta uppspuni. Lögregluyfirvöld staðfestu fregnina í gær, en gáfu ekki upp frekari málavöxtu. Hermaðurinn, Liam Fowler, hringdi til eiginkonu sinnar snemma á laugardaginn var og virtist mikið niðri fyrir. Sagði hann að sex kjarnorkuandstæð- ingar hefðu dregið sig spriklandi út úr bíl sínum og hefðu sig í haldi. Síðar á laugardaginn hringdi hann aftur og var þá rórri, en sagði konu sinni að gera þarl- endum og bandarískum fjölmið- lum skiljanlega andúð vestur- þýsku þjóðarinnar á meðaldrægu kjarnorkuflaugunum. Á sunnu- dagsmorguninn fannst Fowler svo heill á húfi í hlöðu eigi langt frá Skartgripum rænt frá Christies í London: Þýfið metið á 40 milljónir januar. VOPNAÐIK menn brutust í morg- un inn í húsnæði Christies-upp- boðsfyrirtækisins í London og rændu skartgripum úr safni Flor- ence J. Gould að verðmæti um fjörutíu milljónir króna. Stolið var eyrnarlokk og dem- antsarmbandi úr safni Gould, og tveimur hálsmenum úr safni, sem ekki er eins verðmætt. Safn Florence J. Gould átti að fara á uppboð í New York í apríl. Myndavélar sem faldar voru í húsnæði Christies sýna að ræn- ingjarnir voru fjórir grímu- klæddir menn með skotvopn. Að sögn lögreglunnar fóru þeir á brott í flutningabifreið, sem þeir skildu eftir í kílómetra fjarlægð. Þar fóru þeir í aðra bifreið, sem ekki hefur fundist. Ræningjarnir neyddu alla þá sem í sýningarsal Christies voru, öryggisverði, dyraverði og sýn- ingargesti sem voru aðeins tveir til að leggjast á gólfið á meðan þeir hrifsuðu skartgripina og komu sér burt. Schwaebisch-herstöðinni. Vestur Þýska lögreglan var frá upphafi vantrúuð á að um mann- rán hefði verið að ræða og er gengið var á manninn kom í ljós að það var rétt. Bandarísk heryfir- völd í Vestur-Þýskalandi vildu ekkert um málið segja í gær, en haft var eftir háttsettum manni sem ekki vildi láta nafns síns get- ið, að Fowler yrði látinn sæta geð- rannsókn. Að sögn umrædds manns, var ferill Fowlers flekk- laus og pottþéttur þar til fyrir skömmu, að hann var handtekinn fyrir afbrigðilega hegðun á al- mannafæri. Þá tilkynnti lögreglan, að ör- uggt væri að Fowler hefði staðið einn að gabbinu. Á hinn bóginn getur hún ekki útskýrt síiptal sem til hennar barst, þar sem þýsku- mælandi maður tilkynnti ránið á Fowler. Og bifreið hans er enn ófundin. Kúbumenn fækka í herliði sfnu minn bani einnig, því ég get ekki án hennar verið," segir Sakharov í bréfi sínu. Washington, 20. janúar. AP. Háttsettir bandarískir embætt- ismenn sögðu í gær, að svo virtist sem Kúbumenn væru loks að fækka í herliði sínu í Eþíópíu, í fyrsta skipti í sex ár, en þá fluttu þeir þangað sína fyrstu hermenn. Embættismennirnir, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðust ekki vissir enn sem komið væri, hvort Kúbumennirnir yrðu sendir heim til Kúbu, eða hvort þeir yrðu sendir til Angóla, 20.000 öðrum kúbönskum hermönnum til halds og trausts. Sögðust þeir ekki hafa nákvæmar tölur á reiðum hönd- um, en líklegt að nú væru um 10.000 Kúbumenn í Eþíópíu, en flestir hefðu þeir verið 12.000 til 13.000. Liðsflutningarnir hófust fyrir um mánuði. Embættismenn- irnir bættu við, að ekkert benti til þess að Kúbumenn ætluðu að kalla allt herlið sitt heim. Kúbumennirnir komu fyrst til Eþíópíu árið 1978, til þess að að- stoða hina marxísku stjórn lands- ins við að halda Sómalíumönnum í skefjum, en þeir gerðu tilkall til Ogaden-héraðsins í austurhluta Eþíópíu, þar sem margir Sómalir búa. Eþíópía hefur nú hernaðaryf- irburði yfir Sómalíu þannig að ERLENT ófriður er ekki lengur í Ogaden. Á hinn bóginn logar allt í óeirðum í norðurhluta Eþíópiu þar sem ýms- ar fylkingar berjast fyrir eigin sjálfstæði í Eritreu og Tigre. Kúbumenn hafa ekki viljað blanda sér í þau átök, því þau eru óskyld upprunalegu hlutverki þeirra í Eþíópíu. Þá telja fyrrgreindir embættismenn, að peningaspurs- mál kunni að standa að baki flutn- ingi kúbanskra hermanna frá Eþíópíu. Þannig er nefnilega mál með vexti, að Eþíópíustjórn borg- ar Kúbu fyrir hermennina og efnahagur landsins er afar bág- borinn. Heseltine á Falk- landseyjum Port Stanley, Falklandseyjum. 20. janúar. AP. DAVID Heseltine, varnarmálaráó- herra Bretlands, kom í gær í heim- sókn til Falklandseyja. Er það fyrsta ferð hans þangað síðan að Bretar og Argentínumenn börðust um eyjarnar og Bretar höfðu betur. Heseltine mun hitta að máli yf- irmann hinna 4.000 bresku her- manna sem á eyjunum hafa dvalið allar götur síðan í stríðinu. Þá mun hann líta eftir framkvæmd- um við nýjan og endurbættan flugvöll á eyjunum. „Ég er þó fyrst og fremst að sjá með eigin augum hvort að Bretland rækir skyldur sínar á eyjunum og hvort fé okkar til þeirra megi verja betur en gert er,“ sagði Heseltine við komuna. Heath snýst gegn Thatcher: Greiddi atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Loodon, 20. janúar. UPPREISN Edwards Heath og tólf annarra þingmanna íhaldsflokksins gegn Margréti Thatcher í vikunni hefur vakið mikla athygli. Þing- mennirnir sem teljast til svonefndra „heybróka“ í flokknum (en ein- dregnir stuðningsmenn stjórnar- stefnu Thatcher eru nefndir „harð- jaxlar") greiddu atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi sem fól í sér að réttur sveitarstjórna til aö ákveða fasteignaskatta í eigin umdæmum væri af þeim tekinn og færður í hendur ríkisstjórninni. Frumvarpið náði engu síður fram að ganga því íhaldsflokkurinn hefur drjúgan meirihluta í neðri málstofunni. Heath hefur sætt mikilli gagn- rýni fyrir að bregðast stjórninni í svo þýðingarmiklu máli, en hann vísar henni á bug. „Við búum í lýðræðisríki og menn eiga rétt á því að hafa ólíkar skoðanir," segir hann. Uppreisn Heath kom ekki mjög á óvart, því hann hefur ekki farið leynt með skoðanaágreining sinn við Thatcher á undanförnum ár- um. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann greiðir atkvæði gegn henni á þingi. hers- Hræringar í forystuliði Kólombíu: Ráðherra og þrír höfðingjar hætta vegna ágreinings við forsetann EBE-ríkin herða eftirlit með innfluttum rækjum BrUssel, 20. janúar. AP. FLEST ríki Efnahagsbandalags Evr- ópu hafa annaðhvort bannað inn- flutning á rækjum frá Suðaustur- Asíu eða hert eftirlit með slfkum innflutningi í kjölfar eitrunarmáls- ins í Hollandi þar sem 14 létust eftir að hafa borðað rækju sem flutt var inn frá Bangladesh, að því er tals- maður EBE greindi frá í dag. Vestur-Þýskaland, Ítalía, Hol- land og Danmörk hafa bannað innflutning á allri rækju frá Suð- austur Asíu. Frakkland, Bretland, Belgía og Lúxemborg hafa aukið eftirlit með innfluttum rækjum. Ekki hefur frést um svipaðar aðgerðir á Italíu og í Grikklandi, en talsmaður EBE sagði að öllum aðildarríkjum bandalagsins hefði verið greint frá hættunni. BogoU, Kólombíu, 20. janúar. AP. FJORIR af æðstu yfirmönnum herafla Kólombíu hafa sagt upp störfum eftir ágreiningsmál við forsetann, Belisario Betancur. Þótti þeim hann ganga of langt til móts við vinstrisinnaða skæruliða í landinu auk þess að ætla sér að auka samskipti viö Kúbu. semi sinni um stjórnsýslu lands- ins og minnti hann á, að forsetinn væri æðsti yfirmaður hersins og réði því sem hann vildi í þeim efn- um. Sagði ráðherrann þá umsvifa- laust af sér. Skæruliðarnir, sem fyrr er greint frá, eru um 15.000 talsins og Betancur er fyrsti forseti landsins í 34 ár sem reynir að finna friðsamlega lausn á málinu. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að hann gangi of langt til móts við Herforingjarnir sem um ræðir voru yfirmenn landhersins og flughersins, auk yfirmanns alls heraflans. Þeir hættu allir í gær, en á miðvikudaginn sagði varn- armálaráðherra landsins einnig af sér vegna sömu ágreiningsmála. Varnarmálaráðherrann, Fern- ando Landazabal, kom fram í sjónvarpi í síðasta mánuði og gagnrýndi stefnu Betancurs. Á miðvikudaginn sagði forsetinn ráðherranum að láta af afskipta- þá. Þá hefur Betancur viljað auka stjórnmálaleg tengsl við Kúbu, en fyrrum forseti Kólombíu, Julio Ceser Turbay, sleit stjórnmála- sambandi landanna árið 1981 er hann taldi sig hafa sannanir fyrir því að her Kúbumanna hefði þjálf- að sveitir hinna vinstrisinnuðu skæruliða í landinu. Nýi varnarmálaráðherrann er Gustavo Matamoros. Hann tók við embætti á fimmtudag og að því loknu sagði hann við fréttamenn, að hann myndi hlýða forsetanum í einu og öllu, og her landsins viður- kenndi Betancur sem æðsta yfir- mann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.